Morgunblaðið - 20.01.2012, Page 9

Morgunblaðið - 20.01.2012, Page 9
BAKSVIÐ Andri Karl andri@mbl.is Þingmenn sóttu fast að forsætisráð- herra þjóðarinnar í fyrirspurnar- tíma á Alþingi í gærmorgun. Öllum fyrirspurnum nema einni var beint að Jóhönnu Sigurðardóttur og voru efnistökin ýmist kunnugleg, s.s. Evrópusambandið og atvinnustefna ríkisstjórnarinnar, en einnig vildi Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, vita hvernig at- kvæðagreiðslu um tillögur stjórn- lagaráðs yrði háttað. Skemmst er frá því að segja að Jóhanna sagði líklega of seint að fá þjóðinni það hlutverk að greiða at- kvæði um tillögurnar samhliða for- setakjöri í sumar. Hún sagði þær nú til meðferðar hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins þar sem farið væri yfir umsagnir. Þaðan færu þær líklega aftur til stjórnlag- aráðs og svo í þjóðaratkvæða- greiðslu. Sagðist hún vonast til að hægt yrði að afgreiða málið frá Al- þingi fyrir lok kjörtímabilsins. Menntunin stendur upp úr Meirihluti umræðunnar fór hins vegar í atvinnulífið og atvinnuleys- ið. Birkir Jón Jónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, vísaði í tölur frá Hagstofu Íslands um að á und- anförnum tólf mánuðum hefði störf- um á vinnumarkaði fækkað um 3.100 og atvinnuþátttaka aldrei mælst minni en á síðasta fjórðungi ársins 2011. Hann spurði Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra þá hvort þessar tölur bæru þess merki að ríkisstjórnin hefði yfirleitt at- vinnustefnu. „Ég held að það sé alveg ljóst öll- um nema stjórnarandstöðunni að hún er á réttri leið,“ sagði Jóhanna og sagði helstu skýringu á tölum Hagstofunnar þá að ríkisstjórnin hefði kappkostað að færa fólk af at- vinnuleysisbótum og í nám. Um tvö þúsund manns hefðu farið í skóla vegna þeirra úrræða sem ríkis- stjórnin hefði gripið til. Jóhanna viðurkenndi að betur þyrfti að gera en áréttaði að ríkisstjórnin hefði margt gott gert, atvinnulífið þyrfti þó að koma inn af fullum krafti einnig. Jóhanna minnti einnig á að þetta hefði einmitt verið ein af stóru að- gerðunum sem Finnar réðust í þeg- ar þeir lentu í niðursveiflu og að aukin menntun þjóðarinnar myndi eflaust standa upp úr, þegar horft væri til baka. Best að fólk hafi valkosti Næsta fyrirspurn kom frá Birgi Ármannssyni, þingmanni Sjálfstæð- isflokksins, og hélt hann áfram á sömu braut. Hann hóf mál sitt á því að segja að ítarlegri umræðu um at- vinnumálin þyrfti augljóslega að taka. „Þá sýna tölur um fækkun á vinnumarkaði þá mynd að þrátt fyr- ir að atvinnuleysistölur Vinnumála- stofnunar hafi lækkað er ekki um raunverulegan árangur að ræða, heldur breyttar forsendur.“ Hann sagði að verið væri að reikna úr minna mengi og því um að ræða hagtölulega minnkun atvinnuleysis, sem væri ekki raunverulegur ár- angur. Birgir sagði vissulega ánægjulegt þegar fólk ætti þess kost að fara í nám, „en það er ekki gott að helsti hvatinn sé dapurt ástand á vinnu- markaði. Best er að fólk eigi val- kosti“. Atvinnuleysi minnkar aðeins hagtölulega en ekki í raun  Atvinnulífið og -leysið til umræðu í fyrirspurnartíma á Alþingi í gærmorgun Morgunblaðið/Kristinn Alþingi Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, og Birgir Ár- mannsson, þingmaður sama flokks, í þingsal. Misskilin ríkisstjórn » Birgir sagði stjórnarand- stöðuna orðna vana þeirri um- ræðu að ríkisstjórnin væri ein- hver misskildasta ríkisstjórn sögunnar. Hún væri alltaf að gera allt fyrir alla og þegar menn sæju það ekki þá væri það allt saman misskilningur. » Jóhanna sagði merkilegt að enginn skyldi sjá aðgerðir hennar nema ríkisstjórnin. Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 2012 Guðmundur Gíslason, fyrrverandi forstjóri Bifreiða & landbún- aðarvéla, lést á Hjúkr- unarheimilinu Sóltúni 7. janúar síðastliðinn, 92 ára gamall. Guðmundur fæddist 1. janúar 1920 í Reykja- vík, sonur hjónanna Sigríðar Jóhannsdóttur húsfreyju og Gísla Guð- mundssonar, skipstjóra og síðar hafnsögu- manns. Guðmundur lauk námi frá Verzl- unarskóla Íslands 1938 og réðist þá til verslunarstarfa hjá Hvannbergs- bræðrum þar sem hann starfaði til ársins 1942. Hann starfaði hjá Gísla Jónssyni & Co sem fulltrúi og síðar skrifstofustjóri til 1955. Guðmundur var forstjóri, meðeigandi og í stjórn Sveins Egilssonar & Co 1955-57. Hann var einn stofnenda Bif- reiða & landbún- aðarvéla 1954 og stjórnarformaður fé- lagsins fyrstu árin. Guðmundur var í stjórn og fram- kvæmdastjóri 1954-55 og 1957-75 og forstjóri frá 1975 og til loka starfsævi sinnar. Hann sat einnig í stjórn Bíl- greinasambandsins 1975-79. Guðmundur kvænt- ist Ernu Adolphsdóttur, f. 1923, hinn 17. apríl 1946. Erna lifir mann sinn. Þau eignuðust þrjú börn, Gísla, Ingi- gerði Ágústu og Garðar og sex barnabörn. Guðmundur var jarðsunginn frá Dómkirkjunni í gær. Andlát Guðmundur Gíslason, fyrrverandi forstjóri Peysur Bæjarlind 6, sími 554 7030 Eddufelli 2, sími 557 1730 www.rita.is Verð áður 14.900 nú 7.450 50% afsláttur INNRÉTTINGATILBOÐ         VARANLEGVERÐLÆKKUN OG20%VIÐBÓTARAFSLÁTTUR 15% ELDHÚS-BAÐ-ÞVOTTAHÚS-FATASKÁPAR friform.is Útsala 30-70% afsláttur af völdum vörum Opið 11-18 virka daga, 11-15 laugard. Hæðasmára 4 – Í sama húsi og Bílaapótek fyrir ofan Smáralind Símar 555 7355 og 553 7355 ÚTSALA Enn meiri verðlækkun Laugavegi 53, s. 552 3737 – Opið mán.-fös. 10-18, lau. 10-17 Saksóknari Alþingis Í grein Valtýs Sigurðssonar í blaðinu í gær sem bar heitið „Ákæruvald í meðförum Alþingis“ er talað um ríkissaksóknara, sem fer með málið í þessu tilfelli. Rétt er hins vegar að tala um saksóknara Alþingis. Það leiðréttist hér með. LEIÐRÉTT „Við höfum langt því frá sett okkur upp á móti öllum tillögum,“ segir Friðrik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri LÍÚ, spurður út í full- yrðingar Ólínu Þorvarðardóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, þess efnis að hagsmunaaðilar í sjávarút- veginum hafi sett sig upp á móti öll- um tillögum sem fram hafa komið um breytingar á fiskveiðistjórnun. Ummælin komu fram í ræðu Ólínu í pallborðsumræðum um stefnu í sjáv- arútvegi sem fram fóru í Iðnó síðast- liðinn miðvikudag og greint var frá þeim í blaðinu í gær. „Við höfum hinsvegar barist mjög hart gegn þeim tillögum sem Sam- fylkingin var með um fyrningarleið, enda var ljóst hvað hún þýddi. Við höfum líka barist mjög hart gegn þessu frumvarpi sem var lagt fram í fyrravor, vegna þess hvaða afleiðing- ar það hefði haft ef það hefði orðið að lögum. Utanríkisráðherrann hefur sjálfur líkt því við bílslys, en það að við höfum sett okkur upp á móti öll- um tillögum, það er rangt,“ segir Friðrik Hann bætir við að engin sanngirni sé fólgin í því að halda því fram að hún [Ólína] hafi keyrt á áróðursvegg eins og hún sagði sjálf á fundinum. „Frá því að endurskoðun á lögum um stjórn fiskveiða fór af stað þá höfum við óskað eftir því að fá að koma að þeirri vinnu eftir að sáttanefndin lauk störfum haustið 2010 en þá lýsti Ólína því yfir að nú væri samráðinu lokið,“ segir Friðrik. Hafna ásökunum Ólínu  Segir LÍÚ ekki hafa sett sig upp á móti öllum tillögum Séra Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup í Skálholti, hefur ákveðið að gefa kost á sér í emb- ætti biskups Ís- lands, en reiknað er með að kjörið fari fram í mars. „Ég tók á síð- asta ári ákvörðun um að vera í kjöri til vígslubiskups og þegar maður gerir það er maður þar með tilbúinn til að axla ábyrgð í kirkjunni. Síðan gerist það stuttu síðar að biskup ákveður að hætta og þá koma þessar spurningar um hvort ég muni ekki vera tilbúinn til að halda áfram. Niðurstaða mín er sú að gera það,“ sagði Kristján Val- ur í samtali við mbl.is. Kristján Valur er fæddur á Greni- vík við Eyjafjörð 28. október 1947. Hann var prestur á Raufarhöfn, Ísa- firði og Grenjaðarstað, rektor í Skál- holti, lektor við guðfræðideild HÍ og verkefnisstjóri á Biskupsstofu frá 2000. Hann var kjörinn vígslubiskup í Skálholti á síðasta ári. Kristján Valur í framboði  „Tilbúinn til að axla ábyrgð í kirkjunni“ Kristján Valur Ingólfsson - nýr auglýsingamiðill 569-1100 finnur@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.