Morgunblaðið - 20.01.2012, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 20.01.2012, Qupperneq 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 2012 Skeifan 3j | Sími 553 8282 | www.heilsudrekinn.is ÚTSALA 30-60% AFSLÁTTUR Kínversk handgerð list ár drekans · Vasar · Diskar · Lampar · Pottar · Myndir o.m.fl. María Ólafsdóttir maria@mbl.is F élag ungra jafnrétt- issinna var stofnað nú í byrjun árs. En félagið hefur það að markmiði að stuðla að vitund- arvakningu um jafnréttismál og vekja fólk til umhugsunar um for- dóma og staðalímyndir af ólíkum hópum. „Upphaflega hugmyndin var að stofna félag ungra femínista. Sú hugmynd kom upp innan vinahóps og við ræddum þetta mál og veltum fyrir okkur jafnréttismálum al- mennt. Niðurstaðan varð sú að okk- ur fannst að það vær kominn tími til að sameina baráttu allra þeirra hópa sem eru að berjast fyrir aukn- um réttindum. Neikvæður stimpill er kominn á orðið femínisti en þó viljum við ekki afneita því heldur frekar að undirstrika að það að vera jafnréttissinni feli í sér að vera femínisti,“ segir Bryndís Torfadótt- ir ein af stofnendum félagsins. Vettvangur umræðu Félagið hefur í megin dráttum tvö markmið. Það er annars vegar að vera vettvangur um umræðu um jafnréttismál. Félagsmenn geti þannig komið á framfæri því sem þeim finnst vanta upp á hvað varðar jafnréttismál. Einnig að félagsmenn fái fræðslu um aðra hópa sem berj- ist fyrir jafnrétti eins og t.d. Ör- yrkjabandalagið, Samtökin 78 og Femínistafélagið. En allt eru þetta samtök sem Félag ungra jafnrétt- issinna vonast til að geta starfað með. Hins vegar ætlar félagið sér það langtíma markmið að standa fyrir jafnréttis vitundarvakningu með myndböndum, plakötum og Vettvangur ungra jafnréttissinna Í Félagi ungra jafnréttissinna er ungt fólk sem lætur sig aukið jafnrétti varða. Stofnendum félagsins fannst að tími væri til kominn að sameina baráttu allra þeirra hópa sem berjast fyrir auknu jafnrétti í samfélaginu og vilja efna til vitund- arvakningar um þá. Félagið er ætlað ungu fólki frá aldrinum 14-28 ára þó að öll- um sé velkomið að sitja opna fundi á vegum félagsins. Morgunblaðið/Golli Umræða Frá fundi Félags ungra jafnréttissinna nú í vikunni. Morgunblaðið/Jakob Fannar Samstarf Félagið óskar eftir samstarfi og fræðslu, t.d. frá Samtökunum 78. Þær eru margar spurningarnar sem vakna í huga fólks sem er annaðhvort skotið í einhverjum eða nýbyrjað með einhverjum, sérstaklega ef það er í fyrsta sinn í föstu sambandi. Þá get- ur verið gott að vafra um á netinu og leita ýmissa ráða og fá svör við marg- víslegum spurningum. Hún Rori er ein af þeim fjölmörgu sem halda úti síðu sem fjallar um sambönd, en hún segist gera það til að hjálpa fólki að lifa því ástalífi sem það á skilið. Hún er það sem kalla mætti sambands- ráðgjafi (relationship coach), en mestu og bestu reynsluna segist hún hafa fengið í gegnum eigið líf. Á síð- unni hennar er meðal annars hægt að lesa um leiðir til að fá einhvern til að falla fyrir sér, þar má einnig lesa um hættulegar sambandsmeinlokur og ótalmargt fleira. Rori heldur líka úti ágætu bloggi á sömu síðu og umfjöll- unarefnið er ástin og sambönd. Nýj- asta færslan er til dæmis um hvernig skuli finna ástina, hvernig skuli end- urskapa þá ást sem er til staðar og hvernig skuli láta hana endast að ei- lífu. Og hana nú! Vefsíðan www.havetherelationshipyouwant.com Ástin Fyrirbærið sem allir vilja njóta en getur reynst erfitt. Sambönd, ást og ráðleggingar Í dag er tilvalið tækifæri til að kynn- ast hjúkrun og hjúkrunarfræðingum betur, því kynningardagur hjúkr- unarfræðinema í Háskóla Íslands er einmitt í dag. Hjúkrunarfræðinemar á lokaári bjóða til kynningar á hinum ýmsum störfum hjúkrunarfræðinga og kynna nýjar og hefðbundnar hliðar á starfinu. Eirbergi, höfuðstöðvum hjúkrunar (hjá Landspítalanum við Hringbraut) verður breytt í einn alls- herjar hjúkrunarvettvang gestum til ánægju og yndisauka. Framhaldsnám í hjúkrun og ljósmóðurfræðum verður kynnt og fulltrúar heilbrigðisstofn- ana og Félags íslenskra hjúkrunar- fræðinga kynna störf sín. Glæsileg og einstaklega gómsæt kaffisala nem- enda verður frá kl. 11 til 13.30, til styrktar útskriftarferðinni í vor og munu borðin svigna undan veit- ingum. Diskurinn í kaffihlaðborði kostar 1.500 kr. og á hann er hægt að hlaða veitingum. Hjúkrunarvörusala verður í húsinu, einnig til styrktar út- skriftarnemum. Hver vill ekki eiga til dæmis blóðþrýstingsmæli? Drífa sig, kynningin og kaffisalan er öllum opin. Endilega … … kynnið ykkur hjúkrunarfræði Morgunblaðið/Sverrir Hjúkrun Gegn umferðarslysum. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Mannskepnan er fljót að dæma. Ein ljósmyndaf manneskju er nóg til að aðrir flokkihana, dragi upp mynd af henni í huganumog ákveði að hún sé svona en ekki hinseg- in. Ef kynnin af manneskjunni verða ekki nánari mun sú mynd sem hefur verið dregin upp standa. Það er líka auðvelt að draga upp misvísandi mynd af sér með einni ljósmynd og gera það margir. Sérstaklega þeir sem vilja selja ákveðna ímynd af sér til dæmis á stef- namótasíðum á netinu, þar sem fyrstu kynnin byggjast oft á einni ljósmynd. Það er afskaplega forvitnilegt að fara inn á slíkar stefnumótasíður og sjá hvaða mynd fólk dregur upp af sér. Á Taggalicious byggjast fyrstu kynnin á einni ljós- mynd og ef áhugi er fyrir hendi út frá þeirri mynd má setja sig í nánara samband við manneskjuna með „taggi“. Miðað við þetta ferli er alveg undarlegt hvern- ig myndir karlmenn velja að setja af sér þarna inn. Til að vekja athygli hins kynsins sýna þeir oft myndir af eftirtöldu; maga- og upphandleggsvöðvum, húð- flúri, byssum (jafnvel eru þeir berir að ofan með byssuna) og bíl (oftast ljótum gulum sportbíl). Þá velja margir að setja inn myndir af hnakkanum á sér eða hafa andlitið falið á annan hátt á bak við hatt og sólgleraugu. Fæstir kjósa að setja venjulega nýlega mynd af sér þar sem sést framan í þá. All- ir virðast þeir ætla að lokka kven- fólkið til sín á fölskum forsendum. Enn undarlegra finnst mér ef karl- mennirnir velja að hafa barnamynd af sér því það segir ekkert annað um þá en að þeir hafi eitt sinn verið börn. Hvað þá þegar þeir hafa myndina af eigin börnum, svolítið eins og þeir séu að segja að eitt sinn hafi kona viljað þá og þeir hafi frjóvgað hana með sæði sínu. Slík mynd býður ekki upp á neitt annað en að maður fer að velta fyrir sér fríðleika barnsins og hvort kenningin; ljótt barn = ljótt foreldri standist. Auðvitað er bara ljótt að hugsa svona en með því að velja slíka mynd á stefnumótasíðu bjóða þeir upp á það. Ég er fordómafull og fljót að dæma þegar ég fer í gegnum úrvalið á Taggalicious. Vöðvamyndir þýða að það er ekkert á milli eyrnanna á þeim auk þess sem þeir eru líklega ófríðir, byssumyndir þýða minnimátt- arkennd og þörf á að hafa yfirhöndina í sambandinu, annars fær konan löðrung. Myndir af afkvæmum þýða að hann vill draga upp mynd af sér sem góða fjöl- skyldumanninum sem þráir konu til að hugsa um sig og barnið auk þess sem hann er líklega ófríður fyrst hann kýs að hafa ekki mynd af sjálfum sér. Mynd af honum sem barni þýðir að um er að ræða mikinn mömmustrák sem þráir ekkert heitar en aðra „mömmu“ sem snýtir honum og skeinir. Svona er auðvelt að dæma út frá einni mynd. Því er mjög mikilvægt að karlmenn geri sér grein fyrir því að ef þeir ætla að ná athygli kven- manns í gegnum vefsíðu dugar ekk- ert minna en nýleg andlitsmynd, þá er ég ekki að tala um mynd sem var tekin fyrir tíu árum og fimmtíu kíló- um. Heldur bara venjuleg mynd sem sýnir þá í réttu ljósi, svo langt sem það nær. »Mynd af honum sem barni þýðir aðum er að ræða mikinn mömmustrák sem þráir ekkert heitar en aðra „mömmu“ sem snýtir honum og skeinir. Heimur Ingveldar Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.