Morgunblaðið - 20.01.2012, Page 21
21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 2012
Vel búinn Allra hörðustu hjólreiðamennirnir láta ekki snjó og
klakabunka á sig fá heldur geysast á hjóli sínu milli staða.
Kristinn
Eftir atkvæðagreiðslu á Al-
þingi var höfðað mál á hendur
einum ráðherra, Geir H.
Haarde, fyrrverandi forsætis-
ráðherra, fyrir landsdómi. Sú
niðurstaða var í samræmi við
vilja einungis 2 af 63 þing-
mönnum. Niðurstaðan var því
annaðhvort tilviljanakennd
eða þaulskipulögð af hálfu
þingmanna sem greiddu at-
kvæði sitt á hvað svo að nið-
urstaðan yrði sú að aðeins
pólitískur andstæðingur þeirra yrði ákærður.
Meirihluti þingmannanefndar sem skipuð var
til að meta viðbrögð við skýrslu rannsókn-
arnefndar Alþingis lagði til að fjórir fyrrverandi
ráðherrar yrðu ákærðir. Enginn nefndarmanna
lagði til að Geir H. Haarde yrði einn ákærður.
Í grein í Morgunblaðinu síðastliðinn þriðju-
dag fór Stefán Már Stefánsson lagaprófessor
ágætlega yfir að ákvörðun um málsókn mætti
ekki ráðast af tilviljun eða einhverju öðru en því
að líkur standi til sakfellingar fyrir lögbrot þar
sem eitt er látið yfir alla ganga. Í sama blaði
birtist grein eftir Ögmund Jónasson innanrík-
isráðherra þar sem hann færir rök fyrir því að
það hvernig staðið var að atkvæðagreiðslu um
landsdómsmálið hafi breytt eðli málsins. Það
hafi tekið á sig „afskræmda flokkspólitíska
mynd“. Ég er sammála prófessornum og ráð-
herranum í mati sínu.
Eðlilegra hefði verið að greiða atkvæði um
tillögu þingmannanefndarinnar í heild og hugs-
anlegar breytingatillögur. Ólíklegt er að nið-
urstaðan hefði þá orðið sú sem raun varð.
Það þarf því ekki að koma á óvart ef margir
þeirra þingmanna sem studdu tillögu nefnd-
arinnar styðja ekki hina tilviljanakenndu (eða
pólitísku-) niðurstöðu og telja rétt að endur-
skoða hana. Við það bætist að margt nýtt hefur
komið í ljós varðandi málið frá því að Alþingi
tók ákvörðun um málshöfðun. Landsdómur hef-
ur þegar vísað frá veigamiklum ákæruatriðum.
Afskipti af dómstólum
Nokkrir þingmenn hafa haldið því fram að
tillaga um að falla frá málshöfðuninni gegn Geir
H. Haarde sé ekki þingtæk eða borið fyrir sig
að málið sé komið úr höndum Alþingis og Al-
þingi eigi ekki að skipta sér af störfum dóm-
stóla. Það á ekki hvað síst við um þingmenn sem
beittu sér fyrir því að Alþingi gerði einmitt það í
öðrum málum (þar sem það var afar óviðeig-
andi).
Málið er augljóslega þingtækt eins og fram
kemur í mati lögfræðings Alþingis og annarra
sérfræðinga sem um það hafa fjallað. Jafnframt
er umræðan um að Alþingi megi ekki
skipta sér af málinu fráleit. Í fyrsta
lagi er Alþingi ákærandinn í málinu
og eðli málsins samkvæmt aðili þess
frá upphafi til enda. Í öðru lagi er sér-
staklega kveðið á um það í lögum um
landsdóm að saksóknari og þingið
skuli hafa samráð um framgang
málsins.
„Orðræði“
Við bætist hin ríkjandi tilhneiging
til að stjórna þjóðfélaginu í krafti orð-
ræðunnar fremur en staðreynda. Á
undanförnum árum hefur kveðið svo
rammt að þessu að heita má að í landinu hafi
ríkt „orðræði“ í stað lýðræðis. Allt gengur út á
að stýra umræðunni og beita þeim orðum og
frösum sem hafa jákvæðasta og neikvæðasta
merkingu í ríkjandi tíðaranda. Þannig eiga þeir
sem gagnrýna tíðarandann á hættu að vera sak-
aðir um að „vilja ekki gera upp hrunið“ eða að
„verja samtryggingu flokkanna“. Það eitt að
vera sakaður um slíkt nægir til að vera stimpl-
aður andbyltingarsinni. Þeir sem duglegastir
eru að bera upp slíkar ásakanir telja að með því
upphefji þeir sjálfa sig og sanni sig sem rétt-
sýna verði byltingarinnar. Stundum er þetta
meira að segja sama fólk og áður var duglegast
að tala máli þess fallna tíðaranda sem það for-
dæmir nú. Það getur verið auðvelt að sveiflast
öfganna á milli en erfiðara að halda sig á miðj-
unni.
Jafnræði
Þeir ákæruliðir sem eftir standa í landsdóms-
málinu varða samráð og fundahöld, það að ekki
hafi verið stuðlað að minnkun bankakerfisins á
árinu 2008 og að ekki hafi verið nóg gert til að
reyna að flytja Icesave-reikningana í dótt-
urfélag í Bretlandi. Það er athyglivert að á öll-
um þessum sviðum virðast núverandi stjórn-
völd hafa brotið meira af sér en Geir H. Haarde
er sakaður um að hafa gert samkvæmt ákær-
unni. Er eðlilegt að fyrrverandi forsætisráð-
herra sé ákærður en núverandi valdhafar
sleppi? Núverandi forsætisráðherra, Jóhanna
Sigurðardóttir, hefur lýst því yfir að hún telji
lög um landsdóm úrelt fyrirbæri og þau beri að
afnema sem fyrst. Með öðrum orðum, fyrst á að
nota lögin til að ákæra pólitískan andstæðing en
afnema þau að því búnu svo að þau nái ekki yfir
þá sem á eftir komu. Jón Bjarnason, fyrrver-
andi ráðherra í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurð-
ardóttur, spyr hvers vegna Jóhanna sleppi og
minnir á hversu rík ábyrgð hennar var í rík-
isstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylking-
arinnar þar sem hún sat í sérstakri ríkisfjár-
málanefnd fjögurra ráðherra.
Pólitísk ábyrgð
Andstaða við málshöfðun á hendur Geir H.
Haarde og öðrum ráðherrum felur ekki í sér
neina réttlætingu á störfum þeirrar rík-
isstjórnar. Fyrir liggur að ríkisstjórn Sjálf-
stæðisflokksins og Samfylkingarinnar hélt illa á
málum í aðdraganda efnahagshrunsins. Stjórn-
in hafði enda fært það í stjórnarsáttmála, að
kröfu annars stjórnarflokksins, að ekki yrðu
settar hindranir í veg útrásarinnar og bank-
anna. Ljóst mátti vera þegar vorið 2007 að í
óefni stefndi og var það rætt ítrekað, m.a. á Al-
þingi. Bankarnir þöndust hins vegar áfram
hratt út og það gerðu ríkisútgjöldin líka í há-
punkti þenslunnar. Stefna ríkisstjórnarinnar
var röng. En svo að sanngirni sé gætt ber þó að
hafa í huga að sama ríkisstjórn stóð að setningu
neyðarlaganna sem var afrek sem bjargaði í
raun landinu frá algjöru hruni. Ráðherrar rík-
istjórnarinnar bera pólitíska ábyrgð á góðum
og slæmum ákvörðunum. Það virðist hins vegar
ríkja mikill misskilningur, jafnvel hjá sumum
þingmönnum, um að réttarhöld yfir fyrrverandi
forsætisráðherra snúist um pólitíska ábyrgð.
Spurningin á að snúast um hvort til staðar sé
refsiábyrgð. Þegar menn telja hins vegar að
pólitísk ábyrgð sé það sama og refsiábyrgð
boða þeir pólitísk réttarhöld.
Stefna hefur áhrif
Menn verða að gera sér grein fyrir því að ólík
pólitísk stefna hefur áhrif til góðs eða ills. Þau
áhrif geta m.a. verið fólgin í miklu efnahagslegu
tjóni eða miklum ávinningi. En ef það ætti að
sækja stjórnmálamenn til saka fyrir það eitt að
hafa rekið skaðlega stefnu þyrfti stöðugt að
vera að rétta yfir hægri- og vinstrimönnum á
víxl.
Félag Vinstri grænna í Reykjavík lítur á rétt-
höld yfir Geir H. Haarde sem uppgjör við frjáls-
hyggjuna. Ef sú er raunin má þá eiga von á því
að þegar núverandi ríkisstjórn fer loks frá völd-
um verði efnt til réttarhalda yfir ráðherrum
hennar til að gera upp sósíalismann og það gríð-
arlega tjón sem hann hefur valdið samfélaginu
á undanförnum árum? Hvar endar slíkt?
Flokkarnir
Strax í upphafi lýstu forystumenn stjórn-
málaflokkanna því yfir að landsdómsmálið væri
ekki flokkspólitískt. Það þyrfti hver og einn að
gera upp við sjálfan sig. Þannig hefur það verið
í mínum flokki. Nú berast hins vegar tilkynn-
ingar frá flokksfélögum stjórnarflokkanna á
höfuðborgarsvæðinu þess efnis að fulltrúar
flokkanna á þingi skuli allir sem einn greiða at-
kvæði gegn því að fallið verði frá landsdóms-
málinu og tryggja að málaferlum verði haldið
áfram.
Á hverju byggist sú afstaða að fulltrúum
flokkana á þingi beri að fylgja ákveðinni flokks-
línu um að halda málarekstrinum áfram?
Hversu vel hafa félagsmenn í þessum flokks-
félögum kynnt sér gögn málsins? Reyndar má
sjá á yfirlýsingunum að afstaðan byggist ekki á
gögnum málsins heldur því að réttarhöldin séu
liður í að „gera upp hrunið“ eða bregðast við
„kröfu þjóðarinnar“. Stjórn Samfylking-
arfélagsins í Reykjavík gekk raunar svo langt
að hóta því að þingmönnum yrði skipt út við val
á framboðslistum ef þeir hlýddu ekki skipunum
Reykjavíkursellunnar.
Reyndar hafði forsætisráðherra riðið á vaðið
í þessu efni. Þegar niðurstaða þingmanna-
nefndarinnar um að ákæra bæri fjóra ráðherra
lá fyrir spurðu fréttamenn Jóhönnu Sigurð-
ardóttur hvort hún teldi að niðurstaðan myndi
róa almenning. Hún svaraði: „Ég vona það. Til
þess var þetta sett á laggirnar.“
Eins og innanríkisráðherra hefur bent á er
það hins vegar kolröng nálgun. Ég efast líka um
að margir fulltrúar í þingmannanefndinni hafi
verið sáttir við skilgreiningu forsætisráð-
herrans. Það er raunar móðgun við það fólk
sem tók að sér að fara yfir málsgögn mánuðum
saman að skilgreina það sem einhvers konar
byltingarráð. Það er grundvallarmunur á því
hvort menn byggja ákæru á því að það sé hið
eina rétta samkvæmt lögunum eða á því að það
sé vinsælt eða nauðsynlegur liður í byltingu.
Hið fyrra snýst um að verja réttarríkið en hið
síðara um að vega að því.
Í sögunni eru mörg dæmi um að fólk hafi ver-
ið dæmt „til að róa almenning“. Maximilien
Robespierre, kallaður „hinn óspillanlegi“,
stýrði ógnarstjórn frönsku byltingarinnar eftir
að Lúðvík XVI. var settur af sem konungur.
Hann sýndi ekki á sér mikið hik þegar kom að
því að „gera upp við fortíðina“ og fáir hafa
byggt vald sitt jafnrækilega á orðræðu tíð-
arandans. Frægt varð þegar hann sagðist lýsa
því yfir með sorg í hjarta að dauðans alvaran
væri sú að Lúðvík þyrfti að deyja svo að þjóðin
gæti lifað.
Telji ráðherrar að landsdómsmálið snúist um
að róa almenning ættu þeir þó e.t.v. frekar að
hafa í huga aðra fræga setningu Robespierres
sem komst að raun um að „byltingin át börnin
sín“.
Landsdómur
Eftir Sigmund
Davíð Gunnlaugsson
» Telji ráðherrar að lands-
dómsmálið snúist um að
róa almenning ættu þeir þó
e.t.v. frekar að hafa í huga aðra
fræga setningu Robespierres
sem komst að raun um að
„byltingin át börnin sín“.
Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson
Höfundur er formaður Framsóknarflokksins.
Haustið 2010 ákvað
meirihluti alþingis að
höfða fyrir landsdómi mál
á hendur Geir H. Haarde,
fyrrverandi forsætisráð-
herra og formanni Sjálf-
stæðisflokksins, einum
manna.
Vandræðagangur hefur
einkennt þetta mál frá
upphafi. Hafa afskipti sak-
sóknara Alþingis af mál-
inu, áður en ákært var í
því, verið gagnrýnd og eins að ákvörðun
um ákæru var tekin áður en málið var
rannsakað sem sakamál, öfugt við nú-
tímaleg viðhorf um meðferð slíkra mála.
Á Alþingi tókust á sjónarmið þeirra
sem töldu tilefni til ákæru yfir fleiri en
einum ráðherra og hinna sem töldu ekk-
ert tilefni til ákæru. Einungis tveir þing-
menn töldu rétt að ákæra Geir H.
Haarde einan en það varð engu að síður
niðurstaðan eftir ótrúleg pólitísk undir-
mál við endanlega atkvæðagreiðslu í mál-
inu.
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa
aldrei litið á landsdómsmálið sem verk-
færi í pólitískum darraðardansi. Það hef-
ur ávallt varðað mikilvæg grundvall-
arréttindi sem standa ber vörð um og
allir borgarar þessa lands verða að geta
treyst að gildi undir öllum kring-
umstæðum.
Geir H. Haarde hefur þurft að verjast
árás pólitískra andstæðinga sinna, eftir
leikreglum sem enginn á að
þurfa að hlíta.
Það er grundvallaratriði
að ákæra sé ekki gefin út án
þess að meiri líkur séu tald-
ar á sakfellingu en sýknu.
Sumir þeirra þingmanna
sem studdu ákæru gegn
Geir H. Haarde hafa engu
að síður sagt að með því hafi
ekki verið tekin afstaða með
sekt eða sýknu.
Er málflutningur sumra á
þann veg að þeim þyki eðli-
legt að Geir fái að sanna
sakleysi sitt fyrir dómi.
Engu er líkara en að ekki sé lengur í gildi
sú regla að menn séu saklausir uns sekt
þeirra er sönnuð og Geir megi þakka fyr-
ir að fá þetta gullna tækifæri, að eyða að
minnsta kosti tveimur árum sem sak-
borningur. Af sama meiði er umræðan
um landsdóm sem einhvers konar rann-
sóknardómstól sem leiða eigi sannleik-
ann í ljós.
Í haust vísaði landsdómur frá tveimur
veigamestu ákæruliðum málsins. Fjöll-
uðu þeir um aðdraganda fjármálaáfalls-
ins og almennt um störf ákærða sem for-
sætisráðherra. Eftir standa þá tilteknir
ákæruliðir, sem varða afmarkaðar að-
gerðir, og hefðu einir sér aldrei leitt til
ákæru ef um það hefði verið rætt. Því má
segja að frávísun veigamestu ákærulið-
anna jafngildi því að forsendur þær sem
ákærendur gáfu sér fyrir málssókninni
séu brostnar.
Þegar leið á haustþingið varð ljóst að
æ fleiri þingmenn aðhylltust þessa skoð-
un. Um miðjan desember taldi ég ljóst að
meirihluti hefði náðst fyrir því að fella
niður málshöfðunina og lagði fram þings-
ályktunartillögu þess efnis. Gerir hún ráð
fyrir að alþingi feli saksóknara að fella
málið niður. Eftir nokkurt upphlaup í
stjórnarflokkunum, sem töldu málið ekki
þingtækt, ákvað forseti þingsins að taka
málið á dagskrá og kemur það til um-
ræðu í dag.
Alþingi var engin sæmd að því að
ákveða að höfða mál á hendur fyrrver-
andi forsætisráðherra haustið 2010. Í dag
gefst tækifæri til að leiðrétta þau mistök.
Hugmyndin um að taka málið af dag-
skrá eftir fyrstu umræðu með sérstakri
atkvæðagreiðslu er til vitnis um að enn
séu pólitísk undirmál að verki í þessu
mikilvæga réttlætismáli. Því verður ekki
trúað fyrr en tekið er á að þingmenn sýni
slíkt skeytingarleysi gagnvart grundvall-
arréttindum í réttarríki að styðja slíka
tillögu. Vilji þingsins, ákærandans í mál-
inu, verður að fá að koma fram.
Tækifæri til að leiðrétta mistök
Eftir Bjarna
Benediktsson » Alþingi var enginsæmd að því að ákveða
að höfða mál á hendur
fyrrverandi forsætisráð-
herra haustið 2010. Í dag
gefst tækifæri til að leið-
rétta þau mistök.
Bjarni
Benediktsson
Höfundur er formaður
Sjálfstæðisflokksins.