Morgunblaðið - 18.02.2012, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.02.2012, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 2012 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Framkvæmdir við nýja stúdentagarða Félags- stofnunar stúdenta á lóð Vísindagarða Háskóla Íslands hófust í gær. Páll Hjaltason, formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, og Lilja Dögg Jónsdóttir, formaður stúdentaráðs Háskóla Ís- lands, hófu framkvæmdirnar með formlegum hætti um þrjúleytið í gær. Byggingafram- kvæmdin er sú stærsta á höfuðborgarsvæðinu síðan haustið 2008. Framkvæmdir hafnar við nýja stúdentagarða Morgunblaðið/Sigurgeir S Verði leigutími orkuauðlinda styttur kemur það óhjákvæmilega niður á arð- semi virkjana, að sögn Daða Más Kristóferssonar, dósents í auðlinda- hagfræði við Háskóla Íslands. Ef tím- inn verður styttur niður í 20-25 ár munu mjög fáir virkjanakostir hér á landi standast arðsemiskröfur. Daði flutti erindi í gær á aðalfundi Samorku, samtaka veitu- og orkufyr- irtækja á Íslandi, og fjallaði um gjald- töku, leigutíma og arðsemi orkunýting- ar. Daði segir að arðsemi virkjana hér á landi sé lítil þar sem lögð hafi verið megináhersla á lágt raforkuverð frekar en arðsemi orkufyrirtækjanna. Virkjanir hér á landi séu lengi að borga sig, sérstaklega jarðvarmavirkjanir. Leigu- tíminn þurfi að ná yfir endurgreiðslutímabil fjárfestingar. Mikil stytting á leigutímanum spilli því arðsemi virkjan- anna. Skammtímahagsmunir og langtímahagsmunir Í umræðunni hafa sumir talað um að rétt sé að fara með leigutímann niður í 20-25 ár. Daði segir í samtali við mbl.is að fáir virkjanakostir hér á landi þoli svo stuttan tíma. Daði segir mjög hæpið að ætla sér að stytta leigutímann og taka upp auðlindagjöld fyrir nýtingu á raforku á sama tíma. Stuttur leigutími geri orkufyrirtækjunum enn erf- iðara að greiða auðlindagjöld. Of stuttur leigutími hindri arðbærar framkvæmdir auk þess sem langur leigutími vinni gegn svokölluðum leigj- endavanda, þar sem skammtímahagsmunir leigutaka séu aðrir en langtímahagsmunir leigusala. Stytting drægi úr arðsemi  Hagfræðingur segir að fáir virkjanakostir hér á landi stæðust arðsemiskröfur færi leigutíminn niður í 20-25 ár Daði Már Kristófersson Þjóðkirkjunni hefur ekki tekist að selja eða leigja Kap- ellu ljóssins á Ásbrú. Kapellan var auglýst í vikunni með ýmsum eignum Þróunarfélags Keflavíkurflug- vallar, svo sem kvikmyndaveri Atlantic Studios, And- rews-leikhúsinu og skotheldri samskiptamiðstöð. Varnarliðið byggði Kapellu ljóssins 1985 og kom þar upp aðstöðu fyrir mörg og ólík trúarbrögð. Kirkjumun- ir voru fjarlægðir þegar varnarliðið fór og kapellan mun hafa verið afhelguð. Þjóðkirkjan keypti húsið af Þróunarfélagi Keflavík- urflugvallar á árinu 2007. Hugmyndin var að nota að- stöðuna til að þjóna ört vaxandi byggð á gamla varn- arsvæðinu en fyrst og fremst fyrir Stofnun dr. Sigurbjörns Einarssonar biskups. Hlutverk hennar átti að vera að vinna að rannsóknum og fræðslu í trúar- bragðafræði og guðfræði, ekki síst til að auka þekkingu og skilning á mismunandi trúarbrögðum heimsins. Guðmundur Þór Guðmundsson, framkvæmdastjóri kirkjuráðs, segir að þessum áformum hafi verið frestað vegna þrengri fjárhags kirkjunnar. Nú er ekki lengur gert ráð fyrir að Stofnun dr. Sigurbjörns Einarssonar hafi aðsetur þarna enda er Kapella ljóssins ein þeirra fasteigna sem kirkjuþing 2010 ákvað að bjóða til sölu. Kirkjan keypti kapelluna ásamt þremur íbúðum í raðhúsum á Vellinum á 155 milljónir. Keilir var með húsið á leigu en kapellan hefur nú staðið auð um tíma. Einhverjar fyrirspurnir hafa borist um leigu á kapell- unni og kaup á tveimur íbúðanna en ekkert orðið úr viðskiptum. helgi@mbl.is Kapella ljóssins til sölu Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Kapella ljóssins Keilir var með starfsemi sína í Kapellu ljóssins í upphafi en hefur nú flutt annað á Ásbrú.  Ekki lengur gert ráð fyrir Stofnun dr. Sigurbjörns Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur nú til umfjöllunar kæru ÁTVR gegn Neyt- endastofu vegna ákvörð- unar hennar um að synja ÁTVR um að- lögunarfrest að nýjum stöðlum Evrópusambandsins um sjálf- slökkvandi sígarettur. Forsaga málsins er sú að þann 17. nóvember 2011 varð óheimilt að selja og markaðssetja á EES- svæðinu sígarettur sem ekki eru sjálfslökkvandi. Tilvísun í staðal þess efnis var birt í stjórnartíð- indum ESB sama dag. Því kynnti Neytendastofa þetta bann á heimasíðu sinni 18. október og með bréfi dagsettu 28. október til 40 aðila sem höfðu flutt inn sígar- ettur. Vildu fá frest til að selja birgðir Þann 8. nóvember sendi ÁTVR Neytendastofu bréf þar sem það var harðlega gagnrýnt að ekki hefði verið gefinn sanngjarn aðlög- unartími að breytingunni hér á landi. Krafðist fyrirtækið að minnsta kosti átta mánaða aðlög- unarfrests og áskildi sér rétt til að selja birgðir sínar án þess að vera beitt viðurlögum. Þessari kröfu hafnaði Neyt- endastofa á þeim forsendum að hún hefði ekki völd til að veita slíkan frest og gefa fyrirheit um að framfylgja ekki ákvæðum vöru- öryggislaga. Ákvörðuninni áfrýjað Í kjölfarið áfrýjaði ÁTVR þess- ari ákvörðun Neytendastofu til áfrýjunarnefndar neytendamála hinn 14. desember. Í greinargerð Neytendastofu til nefndarinnar vegna málsins kemur fram að verðmæti sígarettnanna sem ÁTVR hefur á lager og uppfylla ekki lengur kröfur staðla nemi 200 milljónum króna, samkvæmt kæru fyrirtækisins. kjartan@mbl.is ÁTVR vill frest fyrir sígarettur  Sitja upp með ólöglegar sígarettur að verðmæti 200 millj. Komdu þér í gang! l 2ja vikna námskeið 5x í viku í tækjasal með persónulegri leiðsögn og aðhaldi l Tilvalið að mæta með vinkonunum – hámark 6 í hóp l Leiðbeiningar um mataræði l Mæling og vigtun í byrjun og enda námskeiðs Verð aðeins kr. 10.000. Barnagæsla - Leikland JSB Velkomin í okkar hóp! telpurS onuK r Staðurinn - Ræktin Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • Bréfasími 581 3732 • jsb@jsb.is • www.jsb.is Stutt og strangt Skráning alltaf í gangi í síma 581 3730! Frjáls aðgangur að opna kerfinu og tækjasal S&S stutt ogstrangt E F L IR a lm a n n a te n g s l / H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n Aðalfundur Samorku lýsti í ályktun í gær yfir vonbrigðum með stöðuna og ferlið við gerð rammaáætlunar um orkunýt- ingu næstu árin. Í ágúst í fyrra hefði þegar verið vikið frá fag- legri forgangsröðun verkefn- isstjórnar, málið væri nú öðru sinni statt í ógegnsæju samn- ingaferli hjá stjórnvöldum. Fundurinn ítrekaði andstöðu við að auðlindamál yrðu færð undir umhverfisráðuneytið. Vonbrigði RAMMAÁÆTLUN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.