SunnudagsMogginn - 11.12.2011, Page 26

SunnudagsMogginn - 11.12.2011, Page 26
26 11. desember 2011 Miranda Kerr er held- ur meira klædd á rauða dreglinum en þegar hún er Engill. Mikið er ávallt um glys og glaum, og auðvitaðundirföt, á tískusýningu Victoria’s Secret íBandaríkjunum og var sjónvarpsþáttur umdýrðina sendur út á sjónvarpsstöðinni CBS í vikunni. Alls horfðu 10,4 milljónir á sýninguna, sem er mikil auking frá því í fyrra en þá fylgdust 9 milljónir manna með. Reyndar þarf að leita aftur til ársins 2002 til að finna annað eins áhorf. Bæklingar undirfatarisans þykja oft vera með áberandi unnum myndum þannig að þessar fegurðardísir verði enn fullkomnari. Þær þurfa svo sannarlega að halda sér í formi til að standast myndunum snúning í eigin persónu. Það má samt segja að fegurðarstandardinn sem Victori- a’s Secret setur sé jafnvel enn hærri en á „venjulegum“ tískusýningum því ekki aðeins þurfa englarnir að vera þvengmjóir heldur líka hafa einhver brjóst og línur. Al- menningur virðist allavega vera mjög þyrstur í fréttir af Englunum, mataræði þeirra og líkamsrækt og var nokkr- ar slíkar að finna í blöðum vestra fyrir sjónvarpsþáttinn. Fljótandi fæði níu daga fyrir sýningu Margir hneyksluðust á hinni þrítugu Adriönu Lima sem sagði við Daily Telegraph að í níu daga fyrir tískusýningu Victoria’s Secret borðaði hún aðeins fljótandi mat, nánar tiltekið prótínhristinga. Þetta dugar henni sem eldsneyti fyrir líkamsræktina sem er iðkuð tvisvar á dag. Í hálfan sólarhring fyrir sýninguna drekkur hún svo ekki neitt. Hún segist hafa viðhorf íþróttamanns til þessa, vænt- anlega til að ná sem bestum árangri. Önnur úr þessum hópi er Miranda Kerr, ástralska fyr- irsætan sem er gift leikaranum Orlando Bloom. Þau eign- uðust barn tíu mánuðum fyrir sýninguna en hún var engu að síður komin með sléttan maga, alveg lausan við slit. Ljóst er að enginn Engill getur lifað sérstaklega óheilsusamlegu lífi þar sem slíkt myndi sjást fljótt á þeim, enda eðli málsins samkvæmt stór hluti undirfyrirsætn- anna alltaf til sýnis. Kerr ýtir allavega undir heilsu- ímyndina. Hún stundar jóga af kappi, drekkur noni-safa og notar lífrænar snyrtivörur frá Kora Organics, sem hún sjálf á. Kröfurnar eru enda gífurlegar og verða fyrirsæturnar að líta óaðfinnanlega út. Launin eru líka há, Englarnir eru jafnan með launahæstu fyrirsætunum og eru sannkölluð súpermódel. Englarnir hjá Victoria’s Secret njóta mikilla vinsælda. Sjónvarps- þáttur með tískusýningu þeirra var sýndur í Bandaríkjunum í vik- unni en alls horfðu 10,4 milljónir manna á þáttinn. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Reuters Leyndarmál Viktoríu Það er mikið úrval af jólamörkuðum víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu, þar sem boðið er uppá alls kyns jólavarning sem oft er matartengdur. Morgunblaðið/Golli Jólaskapið kom yfir mig með þessuyndislega vetrarveðri, frosti oglogni. Í minningunni finnst mérveðrið alltaf hafa verið svona allan veturinn á Akureyri þegar ég var strákur. Margar minningar koma upp í hugann, til dæmis þegar við systkinin og krakkarnir á eyrinni ærsluðumst í snjónum allan daginn, alla daga. Ég man eftir skauta- svellinu á moldarvellinum en þar var fjöl- mennt alla seinniparta eftir skóla, við stunduðum jakahlaup á Pollinum og einu sinni man ég eftir að hafa farið yfir ísi- lagðan Pollinn yfir í Vaðlaheiði. En ég verð þó að viðurkenna að jóla- skapið stimplaði sig algjörlega inn á Frostrósartónleikunum í Hörpu, þar sem við fjölskyldan skemmtum okkur kon- unglega. Nú hef ég upplifað nokkra sali Hörpunnar, séð söngleik, óperu, hlustað á fyrirlestur og Frostrósir, húsakynnin skila vel hljóði og salirnir eiga örugglega Frostið færði mér jólin ’ Mér finnst við hæfi að benda á að 10. desember er alþjóð- legur dagur móður jarðar eftir að auka fjölbreytni í menningarlífi landans. Engu að síður finnst mér bygg- ingin sjálf sálarlaus og ósjarmerandi og minnir mig helst á erlenda alþjóða- flugvelli, en ég ætla ekki að tjá mig um það hér. Við fjölskyldan höfum verið að end- urnýja jólahefðirnar okkar, eins og að steikja laufabrauð, sjóða rauðkál, gera konfekt og baka smákökur. Það hafa jafn- vel komið upp hugmyndir um að taka fjölskyldumynd af okkur við arininn í hallærislegum jólapeysum. Eftir að við fluttum á höfuðborgarsvæðið er auðvelt að taka upp nýja jólasiði. Það er til dæmis Frægð og furður Djásn sýningarinnar, brjóstahaldari Miröndu Kerr var skreyttur perlum og demöntum, 142 karötum af þeim, og er metinn á 300 milljónir króna. Reuters

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.