Morgunblaðið - 19.01.2012, Page 16

Morgunblaðið - 19.01.2012, Page 16
16 finnur.is 19. janúar 2012 Innlit í ítalska glæsivillu F erhyrnd form eru mest áberandi í þessari glæsi- villu í Ragusa á Ítalíu. Arkitektastofan Archi- trend hannaði húsið og fór létt með. Þrátt fyrir að húsið sé stórt og stæðilegt er það laust við óþarfa tilgerð sem einkennir stundum hús í þessum flokki. Einfaldleikinn er hafður í for- grunni en þó er ýmsum nútíma- legum aðferðum í hönnun beitt í þessu húsi. Glerkassinn í stof- unni gerir stofuna hlýlega og spennandi og er alls ekki eins og hjá öllum hinum. Stemningin er búin til fyrst og fremst með lýs- ingu, ekki listaverkum eða hús- gögnum. martamaria@mbl.is Ljós og skuggar brjóta upp einfaldar línur og hvíta litinn. Sjáið umfjöllun og fleiri myndir á mbl.is Hvíti liturinn ræður ríkjum Einfaldleikinn ræður í svefnherberginu, sem annars staðar. Húsíð er hornrétt en húsgögnin brjóta víða upp beinu línurnar. Glerkassinn hýsir gróðurvin sem lífgar upp á stofuna. Hinn móderníski stíll er allsráðandi í húsinu. Grunnhugsunin minnir talsvert á Villa Savoye eftir Le Corbusier.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.