Morgunblaðið - 18.02.2012, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.02.2012, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 2012 Ef gengisbundin lán eru endur- reiknuð miðað við dóm Hæstaréttar á miðvikudag er ljóst að þeir sem tóku gengisbundin lán eru í mun betri stöðu en þeir sem tóku verð- tryggð lán. Það sést vel á þessum útreikningum sem Sturla Jónsson, endurskoðandi hjá Nordik Finance, hefur gert. Í útreikningum sínum miðar hann við lán upp á 15 milljónir sem var tekið 1. janúar 2007. Útreikningnarnir miðast við þrjá möguleika. Í fyrsta lagi verðtryggt lán með 4,15% vöxtum, í öðru lagi er lánið bundið gengi japanskra jena og svissneskra franka og þriðja lán- ið er svonefnt blandað myntkörful- án, í þessu tilviki 40% evrur, 20% bandaríkjadalir, 20% jen og 20% svissneskir frankar. Myntkörfulánin bera LIBOR vexti með álagi. Sturla tekur skýrt fram að alls ekki sé sjálfgefið að dómur Hæsta- réttar á miðvikudag (nr. 600/2011) gefi tilefni til að endurreikna eigi öll gengisbundin lán með þessum hætti. Enn eigi eftir að leysa úr mörgum óvissuatriðum. runarp- @mbl.is Gengislánin hagstæðari  Koma betur út ef þau falla undir dóm Hæstaréttar Misgóð staða lánþega *Endurútreikningur miðað við samningsvexti frá lántökudegi. Sturla Jónsson, endurskoðandi hjá Nordic Finance tekur fram að alls ekki sé sjálfgefið að dómur Hæstaréttar á miðvikudag (600/2011) gefi tilefni til að endurreikna eigi öll lán með þessum hætti. Enn eigi eftir að leysa úr mörgum óvissuatriðum. 30 25 20 15 10 5 0 M ill jó ni r kr . 1. janúar 2007 1.desember 2010 Eftir endurútreikning Eftir Hæstréttardóminn* Jen (JPY) 50%, sv. franki (CHF) 50% Verðtryggt lán Blönduð myntkarfa (40% EUR, 20% USD, 20% JPY, 20% CHF) H ef ur ek ki áh ri f H ef ur ek ki áh ri f 15 .0 0 0. 0 0 0 17 .9 0 0. 0 0 0 15 .0 0 0. 0 0 0 15 .0 0 0. 0 0 0 27 .8 0 0. 0 0 0 23 .7 0 0. 0 0 0 18 .7 0 0. 0 0 0 18 .3 0 0. 0 0 0 10 .8 00 .0 00 10 .2 00 .0 00 Sigrún Rósa Björnsdóttir sigrunrosa@mbl.is Verðtryggðar skuldir heimilanna við Íbúðalánasjóð og lífeyrissjóðina námu um 827 milljörðum króna í lok síðasta árs. Íbúðalánasjóður er þar með um 650 milljarða og lán lífeyr- issjóða til sjóðsfélaga nema um 177 milljörðum. Dómur Hæstaréttar, frá 15. febr- úar 2012, í máli Sigurðar Hreins Sig- urðssonar og Mariu Elviru Mendez Pinedo gegn Frjálsa fjárfesting- arbankanum hefur ekki aðeins vakið spurningar um fordæmisgildi. Í umræðum á Alþingi í kjölfarið sagði Helgi Hjörvar, formaður efna- hags- og viðskiptanefndar Alþingis, á fimmtudag að fara þyrfti yfir stöðu verðtryggðra húsnæðislána í kjölfar dómsins. Verði farið í leiðréttingar á verð- tryggðum lánum virðist annars veg- ar verið að horfa til Íbúðalánasjóðs og hins vegar til lífeyrissjóðanna. Þó enn hafi ekki neinar tölur verið sett- ar fram þar að lútandi er ljóst að samkvæmt áðurnefndum tölum mundi 20% höfuðstólslækkun kosta Íbúðalánasjóð um 130 milljarða og 30% lækkun um 200 milljarða. Koma til móts við lántakendur „Það hefur verið mitt sjónarmið að æskilegast væri, að það væri hægt með almennum hætti að koma til móts við þá sem tóku verðtryggð lán,“ segir Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Al- þingis. Hann tiltekur sérstaklega þann hóp sem tók verðtryggð lán til íbúðakaupa á árunum 2004-2008 enda hafi sá hópur orðið fyrir þrem- ur áföllum í senn. „Þessi hópur var í fyrsta lagi að kaupa í fasteignabólu sem orsakaðist af ákvörðunum stjórnvalda um að auka stórkostlega lánsfjárframboð á fasteignamarkaði. Í öðru lagi var hann að kaupa með nær fullri lánsfjármögnun rétt fyrir mjög verulegt verðbólguskot sem kemur 2008-2009. Og í þriðja lagi þá verður almenn kaupmáttarrýrnun nánast beint í kjölfar kaupanna.“ Helgi telur því „algjörlega óhjá- kvæmilegt“ að koma til móts við þann hóp. Kostnaður útfærsluatriði Þegar rætt er um fjármögnun slíkrar niðurfærslu, almennrar eða sértækrar, segir Helgi mikilvægt að það geri sér allir grein fyrir því að ekki séu til neinar ókeypis aðgerðir í þessu. Kostnaður sé útfærsluatriði sem stjórnvöld verði að svara og hvort það verði gert í gegnum skatt- kerfið, með bótum, niðurfærslum eða öðrum leiðum. En er verið að skoða þetta í al- vöru? „Ég tel bara óhjákvæmilegt að stjórnvöld komi fram með tillögur í þessu. Við í efnahags- og við- skiptanefnd höfum verið að skoða núna hvernig megi draga úr vægi verðtryggingarinnar en við höfum ekki verið að skoða þessi mál sér- staklega.“ Áfram í galeiðuróðri Kristján Þór Júlíusson, þingmað- ur Sjálfstæðisflokks, segir þá lántak- endur sem voru með gengisbundin lán hafa fengið leiðréttingu á sinni stöðu. Að auki hafi þeir sem voru í viðskiptum við bankana einnig feng- ið endurgreiðslur frá þeim en í þeim felist ákveðin viðurkenning á for- sendubresti sem varð við hrunið. „Á meðan þessi verðtryggði hópur sem var með lán sín bundin við vísi- tölu neysluverðs, er úti á klakanum með sín stökkbreyttu lán og að auki rúmlega 6% verðbólgu sem stefnir á þessu ári í að aukast. Þessa hóps bíð- ur að öllu óbreyttu ekkert annað en áframhaldandi galeiðuvist.“ Kristján segir einboðið að skoða verði stöðu þessa hóps sérstaklega en bróðurparturinn af lánum þessa hóps sé hjá Íbúðalánasjóði og svo hjá lífeyrissjóðunum. Þarf að greiða úr málum Þegar spurt er hvað mögulegar niðurfærslur geti þýtt fyrir þessa að- ila segir Kristján ekkert liggja fyrir um það. Áherslur sínar byggist á samþykktum landsfundar Sjálfstæð- isflokks frá í nóvember og þingflokk- urinn hafi verið að ræða hvernig leita eigi lausna til að útfæra þá samþykkt „Það er óhjákvæmilegt að greiða úr þessum málum. Það gerist ekki nema með aðkomu bæði Íbúðalána- sjóðs og lífeyrissjóðanna.“ Kristján segist aðspurður ekki geta svarað því strax hvaða leið sé best að fara. Verðtryggð lán hafi hækkað um 200 milljarða en það sé varla sú fjárhæð sem verið sé að ræða um til að færa niður höfuðstól- inn. Það eigi eftir að skoða það. Niðurfærsla dýr en möguleg  Óhjákvæmilegt að reyna að koma til móts við lántakendur  Verðtryggðar skuldir heimilanna við Íbúðalánasjóð nema 650 milljörðum króna  Lífeyrissjóðunum ekki heimilt að niðurfæra Morgunblaðið/Ómar Hús Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis hefur verið að skoða hvernig draga má úr vægi verðtryggingarinnar. Verðtryggð lán til heimila Dæmi um áhrif af niðurfærslu: 20% 30% Íbúðalánasjóður 650 130 195 milljarðar kr. milljarðar kr. milljarðar kr. Lífeyrissjóðir 177 35 53 milljarðar kr. milljarðar kr. milljarðar kr. Samtals 827 165 248 milljarðar kr. milljarðar kr. milljarðar kr. Heimild: Seðlabanki Íslands og Íbúðalánasjóður Tölur fyrir lok árs 2011 Þórey S. Þórðardóttir, fram- kvæmdastjóri Lands- samtaka líf- eyrissjóða, segir ljóst að lífeyrissjóðir geti ekki lækkað höf- uðstól sinna lána. Það væri beinlínis lögbrot „Lífeyrissjóðirnir hafa hvorki umboð né heimildir til að gefa eftir eignir sínar,“ ítrekar Þórey. Enda felist í raun í því sami vandinn með afturvirkni í laga- setningu sem færi inn á eign- arréttinn. Það leiddi að öllum líkindum til sömu niðurstöðu og dómurinn um gengislánið, sem var að falla í Hæstarétti. Óheimilt að gefa eignir VERÐTRYGGÐ LÁN Þórey S. Þórðardóttir Dómur Hæstaréttar um geng- istryggð lán var ræddur á rík- isstjórnarfundi í gærmorgun. Ekki er búið að taka neinar ákvarðanir um aðgerðir eða tilmæli sem verða send á fjármálastofnanir að sögn Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætis- ráðherra. Hún segir að stíga þurfi varlega til jarðar í þessum efnum en málið megi þó ekki dragast. Á næstunni verði haft náið samráð við fjármálastofnanir um næstu skref. Ríkisstjórnin ræddi um dóminn Flugvirkjafélag Íslands óskar eftir að taka á leigu orlofshús fyrir félagsmenn sína frá 1. apríl 2012 til 1. apríl 2013. Húsið þarf að vera vel búið húsgögnum og almennum búnaði. Áhugasamir sendi upplýsingar um staðsetningu, stærð, mögulegum fjölda gesta, aldur eignar, aðstöðu (heitir pottar og slíkt), möguleikum á afþreyingu í næsta nágrenni, o.s.frv. á netfangið flug@flug.is fyrir 1. mars nk. Orlofshús óskast Þegar spurt er um stöðu húsnæð- islána hjá Íbúðalána- sjóði segir Sigurður Erlingsson, fram- kvæmda- stjóri sjóðs- ins að vanskil sem hlutfall af heild- arútlánum haldi áfram að hækka. Hann segir hægt að fara í niðurfærslu verð- tryggðra íbúðalána en það verði þó ekki gert nema með aðkomu stjórnvalda. Samkvæmt síðasta uppgjöri var eiginfjárstaða Íbúðalána- sjóðs 2%. Þarf aðkomu stjórnvalda VERÐTRYGGÐ LÁN Sigurður Erlingsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.