Morgunblaðið - 19.01.2012, Síða 4

Morgunblaðið - 19.01.2012, Síða 4
4 finnur.is 19. janúar 2012 Verðlaunaafhendingarnar þegar síðast- liðið kvikmyndaár er gert upp eru stjörn- unum ávallt tilhlökkunarefni. Eftirpartíin sem stóru framleiðslufyrirtækin halda strax í kjölfarið eru þá ekki minna efni til eftirvæntingar fyrir fræga fólkið því eng- inn er maður með mönnum nema hon- um sé boðið í slíkt eftirpartí. Nóg var enda um slíkar samkomur í kjölfar 69. afhendingar Golden Globe-verð- launanna sem fram fór síðastliðinn sunnudag. Meðfylgjandi myndir voru teknar í gleðskap sem The Weinstein Company efndi til, en Harvey Weinstein var löngum hæstráðandi hjá Miramax, hinu sögufræga framleiðslufyrirtæki. Hann á að baki ótal úrvalsmyndir síðustu tutt- ugu ár eða svo og því ekki að undra þótt bekkurinn hafi verið þétt setinn í hófinu sem hann efndi til þegar erlendir blaða- menn í Hollywood höfðu útdeilt gull- hnöttum kvöldsins til þeirra sem það áttu skilið. Er ekki annað sjá en allir hafi skemmt sér vel, líka þeir sem ekki hrepptu hnött í þetta sinnið. Það kemur líka ár eftir þetta og því þeim mun nauð- synlegra að hitta fólkið í bransanum. Allir í partí Fræga fólkið skemmtir sér Sjarmatröllin Gerard Butler og Rob Lowe á góðri stund. Jessica Alba stillir sér upp ásamt þeim Kelly Sawyer og Rac- hel Zoe. Reuters Harðhausinn Jason Statham skemmti sér hið besta ásamt félögum sínum. Franski leikstjórinn Michel Hazanavicius fékk verðlaun fyrir mynd sína The Artist. Leikkonan Viola Davis, úr stórmynd- inni The Help, brosti sínu blíðasta. Leikkonan Rosie Hunt- ington-Whiteley og Georgina Chapman, eiginkona gestgjafans, Harvey weinstein. Þór Tulinius lætur hendur standa fram úr ermum þessi misserin. Til viðbótar við að stunda meistaranám sýnir hann einleikinn Blótgoða í Landnámssetrinu Borgarnesi. Þar freistar Þór þess að setja sig inn í hugarheim forfeðra okkar, það segir kannski mest um yfirbragð sýningar- innar að hún ber undirtitilinn „uppistand um heiðingja“. Finnur náði tali af Þóri og fékk að heyra hvernig vikan gekk fyrir sig: Sunnudagur: Fór í viðtal til Sirrýar í Sunnudagsmorgnum með Sirrý. Það var allsvakaleg hálka á götum Reykjavík- urborgar svo ég erindaðist fyrir foreldra mína svo þeir þyrftu síður að vera á ferðinni. Gerði greinargerð um Blótgoða á frönsku því sýningunni er boðið á leiklist- arhátíð í Frakklandi. Mánudagur: Fyrir hádegi fundir og skipulag. Byrjaði svo að dusta rykið af textanum í einleiknum Blótgoðum sem ég hef ekki leikið síðan í nóvember og tek upp í vikunni. Mikil yfirlega í vændum. Smákvíði sem leystist upp þegar Elísabet, besta vinkona, bauðst til að hlýða mér yfir eftir hádegið. Í framhaldinu lékum við borðtennis með Mikael syni hennar og vini hans. Þriðjudagur: Fór í HÍ til að sækja gögn vegna námsins. Var með fundi út af Blótgoðum varðandi kynningarmál um eftirmiðdaginn. Veðrið var afleitt og í staðinn fyrir að fara í göngutúr í náttúrunni til að rifja upp texta eins og mér þykir best fór ég á brettið í ræktinni og vann þar. Hugsaði: „A man’s gotta do what a man’s gotta do!“ Miðvikudagur: Tími í Háskólanum hjá Bergljótu S. Krist- jánsdóttur í námskeiði sem er um líkingar og myndhverf- ingar. Skemmtilegt að hitta aftur félagana úr ritlistinni frá því í haust. Æfing í Landnámssetri um eftirmiðdag. Sýn- ing á Blótgoðum klukkan 20 fyrir nemendur úr Mennta- skóla Borgarfjarðar. Hressir krakkar! Sýningin gekk vel og ók til Reykjavíkur á hálum þjóðbrautum. Fimmtudagur: Fór rólega af stað. Var heima og las. Borð- aði hádegismat með Elísabetu. Var við opnun Akra, nýs leikskóla sem vinir mínir tóku þátt í að hanna í Garðabæ. Fór í tíma í Háskólanum hjá Sigurði Pálssyni í smiðju um ljóðagerð. Fannst ég vera lánsamur. Föstudagur: Fór snemma í Borgarnes. Færðin var orðin mun betri. Renndi í gegnum leikritið nokkrum sinnum og hugsaði hvað það væri einmanalegt að leika í einleik. Hitti Sigríði Margréti og Kjartan Ragnars og það voru fagn- aðarfundir. Hvílíkt sómafólk! Fékk dýrindismat í Landnámssetrinu að vanda og lék Blótgoða fyrir góða áhorfendur. Laugardagur: Viðtal snemma dags við Felix Bergsson í „bergsson & blöndal“. Var svo allan fyrri partinn með góðum félögum að drekka kaffi og spjalla um lífið og til- veruna. Góðar stundir og skemmtilegar! Fór í bíó um kvöldið með Elísabetu og sá My week with Marilyn. Hló upphátt! ai@mbl.is VIKA Í LÍFI ÞÓRS TULINIUS ’V́eðrið var afleitt og í staðinn fyrir að fara í göngutúr í náttúrunni til að rifja upp texta eins og mér þykir best fór ég á brettið í ræktinni og vann þar. Morgunblaðið/Sigurgeir S. Ögn ein- manalegt að leika einleik ’Þ́að var allsvakaleg hálka á götum Reykjavíkurborgar svo ég erindaðist fyrir foreldra mína svo þeir þyrftu síður að vera á ferðinni. Breska leikkonan Tilda Swinton hefur tileinkað sér ákaflega sér- stæðan fatastíl sem fáar aðrar stjörnur úr leikarastétt geta leik- ið eftir. Hvort heldur á við liti, efni eða snið, þá er klæðnaður leik- konunnar við hátíðleg tækifæri jafnan víðsfjarri hinum hefð- bundnu kokteilkjólum sem stöll- ur hennar úr bransanum skarta á slíkum stundum. Hitt er svo ann- að mál að ekki ríkir alltaf sátt um stíl hennar meðal sjálfskipaðra tískulögga en hún má eiga það að eftir henni er tekið. Eins og sjá má fer árið skrautlega af stað hjá henni og stíll hennar við sama heygarðshornið og hingað til. Einstakur stíll Reuters Tilda tildurrófa

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.