Morgunblaðið - 09.02.2012, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 09.02.2012, Qupperneq 10
10 finnur.is 9. febrúar 2012 Jakob Frímann Magnússon miðborgarstjóri Ann góðum mat en enginn snilling- ur í eldhúsinu Morgunblaðið/Golli Matgærðingurinn í miðborginni, Jakob Frímann, er hrifnastur af fiski og grænmeti. Jakobi Frímanni miðborgarstjóra er hugleikin sú fjöl- breytilega flóra upplifana sem í boði er í miðborginni árið um kring. Myrkum músíkdögum er nýlokið, Kær- leikar í miðborginni, Vetrarhátíð og Food and Fun. 6 . þáttur Goji kasjú sjeik 1 dl kasjúhnetur eða möndlur sem hafa legið í bleyti yfir nótt (bleytivatninu hent og nýtt kalt vatn notað í sjeikinn) 1-2 msk goji ber 1 tsk tahini (má sleppa) 2 döðlur 1 msk lucuma og 1 msk yacon eða 4 dropar af steviu (má sleppa) 1 stór þroskaður banani (þarf ekki að vera frosinn) 1½ - 2 dl frosinn mangó eða ferskur (má líka nota jarðarber til helminga og athugið að frosinn mangó er oft fremur súr, misjafnt eftir tegundum) 4-5 dl kalt vatn (fer eftir hversu þykkan þið viljið hafa sjeikinn) Öllu hent í blandara og blandað saman þangað til silkimjúkt! Mér finnst gott að setja 1 matskeið af kaldpressaðri kókosolíu út í. Einnig gott að setja 1/2 tsk af vanilludufti í sjeikinn. Það getur verið gott, ef blandarinn er ekki þeim mun kröftugri, að leggja döðlurnar líka í bleyti yfir nótt bara í smá vatn og nota vatnið af þeim líka þar sem það er orðið sætt. Þannig mýkjast þær og maukast betur. Ef þið æfið mikið þá er upplagt að setja smá hreint lífrænt whey prótein í dryk- kinn, en það fæst í heilsubúðum (mér finnst það sérlega gott – kemur rjómafílíngur í sjeikinn!) Einnig má nota hreint lífrænt Ris prótein. Ef þið megið ekki vera að því að nota kasjúhneturnar um morguninn (sem þið lögðuð í bleyti kvöldið áður) þá getið þið skolað þær og geymt á stofuborði áfram. En um kvöldið myndi ég skola þær aftur vel með köldu vatni og skella í sultukrukku með loki og geyma í ísskáp tilbúnar í drykk er þið viljið. Skola þær svo daglega og geyma ekki mikið lengur en 4 daga. Þegar við leggjum möndlur/hnetur/fræ í bleyti verða þau auðmeltari fyrir okkur og einnig mýkjast þau þannig að þau maukast betur í drykk. Fylgstu með í MBL sjónvarpi alla miðvikudaga. J akob hefur nýlokið gerð viðburða- dagatals miðborgarinnar fyrir árið 2012 og þar kennir margra grasa. Eitthvað skemmtilegt er um að vera í hverjum mánuði sem fyrr greinir. Að þessum mánuði loknum tekur Hönnunarmars við ásamt Músíktilraunum, Blúshátíð og listsýn- ingu Errós. Hestadagar verða í borginni í apríl og Hjóladagar í maí. Landsmót hesta- manna í júní, Sumargleði borgarinnar í júlí og Gay Pride í ágúst auk Menningarnætur svo stiklað sé á stóru. „Það eru áhugaverðar og metnaðarfullar hátíðir í borginni í hverjum mánuði,“ greinir Jakob frá. „Í sumum mánuðum eru hátíðir fleiri en ein eða tvær. Fyrir utan þetta erum við með langan laugardag í miðborginni fyrsta laugardag hvers mánaðar en þeim fylgja ákveðin þemu hverju sinni.“ Fylgjast má með því helsta á Facebook.is/midborgin og midborgin.is. Margar þessara hátíða skipa veglegan sess í lífi landsmanna og má þar nefna fyrir utan þær sem áður eru upptaldar bæði tón- listarhátíðina Airwaves og kvikmyndahátíð- ina RIFF, báðar að hausti. „Umheimurinn er að uppgötva að Ísland er með því allra mest spennandi sem völ er á í heiminum og á hag- stæðari kjörum en nokkru sinni fyrr.“ Velur gæðin Jakob segist vera matGæðingur með áherslu á G-ið í því orði. „Ég horfi fyrst á gæði og hollustu þess matar sem í boði er. Á mínu heimili er svonefndur „ofurmatur“ (superfood) í uppáhaldi og þess vegna borð- um við iðulega lax með grænmeti, jafnvel vikulega. Við erum einnig mikið sushi-fólk þótt við búum það ekki til sjálf, látum sér- fræðingana um það. Þótt ég sé mikill áhugamaður um mat og matgæði hreyki ég mér ekki af neinni snilli í eldhúsinu. Ég get þó framkallað það allra einfaldasta og er nokkuð laginn við útigrillið sem við notum allan ársins hring. Við eldum þó miklu meira úr fiski og grænmeti en öðru hráefni. Varðandi kjötmeti er slíkt undan- tekning á heimilinu. Stundum rifja ég upp hið skondna svar Bjarkar Guðmundsdóttur í bresku blaði þegar hún var spurð hvort hún væri grænmetisæta. „Jú, ég er grænmet- isæta sem borðar kjöt!“ Í göngufæri við allt það helsta Við förum stundum út að borða. Það er svo mikil fjölbreytni og margt skemmtilegt í boði á veitingahúsum. Eftirlætisveitingahús okkar í Reykjavík er Austur-Indíafjelagið við Hverfisgötu. Ég tel það reyndar eitt besta indverska veitingahús í heimi. Ég hef ferðast til Indlands auk fjölmargra annarra landa og get vottað og fullyrt að ég hef hvergi upplifað betri indverskan mat. Þar ríkir virkilega skapandi matarmenning. Úrvalið í Reykjavík af gæðamat á veitingahúsum er auk þess einstakt,“ segir Jakob sem býr og starfar í miðborginni og þekkir vel til. „Það er stutt fyrir okkur að fara gangandi á flest þessara veitingahúsa. Mér finnst ég búa við falleg- ustu götu í Reykjavík, Bjarkargötu, en þaðan er stutt á Tjarnarborg þar sem dóttir mín er á leikskóla, síðan get ég rölt í vinnuna og ver- ið á fæti í miðborginni sem er bæði hollt og skemmtilegt.“ Jakob segir að fjölskyldan fari oft saman í innkaupaleiðangra. „Matarkistan á Grand- anum verður stundum fyrir valinu, þar eru Bónus, Krónan og Nóatún. Einnig förum við mjög oft í Melabúðina, sem er næst okkur. Þar er góð og fagleg þjónusta. Sú verslun tengist fjölskyldunni því stjúpsystir mín og maður hennar eru meðal þeirra sem reka hana. Við erum einnig tíðir gestir í Fylgi- fiskum. Þar fær maður sérstaka útfærslu á fiskinum. Við höfum miklar mætur á túnfiski og laxi. Konan mín er frábær kokkur og sér yfirleitt um eldamennskuna. Hún býr t.a.m. til frábært túnfiskpasta með grænmetisívafi af miklu listfengi. Hollur, gómsætur og fersk- ur hversdagsréttur,“ segir Jakob Frímann sem gefur lesendum uppskrift að þeim rétti. elal@simnet.is Einfalt túnfiskpasta með klettasalati 1 rauðlaukur 2 dósir túnfiskur í olíu 2-3 rif hvítlaukur, smátt saxaður 1 rauður chilipipar, smátt saxaður kirsuberjatómatar klettasalat svart pasta (spaghetti nero) svartur pipar rifinn parmesan maldonsalt Skerið laukinn smátt og steikið hann ásamt hvítlauk og chilipipar í olíu þar til mjúkt. Bætið þá kirsuberjatómötum við og túnfiski og hrærið varlega saman. Kryddið með svörtum pipar og látið malla á mjög vægum hita. Borið fram með svörtu spagettíi. Stráið parmesanosti, maldonsalti og að lokum klettasalati yfir. Gott að bera fram með snittubrauði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.