Morgunblaðið - 19.01.2012, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 19.01.2012, Blaðsíða 27
19. janúar 2012 finnur.is 27 Fosshálsi 27 - 110 Reykjavík - Sími 577 4747 - hofdabilar.is - hofdabilar@hofdabilar.is Verð kr. 2.990.000. Árgerð 2002. Ekinn 72 Þ.MÍLUR Nýskráður 2002. Skipti: ÓDÝRARI BENSÍN. Skráður 8 manna. SJÁLFSKIPTUR 5967cc slagrými. 5 dyra. 346 hestöfl. 4 heilsársdekk. SÍDRIF. Erum fyr ir ofan Ölgerðin a HÖFÐABÍLAR Skráðu bílinnþinn FRÍTT BMW 730 D E66 Hlaðinn aukabúnaði Verð kr. 7.900.000. Árgerð 2006. Ekinn 78 Þ.KM Nýskráður 5/2006. Ekkert áhvílandi. Skipti: ÓDÝRARI DÍSEL. Skráður 5 manna. SJÁLFSKIPTUR. 2996cc slagrými. 4 dyra. 231 hestöfl. Aukahlutir: ABS hemlar - Aksturstölva - Armpúði - Álfelgur - Fjarlægðar- skynjarar - Fjarstýrðar sam- læsingar - Geisladiskamaga- sín - Geislaspilari - Glertopplúga - Handfrjáls búnaður - Hiti í sætum - Hleðslujafnari - Hraðastillir - Höfuðpúðar aftan - Intercooler - Kastarar - Leðuráklæði - Líknar- belgir - Loftkæling - Minni í sætum - Nálægðarskynjarar - Rafdrifin sæti - Rafdrifnar rúður - Rafdrifnir speglar - Samlæsingar - Spólvörn - Stöðugleikakerfi - Topplúga - Útvarp - Veltistýri - Vökvastýri - Xenon aðalljós - Þjófavörn - 1 eigendi - Skoðar skipti. CADILLAC ESCALADE 4 DR 4WD Aukahlutir: ABS hemlar - Aksturstölva - Armpúði - Álfelgur - Filmur - Fjarstýrðar samlæsingar - Geislaspilari - Hraðastillir - Höfuðpúðar aftan - Kastarar - Leðuráklæði - Litað gler - Rafdrifin sæti - Rafdrifnar rúður - Rafdrifnir speglar - Samlæsin- gar - Spólvörn - Upphækkaður - Útvarp - Veltistýri - Vökvastýri - Þakbogar - Þjófavörn - Nýleg dekk F ramtíð sænska bílafram- leiðandans Saab hangir nú á bláþræði í kjölfar þess að General Motors, eigandi fyrirtækisins óskaði eftir gjaldþrotaskiptum dótturfyr- irtækisins þremur dögum fyrir jól. Bílaframleiðendur hafa þurft að fást við erfiðara rekstr- arumhverfi í kjölfar bankakrepp- unnar og Saab er þar síst und- antekning. Óvíst er hvort framsækin þróunarvinna hjá fyr- irtækinu undanfarin misseri skili sér á þann veg að það komist fyrir vind. Úr flugvélum í bíla Saga Saab nær aftur til ár- anna fyrir seinni heimstyrjöldina þegar fyrirtækið var sett á lagg- irnar til að framleiða herflug- vélar vegna yfirvofandi átaka sunnar í Evrópu. Þaðan kemur nafnið. Að hildarleiknum loknum hófst hönnun og framleiðsla á fólksbílum sem fengu nafnið Sa- ab, sem er skammstöfun á nafni flugvélaverksmiðjunnar, Svenska Aeroplan Aktie-Bolaget. Fljótlega mörkuðu Saab bílar sér sérstöðu sem vandaðir og öruggir fólksbílar sem þekktust á augabragði í umferð vegna sérstaks útlits. Hvenær sem nýtt útlit var kynnt til sögunnar var það þannig í stað þess að ger- bylta því á nokkurra missera fresti. Grunnsvipur Saab-bifreiða dagsins í dag byggist til dæmis á 900-línunni sem var kynnt til sögunnar árið 1979. Nýir bílar frá fyrirtækinu, það er árgerðin 2011, eiga fátt sam- eiginlegt með bílunum frá því í kringum 1980. Andlitssvipurinn, framgrillið og framljósin eru sýnilega skyld upphaflegu bíl- unum. Og svo er lyklinum vitaskuld stungið í svissinn í gólfinu á milli sætanna, rétt eins og forðum. Saab eru verðlaunaðir fyrir hönnun og öryggi gegnum tíð- ina, og einkum voru það 900 og 9000 gerðirnar á níunda áratug síðustu aldar og fyrri hluta þess tíunda sem slógu í gegn. Bandaríski framleiðandinn GM eignaðist fyrirtækið upp úr 1990 og fyrsta módelið sem var hann- að undir áhrifum Ameríkumann- anna var 1994-árgerðin af 900 bílnum. Nýja týpan var minni um sig og nettari. Hún var ódýrari í framleiðslu en olli Saab- unnendum vonbrigðum. Amer- íska gerðin komst aldrei í náðina hjá harða kjarnanum og hópur fastra viðskiptavina þynntist. Þarna má segja að upphafið að endalokum Saab hafi verið markað. Síðasta áratuginn hefur rekst- urinn verið Saab erfiður. GM hefur leitað kaupenda að fyr- irtækinu. Meðal líklegra kaup- enda voru m.a. sænski of- ursportbílaframleiðandinn Koenigsegg og hollenski fram- leiðandinn Spyker. Ekkert varð þó úr kaupum. Enn er von Seinni hluta ársins virtist stefna í að kínverski bílafram- leiðandinn Youngman myndi kaupa fyrirtækið, en General Motors hugnaðist ekki að láta ýmis framleiðslugögn og einka- leyfi sem tilheyrðu Saab af hendi til Kína og óskuðu eftir því að fyrirtækið yrði frekar tekið til gjaldþrotaskipta. Það ætti alla jafna að marka endalok rekstrareiningar en vegna klausu í sænskum gjald- þrotalögum má vera að enn sé von fyrir Saab. Að sögn standa yfir viðræður við nokkra áhuga- sama um að kaupa þrotabúið með áframhaldandi rekstur í huga. Vel má því vera að Saab haldi áfram að rúlla um göt- urnar, en til beggja vona getur brugðið með hið fornfræga sænska merki og svo getur hæglega farið að hinum sér- stæða bíl verði lagt fyrir fullt og allt einhvern tímann á árinu 2012. jonagnar@mbl.is Bílaframleiðandinn sænski hangir nú á bláþræði Ljósmynd/SCANPIX SWEDEN Eigendur Saab óskuðu rétt fyrir jól eftir gjaldþrotaskiptum fyrirtækisins. Starfsmenn í verksmiðjnni í Trollhattan yfirgáfu vinnustaðinn, hnípnir mjög. Saab að syngja sitt síðasta? Morgunblaðið/Eyþór Saab hefur síðustu árin verið hluti af GM. Jeppinn Saab 9-7X hefur reynst vel, aflmikill og skemmtilegur bíll í akstri. Saab 9000 voru bílar sem nutu vinsælda meðal Íslendinga á sínum tíma og margir hafa þessa mynd í huga þegar sænsku bílana ber á góma. Ameríska gerðin komst aldrei í náðina hjá harða kjarnanum og hópur fastra viðskiptavina þynntist. Þarna má segja að upphafið að endalokum Saab hafi verið markað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.