Morgunblaðið - 19.01.2012, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.01.2012, Blaðsíða 2
Allt er að gerast hjá Eivöru Pálsdóttur þessa dagana. Hún er nýbúin að taka upp nýja plötu og er á fullu að hljóðblanda sköpunarverkið fyrir útgáfu í maí. Eins vinnur hún að tónlist fyrir nýtt leikverk eftir Helgu Arnalds og Charlotte Böving. Svo heldur hún tónleika í Langholtskirkju á sunnudag, berfætt með gít- arinn sinn. Finnur sló á þráðinn og bað Eivöru að deila með lesendum nokkrum sérkennum sínum og leyndarmálum. 1. Uppáhaldsmaturinn minn er færeyskt ræst lamba- kjöt, svo er ég líka óð í sushi. 2. Ég er mjög góð í að elda alls konar grænmet- isrétti og bý til mína eigin kryddblöndu. 3. Þegar ég var 17 ára varð ég ástfangin af Íslandi. Ég er ennþá jafnástfangin. Raunar finnst mér mjög gaman að ferðast, skoða nýjar borgir og kynnast nýjum menningar- heimum. Annað land sem hefur heillað mig mikið er Ind- land. 4. Ég elska að lesa bækur Dalais Lama – og hlusta á búlgarskan söng. 5. Ég naga á mér neglurnar þegar ég er stressuð. 6. Ég er rosalega góð í kínaskák og svo er ég líka mjög lagin við flottar hárgreiðslur. 7. Aldrei hef ég getað borðað síld. 8. Ég hef haldið þrjár myndlistarsýningar á ævinni. 9. Ég hreinlega elska hljóðfæri og kaupi mikið af þeim. 10. Ef ég labba inn í bílastæðakjallara eða annað rými með mikinn hljóm finn ég mig knúna til að syngja. 11. Ég er rosalega mikil tilfinningavera. 12. Ég keyrði bíl áður en ég fékk bíl- próf. 13. Ég er mjög veik fyrir köttum, en get ekki verið með kött því kærast- inn er með ofnæmi. 14. Ég vildi óska þess að mér líkaði ekki svona ofboðslega vel við franskar kartöflur. 15. Þegar ég var krakki fór ég oft út að veiða með pabba mínum og ég hef líka tekið þátt í hvalaveiði. ai@mbl.is SÖNGKONAN EIVÖR PÁLSDÓTTIR 15 HLUTIR SEM ÞÚ VISSIR EKKI UM MIG 14 4 Hér á árum, og áratugum, áður voru reglulega haldnar svokallaðar iðnsýningar þar sem iðn- rekendur allskonar fengu tækifæri til að kynna framleiðslu sína, hver sem hún annars kunni að vera, almenningur fékk að berja allra handa herlegheit augum á einum stað. Slíkar sýn- ingar voru talsverður viðburður í félagslífi borgarbúa á hverju ári og þangað flykktist fólk, bæði til að virða fyrir sér það sem til kynningar var en ekki síður til að sýna sig og sjá aðra. Iðnsýningin ’83, Heimilið og fjölskyldan ’84 og Heimilið ’85 eru dæmi um slíkar stórsýn- ingar í Laugardalshöll þar sem fjölskyldur klæddu sig upp og heimsóttu og varð tals- verður viðburður úr. Börn tóku strætó milli borgarhluta til að kíkja enda voru kynningar á snakki, gosdrykkjum og öðru fastur þáttur. Á myndinni má sjá innsetningu á Iðnsýningunni 1952 sem kynnir tillögu að fallega uppsettri setustofu. Sannast hið fornkveðna að fag- urfræðin fer í hringi. Þetta þætti alltént hin boðlegasta setustofa á heimili í dag og bara býsna móðins í þokkabót. Tímavélin Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Má bjóða yður setustofu? „Það er alltaf gaman að fagna tímamótum en sjálfur á ég sama afmælisdag og faðir minn og amma. Jú, ætli fjöl- skyldan geri sér ekki dagamun eins og til dæmis að fara saman út að borða,“ segir Svavar Knútur söngva- skáld sem er 36 ára nk. laugardag. Hann er kvæntur Líneyju Úlfarsdóttur og eiga þau dæturnar Dagbjörtu Lilju og Emmu. Svavar kveðst vinna að mörgum áhugaverðum verkefnum um þessar mundir, m.a. plötu sem kem- ur út með vorinu. Þema hennar er kærleikurinn í ýmsum myndum. „Ég þarf að semja eins og eitt til tvö lög enn sem falla að þeim svip plötunnar sem ég er að sækjast eftir. Svo eru á dagskrá tónleikaferðir um Evrópu sem hefjast í mars en þá verður stefnan tekin til Þýskalands, Póllands, Hollands, Danmerkur og fleiri landa,“ segir söngvaskáldið sem hefur sinnt ýmsu um dagana en þó haft viðurværi af tónlistinni síðustu árin. „Það er allt hægt ef sterkur og brenn- andi áhugi er fyrir hendi. Ekkert er sterkara afl,“ segir Svavar. Svavar Knútur er 36 ára á laugardag Brennandi áhugi er alltaf sterkasta aflið Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Ritstjórar Davíð Oddsson, Haraldur Johannes- sen Umsjón Jón Agnar Ólason jonagnar @mbl.is Blaðamenn Sig- urður Bogi Sævarsson sigurdurbogi@ mbl.is Ásgeir Ingvarsson, Elín Albertsdóttir, Finnur Thorlacius. Auglýsingar finnur@mbl.is, sími 5691107 Prentun Landsprent ehf. Menningin Það er alltaf jafn gaman að vísítera Listasafn Einars Jóns- sonar á Skólavörðu- holtinu. Safn- kosturinn er óviðjafn- anlegur, hús- ið Hnitbjörg er listaverk út af fyrir sig og verkin í garðinum heill heimur ævintýra. Bíóið Gamaldags njósna- myndir með leynimakki og launráðum eru óbrigðul skemmtun og Tinker Tailor Soldier Spy er einmitt ein slík. Myndin gerist árið 1973 í of- análag og er því með öllu ómót- stæðileg. Gary Oldman fer fyrir frábær- um leikhópi og það jaðr- ar við alþjóðahneyksli að láta annað eins fara fram hjá sér. Bókin Nú þegar jólabóka- flóðið er að sjatna er lag að ná sér í klassíska kilju á spott- prís. Klassíski kiljuklúbburinn hjá Forlaginu býður Meist- arann og Margarítu á 1.790 kr. Betri kaup fást varla í bænum enda bókin í hópi helstu skáldverka 20. aldarinnar. Dægradvölin Fólki þykir mis- gaman að fara í búðir og margir hafa hreinan ímugust á því að fara á útsölur. Það breytir því ekki að janúar er tíminn til að gera góð kaup á því sem kostaði helmingi meira fyrir jól. Föt og skór eru dæmi um hluti sem voru býsna dýrir í desember en fást á tombóluverði þessa dagana. Þeir sem nenna að kanna verðið geta fiskað hressilegan afslátt og hreppt í kjölfarið skóna eða flíkina sem þá hef- ur dreymt um. Eins og verð- lagið er þá er það talsvert skynsamleg dægradvöl að spara … MEÐMÆLI VIKUNNAR Morgunblaðið/Kristinn 720 Shakespeare og segir frá herforingjanum Coriolanusi sem er hrakinn að heiman og gengur í lið með svörn- um óvini sínum til að eyða heimaborg sinni, Róm, í hefndarskyni. Það er Gerald Butler sem fer með hlutverk Aufidiusar, óvinarins sem söguhetjan leitar til, en í öðrum helstu hlutverkum eru Vanessa Redgrave, Jessica Chastain og Íslandsvin- urinn Brian Cox. Á myndinni sjást þau Fiennes, Redgrave og Chastain mæta til frumsýningar myndarinnar í New York. Ralph Fiennes spreytir sig á leikstjórn Fiennes fagnar frumrauninni Reuters Breski leikarinn Ralph Fien- nes mætti í fyrradag á frum- sýningu kvikmyndarinnar Coriolanus, en auk þess að leika eitt aðalhlutverkanna leikstýrir hann myndinni og er um frumraun hans að ræða á því sviði. Mynd- in byggist á samnefndu leikriti eftir William 2 finnur.is 19. janúar 2012

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.