Morgunblaðið - 09.02.2012, Síða 8
8 finnur.is 9. febrúar 2012
Fylgstu með í MBL sjónvarpi
alla miðvikudaga.
Ebba Guðný sýnir þér hvernig hægt er að
matreiða hollan og góðan mat með lítilli fyrirhöfn.
- heilsuréttir
SÓFAKARTAFLAN RAUSAR
Sófakartaflan er eldri en tvævetur þegar kemur að barnaefni í sjónvarpi. Sjálf horfði hún á ómælt
barnaefni í bernsku sinni og er aukinheldur foreldri hin seinni ár og sér því frá degi til dags hvað
hentar ungviðinu til áhorfs. Þó tímarnir breytist og mennirnir með er eitt sem blífur: barnaefni sem
talar við unga fólkið eins og krakka, það á sér ekki viðreisnar von. Enn er sófakartöflunni í fersku
minni barnaefni frá fyrri tíð þar sem þáttastjórnendur töluðu til áhorfenda eins og þeir væru pela-
börn. Breyttu rödd sinni afkáralega og takmörkuðu orðaforða sinn við fáein grundvall-
ar- hugtök, í þeim tilgangi að gera sig skiljanlegri gagnvart áhorfendum. Leifar af aula-
hrollinum hríslast enn um hýði vort þegar slíkt er rifjað upp. Ekki
entist nokkurt barn lengi við skjáinn þegar slíkt efni var í boði.
En þegar framkoma umsjónarmanna bar þess aftur á móti
merki að verið væri að ávarpa skynsamt og vel gefið fólk, þá
var athygli náð og áhuginn tryggður. Stígur og Snæfríður, sem
réttu nafni heita Ívar Örn Sverrisson og Ísgerður Elfa Björns-
dóttir settu ákveðið viðmið hvað þetta varðar enda sátu börnin
límd við skjáinn meðan þau voru umsjónarmenn Stundarinnar
okkar. Vel færi á því að taka þau til fyrirmyndar, það ætti að
tryggja velgengni sporgöngumanna þeirra í starfi.
Engan barnaskap fyrir börnin!
L
íkt og í fyrri seríunni er það Enoch
„Nucky“ Thompson, leikinn af
Steve Buscemi, sem sagan
hverfist um. Fyrir þá sem ekki
þekkja til þá er Nucky grandvar starfsmaður hins
opinbera á daginn, nánar tiltekið fjármálastjóri Atlantic-
sýslu í New Jersey á bannárunum þegar Volstead-lögin gerðu
sölu og neyslu áfengis að lögbroti. Eftir að skyggja tekur er
hann hins vegar einn umsvifamesti áfengissmyglarinn á
svæðinu, konungur Atlantic City. En þar sem smygl
og sala á sprútti var gríðarlega ábatasöm iðja með-
an á banninu stóð eru ótal skúrkar um hituna og
ekki eru allir á því að láta Nucky stjórna því hverjir
græða og hversu mikið. Hann heldur hins vegar
fast í taumana, reiðubúinn að berjast fyrir yf-
irráðum sínum uns yfir lýkur.
Bannárin heilla
Bannárin hafa gegnum tíðina orðið
mörgum kvikmyndagerðarmanninum að
yrkisefni og nægir að nefna gangsteramynd-
ir á borð við The Cotton Club (1984), The
Untouchables (1987) og Miller’s Crossing
(1990) í því sambandi, þar sem vel klæddir
gangsterar með hatta nota jafnan Thomp-
son-vélbyssuna til að koma sjónarmiðum
sínum á fram-
færi. Í seinni tíð má
nefna Public Enemies
(2009), stórmynd Michaels Manns
með Johnny Depp í hlutverki Johns Dillingers. Hin síðustu ár hafa bann-
árunum hins vegar ekki verið gerð skil svo neinu nemi. Í ljósi vinsælda
Mad Men blasti við að með góðu handriti, flottum búningum og vel
greiddum leikurum mætti gera góða hluti þó efniviðurinn væri ára-
tuga gamall. Óhætt er að segja Boardwalk Empire uppfylli allar óskir
áhorfenda hvað þetta varðar enda er upphafsmaðurinn eng-
inn annar en leikstjórinn Martin Scorsese. Svik, glæpir og
dauði hafa verið honum yrkisefni frá því í frumbernsku ferilsins
og hann telst því rækilega á heimavelli. Þá er sérlega gaman að sjá
úrvalsleikarann Steve Buscemi fá sviðið fyrir sig. Hann hefur fyrir
margt löngu sannað sig sem skapgerðarleikari í fremstu röð og óhætt
er að segja að hann fari á fáséðum kostum í aðalhlutverki þáttanna
sem Nucky Thompson.
Boardwalk Empire er sýndur á sunnudögum á Stöð 2.
DAGSKRÁIN
UM HELGINGA
Skjár 1 sýn-
ir lokaþátt-
inn af
House í
kvöld og af
því vill varla
nokkur
maður missa. Hugh Lau-
rie fer á alþekktum kost-
um í titilhlutverkinu.
Fimmtudagur
Alcatraz er
nýr
spennu-
þáttur með
býsna
frumlegum
söguþræði
og úrvalsleikurum í burð-
arhlutverkum. Vel þess
virði að kíkja á. Stöð 2.
Fimmtudagur
Fyrir alla
unnendur
sígildra
gaman-
mynda er
bannað að
láta Three Amigos fram
hjá sér fara. Chevy Chase,
Steve Martin og Martin
Short fara á feiknalegum
kostum. Stöð 2.
Föstudagur
Tropic
Thunder er
með eftir-
minnilegri
gaman-
myndum
hin seinni
ár. Ben Stiller, Jack Black
og Robert Downey Jr.
halda uppi klikkuðu stuði.
Sýnd á RÚV.
The Abyss
er til-
tölulega
fáséð
(miðað við
aðrar
myndir
James Camerons) og iðu-
lega vanmetin. Fínasti
undirdjúpatryllir, sýndur á
Stöð 2.
Laugardagur
Blessuð
bannárin
Um helgina hefjast sýningar
á annarri seríu af Boardwalk
Empire, einum mesta hval-
reka seinni ára á fjörur unn-
enda úrvals-sjónvarpsefnis.
Hólkar eru hlaðnir, samn-
ingar sviknir og veður eru
válynd sem aldrei fyrr.
* Buscemi lék Chet í Barton Fink, í Reservoir Dogs
var hann Mr Pink, og í Miller’s Crossing lék hann
Mink. En þar með er rímið úti.
*Þrátt fyrir ótal fullyrðingar á internetinu,
er leikarinn Michael Pitt (sem leikur Jimmy
Darmody) alls óskyldur Brad Pitt.
*Nucky Thompson er byggður á raunverulegri
persónu, Enoch Lewis „Nucky“ Johnson, sem stýrði
Atlantic City með harðri hendi á bannárunum.
*Golden Globe verðlaunin sem Steve Buscemi
hlaut nýverið fyrir Boardwalk Empire voru fyrsta
stóra viðurkenningin sem hann hreppir.
*Kelly MacDonald, sem leikur
Margaret Schroeder, vakti fyrst
á sér athygli í Trainspotting,
eins og glöggir muna ef til vill.
Vissirþú að...
Jack Huston
sem "Tinmað-
urinn"Richard
Harrow.
Laugardagur