Morgunblaðið - 18.02.2012, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 18.02.2012, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 2012 STUTTAR FRÉTTIR ● Matsfyrirtækið Fitch Ratings hefur hækkað einkunn íslenska ríkisins úr BB+ í BBB- og staðfest lang- tímaskuldbindingar íslenska ríkisins, BBB+. Í frétt Reuters í gær kom fram að Fitch metur langtímahorfur fyrir Ís- land stöðugar. Í janúarmánuði sagði Fitch að ákvörðun Seðlabanka Íslands um að kaupa evrur í skiptum fyrir íslenskar krónur væri jákvætt skref í átt til los- unar gjaldeyrishafta. Fitch telur að Ís- land hafi enn sem komið er meira og minna sloppið við skuldakrísu evru- svæðisins og telur að þótt hagvöxtur á Íslandi verði ekki nema 2-2,5% næstu tvö árin, sé ólíklegt að landið sé á leið inn í nýja kreppu. Fitch hækkar Ísland Fjölmiðlarisinn Rupert Murdoch fundaði með starfsmönnum breska blaðsins Sun í Lundúnum gær, þar sem hann greindi þeim frá áformum sínum um að hefja útgáfu Sun á sunnudögum. Sky News greindi frá þessu. För Murdochs til Lundúna er sögð tilraun til að takast á við vaxandi fjölmiðlafár í kringum veldi hans. Fimm blaðamenn dagblaðsins The Sun, sem er í eigu Murdochs, hafa verið handteknir. Meðal þeirra voru aðstoðarritstjórinn Geoff Webster, myndritstjórinn John Edwards og blaðamaðurinn John Kay. Murdoch er sagður ætla að standa vörð um The Sun, mest selda blað hans í Bretlandi, en það selst í 2,5 milljónum eintaka daglega, en engu að síður hafa starfsmenn óttast að hann hætti útgáfu þess, líkt og hann gerði með News Of the World þegar umræða um hleranir blaðamanna þar stóð sem hæst. Hinir handteknu eru sakaðir um að hafa mútað lög- reglunni og opinberum starfs- mönnum til að fá upplýsingar. AP Mótmæli Mótmælandi með Murdoch-grímu fyrir utan höfuðstöðvar News International í Wapping í Lundúnum í gær, á meðan á fundinum stóð. Kemur Sun út á sunnudögum? Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Framlag sjávarklasans til þjóðarbú- skaparins nemur um 26% af vergri landsframleiðslu og allt að 20% af störfum í landinu eru tengd klasan- um, samkvæmt skýrslu um þýðingu sjávarklasans í íslensku efnahagslífi sem kynnt var í Sjóminjasafninu í gær. Skýrsluna gerðu Þór Sigfússon, framkvæmdastjóri Íslenska sjávar- klasans, og Ragnar Árnason, pró- fessor við Háskóla Íslands. Þeir kynntu skýrsluna en á undan þeim hélt Steingrímur J. Sigfússon, sjáv- arútvegsráðherra, ræðu ásamt Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Ís- landsbanka. Íslandsbanki styrkti gerð skýrslunnar og sagði Birna frá því í ræðu sinni að hún hefði fyrst farið að huga að því að styrkja náms- möguleika í sjávarútvegsfræðum út af persónulegri upplifun. Hún hafði hitt ungan og efnilegan mann í veislu sem sagði henni að hann ætlaði að mennta sig í sjávarútvegsfræðum og hann væri því að fara til Spánar því þar væri besta námið. Það kom henni á óvart að komast að því hvað lítið námsframboð væri á Íslandi þegar um þessa grunnstoð efnahagslífsins væri að ræða og ákvað hún að leggja sitt af mörkum til að bæta það ástand. Helstu niðurstöður Sjávarútvegurinn hefur lengi verið talinn einn af hornsteinum íslensks atvinnu- og efnahagslífs. Samt hefur samkvæmt þjóð- hagsreikningum beint framlag fiskveiða og fisk- vinnslu til vergrar lands- framleiðslu aðeins numið 7-10% á undanförnum ár- um, en samkvæmt þessari nýju skýrslu er áætlað að heildarframlag sjávarklasans til landsframleiðslu árið 2010 hafi verið 26%, eða um 400 milljarðar króna. Þetta hlutfall er samsett úr fjórum þáttum; beinu framlagi (10,2%), óbeinu framlagi (7,3%), eftirspurn- aráhrifum (7,0%) og að lokum er meðtalin önnur útflutningsstarfsemi klasans (1,5%). Beint framlag sjávarútvegs til landsframleiðslu, þ.e. virðisaukinn, er það sem Hagstofan mælir fyrir bæði útgerð og vinnslu og því er þetta hækkun um 16%. Grunnfor- senda þessara útreikninga er að sjávarútvegurinn sé grunnatvinnu- vegur. Í tengslum við hann hefur byggst upp fjölbreytt safn fyrir- tækja innanlands sem sér honum fyrir aðföngum og tekur afurðir hans til úrvinnslu og dreifingar. Þetta er verulega umfangsmikil starfsemi og slagar hún hátt í beint framlag sjáv- arútvegsins sjálfs til landsfram- leiðslu sem sýnir að íslenski sjávar- klasinn hefur verið á greinilegu vaxtar- og þroskaskeiði. Hugtakið grunnatvinnuvegur hef- ur lengi verið í mótun. Uppruna þess má rekja til rannsókna þýska hag- sögufræðingsins Werners Sombarts snemma á 20. öld og síðan þróunar í byggðahagfræði á síðari hluta ald- arinnar. Byggðahagfræðin skiptir atvinnugreinum hagkerfisins í tvennt, annars vegar grunnstarf- semi hagkerfisins og hins vegar þær framleiðslu- og þjónustugreinar sem verða til á þeim grunni og byggjast á áframhaldandi tilveru hans. Aukning í hliðargreinum Auk útflutnings á hefðbundnum sjávarafurðum hafa allmargar grein- ar í sjávarklasanum hafið eigin út- flutning. Fyrirtæki sem spruttu upp á grundvelli sérhæfðrar þjónustu við íslenskan sjávarútveg hafa mörg hver hafið sjálfstæðan útflutning og vaxið innan klasans. Þessi útflutn- ingur var um 4% af heildarútflutn- ingi landsmanna árið 2010 eða um 42 milljarðar kr. og skapar um 2.300 störf. Í öllum greinum sjávarklasans, að undanskildu fiskeldi, hefur orðið töluverð fjölgun starfa á undanförn- um árum. Í grunngreinum sjávar- klasans er hagnaður að jafnaði mun meiri en í öðrum greinum hagkerf- isins og launakjör yfirleitt betri en að meðaltali í landinu. Oft hefur aðeins verið talað um störf sjávarútvegsins sjálfs en ekki störf sem tengjast íslenska sjávar- klasanum óbeint. Skýrslan sýnir að fjöldi starfa í sjávarklasanum er allt að 35 þúsund eða um 20% af störfum í landinu. Fjórðungur af landsframleiðslu Ný skýrsla um áhrif sjávarklasans á efnahagslífið var kynnt í gær Útflutningur sjávarútvegs árið 2010 var 220 milljarðar króna Sjávarklasinn skapar um 25.000 til 35.000 störf í hagkerfinu Sjóminjasafnið Mikill fjöldi gesta mætti á morgunfundinn þar sem niðurstöður skýrslunnar voru kynntar. Um það var talað á fundinum að fagið þyrfti að vera aðlaðandi fyrir ungt og menntað fólk til að framþróun yrði í greininni. Morgunblaðið/Sigurgeir S.                     !"# $% " &'( )* '$* +,-.+ +/0.12 +,-.3+ ,+.44+ ,+.045 +2.-,0 +--.// +.0033 +/1.+, +3+.23 +,-.-/ +/0.00 +,-./4 ,+.2-0 ,+.3-2 +2.-4/ +-5.-3 +.03+, +/1.3/ +3,.-+ ,,-.,+23 +,-.32 +/3.1, +,5.-- ,+.2// ,+.41, +2.5-- +-5.4- +.0302 +/+.,3 +3,.43 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Uppruna skýrslunnar má rekja til þess að þeir Þór Sigfússon og Ragnar Árnason prófessor í HÍ voru að ræða mikilvægi sjávarklasans í efnahagslífinu árið 2010. „Ragnar er svo stórt nafn í þessum fræðum að ég varð mjög spenntur þeg- ar hann sýndi þessu áhuga,“ segir Þór. Úr varð að þeir framkvæmdu rannsókn sem er óvenjulega nákvæm enda fengu þeir aðgang að öllum gögnum fyr- irtækjanna í sjávarútvegi og þar með nákvæmar upplýsingar um hvað þessi fyrirtæki hafa keypt og frá hverjum. „Ég veit ekki til þess að í nokkru öðru landi hafi farið fram svona ítarleg aðfangagrein- ing á þessu sviði. Við erum þakk- látir fyrir það traust sem fyr- irtækin sýndu okkur,“ segir Þór. Ákaflega greinargóð SKÝRSLAN Þór Sigfússon Aðalheiður Karlsdóttir lögg.fasteignasali Þorlákur Ómar Einarsson sölustjóri Stakfelli hefur verið falið að leita eftir til kaups fasteignafélög um atvinnuhúsnæði eða stórum atvinnueignum. Skilyrði er að eignirnar séu í útleigu. Kaupverð getur verið allt að 10 þús. millj. (10 milljarðar) Allar upplýsingar gefur Þorlákur Ómar Einarsson sölustjóri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.