Morgunblaðið - 20.01.2012, Side 8
VIÐTAL
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
Réttlæti í kynferðisbrotamálum
snýst ekki bara um útkomuna úr
þeim fyrir dómi heldur felst það líka
í því hvernig komið er fram við fórn-
arlömbin í málsmeðferðinni. Þetta
er álit Liz Kelly, prófessors í kyn-
bundnu ofbeldi við London Met-
ropolitan-háskólann. Hún er stödd á
landinu til að halda erindi á ráð-
stefnu um meðferð kynferðisbrota
sem fram fer í dag.
„Það er réttlæti og óréttlæti í
málsferðinni. Finnst fórnarlömbum
kynferðisbrota, sem langflest eru
konur, að þeim sé frá upphafi sýnd
virðing og að þeim sé trúað þar til
trúverðug gögn gefa lögreglu og
saksóknurum ástæðu til að ætla
annað? Eða er komið við fram við
þau frá upphafi eins og þau séu ekki
að segja satt? Þessir hlutir geta
skaðað enn frekar,“ segir Kelly.
Hún nefnir rannsókn þar sem
tekið var viðtal við konu sem komið
var fram við af virðingu í málsmeð-
ferðinni en árásarmaðurinn var
sýknaður fyrir dómi. Hún var þrátt
fyrir það sátt við málsmeðferðina.
Annarri konu hafi hins vegar þótt
málsmeðferðin í sínu máli afar skað-
leg þrátt fyrir að árásarmaður
hennar hafi verið sakfelldur.
„Réttlæti er bæði það sem verður
um málið og það sem gerist í mál-
inu,“ útskýrir Kelly.
Skrýtnar væntingar
„Fólk býst við að nauðgun líti út
á vissan hátt. Það býst við að
ókunnug manneskja fremji hana,
að hún skilji eftir sig áverka og að
konan sé eyðilögð. Í raun eru
nauðganir mun venjulegri og
hversdagslegri en svo,“ segir
Kelly.
Þannig þyki lögreglu og saksókn-
urum víða um lönd tilkynningar um
nauðganir trúverðugri ef þær eru
settar fram strax eftir að brotið eigi
sér stað og ef einhverjir áverkar eru
sjáanlegir, sérstaklega á sköpum
konu. Engu að síður sé algengast að
fórnarlambið þekki nauðgarann og
engir áverkar séu á sköpum kvenna.
Umtalsverður fjöldi kvenna, sem
tekin hafa verið viðtöl við, segir að
þeim hafi fundist að þeim væri ekki
trúað eða að ekki væri hlustað á
þær.
„Málsmeðferðin þarf ekki að
skaða fórnarlambið og hún getur
verið leið til að byrja að byggja aft-
ur upp traust til annars fólks.
Vandamálið er að sú er ekki alltaf
raunin,“ segir Kelly.
Réttlætið einskorðast ekki
við sakfellingu eða sýknu
Málsmeðferð í kynferðisbrotamálum getur skipt meira máli en niðurstaðan
Morgunblaðið/Golli
Prófessor Liz Kelly segir réttlæti í kynferðisbrotamálum ekki snúast eingöngu um útkomuna fyrir dómi.
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 2012
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir,þingmaður VG, segir fast sótt
að sér að breyta afstöðu sinni til
frávísunartillögu Bjarna Bene-
diktssonar í landsdómsmálinu.
Að hennar matieru rétt-
arhöldin liður í að
hvítþvo stjórn-
málastéttina af
ábyrgð á hruninu
með því láta einn
mann taka á sig
sökina:
Ég vil sannarlega að fram farialvöruuppgjör við hrunið þar
sem við raunverulega kortleggjum
allt það sem fór úrskeiðis, hvernig
sú menning varð til sem leiddi
þetta af sér. Umfram allt hvernig
við ætlum að læra af því og gera
breytingar sem verði til að slíkt
gerist ekki aftur. Ég vil líka breyta
þeirri rótgrónu venju að enginn
beri ábyrgð,“ segir Guðfríður
Lilja.
Lögin um landsdóm segir Guð-fríður Lilja að þurfi að endur-
skoða:
Eftir þetta hneyksli sem varð íþinginu þar sem þingið lýsti
sjálft sig í rauninni vanhæft sem
ákæruvald þarf að endurskoða lög
um landsdóm. Svo að svona klúður
endurtaki sig ekki.
Þá þarf að fara í gegnum þaðhvernig fólk er dregið til
ábyrgðar. Um það er fjallað bæði í
þingmannaskýrslunni og skýrslu
rannsóknarnefndar Alþingis þar á
meðal tillögur sem væru til bóta.
Það hefur þó ekki náð fram aðganga, við höfum í raun ekk-
ert breyst og það er í rauninni
vandamálið.“
Guðfríður Lilja
Grétarsdóttir
Ekkert hefur breyst
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 19.1., kl. 18.00
Reykjavík 2 léttskýjað
Bolungarvík 0 alskýjað
Akureyri 0 skýjað
Kirkjubæjarkl. -1 léttskýjað
Vestmannaeyjar 2 léttskýjað
Nuuk -11 léttskýjað
Þórshöfn 3 léttskýjað
Ósló -2 léttskýjað
Kaupmannahöfn 2 skýjað
Stokkhólmur 1 skýjað
Helsinki 1 alskýjað
Lúxemborg 8 skúrir
Brussel 7 skýjað
Dublin 6 skúrir
Glasgow 5 skúrir
London 10 léttskýjað
París 11 skýjað
Amsterdam 7 léttskýjað
Hamborg 6 skýjað
Berlín 3 skúrir
Vín 7 skúrir
Moskva -12 léttskýjað
Algarve 16 léttskýjað
Madríd 13 heiðskírt
Barcelona 13 heiðskírt
Mallorca 15 léttskýjað
Róm 10 léttskýjað
Aþena 7 léttskýjað
Winnipeg -26 heiðskírt
Montreal -11 skýjað
New York -3 heiðskírt
Chicago -7 alskýjað
Orlando 14 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
20. janúar Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 10:44 16:34
ÍSAFJÖRÐUR 11:13 16:16
SIGLUFJÖRÐUR 10:56 15:58
DJÚPIVOGUR 10:19 15:58
Liz Kelly, prófessor í kynbundnu ofbeldi við London Metropolitan-
háskólann, er einn þeirra erlendu og innlendu fyrirlesara sem
halda erindi á ráðstefnu um meðferð kynferðisbrota sem fram fer
í Skriðu, Menntavísindasviði Háskóla Íslands við Stakkahlíð í
Reykjavík í dag. Erindi hennar fjallar um hvers vegna svo fá
nauðgunarmál enda með sakfellingu eða réttlæti fyrir fórn-
arlömbin.
Ráðstefnan er á vegum innanríkisráðuneytisins, lagadeildar
HÍ og Rannsóknarstofnunar Ármanns Snævars um fjölskyldu-
málefni í samvinnu við Evrópuráðið. Ráðstefnan fer fram á
ensku og íslensku og er hún opin öllum. Hefst dagskráin klukk-
an tíu að morgni og stendur til klukkan sex síðdegis.
Ræða meðferð kynferðisbrota
RÁÐSTEFNA Í HÁSKÓLA ÍSLANDS Í DAG