Morgunblaðið - 18.02.2012, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.02.2012, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 2012 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Við erum að stíla inn á hágæða- veitingastaði til að byrja með, og þá sérstöðu sem íslenskt lambakjöt hefur á markaði,“ segir Steinþór Skúlason, forstjóri SS, um mark- aðssetningu íslensks lambakjöts á Rússlandsmarkað. Reiknað er með að fyrstu gámarnir fari til Moskvu með vorinu og stefnt er að því að innan þriggja ára verði hægt að selja þangað 200-300 tonn af lambakjöti við góðu verði. SS og kjötafurðastöð KS vinna saman að markaðsátakinu í Rúss- landi og hafa notið aðstoðar ís- lenska sendiráðsins við kynn- inguna. Stærsta matvælasýning Rúss- lands hefur staðið yfir í Moskvu í vikunni og taka SS og KS þátt í henni í annað sinn. Héldu fyr- irtækin veislu fyrir 50-60 líklega kaupendur og tengiliði. Lambakjöt og fiskmeti sem Friðrik Sigurðsson matreiðslumeistari eldaði fékk góð- ar viðtökur. Dreifingarfyrirtækið MARR er samstarfsaðili íslensku fyrirtækj- anna á Moskvusvæðinu og þar var Friðrik með sýnikennslu í eldun á íslensku lambakjöti fyrir mat- reiðslumenn og innkaupastjóra frá helstu veitingastöðum borgarinnar. Þarf að finna góða markaði Verkefnið í Rússlandi er liður í skipulegri markaðssetningu á ís- lensku lambakjöti erlendis. „Fram- leiðslan er verulega umfram innan- landssölu og við þurfum á því að halda að finna erlenda markaði sem meta gæði vörunnar og geta skilað okkur háu verði,“ segir Steinþór um forsendur markaðsátaksins. Hann telur að vænlegur markaður sé í Rússlandi. Margt fólk búi í Moskvu og næsta nágrenni og þar er vaxandi vel stæð millistétt. Kynning í Moskvu Erlendur Garðarsson, Steinþór Skúlason, Ágúst Andrésson, Ása Baldvinsdóttir, Albert Jónsson og Friðrik Sigurðsson í íslenska básnum. Fjöldi sýningargesta lagði þangað leið sína á meðan sýningin stóð yfir. Íslenskt lambakjöt á bestu veitingastöðum  SS og KS kynna lambakjötið á sýningu í Moskvu ÚR BÆJARLÍFINU Kristín Sigurrós Einarsdóttir Hólmavík Strandabyggð afhenti í gærmorg- un öllum grunnskólabörnum í sveit- arfélaginu endurskinsvesti. Vestin eiga eflaust eftir að koma í góðar þarfir í skammdeginu, meðal annars þegar börnin fara gangandi í íþróttir eða hádegismat, en matinn snæða börnin á veitingastaðnum Café Riis sem er í göngufæri frá Grunnskól- anum.    Nú hillir undir að bolfiskvinnslu verði komið á fót á Hólmavík að nýju, eftir nokkurt hlé. Björgvin Gestsson hjá fyrirtækinu FineFish hefur staðfest við sveitarstjórn að fyrirtækið hyggist hefja bolfisk- vinnslu á staðnum og að einnig verði verkuð grásleppuhrogn á þeirra vegum. Þetta kemur fram í fund- argerð sveitarstjórnar frá 14. febr- úar sl.    Ungmenni úr Félagsmiðstöðinni Ózon í Strandabyggð gerðu góða ferð á Súðavík um síðustu helgi. Gerðu þau sér lítið fyrir og nældu sér í tvö verðlaunasæti á Söngva- keppni Vestfjarða. Sú keppni er jafnframt undankeppni fyrir Söngvakeppni Samfés sem fram fer í Reykjavík fyrstu helgina í mars. Brynja Karen Daníelsdóttir lenti í þriðja sæti og sönghópurinn Gógó- píurnar, sem skipaður er þeim Brynju Karen, Söru Jóhannsdóttur, Gunni Halldórsdóttur, Margréti Veru Mánadóttur og Fannari Frey Snorrasyni sigraði í keppninni. Undirbúningur fyrir stóru keppnina er þegar hafinn og að sjálfsögðu er stefnt á fyrsta sætið þar.    Sveitarstjórnarmenn í Strandabyggð eru bjartsýnir á stofnun framhaldsdeildar í sveitar- félaginu. Á dögunum fundaði sveit- arstjórnin með Karli Kristjánsyni, sérfræðingi í framhaldsskóladeild hjá mennta- og menningar- málaráðuneytinu. Í kjölfar þess fundar samþykkti sveitarstjórn að sækja um stofnun framhaldsdeildar á Hólmavík haustið 2013 til ráðu- neytisins. Nýverið undirritaði sveitarfélag- ið Strandabyggð samstarfssamninga við nokkur félagasamtök í sveitarfé- laginu. Í samningunum felast fjár- styrkir við félögin til næstu þriggja ára, gegn því að félögin skuldbindi sig til ákveðinnar starfsemi á tíma- bilinu. Félögin sem samningar hafa verið gerðir við eru Félag eldri borg- ara í Strandasýslu, Skíðafélag Strandamanna, Ungmennafélagið Geislinn og Leikfélag Hólmavíkur. Á blaðamannafundi, sem boðað var til við undirritun samninganna, kom fram mikil ánægja sveitarfé- lagsins með öfluga starfsemi þessara félaga í gegnum tíðina og sömuleiðis töldu forsvarsmenn félaganna þetta mikilvæga viðurkenningu á starf- seminni. Vel upplýstir nemendur Ljósmynd/ Hildur Guðjónsdóttir Vel sýnileg Grunnskólanemar á Hólmavík í endurskinsvestunum góðu. Sími: 561 1433 • Austurströnd 14 • Hringbraut 35 • Fálkagötu 18 • Lönguhlíð góðar ástæður til að heimsækja ...okkur 3 mánudaga-föstudaga...........7.30 -17.30 laugardaga.........................8.00 -16.00 KONUDAGUR....................8.00 -18.00 BOLLUDAGUR....................7.30 -18.30 B O LLU R Á B O LLU D A G IN N U R Á UU D U D U D G A G A G A G INININ NNN B R A U Ð O G R Ú N STY K K I A LLA D A G A B R A U Ð O G R Ú N S A L A L A LLALALA DDD G A G A G A G AAA B O LLU O B O B O B O LLLLLLUUUU STY K K I K A K A Á RSIN S 2012 Á K O N U D A G IN N PREN TU N .IS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.