SunnudagsMogginn - 11.12.2011, Qupperneq 16
16 11. desember 2011
Helsta hlutverk lögmannafélaga, hér heimasem erlendis, er að standa vörð um rétt-arríkið – tryggja að allir menn séu jafnir fyrirlögum og fái réttláta málsmeðferð, burtséð
frá því hvaða brot, jafnvel níðingsverk þeim eru gefin að
sök. Að sögn Ingimars Ingasonar, framkvæmdastjóra
Lögmannafélags Íslands, hefur sjaldan eða aldrei reynt
meira á þetta hlutverk en á umliðnum árum og misserum.
„Við lifum á viðsjárverðum tímum,“ segir hann. „Al-
varlegir atburðir hafa víða átt sér stað og komið heilu
samfélögunum úr jafnvægi. Nægir þar að nefna hryðju-
verkaárásirnar í Bandaríkjunum, á Spáni og í Bretlandi og
fjöldamorðin í Noregi fyrr á þessu ári. Við Íslendingar
urðum líka fyrir áfalli fyrir þremur árum enda þótt efna-
hagshrunið sé vitaskuld allt annars eðlis en aðrir atburðir
sem ég vísa til. Allir eiga þessir atburðir þó sameiginlegt
að mikil reiði greip um sig í kjölfarið og þess krafist að
meintum brotamönnum yrði refsað, jafnvel án dóms og
laga.“
Við aðstæður sem þessar reynir verulega á réttarríkið.
„Hefðu menn látið undan þrýstingi hinna reiðu væru for-
sendurnar fyrir réttarríkinu brostnar. Úteyjar-málið er
gott dæmi um þetta,“ útskýrir Ingimar. „Enda þótt glæp-
urinn sem Anders Behring Breivik framdi sé hryllilegur á
þessi einstaklingur samt sem áður rétt á réttlátri máls-
meðferð fyrir dómstól, líkt og aðrir sakaðir menn. Eitt
verður yfir alla að ganga, kerfið verður að virka fyrir
Anders Behring Breivik eins og aðra sakaða menn.“
Ekki að réttlæta voðaverk
Ingimar bendir á að verjandi Breiviks hafi í fyrstu orðið
fyrir aðkasti í Noregi. Fjöldi fólks hafi átt erfitt með að
skilja hvers vegna hann gat tekið mál „ófreskju“ af þessu
tagi að sér. Þá steig norska lögmannafélagið inn í atburða-
rásina og lagði áherslu á að ekki mætti samsama lögmenn
skjólstæðingum sínum. Enda þótt lögmaður tæki að sér
að verja Breivik væri hann ekki með neinum hætti að
réttlæta voðaverk skjólstæðings síns. Samkvæmt reglum
réttarríkisins ætti Breivik einfaldlega rétt á aðstoð lög-
manns. „Í framhaldi af þessu inngripi róaðist umræðan
mikið og verjandi fékk frið til að vinna sína vinnu. Í þessu
samhengi verða menn einnig að átta sig á því að lög-
mönnum er lögum samkvæmt skylt að taka að sér verj-
endastörf og taka við þeirri skipun frá dómstólum – lög-
menn hafa þannig ekkert val.“
Hann segir gríðarlega mikilvægt fyrir lögmenn að
standa í fæturna, sama hve þrýstingurinn sé mikill.
Stjórnvöld freistist gjarnan til að grípa til lagasetningar og
koma á íþyngjandi regluverki í kjölfar áfalla og krafan um
afturvirkni slíkra reglna komi þá gjarnan fram. Hlutverk
lögmannafélaga og lögmanna er m.a. að fylgjast með og
yfirfara laga- og reglusetningu stjórnvalda með gagn-
rýnum hætti. Hafa frumkvæði að gerð athugasemda og
tillagna til hlutaðeigandi aðila, þ.e. löggjafans, ráðuneyta
og dómstóla, varðandi úrbætur á lögum og reglum, sem
og túlkun þeirra. Einnig er það hlutverk lögmanna og
lögmannafélaga að tryggja að lögum og reglum sé beitt af
réttlæti og ekki sé gengið of nærri réttindum einstaklinga
í réttarríkinu.
Ingimar segir hugmyndir fólks um trúnaðarskyldu lög-
manna hafa farið á flot hér heima eftir hrunið enda mikið
legið á að koma böndum á meinta brotamenn. Svo rammt
kvað að þessu að tillögur um tilslökun voru komnar inn í
frumvarp á Alþingi. „Til allrar hamingju hlustuðu menn á
röksemdir Lögmannafélagsins þess efnis að verja þyrfi
trúnaðarskylduna. Skjólstæðingur verði að geta trúað
lögmanni sínum fyrir því sem hann kann að hafa gert eða
látið ógert þannig að lögmaðurinn geti byggt málið upp á
réttum forsendum. Geti skjólstæðingur ekki treyst því að
trúnaður gildi í samskiptum hans við lögmanns sinn er
hætt við að hið rétta komi ekki fram í málinu. Trún-
aðarskylda lögmanna er þannig samofin
réttarríkishugtakinu,“ segir Ingimar.
Dómurum hefur fjölgað
Íslenskt réttarkerfi hefur ekki í annan
tíma verið undir eins miklu álagi og nú.
Einhverjir efast um að það sé verkefninu
vaxið en Ingimar bendir á að dómurum
hafi þegar verið fjölgað, bæði í héraði og
í Hæstarétti og vonir standi til að milli-
dómstig verði tekið upp í nálægri fram-
tíð. „Þetta mál er í ferli. Spurningin er hvort þetta verður
gert í einu skrefi eða tveimur, þ.e. bæði í einka- og saka-
málum eða aðeins í sakamálum til að byrja með og svo í
einkamálum síðar. Mikilvægt er hins vegar að stjórnvöld
hraði vinnu við innleiðingu millidómstigsins.“
Ingimar hvetur fólk til að sýna þolinmæði. Dómsmál
tengd efnahagshruninu 2008 verði mörg hver mikil að
umfangi og flókin „Það er skiljanlegt að grunnt sé á reiði
fólks, en gefum rannsóknaraðilum og dómskerfinu svig-
rúm til að ljúka þessum málum,“ segir Ingimar og bætir
við að íslenskir lögmenn séu einnig vel í stakk búnir til að
takast á við þessi mál, bæði hvað varðar menntun og
reynslu.
Fjölga þarf fangarýmum
Fleira brennur á. Lögmannafélagið er í hópi þeirra sem
gagnrýnt hafa erfiða stöðu fangelsismála í landinu. „Að-
stöðuleysið í fangelsismálum verður alvarlegra með
hverju árinu sem líður. Menn geta þurft að bíða árum
saman eftir afplánun og refsidómar ná jafnvel að fyrnast.
Við þetta verður ekki unað. Það er ekki nægjanlegt að
auka virkni dómstóla ef ekki er hægt að framfylgja þeim
refsidómum sem kveðnir eru upp. Eins einkennilega og
það kann að hljóma þá er það líka réttur dæmdra manna
að fá að afplána dóma sína strax. Það er því ekki nóg að
hafa nýtt fangelsi á teikniborðinu í sextíu ár, það þarf að
hefja framkvæmdir. Ætlum við að teljast meðal sið-
menntaðra þjóða verðum við að standa undir þeim kvöð-
um sem fylgir því að hafa hér réttarríki,“ segir Ingimar.
Ekki eiga allir jafn auðvelt með að leita réttar síns og
stjórnvöld hafa á undanförnum árum ítrekað takmarkað
aðgengi almennings að dómstólum, m.a. með þrengri
skilyrðum fyrir gjafsókn, hækkun dómsmálagjalda o.fl.
„Þó svo pro bono vinna lögmanna, þ.e. vinna án endur-
gjalds fyrir skjólstæðinga sína, hafi alltaf viðgengist meðal
lögmanna, ber meira á því nú í niðursveiflunni, bæði
beint og ekki síður með óbeinum hætti, þ.e. lögmenn
taka að sér mál jafnvel þó þeir sjái í hendi sér að reikn-
ingur fyrir þá vinnu sem innt er af hendi fáist aldrei
greiddur.“
Í þessu sambandi vekur Ingimar athygli á því að Lög-
mannafélagið er með ókeypis ráðgjöf einu sinni í viku í
húsakynnum félagsins í Álftamýri 9. „Það er einn af
hornsteinum réttarríkisins að tryggja öllum aðgang, óháð
fjárhag og stöðu.“
Allir eru jafnir
fyrir lögum
Öld er í dag, sunnudag, liðin frá stofnun Lög-
mannafélags Íslands. Félagið hefur tekist á við
margvísleg verkefni gegnum tíðina en lykilhlut-
verk þess er óbreytt, að slá skjaldborg um rétt-
arríkið – sama hvað á dynur.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Stjórn Lögmannafélags Íslands á 100 ára afmælinu: Óskar Sigurðsson hrl., meðstjórnandi; Ingimar Ingason fram-
kvæmdastjóri; Brynjar Níelsson hrl., formaður; Jónas Þór Guðmundsson hrl., varaformaður og Borgar Þór Einarsson hdl., rit-
ari. Á myndina vantar gjaldkerann Ólaf Eiríksson hrl.
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Í tilefni aldarafmælis Lögmannafélags Íslands var haldið
málþing þar sem velt var upp spurningunni hvert hlutverk
lögmanna og lögmannafélaga væri í réttarríkinu og hvort
það væri annað á viðsjárverðum tímum en endranær. Svar
framsögumannanna Skúla Magnússonar, ritara við EFTA
dómstólinn, Carolyn B. Lamm, fyrrverandi forseta Americ-
an Bar Associaton og Evangelos Tsouroulis, annars vara-
forseta CCBE, var í stuttu máli að svo væri. Lögmenn
gegndu ákveðnu hlutverki í réttarríki. Á það reyndi einkum
þegar þjóðfélagsleg upplausn ógnaði virðingu almennings
og ráðamanna fyrir lögum og rétti. Þá þyrftu lögmenn að
stíga fram og skýra lögin, ástæður lagasetningar og halda
uppi rökstuddri gagnrýni á valdastofnanir samfélagsins.
Þurfa að stíga fram
Ingimar
Ingason
Konur og karlar í lögmannastétt
100%
90%
80%
70%
60%
50%
40%
30%
20%
10%
0%
1990 2000 2010 2020 2030 2040
1990–2011 Spá
Lögmannafélag Íslands 100 ára. Fjöldi félagsmanna er 954.
Karlar 682 (71,5%) og konur 272 (28,5%).