Morgunblaðið - 19.01.2012, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 19.01.2012, Blaðsíða 17
19. janúar 2012 finnur.is 17 Morgunblaðið/Ómar Óskaiðjan? Mér finnst yfirleitt skemmtileg- ast að gera það sem ég er að gera hverju sinni. Mér finnst til dæmis gaman í vinnunni þar sem ég er svo heppin að fá að vinna við það sem ég hef áhuga á. Annars held ég að bestu stund- irnar séu í löngum hestaferðum þar sem maður nær að gleyma stað og stund á fallegum stöðum með frábæru fólki. Þá er svo auð- velt að bara njóta og vera. Óskamaturinn? Ég er mjög veik fyrir frönskum mat, enda er ég alin upp á honum. Frakkar eru miklir sælkerar þegar kemur að mat og víni. Ég get nefnt svo margt sem er gott: Hani í víni, geita- ostur, önd eða gæs og bara alls konar sveitamatur. Mér dettur svo margt í hug að ég er orðin svöng. Draumabíllinn? Helst langar mig að eiga mót- orhjól en það er kannski ekki hent- ugt þessa dagana á Íslandi í snjó- þyngslum og kulda. Draumabíllinn er örugglega fönkí bíll sem bilar ekki og er á góðum dekkjum. Draumaverkefnið? Draumaverkefnið væri að leik- stýra mynd eftir frábæru handriti með besta fólkinu með mér sem völ væri á. Ég myndi heldur ekki segja nei ef Madonna bæði mig að syngja með sér dúó eða leikstýra sér í tónlistarmyndbandi. Hvað vantar á heimilið? Sumum finnst að það vanti sjónvarp á heimili mitt. Ég er ósammála en ég viðurkenni að ég væri alveg til í að eiga upp- þvottavél svona stundum. Hvað langar þig sjálfa helst í? Ég væri til í að eiga hús á fallegum, fjarlægum, heitum stað við sjó- inn þar sem ég gæti setið og skrif- að á daginn, stund- að jóga, synt í sjón- um, borðað ávexti af trján- um, drukkið kokteila á kvöldin og boðið öllum vinum mínum að vera með. jonagnar@mbl.is ÓskalistinnVera Sölvadóttir Franskur matur og langar hestaferðir Vera Sölvadóttir er kona eigi einhöm og er jafnan með nokkur járn í eldinum. Hún er lærður leikstjóri, skip- ar helming dúettsins BB&Blake og er einn stjórnenda menning- arþáttarins Djöflaeyj- unnar sem sýndur er á RÚV. Þessa dagana er hún að undirbúa tökur á tónlistarmyndbandi, fást við handritsskrif og vinna við dagskrár- gerð í Djöflaeyjunni, nema hvað. Vera gaf sér tíma til að deila sínum óskalista með lesendum Finns.is. Sjálf var ég orðin frekar þreytt á dökkum hús- gögnum og langaði til að lýsa rýmið upp. Þá var ekki um annað að ræða en bara bretta upp erm- arnar og láta verkin tala. Það er mikilvægt að hafa gott vinnusvæði, að- allega vegna þess að það er mikil lykt af málning- unni sem notuð er. Loftræsting er að sama skapi mikilvæg. Það sem þarf er auðvitað eitt stykki borð, olíu- grunnur og lakkmálning (ég notaði lakkmálningu með háu gljástigi). Lítil málningarrúlla fyrir borðplötuna og pensill fyrir fætur. Svo er bara að skella þessu á og láta þorna. maja@mbl.is Morgunblaðið/Golli Gamalt sófaborð fær nýtt líf Það er auðvelt að breyta til hjá sér fyrir lítinn pen- ing. Borðið sem ég tók í gegn er gamalt tekkborð og það er pottþétt til á mörgum heimilum, enda mikil tískubylgja fyrir ekki svo mörgum árum. Breytt og bætt með Maju Ármúla 21 • 108 Reykjavík • Sími 533 4040 kjoreign@kjoreign.is • www.kjoreign.is Dan V.S. Wiium hdl., lögg. fasteignasali gsm 896 4013 Dan V. S. Wiium Ólafur Guðmundsson hdl., lögg. fasteignasali. s. 896 4013 sölustjóri s. 896 4090 jöreign ehf OPIÐ HÚS SÓLHEIMAR 26, REYKJAVÍK nk. laugard. og sunnud. milli kl. 13:00-14:30 Falleg 75 fm 3ja herbergja íbúð á jarðhæð í fjögurra íbúða húsi á góðum stað í rótgrónu hverfi. Endurnýjað baðherbergi að hluta. Góð staðsetning gagnvart þjónustu og stutt í Laugardalinn. Íbúðin er laus. Langtímalán kr. 16,4 millj. frá L.Í. getur fylgt með. Verð 19,8 millj. Einar Sveinn tekur á móti áhugasömum. Til sölu u.þ.b. 24,85% eignahlutur í 2700ha landi í sveitarfélaginu Vogar. Landið liggur að hluta til að þétt- býli og er hluti af því mögulegt bygginarland. Nú þegar tilbúið skipulag að nokkrum atvinnuhúsalóðum. Áhugaverð vatndréttindi. Verð 60 millj. Tilvs. 110138 FJÁRFESTINGAKOSTUR -LAND VIÐ ÞÉTTBÝLI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.