Morgunblaðið - 19.01.2012, Side 12

Morgunblaðið - 19.01.2012, Side 12
Fasteignasalan Bær, Ögurhvarf 6, Kópavogi. Fasteignasalinn þinn þegar þú þarft að selja! Snorri Sigurfinnsson, löggiltur fasteignasali Persónuleg og fagleg þjónusta Hringdu núna s. 864 8090 snorri@fasteignasalan.is fasteignir Óperuhúsið í Sydney er meðal þekktustu bygginga veraldar. Það var vígt árið 1973, eftir 16 ár í byggingu. Húsið er hannað af danska arkitektinum Jörn Utzon hýsir um 155 viðburði á hverju ári. V iðskipti með bújarðir og stærri landareignir hafa aukist mjög að und- anförnu og eru að rétta úr kútnum eftir það bakslag sem hruninu fylgdi. Ég hef fengið all- margar áhugaverðar eignir á söluskrá að undanförnu en þá ber að taka fram að aðdrag- andi þess að kaup gangi í gegn er oft mjög langur. Oft líður heilt ár frá því áhugasamur kaupandi að jörð hefur sam- band uns samningar ganga í gegn,“ segir Magnús Leópolds- son, löggiltur fasteignasali hjá Fasteignamiðstöðinni. Leita leiðréttingar Ágæt sala hefur verið í jörðum og landspildum að undanförnu – og segir Magnús markaðinn vera á svipuðu róli og árið 2005 hvað varðar eftirspurn og verð. Heilt yfir sé verðið í dag um það bil 30% lægra en var, til dæmis árið 2007, og í dag sé mest eftirspurn eftir jörðum sem eru í um það bil 100 km radíus út frá höfuðborg- inni. „Vissulega er kaupgeta manna ekki hin sama og var. Seljendur reyna hins vegar eftir megni að halda sjó og vilja ekki fara mikið niður fyrir uppsett verð. Í þessum viðskiptum gildir þá að finna ein- hvern milliveg svo báðir aðilar gangi sáttir frá borði,“ segir Magnús. Aðspurður segir hann lítið um að bændur sem keyptu jarðir eða fjárfestu með lánsfé í góðærinu svonefnda séu í dag að varpa af sér oki með því að selja jarðir sínar. Menn leiti frekar leið- réttingar á sínum málum í bönk- um til þess að geta haldið áfram. „Við fáum mjög lítið af jörðum með fullvirðis- og framleiðslurétti á söluskrá. Fólk sem á rætur í sveitunum vill halda sínu striki og ófáir taka þann pól í hæðina að ekki sé verra að vera í búskap en hverju öðru starfi,“ segir Magnús. Nokkrar áhugaverðar eignir eru á söluskrá hjá Fasteignamiðstöð- inni um þessar mundir. Þar nefnir Magnús meðal annars jörðina Mávahlíð sem er undir Búlands- höfða á Snæfellsnesi og býður upp á margvíslega möguleika bæði í ferðaþjónustu og hefð- bundnum búskap. Marga myndir sjálfsagt langa að setja sig niður í Svefneyjum á Breiðafirði eða á Hvalnesi á Skaga, sem er áhuga- verð hlunnindajörð með mikla möguleika. Þá er til sölu Hjalta- bakki skammt vestan við Blöndu- ós, en þeirri jörð fylgja veiðirétt- indi í Laxá á Ásum, sem er ein vinsælasta laxveiðiá landsins. Skógræktarjörð í Flóa Á Suðurlandi eru einnig ýmsar eignir á söluskrá. Þar má meðal annars nefna Hreiðurborg við Sel- foss og í Flóanum eru á söluskrá Hróarsholt, skógræktarjörðin Hnaus og Fljótshólar við Þjórs- árósa, góð hlunnindajörð. Einnig Útey í Laugardal sem fylgja veiði- réttindi í Apavatni og Laug- arvatni. Þá eru til sölu Hellishólar í Fljótshlíð en þar er starfrækt ferðaþjónusta og áningarstaður þar sem margir hafa viðdvöl. sbs@mbl.is Bæjarhúsin á skógræktarjörðinni Hnaus í Flóan eru reisuleg og burstirnar eru tilbrigði við stíl torfbæjanna. Sígilt byggingarlag sem stendur sínu. Útey er í Laugardal og fylgja jörðinni veiðiréttindi í aðliggjandi vötnum. Mávahlíð er við Búlandshöfða á Snæfellsnesi og bjóðast þar ýmsir möguleikar t.d. í ferðaþjónustu og veiði. Magnús Leópoldsson Að Hellishólum í Fljótshlíð er starfrækt ferðaþjónusta sem er til sölu. Miklar hlunnindajarðir til sölu Verð á jörðum og stærri eignum lækkað um 30%, segir Magnús Leópoldsson hjá Fasteignamiðstöðinni Fólk sem á rætur í sveit- unum vill halda sínu striki og ófáir taka þann pól í hæðina að ekki sé verra að vera í búskap en hverju öðru starfi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.