Morgunblaðið - 01.12.2011, Side 37
MENNING 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2011
Dagur íslenskrar tónlistar er hald-
inn hátíðlegur í dag og verður jafn-
framt haldið upp á fimm ára af-
mæli ÚTÓN, Útflutningsskrifstofu
íslenskrar tónlistar, með veislu í
Hörpu sem hefst kl. 11. Í hana eru
allir velkomnir sem tengjast ÚTÓN
og starfa í tónlistargeiranum. Í til-
efni af deginum munu allar út-
varpsstöðvar landsins leika þrjú ís-
lensk lög kl.
11.15 og er þjóð-
in hvött til að
syngja með. Við-
burður þessi er
nýr af nálinni og
ber heitið Syngj-
um saman. Lögin
þrjú eru „Kvæð-
ið um fuglana“
eftir Atla Heimi
Sveinsson við
texta Davíðs
Stefánssonar, „Manstu ekki eftir
mér“, lag Ragnhildar Gísladóttur
við texta Þórðar Árnasonar og
„Stingum af“ eftir Mugison. Gestir
í afmælisveislu ÚTÓN munu að
sjálfsögðu kveikja á útvarpinu og
syngja með. Samtónn, samtök allra
rétthafa tónlistar í landinu, stend-
ur að Degi íslenskrar tónlistar og
veitir í veislunni verðlaun til ein-
staklings sem þótt hefur skara
fram úr í stuðningi við íslenska
tónlist á árinu sem er að líða.
Unginn getur flogið úr hreiðri
Anna Hildur Hildibrandsdóttir
hefur gegnt stöðu framkvæmda-
stjóra ÚTÓN frá upphafi og kom
að verkefninu Syngjum saman
ásamt tónlistar- og þáttagerð-
armanninum Sigtryggi Bald-
urssyni. Hugmyndina að Syngjum
saman átti hins vegar Guðrún
Björk Bjarnadóttir, fram-
kvæmdastjóri STEFs, að sögn
Önnu. „Það hitti þannig á að Dag
íslenskrar tónlistar ber upp á 1.
desember og það er mjög nálægt
því þegar ÚTÓN var stofnað fyrir
fimm árum þannig að við ákváðum
að slá saman í afmælisveislu og
Dag íslenskrar tónlistar,“ segir
Anna. Lögin þrjú ættu flestir lands-
menn að þekkja og geta sungið en
texta þeirra má m.a. finna á ut-
on.is.
– Hefur mikið áunnist á þessum
fimm árum í því að styðja við og
koma íslenskri tónlist á framfæri?
„Já. Mér líður svona eins og ÚT-
ÓN sé unginn sem er tilbúinn til að
fljúga úr hreiðrinu núna. Til að
byrja með var ég ein að vinna í
þessu með góða stjórn með mér.
Síðan hefur starfsemin bæði eflst
og stækkað aðeins og verkefnunum
fjölgað töluvert. Ég held ég geti
sagt að ef maður lítur yfir farinn
veg þá höfum við náð þeim árangri
að koma mjög skipulegri starfsemi
á laggirnar. Þannig að það er gott
skipulag, við höfum unnið vel með
stoðkerfinu í landinu almennt, t.d.
með Nýsköpunarmiðstöð og Ný-
sköpunarsjóði og öðrum aðilum, í
að koma þekkingu og fræðslu í við-
skiptaþætti tónlistar á framfæri.
Við höfum líka getað nýtt með bet-
ur skipulögðum hætti en áður þau
tækifæri sem eru erlendis,“ segir
Anna. ÚTÓN vinni náið með ís-
lenskum tónlistarhátíðum sem séu
mikilvægt tæki til að koma ís-
lenskri tónlist á framfæri erlendis.
„Upphaflega var rætt um að það
væri þörf fyrir svona skrifstofu til
að beina áhuga frá útlöndum í ein-
hvern markvissan farveg og við
höfum fundið að það hefur tekist.
Fólk erlendis áttar sig á því að
þarna er góð upplýsingaveita um
það sem er að gerast í íslensku tón-
listarlífi. Við höfum lagt mikla
áherslu á að vera sýnileg á vefnum
og segja frá því sem íslenskir tón-
listarmenn eru að gera erlendis.
Það hefur virkað.“
helgisnaer@mbl.is
Morgunblaðið/Sigurgeir
Íslenskt Eitt laganna sem leikin
verða á öllu útvarpsstöðum er lag
Mugisons, „Stingum af“.
Afmælisveisla og
allir syngja saman
Í dag er Dagur íslenskrar tónlistar
Anna Hildur
Hildibrandsdóttir
Vefurinn TG Daily greinir frá því
að leikarinn Guðmundur Ingi Þor-
valdsson komi til greina í hlutverk
Mance Rayder í fjórðu þáttaröð
Game of Thrones, en tökur á hluta
annarrar þáttaraðar fara nú fram
austur á landi. Þættirnir byggjast á
sagnabálki George R. R. Martin,
Songs of Ice and Fire. Á vefnum
segir að líklegt sé að þriðja og
fjórða þáttaröð verði teknar saman
til hagræðingar. Guðmundur muni
mögulega leika í fjórðu þáttaröð.
Sýningar á annarri þáttaröð Game
of Thrones hefjast í Bandaríkj-
unum í apríl á næsta ári.
Guðmundur orðaður við
hlutverk Mance Rayder
Nefndur Guðmundur Ingi Þor-
valdsson gæti bæst í leikarahóp
Game of Thrones.
FRÁBÆ
R TÓN
LIST
- MÖG
NUÐ
DANSA
TRIÐI
- US WEEKLY
HHHH
- OK
HHHHH
- THE SUN
HHHH
MÖGNUÐ GAMANMYND - US WEEKLY
HHHH
MIÐASALA Á WWW.SAMBIO.IS
HAPPY FEET 2 Ísl. tal kl. 5:30 3D L
TWILIGHT:BREAKINGDAWN kl. 5:30 - 8 - 10:30 2D 12
TWILIGHT:BREAKINGDAWN kl. 8 - 10:30 2D VIP
THEHELP kl. 5:15 2D VIP
THEHELP kl. 8 - 10:10 2D L
TOWERHEIST kl. 5:40 - 8 - 10:20 2D 12
THE INBETWEENERS kl. 8 - 10:45 2D 16
FOOTLOOSE kl. 5:30 2D 10
SEEKING JUSTICE kl. 8 - 10:20 2D 16
/ ÁLFABAKKA
HAPPY FEET 2 Ísl. tal kl. 5:30 3D - 5:30 2D L
TWILIGHT:BREAKINGDAWN kl. 5:30 - 8 - 10:40 2D 12
SEEKING JUSTICE kl. 8 - 10:30 2D 16
THE IDES OF MARCH kl. 8 - 10:20 2D 14
THEHELP kl. 5:30 2D L
THE INBETWEENERS kl. 8:20 - 10:30 2D 16
TWILIGHT:BREAKINGDAWN kl. 8 2D 12
SEEKINGJUSTICE kl. 10:20 2D 16
THE IDES OF MARCH kl. 10:10 2D 14
THE INBETWEENERS kl. 8 2D 16
/ EGILSHÖLL
/ KRINGLUNNI
/ KEFLAVÍK
/ AKUREYRI
/ SELFOSSI
COLLABORATORS Leikritíbeinni Sýnd fim.kl.19 L
HAPPY FEET 2 Ísl. tal kl. 5:30 3D L
HAPPY FEET 2 Enskt tal kl. 8 Ótextuð 3D L
TWILIGHT:BREAKINGDAWN kl. 8 - 10:30 2D 12
THE IDES OF MARCH kl. 10:20 2D 14
THE INBETWEENERS kl. 10:30 2D 16
THEHELP kl. 5:20 2D L
HAPPY FEET 2 Ísl. tal kl. 6 2D L
TWILIGHT:BREAKINGDAWN kl. 8 2D 12
SEEKINGJUSTICE kl. 10:20 2D 16
THE IDES OF MARCH kl. 8 2D 14
THE INBETWEENERS kl. 6 - 10:20 2D 16
SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI OG AKUREYRI
SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL
OG KRINGLUNNI
SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL,
KRINGLUNNI, AKUREYRI OG
KEFLAVÍK
SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI,
AKUREYRI OG KEFLAVÍK
NÆSTU SÝNINGAR Á FÖSTUDAGSÝND Í EGILSHÖLL, KRINGLUNNI,
AKUREYRI OG KEFLAVÍK
SVIKRÁÐ
SÝND Í ÁLFABAKKA
100/100
PHILADELPHIA
INQUIRER
91/100
ENTERTAINMENT
WEEKLY
VERTU MEÐ ÞEIM FYRSTU Í
HEIMINUM TIL AÐ SJÁ HIÐ
MAGNAÐA ÆVINTÝRI UM
BELLU, EDWARD OG JACOB
NICOLAS CAGE
AND GUY PEARCE
JANUARY JONES
SEEKING
SÝND MEÐ ÍSLENSKU
OG ENSKU TALI
91/100
ENTERTAINMENT
WEEKLY
„BRAD PITT OG MATT
DAMON ERU
SPRENGHLÆGILEGIR.“
- MARA REINSTEIN /
US WEEKLY
„HAPPY FEET 2 ER JAFNVEL BETRI
EN FYRRI MYNDIN!“
„HIN FULLKOMNA
HELGIDAGASKEMMTUN“
- MARA REINSTEIN / US WEEKLY
HHHH
MYNDIR ÞÚ FARA YFIR
STRIKIÐ FYRIR HEFNDINA?
FRÁBÆR
SPENNUÞRILLER
FRÁ LEIKSTJÓRANUM
ROGER DONALDSON
SÝND Í ÁLFABAKKA
SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, AKUREYRI OG KEFLAVÍK
Morgunblaðið gefur út
glæsilegt sérblað um
Heilsu og hreyfingu
þriðjudaginn 3. janúar 2012.
MEÐAL EFNIS:
Hreyfing og líkamsrækt.
Vinsælar æfingar.
Íþróttafatnaður.
Ný og spennandi námskeið.
Bætt mataræði .
Heilsusamlegar uppskriftir.
Andleg vellíðan.
Bætt heilsa.
Ráð næringarráðgjafa.
Jurtir og heilsa.
Hollir safar.
Bækur um heilsurækt.
Skaðsemi reykinga.
Ásamt fullt af fróðleiksmolum
og spennandi viðtölum.
–– Meira fyrir lesendur
PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA:
Fyrir kl. 16, miðvikudaginn 21. des.
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Katrín Theódórsdóttir
kata@mbl.is
Sími: 569-1105
Heilsa & hreyfing
SÉRBLAÐ
Heilsa & hreyfing
Þetta er tíminn til að huga
að heilsu sinni og lífstíl og
taka nýja stefnu.