Morgunblaðið - 20.01.2012, Side 1
F Ö S T U D A G U R 2 0. J A N Ú A R 2 0 1 2
Stofnað 1913 16. tölublað 100. árgangur
VILJA AUKIÐ
JAFNRÉTTI Í
SAMFÉLAGINU
ÞORRABLÓT
SAGAN, HEFÐIN, MATURINN,
DRYKKIRNIR OG KVEÐSKAPURINN
Í 24 SÍÐNA AUKABLAÐI UNGT BARÁTTUFÓLK 10
Hjörtur J. Guðmundsson
hjorturjg@mbl.is
Gríðarlegur þrýstingur er á þing-
menn ríkisstjórnarflokkanna um að
hafna þingsályktunartillögu sjálf-
stæðismanna um að Landsdóms-
ákæran gegn Geir H. Haarde, fyrr-
um forsætisráðherra, verði dregin til
baka og hefur sá þrýstingur farið
stigvaxandi undanfarið.
Þingsályktunartillagan verður
tekin til umræðu á Alþingi í dag en
hópur þingmanna hyggst leggja
fram svonefnda rökstudda dagskrár-
tillögu við umræðuna um að þings-
ályktunartillagan verði tekin af dag-
skrá þingsins. Ólíklegt er þó talið að
af því verði ef ekki verður talinn vera
meirihlutastuðningur fyrir því í um-
ræðunni.
Óvissa um afdrif málsins
Ýmsir þættir eru til þess fallnir að
skapa óvissu um afdrif málsins.
Þannig er til að mynda óvíst hvaða
áhrif fjarvistir einstakra þingmanna,
meðan á umræðum og atkvæða-
greiðslum um þingsályktunartillög-
una stendur, kunna að hafa á fram-
vindu þess og eins hversu margir
þingmenn eiga hugsanlega eftir að
kjósa að sitja hjá í atkvæðagreiðslum
um málið. Þá hafa ýmsir þingmenn,
einkum í röðum framsóknarmanna
og Samfylkingarinnar, ekki viljað
gefa upp með hvaða hætti þeir ætli
að greiða atkvæði um þingsályktun-
artillöguna sem og dagskrártillög-
una komi hún fram.
MGríðarlegur þrýstingur »4
Tvísýnt um úrslitin
Hópur þingmanna hyggst leggja til að þingsályktunartillaga um að fallið verði
frá Landsdómsákæru gegn Geir H. Haarde verði tekin af dagskrá Alþingis
Landsdómsmálið
» Haustið 2010 var ákveðið
með atkvæðagreiðslu á Alþingi
að ákæra Geir H. Haarde, fyrr-
um forsætisráðherra, fyrir
Landsdómi.
» Þrír aðrir fyrrverandi ráð-
herrar í ríkisstjórn Geirs voru
hins vegar ekki ákærðir.
Þrátt fyrir þungan vetur hefur ekki þurft að fella niður fleiri flugferðir en
á venjulegum vetri að sögn Árna Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Flug-
félags Íslands, og flugumferð gengið ágætlega. Nokkur röskun hefur þó
orðið á flugi innanlands undanfarna tvo daga vegna lægðagangs. Hins-
vegar hefur snjór og kuldi í vetur þýtt meiri vinnu og þar með kostnað við
að halda brautunum auðum og svo þarf að afísa vélarnar fyrir flugtak.
Ísinn fjarlægður fyrir flugtak
Morgunblaðið/Ómar
„Það er athygl-
isvert að á öllum
þessum sviðum
virðast núver-
andi stjórnvöld
hafa brotið
meira af sér en
Geir H. Haarde
er sakaður um að
hafa gert sam-
kvæmt ákær-
unni. Er eðlilegt
að fyrrverandi forsætisráðherra sé
ákærður en núverandi valdhafar
sleppi?“
Þetta segir Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson, formaður Fram-
sóknarflokksins, meðal annars í að-
sendri grein í Morgunblaðinu í dag
um ákæruna gegn Geir H. Haarde,
fyrrum forsætisráðherra, fyrir
Landsdómi. »21
Stjórnvöld
brotlegri?
Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson
Skýringar á gráti ungbarna er
undantekingarlítið leitað í lík-
amanum og lítið horft til annarra
þátta. Að mati Sæunnar Kjart-
ansdóttur sálgreinis þarf að
horfa á fleiri tilfinn-
ingalega þætti í líðan
barna. „Í okkar menningu
er hefð fyrir því að
greina börn sem gráta
mikið með magakveisu.
Rannsóknir hafa þó sýnt
að grátur barna veltur
mjög á því hversu
færir foreldrarnir
eru að róa barnið
og það byggist á tengslunum
þeirra á milli,“ segir Sæunn. Við-
varandi streita, sem getur t.d
stafa af vanlíðan foreldra, er einn
þáttur sem getur haft alvarlegar
afleiðingar fyrir þroska barna
og heilsu fram á fullorðinsár.
„Ungbörn eru margfalt næm-
ari en fullorðnir, þau eru eins
og svampur á líðan foreldra
sinna og því er það ekki fyrr
en foreldrarnir fá hjálp
með sínar tilfinningar
sem léttir á börnum
þeirra.“ »12
Hefð fyrir því að greina grátgjörn
ungbörn með magakveisu
Fólk sem hefur farið í gegnum
greiðsluaðlögun fær að meðaltali
75-80% skulda niðurfelld. Með-
alskuld umsækjenda sem hafa
fengið heimild til að leita eftir
greiðsluaðlögun er 37,8 milljónir.
Innifaldar eru allar skuldir, hvort
sem þær falla utan eða innan
greiðsluaðlögunarsamninga. Þann-
ig geta t.d. meðlagsskuldir og
námslán verið meðtalin, en fást
ekki niðurfelld.
Að meðaltali eiga umsækjendur
eign að verðmæti tæplega 19 millj-
ónir. Meðalgreiðslugeta umsækj-
enda er 103 þúsund krónur á mán-
uði. Samtals hafa 3.820 sótt um
greiðsluaðlögun.
Nokkur dæmi eru um að fólk í
greiðsluaðlögun fái allar skuldir
felldar niður. Þar er t.d. um að
ræða eldra fólk sem hefur litlar
tekjur. Málin eru margvísleg, en
eftirgjöf skulda ræðst af tekjum
fólks og mati á því hvað fólk getur
staðið undir mikilli greiðslubyrði.
„Almennt má segja að fólk sem
fer í greiðsluaðlögun er í mikilli
neyð. Það er komið að ákveðnum
endimörkum. Fólk getur ekki stað-
ið í skilum og við blasir gjaldþrot.
Vinna umsjónarmanns gengur út á
að búa til áætlun um að fólk borgi
eins og það getur og fái afskrifað í
samræmi við það,“ segir Sigurvin
Ólafsson lögmaður. » 14
75-80% lána afskrifuð
3820 hafa sótt um greiðsluaðlögun vegna fjárhagserfiðleika
Meðalskuld umsækjenda er 37,8 milljónir króna
„Einungis tveir
þingmenn töldu
rétt að ákæra
Geir H. Haarde
einan en það var
engu að síður
niðurstaðan eft-
ir ótrúleg póli-
tísk undirmál
við endanlega
atkvæðagreiðslu
í málinu,“ segir
Bjarni Benediktsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, í aðsendri
grein í Morgunblaðinu en hann
mun í dag mæla fyrir þingsálykt-
unartillögu á Alþingi um að
Landsdómsákæran gegn Geir H.
Haarde, fyrrum forsætisráðherra,
verði dregin til baka.
Hópur þingmanna hyggst
leggja fram dagskrártillögu í um-
ræðum um þingsályktun-
artillöguna um að hún verði tekin
af dagskrá þingsins og segir
Bjarni að það sé til marks um að
enn séu pólitísk undirmál í gangi
vegna málsins. »21
Pólitísk
undirmál
enn í gangi
Bjarni
Benediktsson