Morgunblaðið - 19.01.2012, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 19.01.2012, Blaðsíða 23
bílar Nýr Opel Mokka fær góða dóma í dönskum fjölmiðlum. Bíllinn býðst með þremur vélarstærðum; það er 115 og 140 hestafla bensínvélum og 130 hestafla díselvél. Bílinn verður frumsýndur á Ítalíu í mars. Nýjasta fólksbílalínan hjá Renault var kynnt hjá um- boði Ingvars Helgasonar og B&L um sl. helgi. Hinn nýi Renault Megane III Sport Tourer dísil er þriðja kynslóð af skutbílaútfærslu af Re- nault Megane. Eyðslan á sjálfskiptum bíl- um þessarar gerðar er uppgefin aðeins 3,7 lítrar á hverja 100 km í langkeyrslu og ekki nema 4,2 lítrar í blönduðum akstri. „Eftir því sem við komumst næst eru þessir nýju sjálfskiptu dísilbílar þeir sparneytnustu í sínum stærðarflokki sem völ er á og enginn sjálfskiptur sem getur státað af eins lítilli eyðslu og nýju Renault Megan-bílarnir. Jafnframt nýta þeir orkuna afar vel þegar skipt er milli gíra,“ segir Bjarni Þ. Sigurðsson, sölustjóri Renault. Megan Sport Tourer sjálfskiptur kostar 3,7 milljónir kr. og Megan 5 dyra útgáfan, einnig sjálfskipt, kostar 3,6 milljónir kr. Á sýningunni var einnig sýndur nýr Renault Clio dísil sem kostar rúmlega 2,7 millj. kr. beinskiptur. Allir þessir Renault-bílar eru með framúrskarandi lágar útblásturstölur og fá því allir frítt í bílastæð- in í miðborginni í Reykjavík eins og núorðið gildir um bíla sem eru grænir samkvæmt góðum umhverf- isgildum. Einnig bera þeir lág vöugjöld sem gerir verð þeirra hagstætt. Þá er bíllinn að stærstum hluta, eða alls 85%, unninn úr efnum sem eru endurvinnanleg og hefur það mikil áhrif í umhverfismálum og þar með á hve verð bílsins er hagstætt á flestan mælikvarða. sbs@mbl.is Renault Megane III Sport Tourer kominn til landsins M argar nýjungar líta dagsins ljós á fyrstu stóru bílasýningu árs- ins sem nú stendur yfir í Detroit í Bandaríkjunum. Stóru framleiðendurnir þrír í Detroit eru að jafna sig eftir efnahagshrunið. Tveir þeirra, Chrysler og GM, þurftu að fá stór lán frá bandaríska ríkinu til að halda starfsemi áfram fyrir nokkrum árum og var fénu varið í endurbætur. Það hefur skil- að sér í söluaukningu og er fram- tíðin því björt. Cadillac í kepppni við BMW Lítum á einstaka nýjungar á sýn- ingunni. Margir hafa reynt að búa til bíl sem getur keppt við 3-línuna frá BMW. Þó er sem BMW eigi töfraformúlu í þessum flokki. Ca- dillac CTS var seinasta tilraun Ca- dillac til að keppa við 3-línuna frá BMW. Nú er einblínt á að sá bíll keppi við bíla á borð við BMW 5- línuna og Mercedes Benz E-flokk. Cadillac ætlar að reyna aðrar leiðir og mun ATS, sem er ný gerð, vera næstum því jafn stór og 3-línan. Dodge Dart árgerð 2013 er fyrsti bíllinn sem Dodge kynnir til sög- unnar sem er byggður á Fiat-grind. Að vísu er grindin undan Alfa Ro- meo sem er líka í eigu Fiat, en hún hefur verið stækkuð og aðlöguð að amerískum þörfum. Stækkunin skilar sér í rúmbetri bíl og jafnast plássið á við bíl í einum stærð- arflokki ofar. Draumur að hanna Dart Dart kemur í stað Caliber sem hefur verið á markaði síðan árið 2007 er hann leysti Dodge Neon af. Caliber náði aldrei sömu vin- sældum og Neon sökum þess hve óvenjulegur hann var í útliti. Dodge vonast því til að bæta úr því með Dart. „Það var draumi líkast að hanna Dodge Dart,“ sagði yf- irhönnuðurinn, Joe Dehner. Kaup- endum Dart býðst bíllinn í fjórtán mismunandi litum og klæðningum. Í boði munu vera þrjár fjögurra strokka vélar: 2,0, 1,4 og 2,4 lítra. Tveggja lítra vélin skilar 160 hest- öflum og 197 nm af togi, 1,4 lítra vélin sem kemur með túrbínu skilar jafn mörgum hestöflum en 250 nm af togi. Stærsta vélin skilar 184 hestöflum en einungis jafn miklu togi og kraftminnsta vélin. Hugmyndabíllinn Pathfinder Og það eru ekki bara amerískir bílaframleiðendur sem kynna nýja bíla á bílasýningunni í Detroit. Má þar nefna Nissan sem kynnti Path- finder-hugmyndabílinn sem ætti að gefa góða mynd af næsta bíl þeirrar gerðar sem fer í framleiðslu næsta haust. Nýr Pathfinder verð- ur sjö sæta og vegna endurbættrar sex strokka vélar og nýrrar skipt- ingar má vænta má allt að 25% minni eyðslu en í gamla jeppanum. Umhverfisvænn ofurbíll Bílarnir á sýningunni eru mis- langt komnir í þróunarferlinu og er Acura NSX dæmi um einn sem mun ekki fara í framleiðslu fyrr en eftir nokkur ár, ef það þá gerist nokkurn tíma. Acura NSX, betur þekktur sem Honda NSX í Evrópu, var í framleiðslu á árunum 1990 til 2005 og síðan þá hafa aðdáendur beðið um nýjan. Með nýja hug- myndabílnum er reynt að stíla inn á umhverfisvernd, en hann er bæði knúinn af rafmagni og bensíni. „Mér finnst að ofurbíll eigi að fara vel með umhverfið,“ sagði Tak- anobu Ito, framkvæmdastjóri Honda. jonas@kanina.net Margar nýjungar á stóru bílasýningunni í Detroit í Bandaríkjunum Amerískar fyrirsætur stilla sér fyrir framan árennilegan Ford Mustang á sýningu í Detroit. Acura NSX fer ekki í framleiðslu fyrr en eftir nokkur ár, ef þá nokkurn tíma. Bílinn er ef til vill best þekktur á Evrópumarkaði sem Honda NSX. Ofurbílar fari vel með umhverfið Reuters Sparneytinn og spennandi Renault Megane III Sport Tourer

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.