Morgunblaðið - 20.01.2012, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 20.01.2012, Qupperneq 35
DAGBÓK 35 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 2012 Sudoku Frumstig 1 9 7 4 6 1 8 6 2 2 9 1 3 8 4 3 2 1 9 7 4 9 2 6 3 2 5 4 9 4 2 1 7 9 5 6 6 1 3 7 6 4 3 5 2 6 2 3 4 1 6 1 4 1 5 7 5 4 1 6 3 9 6 2 3 2 7 1 2 8 3 2 7 7 8 5 1 1 5 7 4 2 9 8 3 6 3 4 8 7 6 1 5 9 2 6 2 9 5 3 8 1 4 7 2 1 4 3 8 5 7 6 9 5 7 6 9 1 2 4 8 3 9 8 3 6 4 7 2 1 5 8 9 2 1 5 6 3 7 4 4 6 1 2 7 3 9 5 8 7 3 5 8 9 4 6 2 1 9 4 2 3 7 8 6 1 5 1 6 8 2 5 4 9 3 7 7 5 3 1 9 6 2 4 8 4 2 9 7 6 1 5 8 3 5 8 7 9 4 3 1 2 6 6 3 1 5 8 2 7 9 4 2 9 6 4 3 5 8 7 1 3 7 5 8 1 9 4 6 2 8 1 4 6 2 7 3 5 9 7 6 5 1 3 8 4 2 9 1 2 9 7 5 4 8 3 6 3 4 8 6 2 9 5 7 1 6 9 2 4 8 5 3 1 7 4 3 7 2 9 1 6 5 8 5 8 1 3 6 7 9 4 2 9 7 4 5 1 6 2 8 3 8 1 3 9 4 2 7 6 5 2 5 6 8 7 3 1 9 4 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er föstudagur 20. janúar, 20. dag- ur ársins 2012 Orð dagsins: Varir hins réttláta vita, hvað geðfellt er, en munnur óguðlegra er eintóm flærð. (Ok. 10, 32) Undanfarnar vikur hefur Víkverjineyðst til þess að fara með strætó í og úr vinnu og aldrei hafa viðkomandi vagnar verið á réttum tíma. Það tók Víkverja til dæmis tæp- lega einn og hálfan klukkutíma að komast úr Vesturbænum upp í Há- degismóa einn góðviðrismorgun í lið- inni viku eða álíka langan tíma og það tekur að fljúga frá Keflavík til Glas- gow. Víkverji er annars 12-15 mín- útur að aka á löglegum hraða í vinn- una. x x x Í stefnu Strætó segir meðal annarsað „framtíðarsýn okkar byggist á því að viðskiptavinir okkar kjósi að komast leiðar sinnar með strætó vegna þess að það sé mun hagkvæm- ari, umhverfisvænni og jafnvel fljót- legri kostur en að nota einkabíl“. Þetta með tímasparnaðinn er eins og brandari úr smiðju borgarstjóra. Áætlunin lítur vissulega vel út á blaði en í raun er hún óframkvæmanleg, að sögn vagnstjóra, sem Víkverji hefur rætt við á leiðinni. Leið 15 liggur til dæmis á milli Vesturbæjar og Mos- fellsbæjar og áætlunin stenst því að- eins að vagnstjórinn aki nánast á ljós- hraða og þurfi aldrei að stoppa á leiðinni. Þegar vagninn á að vera á 15 mínútna fresti hefur Víkverji þurft að bíða annan eins tíma eftir honum. Vagninn á leið 5 á að vera á hálftíma fresti en þegar tenging vagns á leið 15 við hann í Ártúni gengur ekki upp hefur Víkverji þurft að bíða þar í hálf- tíma eftir næsta vagni. x x x Ekki vantar orðskrúðið í stefnuStrætó en efndirnar eru eins og hjá ríkisstjórninni. Eina leiðin til þess að fá almenning til þess að taka strætó er að tryggja að fólk komist á milli staða á tiltölulega skömmum tíma fyrir sanngjarnt verð. Vagn- arnir verða að vera á um 5-10 mín- útna fresti á annatíma á morgnana og síðdegis til að tryggja að fólk þurfi aldrei að bíða lengi. Víkverji botnar ekki í hví stjórnendum datt í hug að bjóða upp á áætlun frá Reykjavík til Hafnar í Hornafirði þegar þeir ráða ekki við ferðir á Hringbraut og Miklubraut. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 veirusjúkdómur, 8 skaprauna, 9 hnugginn, 10 tölustafur, 11 undirstöðu, 13 dreg í efa, 15 kuldastraum, 18 kjaftæði, 21 greinir, 22 sjaldgæf, 23 votur, 24 ein- feldni. Lóðrétt | 2 tappa, 3 þreyt- una, 4 fuglar, 5 þvottaefnið, 6 kvið, 7 þvermóðska, 12 pinni, 14 viðvarandi, 15 fjöt- ur, 16 skeldýr, 17 dáin, 18 neftóbak, 19 áreita, 20 ögn. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 fúlga, 4 renta, 7 ofboð, 8 seður, 9 alt, 11 keim, 13 firð, 14 askur, 15 flas, 17 Ísak, 20 enn, 22 koddi, 23 eimur, 24 renna, 25 arann. Lóðrétt: 1 frosk, 2 lubbi, 3 auða, 4 rist, 5 niðji, 6 afræð, 10 lúkan, 12 mas, 13 frí, 15 fákur, 16 aldin, 18 semja, 19 kýrin, 20 eira, 21 nema. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is (4) Sveitakeppni með Rubens. V-Allir. Norður ♠G10 ♥875 ♦D1085 ♣ÁK109 Vestur Austur ♠ÁKD92 ♠875 ♥4 ♥G632 ♦74 ♦Á9632 ♣76532 ♣G Suður ♠643 ♥ÁKD109 ♦KG ♣D84 Suður spilar 4♥. Eftir þrjú pöss opnar lesandinn í suður á 1♥. Vestur kemur inn á 1♠, en síðan liggur leiðin í 4♥. Vestur spilar út ♠Á og austur kallar. Vestur tekur næst á ♠K, spilar síðan ♠D í þriðja slag. Þú trompar og austur fylgir lit, nokkuð óvænt. Rubens: „Þú skalt svína ♥10 í hvelli. Austur hefur lagt mikið á sig til að fá þriðja spaðann og aðeins tvennt getur legið þar að baki: Annaðhvort á austur gosann fjórða í trompi (jafnvel fimmta) eða hann er í einhverjum blekking- arleik. Ég veðja á trompgosann fjórða. Austur er greinilega með ♦Á (vestur passaði í byrjun) og færi varla að fæla makker frá þeim lit að tilefnislausu. Annað til: því skyldi austur yfirleitt láta sér detta í hug að kalla í spaða nema til að vernda trompslag? Það er ástæða fyrir öllu.“ 20. janúar 1957 Samtök íþróttamanna kusu Vilhjálm Einarsson „íþrótta- mann ársins 1956“. Hann hafði unnið til silfurverð- launa á Ólympíuleikunum haustið áður. Þetta var í fyrsta sinn sem kjörið fór fram, en Vilhjálmur hlaut tit- ilinn alls fimm sinnum. 20. janúar 1976 Bresk herskip sigldu út fyrir 200 mílna mörkin eftir að Ís- lendingar höfðu hótað að slíta stjórnmálasambandi við Breta. Deilur höfðu staðið eftir útfærslu landhelginnar í október 1975. 20. janúar 1991 Skíðaskálinn í Hveradölum brann. „Eldurinn breiddist út með ógnarhraða,“ sagði Morgunblaðið og taldi tjónið nema tugum milljóna. Nýtt hús var byggt ári síðar. 20. janúar 1998 Vindhraði á Skálafelli við Esju mældist 225 kílómetrar á klukkustund, sem er mesti tíu mínútna meðalvindhraði sem hér hefur mælst (sam- svarar 17-18 vindstigum eða 62,5 metrum á sekúndu). 20. janúar 2009 Við setningu Alþingis mót- mæltu á annað þúsund manns ríkisstjórninni. Um þrjátíu voru handteknir. Fólk barði potta og pönnur og er þetta talið upphaf búsáhaldabyltingarinnar. Um kvöldið var tendrað bál á Austurvelli og kveikt í Osló- arjólatrénu. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson Þetta gerðist … Þegar Þórhallur „Laddi“ Sigurðsson var sextugur hélt hann upp á það með samnefndri sýningu í Borgarleikhúsinu. Yfir 100 aukasýningar stóðu yfir í um tvö ár og vegna anna í leikhúsinu heldur hann ekki sérstaklega upp á 65 ára afmælið í dag. Hann er á fullu í Galdrakarlinum í Oz í Borg- arleikhúsinu og Hjónabandssælu, sem verður sýnd í 30. sinn í Gamla bíói í kvöld. „Það er alltaf haldið upp á þrítugustu sýninguna,“ segir Laddi en þar fyrir utan æfir hann í Vesalingunum sem verða sýndir í Þjóðleikhúsinu. „Þannig að það er enginn tími fyrir Laddi 65 en kannski bara Laddi sjötug- ur. Það hefur alltaf staðið til að vera með öðruvísi sýningu.“ Laddi segir að verkefnin séu skemmtileg. Galdrakarlinn í Oz sé fjölskyldusýning, augnakonfekt. Hjónabandssæla sé mjög fyndið verk og Vesalingar jaðri við að vera ópera. Annars segist hann vera mikið afmælisbarn. „Þegar ég var lítill þótti mér leiðinlegast að eiga afmæli í janúar því það var alltaf svo vont veður að enginn komst í afmælið, en nú þarf hvorki að moka né salta því ég verð ekki með veislu,“ segir hann. „Aðalatriðið er að komast í leikhúsið. Ég hef ekki tíma til þess að halda upp á afmælið fyrr en ég fer í sumarfrí.“ steinthor@mbl.is Þórhallur „Laddi“ Sigurðsson 65 ára Laddi sjötugur í bígerð Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af barninu til birtingar í Morgunblaðinu Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda mynd af barninu með upplýsingum um fæðingarstað, stund, þyngd, lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig má senda tölvupóst á barn@mbl.is Flóðogfjara 20. janúar Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólaruppr. Sólsetur Reykjavík 3.52 3,5 10.17 1,0 16.18 3,3 22.32 0,9 10.44 16.34 Ísafjörður 5.59 1,9 12.24 0,5 18.15 1,7 11.13 16.16 Siglufjörður 1.44 0,3 8.03 1,2 14.20 0,2 20.58 1,1 10.56 15.58 Djúpivogur 0.51 1,8 7.14 0,5 13.11 1,5 19.21 0,4 10.19 15.58 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Fólk er vingjarnlegt í þinn garð um þessar mundir. Taktu þér tíma til að sinna heilsurækt og íhugun. (20. apríl - 20. maí)  Naut Þú ert vonsvikinn vegna þess að fólk stendur ekki undir væntingum þínum. Með þetta í huga er ástæðulaust að eyða stórfé í innihaldslausar athafnir. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Hafðu ekki áhyggjur þótt dag- draumar sæki á hugann í dag. Gömlu kynnin gleymast ei og gamall vinur skýtur upp koll- inum á ný. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Það stefnir í átakalítinn dag hjá þér en það þýðir ekki að þú getir slegið slöku við. Leiða þarf saman leik og starf. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Þú finnur á þér að eitthvað er í uppsigl- ingu milli þín og ástvinar þíns. Mundu bara, þegar sigurinn er í höfn, að aðrir lögðust á ár- arnar með þér. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Það er aldrei of seint að bæta við menntun sína og til þess eru ótal möguleikar. Láttu það eftir þér því að vilji er allt sem þarf til þess að stefna í rétta átt. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Það er líf eftir vinnu og þótt starfið sé mikilvægt máttu ekki vanrækja sjálfan þig og gleyma áhugamálunum. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Öryggið er fyrir öllu en þó máttu ekki ganga svo langt að þú lokir þig af frá umheiminum. Dómgreind þín í fjármálum er með versta móti núna. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Þú sérð heiminn í björtu ljósi um þessar mundir og finnur fyrir vellíðan. Það er engu líkara en þú sért á gangi í yndislegum draumi. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Treystu þeim hugmyndum sem þú hefur um langtímaferðaáætlanir. Hlustaðu bara og gaumgæfðu málin í rólegheitum. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Sá sem fer með mannaforráð verður umfram allt að vera sanngjarn. Þú finnur til eirðarleysis og lætur þér leiðast auðveldlega. Gerðu eitthvað í því. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Reyndu að forðast deilur við maka þinn og vini þótt þið séuð ekki á einu máli um hlutina. Sýndu henni/honum þakklæti þitt. Stjörnuspá Staðan kom upp á atskákmóti sem lauk fyrir skömmu í Tallinn í Eist- landi og haldið var til að heiðra minningu stórmeistarans Pauls Ker- es sem lést árið 1975. Rússneski stórmeistarinn Vladimir Fedosejev (2.525) hafði svart gegn eistneskum kollega sínum Kaido Külaots (2.581). 56. … Hxf2+! 57. Hxf2 e3 58. Kg1 exf2+ 59. Kxf2 Ke4 60. Kf1 Ke3 61. Ke1 f2+ 62. Kf1 Kf3 og hvítur gafst upp. Lokastaða mótsins varð þessi: 1.-2. Alexei Shirov (2.710) og Vladimir Fedosejev (2.525) 5 vinninga af 7 mögulegum. 3. Jaan Ehlvest (2.594) 4 v. 4.-5. Aleksander Khalifman (2.632) og Tomi Nybäck (2.634) 3½ v. 6. Aleks- andr Volodin (2.491) 3 v. 7. Kaido Külaots (2.581) 2½ v. 8. Tarvo Seeman (2.399) 1½ v. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Svartur á leik.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.