SunnudagsMogginn - 11.12.2011, Síða 27
11. desember 2011 27
Englarnir Alessandra Ambrosio og Adriana Lima fagna með öðrum fyrirsætum undir lok tískusýningarinnar.
’
Englarnir þurfa ekki að-
eins að vera þvengmjóir
heldur líka hafa brjóst og
kvenlegar línur.
mikið úrval af jólamörkuðum víðsvegar á
höfuðborgarsvæðinu, þar sem boðið er
upp á alls kyns jólavarning sem oft er
matartengdur. Hafnfirðingar eiga heiður
skilið fyrir gullfallegt og vel útfært jóla-
þorp, þar sem dagskráin er til fyr-
irmyndar. Skógræktarfélag Reykjavíkur
stendur fyrir jólamarkaði við Elliðavatn
þar sem ýmislegt annað er hægt að gera
en að versla og jólandinn svífur yfir vötn-
um. Markaðsstemning er á Garðatorgi alla
föstudaga og laugardaga á aðventunni,
síðan er Góðgerðardagurinn á Álftanesi
nú um helgina, sem foreldrafélag skólans
stendur fyrir ásamt fjölda félagasamtaka
af svæðinu þar sem tilgangurinn er ekki
bara að selja heldur einnig að eiga góðan
tíma saman og láta gott af sér leiða.
Mér finnst við hæfi að benda á að 10.
desember er alþjóðlegur dagur móður
jarðar (Terra Madre) á vegum Slow food-
samtakanna þar sem við leggjum okkar af
mörkum til að opna augu heimsins fyrir góð-
um, hreinum, sanngjörnum og skemmti-
legum mat. Við hjónin stóðum alltaf fyrir
uppákomu á veitingastaðnum okkar á þessum
degi, þannig að okkur líður þess vegna svolít-
ið undarlega, með að vera ekki með. Þess má
geta fyrir áhugasama að af þessu tilefni verður
markaður fyrir utan Ostabúðina Búrið í Nóa-
túni á vegum Slow food Reykjavík.
Það er nokkuð ljóst að ekki verður hátíð-
leikinn minni þegar við verðum búin að upp-
lifa aðventutónleika Karlakórs
Reykjavíkur í Hallgrímskirkju nú
um helgina. En þeir eru hátindur á
starfsári kórsins og menn hafa af
þessu tilefni lagt gríðarlega mikið
á sig.
Matarþankar
Friðrik V
Mikið lifandi skelfing sem mér leiðist þetta vælsem vellur upp úr fólki þegar kólnar aðeins íveðri. Og alveg er það stórmerkilegt hvað mörg-um virðist koma á óvart að hér á norðurhjara
geti hitastig farið vel niður fyrir núllið þegar komið er fram í
desember.
Fólk hrekkur í keng með kvart og kvein á vör þegar það
mætir smáfrosti.
Brjálað að gera úti um allan bæ við að hringja á vælubílinn.
Hverslags aumingjar erum við Íslendingar orðnir?
Við kunnum ekki einu sinni að njóta alvöruvetrar loksins
þegar hann kemur, með
sínum fannhvítu snjóalög-
um.
Samt erum við aðnjót-
andi sjóðandi hitaveitu sem
yljar híbýlin okkar og eig-
um gnótt af klæðum svo
hlýjum að engum þarf að
vera kalt svo mikið sem á
einni tá.
Hvers vegna heldur fólk
að erlendir ferðamenn
borgi formúgur til að fá að
kynnast íslenskum vetri?
Og ferðist um langan veg til að mega snerta klaka og vaða í
snjósköflum?
Ég held að vælukjóar landsins ættu að æfa sig aðeins í að
elska hann Kára, þennan líka eitursvala vindbelg sem kyssir
kinnar okkar á morgnana þegar við stígum út fyrir heitar
heimilisdyrnar.
Köstum eymdartuðinu burt, brosum út að eyrum, glennum
upp kjaftinn og teygum ískaldan svalann langt ofan í lungu.
Tökum honum fagnandi þegar hann rífur í okkur með kulda-
krumlunum og njótum þess að finna geirvörturnar herpast
við nálægð hans.
Biðjum hann um að bíta okkur aðeins meira og þónokkuð
fastar, þegar hann byrjar að narta í okkur með ístönnunum.
Þökkum honum fyrir að gera okkur svo köld viðkomu að
þegar við komum heim í kotið til þess sem við elskum mest þá
getum við lagst upp að heitu holdi og látið það bræða ísinn.
Krækjum saman sjóðandi lærum og jökulköldum.
Látum Kára örva okkur til skemmtilegra verka en hættum
að lyppast niður eins og vesalingar.
Fögnum fimbulkuldanum, fleygjum okkur flötum út á
hjarnið og glápum upp í fegurð himinsins sem er engri lík á
köldum vetrarkvöldum.
Leyfum augunum að drekka allar þessar stjörnur á myrkum
himni og dönsum með norðurljósunum.
Látum bítandi gaddinn vekja okkur til lífsins og ástarinnar.
Seðjum hungur skrokksins í heitt hold, hann þarf á því að
halda.
Fleygjum okkur flötum út á hjarnið og glápum upp í fegurð himins.
Frost og funi
’
Ég held að
vælukjóar
landsins ættu
að æfa sig aðeins í að
elska hann Kára,
þennan líka eit-
ursvala vindbelg sem
kyssir kinnar okkar á
morgnana.
Stigið í
vænginn
Kristín Heiða
khk@mbl.is
Öryggisverðir Walmart áttu ekki í
erfiðleikum með að ná manni sem
ákvað að það væri góð hugmynd
að stela þrátt fyrir að það væru 50
lögreglumenn í búðinni. Lögregla í
Maryland handtók Timothy Randall
Clark, sem reyndi að stela tölvu-
leikjum, að andvirði 60.000 krón-
um, á sama tíma og lögregla hélt
viðburðinn „Verslaðu með lögreglu-
manni“ í versluninni. Átakið er á
landsvísu þar vestra og á að byggja upp sterkari
tengsl lögreglu og ungmenna.
Maðurinn sem er 22 ára hefur verið ákærður fyrir
þjófnað.
Vitlaus tölvuleikjaþjófur
Timothy Ran-
dall Clark.
Maður einn í Georgíu-ríki í Banda-
ríkjunum eyddi nótt í fangelsi eftir
að hann var handtekinn fyrir að
skjóta á mistiltein fyrir utan versl-
unarmiðstöð. William E. Robinson,
66 ára, hefur verið kærður fyrir gá-
leysislega hegðun. Robinson sagði
CBS í Atlanta að þetta væri jóla-
hefð hjá sér. „Ég fer á hverju ári og
finn mistiltein til að skreyta húsið,“
segir hann og bætir við að hann geri þetta líka fyrir
vini sína. „Besta leiðin til þessa er að nota hagla-
byssu.“
Flestir kaupa sér einfaldlega mistiltein en í Suð-
urríkjunum er þessi aðferð stunduð. Það var stað-
urinn en ekki athæfið sjálft sem kom Robinson í
vandræði.
Skaut mistiltein
Mistilteinn.
Miranda Kerr ásamt eiginmanninum,
Hollywood-stjörnunni Orlando Bloom.