Morgunblaðið - 26.01.2012, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 26.01.2012, Blaðsíða 21
21 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 2012 Stopp! Snjó hefur haldið áfram að kyngja niður á Siglufirði að undanförnu þótt íbúar bæjarins hafi flestir fengið sig fullsadda á fannferginu og allt sé stopp á götum þessa fallega bæjar. Sigurður Ægisson Mikið hefur gengið á í bæjarstjórn Kópavogs undanfarna daga. Næst- besti flokkurinn og Listi Kópavogsbúa slitu meiri- hlutasamstarfi við vinstri flokkana í bæjarstjórn Kópavogs. Helsta ástæð- an var fyrirhugaður brott- rekstur bæjarstjórans, Guðrúnar Pálsdóttir ásamt öðrum ágreiningi milli þessara flokka. Tvöfaldur skolli Guðríðar Í golfi fá keppendur skolla ef þeir ljúka holu í höggi yfir pari. Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi með fulltingi Ólafs Þórs Gunnarssonar, vinstri græns ákvað að reka bæjarstjórann, Guðrúnu Pálsdóttir fyrir engar sakir, nema þær að Guð- ríður Arnardóttir ætlaði að komast í bæjarstjórastólinn. Vitað er að Guð- ríður sótti það mjög fast að verða bæj- arstjóri þegar meirihluti fjögurra flokka var myndaður í Kópavogi vorið 2010. En henni tókst það ekki og fag- legur bæjarstjóri var ráðinn. Guðríður hefur reynt að bera þessar fréttir til baka með því að hagræða sannleikanum eins og henni er einni lagið. Þessi að- gerð endaði því með tvöföldum skolla Guðríðar sem sýndi þarna sitt rétta andlit. Mannorð bæjarstjórans stórskaðað Þessi aðför að bæjarstjóranum var mjög ógeðfelld og er öllum fjórum fyrri meirihlutaflokkunum til ævarandi skammar. Guðríður hafði leynt og ljóst reynt að grafa undan bæjarstjóranum frá fyrsta degi í þeim tilgangi að veikja stöðu Guðrúnar og koma henni frá til að losa stólinn fyrir sjálfa sig. Guðrún Pálsdóttir bæjarstjóri hefur starfað hjá Kópavogsbæ í aldarfjórðung við góðan orðstír. Hún hafði ekkert til saka unnið. Þessi aðför að henni hefur stórskaðað mannorð hennar að ósekju bara út af valdabrölti Guðríðar. Meirihluti getur að sjálfsögðu skipt um bæjarstjóra sýn- ist honum svo en að gera það undir fölsku flaggi og með svo lítilsigldum hætti á sér fá fordæmi enda leiddi það til endaloka meirihlutans. Sjálfstæðisflokkur, Næstbesti flokk- urinn og Listi Kópavogsbúa tóku upp meirihluta- viðræður eftir fall meiri- hlutans. Þeim lauk fljótt þar sem þessir nýju flokkar vildu ekki taka ábyrgð og voru á móti því að sjálf- stæðismenn kæmu aftur til áhrifa í bæjarstjórn Kópa- vogs. Í skýringum þeirra á ákvörðun sinni kom fram að aðalsökudólgarnir væru undirritaður og Ómar Stef- ánsson, bæjarfulltrúi Fram- sóknarflokksins, sem sæta ákæru vegna svokallaðs líf- eyrissjóðsmáls en þessir tvímenningar björguðu ásamt meðstjórnarmönnum fjármunum sjóðsins frá glötun í hruninu 2008 með hagsmuni lífeyr- issjóðsins og bæjarsjóðs í huga, án þess að hugsa um eigið skinn. Hvert er framhaldið? Núna vilja þessir tveir nýju smá- flokkar mynda þjóðstjórn í Kópavogi. Það er skrítin tillaga þar sem þeir vilja ekki vinna með vinstri flokkunum né Framsóknarflokki hvað þá heldur Sjálf- stæðisflokki! Spurning hvort þeir vilja vinna hvor með öðrum í þjóðstjórninni? En þeir segjast núna vilja vinna með öllum flokkum! Hvers konar endavit- leysa er þetta? Það hefur greinilega farið fram hjá þessum tveimur smá- flokkum hvers konar samfélag sjálf- stæðis- og framsóknarmenn byggðu upp hér í Kópavogi árin 1990-2010 þar sem þjónusta og innviðir eru nú með því besta sem þekkist hjá sveit- arfélögum. Framhald meirihlutamyndunar í Kópavogi er óljóst. Finna þarf lausn en til þess þarf framsýni og pólitískan kjark, áræði í uppbyggingu og fram- kvæmdum en ekki endalaus umræðu- stjórnmál. Eftir Gunnar Inga Birgisson » Guðríður hafði leynt og ljóst reynt að grafa undan bæjarstjóranum í þeim tilgangi að veikja stöðu hennar til að losa stólinn fyrir sjálfa sig. Gunnar I. Birgisson Höfundur er bæjarfulltrúi og fyrrverandi bæjarstjóri í Kópavogi. Stjórnleysi í Kópavogi Þann 1. október síðastliðinn afhentu Hagsmunasamtök heimilanna (HH) forsætisráðherra um 34 þúsund und- irskriftir þar sem farið er fram á al- menna, réttláta leið- réttingu lána og af- nám verðtryggingar. Ríkisstjórnin ákvað í kjölfarið að fá á hreint hið svokall- aða „afskriftasvigrúm“ þríbura- bankanna, auk þess sem lagt yrði mat á þær fjórar leiðir sem HH lögðu til við að leiðrétta höfuðstól lána og afnema verðtryggingu. Forsætisráðherra ætlaði að setja af stað sérfræðingahóp þann sem lagði mat á þær leiðir sem voru til umræðu til leiðréttingar lána í lok 2010, en vinna þess hóps skilaði þjóðinni 110% leiðinni, greiðsluaðlögun, sértækri skulda- aðlögun og tímabundinni hækkun vaxtabóta. HH neitaði að taka þátt í sama hóp á sömu forsendum en lagði þess í stað til sameiginlega viljayfirlýsingu um verkefnið, milli HH og ríkisstjórnarinnar. Forsætisráðherra hafði ekki áhuga á skrifa undir slíka vilja- yfirlýsingu, en tók ákvörðun um að leggja það í hendur Hag- fræðistofnunar HÍ að meta bæði svigrúm bankanna og leiðir HH til leiðréttingar. Jafnframt lýsti for- sætisráðherra því yfir í sjónvarpi að með þessu væri samt ekki verið að lofa neinu um aðgerðir! Hagfræðistofnun afhendir skýrsludrög Þann 17. janúar voru fulltrúar HH boðaðir á fund Hagfræðistofn- unar þar sem niðurstöður voru kynntar og skýrsludrög afhent. HH var gefinn sólarhringur til að skila inn athugasemdum við hana! Fulltrúar HH lögðu fram fjölmarg- ar spurningar um viðfangsefnið áð- ur en vinnan við skýrslugerð hófst og er fæstum þeirra svarað. Sam- tökin hafa nú sent skýrsludrögin til föðurhúsanna með fjölmörgum al- varlegum athugasemdum. Ætli Hagræðistofnun og stjórnvöld sér að birta skýrsluna án mikilla efn- islegra breytinga mun hún ekki skila tilætluðum árangri – „að fá upp sú umræða í þinginu að leggja fram vantraustsyfirlýsingu. Var það krafa Hreyfingarinnar að þessi mál yrðu afgreidd ásamt fleirum ef þau ættu að verja stjórnina falli, og lögðu þau til ákveðna nálgun sem ríkisstjórnin gat ekki fallist á. Í því samhengi má jafnframt geta þess að skulda- vandi heimilanna hefur oft verið ræddur á Alþingi og þar hafa ver- ið lagðar fram þó nokkrar tillögur í þá veru að leiðrétta fyrir for- sendubrestinum og afnema verð- tryggingu, en lítið er um fram- kvæmdir. Hagsmunasamtök heimilanna hafa komist að þeirri niðurstöðu að vænlegast sé að leita til forset- ans, óska eftir að hann beiti ákvæðum í stjórnarskrá til þess að fá málið afgreitt og þrýsti á stjórnvöld að bregðast við. Til þess hefur forsetinn ýmsar leiðir, meðal annars hefur hann heimild samkvæmt 25. grein stjórn- arskrárinnar til að „leggja fyrir Alþingi frumvörp til laga og ann- arra samþykkta“. Samtökin hafa nú farið fram á fund með forset- anum. Nú hafa rúmlega 37 þúsund skrifað undir í undirskriftasöfnun HH. Ráðgert er að afhenda bindi nr. 2 í undirskriftasöfnun á næst- unni. Ef nokkur þúsund manns eru tilbúnir að verja minnst klukkutíma í að afla fleiri undir- skrifta með því að hringja í vini og vandamenn, eða tala augliti til auglitis við fólk og taka að sér að skrá fólk í undirskriftasöfnunina á undirskrift.heimilin.is mun það efla okkur til muna í þeirri mik- ilvægu réttlætisbaráttu sem sam- tökin hafa tekið að sér fyrir hönd heimilanna í sjálfboðavinnu. upp á borðið ná- kvæmar tölur um af- slátt bankanna og hið svokallaða af- skriftasvigrúm“ – heldur þvert á móti verða enn eitt plaggið sem eykur á talna- mengun og er ekki til annars fallin en að orðspor þeirra bíði hnekki. Víðtækur þjóð- armeirihluti og þingmeirihluti Stuðningur þjóðarinnar við kröf- ur HH er víðtækur, en í nóvember síðastliðnum gerði Capacent Gall- up könnun fyrir samtökin sem gef- ur til kynna að kröfurnar um af- nám verðtryggingar og almennar leiðréttingar lána endurspegli vilja 80% þjóðarinnar. Ályktun lands- fundar Sjálfstæðisflokksins undir lok árs 2011 rímaði einnig við þess- ar kröfur og hafa því allir flokkar ályktað í þessa veru, en lítið gerist á Alþingi. Má því leiða líkur að því að nú sé kominn bæði þjóðarmeiri- hluti og þingmeirihluti fyrir kröf- um HH og kominn tími á fram- kvæmdir í þessum efnum. Engann skyldi undra að almenn- ingur fari fram á kröfur um leið- réttingu lána heimilanna í landinu sem leiðrétta forsendubrestinn og dreifa ábyrgðinni á hruninu, meðal annars í ljósi nýlegra frétta þar sem fram kemur að fjárfestingar- og eignarhaldsfélög hafa fengið 83 prósent skulda sinna niðurfelld frá því í september 2011, þegar lög tóku gildi um aðgerðir í þágu ein- staklinga, heimila og fyrirtækja vegna banka- og gjaldeyrishruns- ins. HH leita nú til forsetans Hagsmunasamtök heimilanna áttu fund með þingmönnum í nóv- ember 2011 og svo aftur í byrjun janúar 2012 í þeim tilgangi að ýta við þeim sem áhuga hafa á því að taka höndum saman á Alþingi og setja fram þingmál um kröfur sam- takanna. Þeir þingmenn sem hing- að til hafa lýst yfir áhuga að taka þátt í að setja málið á dagskrá þingsins koma allir úr stjórnarand- stöðu. Á þingmannafundinum kom fram að yfir hátíðirnar áttu fulltrú- ar ríkisstjórnarinnar í viðræðum við Hreyfinguna um að verja stjórnina falli þar sem komin er Eftir Andreu J. Ólafsdóttur »Hagsmunasamtök heimilanna standa fyrir undir- skriftasöfnun fyrir al- mennum leiðrétt- ingum lána og afnámi verðtryggingar og fylgja kröfunum fast eftir. Andrea Ólafsdóttir Höfundur er formaður Hagsmunasamtaka heimilanna. Er 2012 ár réttlætisins?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.