Morgunblaðið - 20.01.2012, Side 40
40 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 2012
SPARBÍÓ 3D á sýningar merktar með grænu1.000 kr.
NÚMERUÐ SÆTI Í KRINGLUNNI
SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL OG KRINGLUNNI
TOM CRUISE, SIMON PEGG,
PAULA PATTON OG JEREMY RENNER
Í BESTU HASARMYND ÁRSINS!
-H.V.A. - FBL
HHHH
"FLOTTUR HASAR."
-H.S.S. - MBL
HHH
-Þ.Þ. - FT.
HHH
SÝND Í EGILSHÖLL OG AKUREYR
SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI
SÝND Í EGILSHÖLL, KRINGLUNNI, AKUREYRI
OG KEFLAVÍK SÝND Í ÁLFABAKKA, KEFLAVÍK OG SELFOSSI
LEONARDO DICAPRIO ER STÓRKOSTLEGUR Í
NÝJASTA MEISTARAVERKI CLINT EASTWOOD
HÚNERMÆTTAFTURÍBESTUMYNDINNITILÞESSA!
STRÍÐIÐERHAFIÐ!
LOS ANGELES TIMES
HHHH
CHICAGO SUN-TIMES
HHHH
HHHH
THE HOLLYWOOD REPORTER
HHHH
THE NEW YORK TIMES
FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA!
„Einstaklega vel gerð spennumynd“
-Joe Morgenstern THE WALL STREET JOURNAL
T.V. -Kvikmyndir.is
HHHH
Það þyrfti að vera eitthvaðað manni til að þykjastvera hlutlaus í skrifum umþetta verk Baltasars Kor-
máks. Áður en maður sá myndina
fannst manni svo gaman að Baltas-
ar hefði tekist að komast að hjá
hinum stóru framleiðendum í
Bandaríkjunum, að hann væri far-
inn að gera bíómynd fyrir alvöru
peninga með stóru leikarana undir
sinni stjórn, að maður var farinn að
brosa af ánægju áður en myndin
byrjaði. Það sem meira er og jafn-
vel mikilvægara, maður brosti
ennþá þegar henni lauk. Baltasar
er búinn að gera fína Hollywood-
mynd og gaman að heyra að sölu-
tölur frá fyrstu sýningarhelginni í
Bandaríkjunum eru í ofanálag af-
bragð.
Það er margt þarna í myndinni
sem gefur henni gildi fyrir Íslend-
ing, því ekki aðeins er hún end-
urgerð af íslensku bíómyndinni
Reykjavík Rotterdam sem Arn-
aldur Indriðason og Óskar Jón-
asson skrifuðu handritið að og var
frumsýnd árið 2008, heldur er leik-
arinn Ólafur Darri Ólafsson með
lítið og skemmtilegt hlutverk í
myndinni.
Sagan er klassísk saga um
glæpamanninn (smyglara sem heit-
ir Chris) sem ákveður að verða
heiðvirður borgari. En einmitt þeg-
ar hann hélt að hann væri sloppinn,
þá dregur fortíðin hann aftur inní
glæpaheiminn. Hans besti vinur
Seb (Ben Foster) hafði hætt á sama
tíma og Chris og lætur ekki draga
sig inní þennan heim aftur. Seb
gegnir aftur á móti mikilvægu hlut-
verki við að vernda fjölskyldu Chris
á meðan hann er í smyglferðinni.
Bróðir eiginkonu hans heldur
áfram í smyglinu þrátt fyrir að hafa
lofað að hætta. Þegar tollverðir
ráðast inní skip hans hendir hann
verðmætri dóptösku í höfnina til að
forðast handtöku. Þetta reynist
honum erfitt að útskýra fyrir þeim
sem fjármögnuðu ferðina. Vinur
hans er drepinn og honum gert
ljóst að hann verði líka drepinn ef
hann borgi ekki stöffið. Fyrir vikið
verður hetja myndarinnar, Chris
sjálfur, að fara eina smyglferð enn
til hjálpar mági sínum.
Handritið er þétt með flestum
þeim óvæntu átökum í samtölum
sem krafist er í Hollywood-
myndum og sífelldum tvistum hetj-
unnar með þúsund andlitin.
Af leiknum er ekkert sérstakt að
segja. Manni finnst einsog Mark
Wahlberg fái aldrei neitt til að
reyna sig við. Aftur á móti er hann
óskaplega sjarmerandi náungi og
þarf lítið annað en að mæta á svæð-
ið til að gera sitt. Sama má segja
um Kate Beckinsale. En það er eft-
irtektarvert hversu Giovanni Ribisi
fer listavel með sitt hlutverk. Það
er óskaplega vel valið í hlutverkin í
þessari mynd og jafnvel í Holly-
wood er það oftast á ábyrgð leik-
stjórans og þarmeð Balta. Ósk-
arsverðlaunahafinn Milos Forman
sagði það gjarnan mikilvægustu
vinnu leikstjórans.
Þétt mynd gerð eftir þéttu handriti
mn
Leikstjóri: Baltasar Kormákur
Leikarar: Mark Wahlberg, Kate Beck-
insale, Giovanni Ribisi og Ben Foster.
BÖRKUR
GUNNARSSON
BÍÓMYNDIR
Stórleikur Giovanni Ribisi fer vel með hlutverk sitt. Hann leikur stórhættulegan, komplexaðan glæpamann sem
vildi að hann væri meiri töffari en hann er. Óbilgirni hans leiðir hetjur myndarinnar í mikla hættu.
Ný plata er vænt-
anleg frá tónlist-
argoðsögninni
Bruce Spring-
steen. Platan á
að koma út 5.
mars á þessu ári
og mun bera
heitið Wrecking
Ball. Hún verður
sú sautjánda í
röðinni hjá honum. Bruce Springs-
teen & The E Street Band spiluðu
titillag plötunnar, „We Take Care
of Our Own“, í heimstúr hljómsveit-
arinnar árið 2009 en á plötunni
verður m.a. að finna lögin Easy Mo-
ney, Death to My Hometown, Land
of Hope and Dreams og You’ve Got
It. Platan mun að öllu óbreyttu fást
í veftónlistarversluninni iTunes og
geta aðdáendur hans því sótt lögin
strax í gegnum netið.
Ný plata Bruce
Springsteens
væntanleg í mars
Bruce Springsteen
Í viðtali við New
York Times gef-
ur George Lucas
í skin að hann
geti sest í helgan
stein fljótlega.
Segist hann vilja
fjarlægjast kvik-
myndabransann
en hann hefur
mátt þola mikla
gagnrýni frá hörðum aðdáendum
Star Wars fyrir að m.a. breyta um
of sögu Star Wars-heimsins. Verði
af því að Lucas setjist í helgan stein
er hætta á því að ekkert verði af-
næstu Indiana Jones-mynd en aðdá-
endur myndanna gera sér vænt-
ingar um að sjá fimmtu myndina
um fornleifafræðinginn.
Sest George Lucas
í helgan stein?
George Lucas