Morgunblaðið - 19.01.2012, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.01.2012, Blaðsíða 10
10 finnur.is 19. janúar 2012 Morgunblaðið/Sigurgeir S. Á þeim tíma sem ég hóf þessar ferðir voru þær nýj- ung. Ég hef m.a. farið með hópa til Toskana á Ítal- íu í tólf ár. Það var undarleg tilviljun þegar ég kynntist síðan nýjum samstarfsmönnum þar,“ segir Steinunn sem núna fer með ferðamenn á afskekktan stað í Garfagnana-héraði norðvestur af Toskana, en það er skógi vaxið fjalllendi. „Ég fór ásamt samstarfsmanni mínum í óundirbúna ferð um þetta svæði til að skoða aðstæður. Við ókum yfir fjöll og dali en rákumst ekki á nokkurn mann sem talaði ensku. Stuttu síðar hittum við mann sem var að afferma bíl og mér datt í hug að athuga hvort hann væri mælandi á enska tungu sem reyndist vera. Auk þess talaði hann dönsku. Svo skemmtilega vildi til að hann hafði lengi dreymt um að skipuleggja gönguferðir um þetta svæði og sendi okkur til vinahjóna sem reka lítið fjallahótel skammt frá. Við sett- umst síðan niður með þessu fólki og skipulögðum ferðir,“ útskýrir Steinunn. Hótelið er í 800 metra hæð. Sú hug- mynd kom upp að búa til sælkera- og gönguferðir og það hefur lukkast mjög vel. Ferðahópurinn skiptist í tvennt, annar helmingurinn er í eldhúsinu og sér um allan mat á meðan hinn fer í gönguferðir og síðan skipta hóparnir um hlutverk. Við gerum eigið pasta og tínum jurtir í nágrenn- inu og búum til kryddolíu sem við tökum með heim.“ Ferskleiki skiptir máli Steinunn segist vera matgæðingur þótt hún eldi ekki alla daga. „Ég hef mjög gaman af því að bjóða gestum í mat en þar sem ég bý ein er ég löt við að elda fyrir mig. Ég borða fisk í vinnunni en fæ mér eitthvað fljótlegt á kvöldin. Ég fer sjaldan út að borða en reyni að finna skemmtilegar upp- skriftir, þó aðallega til að skoða hráefnisnotkun. Ég borða sjaldan kjöt og kaupi helst ekki unnar vörur. Ferskleiki skiptir mig máli og hollt brauð. Stundum tek ég mig til og baka brauð en það kemur í törnum,“ segir hún. Steinunn segist gera flest stærri innkaup í Bónus en fer einnig í Kjöthöllina á Háaleitisbraut sem hún segir að sé sín hverfisverslun. „Ég vil styðja kaupmanninn á horninu,“ segir hún. Vín og matargerð Það myndast ákaflega skemmtileg stemning í mat- arferðunum og ég hef gaman af því þegar íslenskar hús- mæður segja frá því að þær hafi nú oft bakað torta della nonna sem er þekkt ítölsk sítrónukaka. Í sælkeraferðinni eru ekki gerðar kröfur um að fólk sé vant göngufólk. Þetta er ekki erfitt svæði en allir verða samt að vera góðir til gangs. Á kvöldin eru kynnt vín og matargerð úr héraðinu. Sveitin er afskekkt og hefur verndast frá iðnvæðingunni.“ Auk þess að fara í gönguferðir starfar hún hjá RÚV. Steinunn er með þátt á laugardögum sem nefnist Út um græna grundu en hann fjallar um útivist. Þáttinn hefur hún verið með í sextán ár á Rás 1 sem þykir dágóður tími. Steinunn getur því sameinað áhugamál og vinnu. Hægt er að skoða ferðirnar á síðunni gonguhrolfur.is. Steinunn ætlar að gefa lesendum uppskrift að tyrknesku gulrótarsalati sem hún kynntist á ferðum sínum. elal@simnet.is Steinunn Harðardóttir leiðsögu- og útvarpsmaður, fer með hópa í sælkera- og gönguferðir til Ítalíu Ferskleiki skiptir mig máli Steinunn Harðardóttir, leiðsögu- og útvarpsmaður, fer m.a. í sæl- kera- og gönguferðir til Ítalíu sem hafa verið vinsælar. Gulrótarsalat frá Tyrklandi 5 gulrætur 300 g hrein jógurt 2 hvítlauksrif, pressuð 2 matskeiðar majónes smáolía Gulræturnar rifnar gróft á rifjárni og síðan hitaðar stutta stund á pönnu. Þegar gulæturnar hafa kólnað svolítið er þeim hrært saman við jógurt, majónes, olíu og hvítlauk. Borið fram með græn- meti, brauði eða fiski. 3. þáttur Muffins Hræra vel saman eggin, pálmasykurinn, lucuma og vanillu. Bræða varlega og rólega smjör/kókosolíu. Setja spelt og vínsteinslyftiduft út í eggjahræruna og hræra saman við rólega, þá smjörinu/kókosolíunni og í lokin súkkulaðinu (skorið smátt fyrst). Sett í muffins form og bakað í um 185 gráðu heitum ofni í um 10 mínútur. Gætið þess að baka þær ekki of lengi því þá verða þær þurrar og ekki eins góðar. Þessar eru dásamlegar í kaffitímanum! 3 egg (ég kaupi vistvæn) 1 dl pálmasykur 1 msk lucuma (má sleppa) 1/2 tsk vanilluduft (má sleppa) 3 tsk vínsteinslyftiduft 3 dl tæpir spelt (2 dl fínt og 1 dl gróft) 80-90 gr smjör (eða kaldpressuð kókosolía Lucuma er næringarríkur ávöxtur frá Suður-Ameríku. Lucuma er hægt að kaupa sem hrátt duft, súperduft til að nota í sjeika og aðrar uppskriftir til að sæta. Lucuma er frábært í barnamat til dæmis. Lucuma duft er sætt og með pínu karamellu keim og hefur lítil áhrif á blóðsykurinn okkar. Vínsteinn er náttúrulegt salt sem myndast innan á víntun- num þegar vínberjasafinn hefur gerjast í þeim. Vínsteinn, natríum karbónat ásamt maíssterkju mynda saman frábæra blöndu í lyftiduft. Vínsteinslyftiduftið er glúteinlaust og án snefilefna úr áli. Pálmasykur, lífrænn, er unnin náttúrulega úr pálmatrjám. Hann er gerður úr sætum safa blóma kókostrjánna. Safinn er soðinn þar til hann verður að þykkri karamellu og síðan er hann þurrkaður og malaður í fínt duft. Pálmasykur hefur lágan sykurstuðul eða um GI35 sem er um helmingur af sykurstuðli venjulegs sykurs. Hann inniheldur einnig ýmis vítamín og steinefni. Fylgstu með í MBL sjónvarpi alla miðvikudaga. eða smjör og kókosolía til helminga) 100 gr 70% súkkulaði (má vera minna)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.