SunnudagsMogginn - 11.12.2011, Blaðsíða 4
4 11. desember 2011
Flokkur Pútíns, Sameinað Rússland, fékk tæplega
50% atkvæða í kosningunum á sunnudag fyrir viku
samkvæmt opinberum tölum. Mýmargar ábendingar
hafa hins vegar borist um að rangt hafi verið haft við
í kosningunum. Samtök, sem á íslensku mætti kalla
Borgaravaktina, segja að flokkurinn hafi í raun feng-
ið 20% minna fylgi en sagt sé opinberlega eða 29,8%
um landið allt og 25,8% í Moskvu.
Samtökin segja einnig að frjálslyndi flokkurinn Ja-
bloko hafi fengið nógu mörg atkvæði til að komast á
þing, en samkvæmt opinberum tölum var hann með
3% atkvæða og undir 7% atkvæðaþröskuldinum,
sem miðað er við. Borgaravaktin segir að Jabloko
hafi fengið 14,3% atkvæða í Moskvu og 8,2% um
landið allt. Samtökin segja sömuleiðis að komm-
únistaflokkurinn hafi verið með meira fylgi, en op-
inberlega hafi verið gefið upp. Kommúnistar hafi
fengið 22,6% atkvæða um landið allt, sem er nokkru
hærra en þau 19,6%, sem lýst var yfir opinberlega.
Samtökin byggja á tölum frá eftirlitsmönnum, sem
náðu að gera útgöngukönnun á 176 kosningastöð-
um. Þau draga einnig í efa tölur um kjörsókn.
Að mati samtakanna var kjörsóknin 51,3% í
Moskvu og 53% um landið allt. Kjörstjórn sagði að
kjörsókn hefði verið 60,2% um landið allt.
Eftirlitsmenn á vegum Öryggis- og samvinnustofn-
unar Evrópu sögðust hafa séð ýmislegt misjafnt í
kosningunum og var sérstaklega tekið til þess að
falsaðir kjöseðlar með krossi við Sameinað Rúss-
land, flokk Pútíns, hefðu verið settir í kjörkassa.
Fullyrðingar um víðtækt svindl og falsaða seðla
Vladimír Pútín, forsætisráðherra Rússlands, ræðir við
leiðtoga úr héruðum landsins um kosningarnar.
Reuters
Vladimír Pútín, forsætisráðherraRússlands, virðist vera í losti út afúrslitum þingkosninganna á sunnu-dag. Þrátt fyrir markvissar tilraunir
til þess að hafa áhrif á úrslit kosninganna náði
flokkur Pútíns, Sameinað Rússland, ekki nema
tæplega helmingi atkvæða og margt bendir til
þess að fylgið hafi verið mun minna í raun.
Eftirlitsstofnanir hafa gagnrýnt framkvæmd-
ina harkalega og almennir borgarar hafa sett á
netið upptökur þar sem svo virðist sem verið sé
að eiga við atkvæði og hafa áhrif á kjósendur.
Kosningarnar voru þáttur í að undirbyggja
áframhaldandi setu Pútíns við völd. Í mars ætl-
ar hann sér að fullkomna fléttuna með sigri í
forsetakosningum. Sá galli er hins vegar á að
kjósendur virðast ekki alls kostar sáttir við
áform Pútíns um að sitja áfram. Pútín varð for-
seti árið 2000, varð að víkja úr embætti 2008
vegna stjórnarskrárákvæðis um að einn maður
geti ekki setið lengur en tvö kjörtímabil, en
stjórnaði áfram úr stóli forsætisráðherra. Nú
hefur kjörtímabil forseta verið lengt þannig að
sitji hann önnur tvö kjörtímabil gæti hann ver-
ið við völd til 2024.
Búist var við mikilli þátttöku í mótmælum,
sem halda átti í gær, laugardag, skammt frá
Kreml. Gáfu yfirvöld leyfi fyrir þátttöku allt að
30 þúsund manns. Aðstandendur mótmælanna
vildu vera nær Kreml, en var bannað að safna
þar saman meira en 300 manns. Einhverjir
skipuleggjendur hafa sagst ætla að mótmæla
þar samt.
Innanríkisráðherra landsins, Rasjid Núrgalíj-
ev, brást strax við með því að segja að „allar til-
raunir til að halda uppákomur án leyfis og
standa í vegi fyrir lögum og reglu verða stöðv-
aðar af starfsfólki innanríkisráðuneytisins í
samræmi við lög“. Yfirvöld hafa handtekið
1600 manns á þremur dögum fyrir að taka þátt
í mótmælum.
Pútín vegur að Hillary Clinton
Pútín hefur brugðist við ásökunum um kosn-
ingasvindl með því að veitast að Bandaríkja-
mönnum fyrir að reyna að hafa áhrif á úrslit
kosninganna. Hann gagnrýndi Hillary Clinton,
utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fyrir að lýsa
yfir áhyggjum vegna framkvæmdar kosning-
anna og sagði að hún hefði vísvitandi gefið
stjórnarandstöðunni merki um að blása til
mótmæla auk þess sem bandaríska utanrík-
isráðuneytið borgaði samtökum í Rússlandi
fyrir að finna að kosningunum.
„Þeir heyrðu merkið og með hjálp banda-
ríska utanríkisráðuneytisins hófu þeir aðgerð-
ir,“ voru fyrstu ummæli Pútíns um mótmælin.
Í umræðum um forsetakosningarnar á næsta
ári sakaði Pútín Bandaríkjamenn um að verja
milljónum dollara í að skapa óstöðugleika í
Rússlandi með því að styðja ákveðin samtök.
„Við erum stórt kjarnorkuveldi og munum
verða það áfram og það veldur félögum okkar
ákveðnum áhyggjum,“ sagði Pútín á fundi með
stuðningssamtökum, sem mynduð hafa verið
um forsetaframboð hans. „Nú hrista þeir okkur
aðeins til þannig að við gleymum ekki hver
ræður á þessari plánetu.“
Einn af hópunum, sem um ræðir, nefnist Go-
los og fylgdist hann með framkvæmd kosning-
anna. Samtökin voru beitt miklum þrýstingi,
stjórnandi þeirra var settur í hald á flugvelli í
Moskvu, símalínur aftengdar og ráðist á vefsíð-
ur þeirra.
Með því að stimpla samtök á borð við Golos
útsendara Bandaríkjamanna er Pútín kominn í
leik, sem minnir á kalda stríðið 20 árum eftir að
því lauk. Á tímum Sovétríkjanna var gagnrýn-
endum þeirra borið á brýn að vera „óvinir rík-
isins“ á mála hjá kapítalískum heimsvalda-
sinnum.
Inn í þennan málflutning blandast deila
Rússa og Bandaríkjamanna um eldflaugavarnir
í Evrópu. Rússar segja að verið sé að þröngva
þeim til að setja upp meðaldrægar kjarn-
orkuflaugar nærri mörkum Evrópusambands-
ins og ýta þeim út í nýtt vopnakapphlaup.
Í dagblaðinu Kommersant sagði að verið gæti
að rússnesk stjórnvöld vanmætu „breyting-
arnar í fjöldavitund samfélagsins“. Síðan var
bætt við. „Og það er allt eins víst að það muni
enda með ósköpum, ekki bara fyrir stjórnvöld,
heldur einnig samfélagið.“
Ólga vex í
Rúss-
landi
Pútín talar um
bandarískan
undirróður
Lögreglan í Moskvu handtekur þátttakanda í mótmælum vegna þingkosninganna í Rússlandi fyrir viku.
ReutersVikuspegill
Karl Blöndal kbl@mbl.is
Fréttaskýrendur
segja að árásir Pútíns
á Bandaríkin vegna
kosninganna kunni
að eiga hljómgrunn
hjá íhaldssömum
Rússum, sem frá
fornu fari eru tor-
tryggnir í garð vest-
ursins, en hann eigi á
hættu að stuða yngri
kjósendur. „Þessi orð
ýta aðeins undir höfn-
un fólksins,“ segir
Andrei Ríabov hjá
Carnegie-miðstöðinni
í Moskvu. „Þau særa
og pirra fólk í Moskvu
og stórum borgum
sem mótmælir vegna
sannfæringar sinn-
ar.“
Áhrif orða
Pútíns
ÍSLENSKT
KJÖT
www.noatun.is