Morgunblaðið - 19.01.2012, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.01.2012, Blaðsíða 6
6 finnur.is 19. janúar 2012 Fylgstu með í MBL sjónvarpi alla miðvikudaga. Ebba Guðný sýnir þér hvernig hægt er að matreiða hollan og góðan mat með lítilli fyrirhöfn. - heilsuréttir Sófakartaflan hefur fyrirvara á endurgerðum góðra kvikmynda. Framhaldsmyndir eru eitt, og í þeim tilfellum er oft hægt að gera enn betur en í fyrstu atrennu. Nægir í því sambandi að nefna Aliens, Star Wars Episode V: The Empire Strikes Back, Lethal Weapon 2, The Godfather, Part 2, Toy Story 3 og The Dark Knight. En þegar kemur að því að endurgera góða mynd vandast málið. Spyrjið bara Gus Van Sant sem ákvað að endurgera Hitchcock-klassíkina Psycho árið 1998. Það reyndist slæmur skellur hjá annars frábærum leikstjóra. Það er nefnilega snúið að endurgera meistaraverk; hvernig ætlarðu að bæta frumgerðina? Og ef þú treystir þér ekki til að bæta neinu við, til hvers að end- urgera? Þetta flaug gegnum huga sófakartöflunnar þegar henni varð á að horfa á nýlega mynd um Clouseau lögregluforingja, þar sem Steve Martin fer með hlut- verkið sem Peter Sellers gerði ódauðlegt. Þvílíkur dómgreind- arbrestur að halda yfirleitt að einhver annar geti farið í ryk- frakka hins frábæra franska löggæslumanns! Enda er myndin svo herfilega vond að sófakartaflan entist ekki myndina á enda og vorkenndi af öllum mætti annars ágætum leikarahópi sem taldi Alfred Molina, Jean Reno og John Cleese, meðal ann- arra. Sárgrætileg sóun atarna. Þá er betra að hugsa upp eitthvað nýtt, frekar en að sigla hugmyndum annarra í strand. SÓFAKARTAFLAN RAUSAR Að gera betur – eða ekki A meríka varð til á götunni“ segir kynning- arplakat myndarinnar Gengi New York- borgar eða Gangs Of New York. Og götur stórborgarinnar voru ekki kræsilegur vettvangur um miðja nítjándu öld; strætin eru bæði skítug og blaut, og auk þess vægðarlaus vígvöllur þegar hópi írskra innflytjenda lýstur saman við heimamenn í blóðugum átökum. Fyrir flokki innfæddra fer varmennið Bill Cutting, iðulega nefndur Slátrarinn, og drepur hann meðal annarra leiðtoga Íranna, Priest Vallon. Barnungur sonur Vallons, Amsterdam, verður vitni að drápinu og sver að snúa aftur síðar til að jafna sakirnar. Að sönnu snýr hann aftur, mörgum árum síðar, en ráða- gerðin reynist snúnari í framkvæmd en hann hugði. Gangs Of New York reyndist fyrsta mynd- in í röð samstarfsverkefna leikstjórans Scorseses og leikarans Leonardos Di- Caprios. Samstarfið hefur reynst býsna happasælt og telur nú fjórar myndir sem allar hafa hlotið góða aðsókn áhorfenda sem og dóma gagnrýn- enda. The Aviator, The Departed og Shutter Island eru enda prýðilegasta bíó. Skrautfjöður Gangs Of New York er hins vegar öndveg- isleikarinn Daniel Day-Lewis sem fer á ógnvænlegum kostum sem Slátrarinn. Þá eru traustir menn í aukahlutverkum og má þar nefna Liam Neeson, John C. Reilly og síðast en ekki síst Jim Broadbent sem er frábær í hlutverki Boss Tweeds, hins gerspillta og sannsögulega leiðtoga demókrata í New York á árunum sem myndin gerist. Gangs Of New York er sýnd á RÚV á laugardaginn. DAGSKRÁIN UM HELGINGA Mat- reiðslu- þættir eru fínasta efni þegar vel er að þeim staðið, og Yesmine Olsson galdrar fram mat sem er í senn framandi og freistandi. Þættir hennar eru á RÚV. Fimmtudagur Hvernig er annað hægt en að kíkja á mynd sem kallast The Hot Tub Time Machine? John Cu- sack leiðir leikhópinn í skemmtilegri dellumynd á Stöð 2. Föstudagur Milos For- man er meðal höf- uðskálda samtím- ans í kvik- mynda- gerð. Verk hans eru alltaf þess virði að kíkja á og Goya’s Ghosts er engin undantekning. Stöð 2 Bíó. Föstudagur Óskarsverðlaunamyndin Precious frá 2009 er mögn- uð upplifun sem lætur eng- an ósnortinn. Sýnd á Stöð 2. Þeir sem ekki eru nægilega þjóðrækn- ir til að horfa á heilu handboltaleikina á EM geta að minnsta kosti kíkt á samantektina EM-kvöld á RÚV til að vera með. Sunnudagur Manhattan er í huga flestra þyrping gljáfægðra skýjakljúfa. En New York sleit barnsskónum með talsvert hrárri formerkj- um, og þegar Martin Scorsese segir söguna er viðbúið að blóðið leki um stræti og torg. * Í slagsmálaatriði einu braut Dicapio óvart nefið á Day-Lewis, sem var í slíkum ham að hann þverneit- aði að taka hlé og fá aðhlynningu. *Næsta samstarfsverkefni hans og DiCaprio verður mynd um söngvarann og goðsögnina Frank Sinatra. *Martin Scorsese var tilnefndur til Óskars- verðlauna í 4.sinn sem besti leikstjóri fyrir Gangs Of New York. Hann vann ekki. *Daniel Day-Lewis hlustaði að eigin sögn á Eminem til að gíra sig upp fyrir tökur á myndinni. *Þegar hann var tilnefndur í6.sinn, fyrir The Departed árið2006, hreppti hann þau loks. Vissir þú að... Daniel Day- Lewis í hlut- verki slátrarans Bill Cutting Blóðug stræti borgar Steve Martin Peter Sellers Laugardagur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.