SunnudagsMogginn - 26.02.2012, Blaðsíða 6
Hin sögufrægu félög Arsenal og Tott-
enham Hotspur berast á banaspjót í
Norður-Lundúnum. Margir halda ef-
laust að hið fyrrnefnda hafi fleiri vopn
á hendi í þeirri baráttu og vissulega
hefur það unnið fleiri titla gegnum
tíðina. Á hinn bóginn hefur Totten-
ham varið hærri upphæðum til leik-
mannakaupa í tíð úrvalsdeildarinnar,
412 milljónum punda á móti 341
milljón hjá Arsenal.
Þegar bæði er tekið mið af kaupum
og sölum undanfarin tuttugu ár hefur
Arsenal aðeins eytt einni milljón
punda að meðaltali á ári. Á síðustu
tíu árum hefur félagið selt leikmenn
fyrir hærri upphæð, sem nemur þrem-
ur milljónum punda, en það hefur
keypt. Samt hefur Arsenal varið
meistaradeildarsæti sitt í fjórtán ár
og á sama tíma alltaf lokið keppni í
úrvalsdeildinni fyrir ofan Totten-
ham. Allt útlit er raunar fyrir að það
breytist nú. Tottenham hefur keypt
leikmenn fyrir 8,7 milljónir punda
að meðaltali undanfarna tvo áratugi.
Tottenham er í fimmta sæti á kaup-
listanum yfir lið sem nú leika í efstu
deild, Arsenal í því sextánda. Sé horft
til síðustu tíu ára er aðeins eitt félag
fyrir neðan Arsenal á listanum, Black-
burn Rovers, sem hefur selt leikmenn
fyrir 31,5 milljónum hærri upphæð en
það hefur keypt.
Útgjöld Tottenham hærri en Arsenal
Arsenal og Tottenham Hotspur hafa bæði sótt gull í greipar Southamp-
ton, svo sem útherjana Alex Oxlade-Chamberlain og Gareth Bale.
Reuters
6 26. febrúar 2012
Chelsea hefur varið mestum fjármunum íkaup á leikmönnum í ensku knattspyrn-unni frá því úrvalsdeildin var sett á lagg-irnar fyrir tveimur áratugum, samtals
744 milljónum sterlingspunda og hálfri milljón bet-
ur. Það eru 146 milljarðar íslenskra króna á gengi
föstudagsins. Þetta kemur fram á netmiðlinum
Transferleague.co.uk.
Ugglaust kemur þetta fáum á óvart, útgjöld
Lundúnaliðsins hafa verið veruleg á umliðnum ár-
um, einkum eftir að rússneski auðkýfingurinn
Roman Abramovich festi kaup á því árið 2003. Frá
þeim tíma hefur Chelsea varið ríflega 607 millj-
ónum punda, af þessum 744, í kaup á leikmönnum.
Á sama tíma hefur félagið selt leikmenn fyrir 160
milljónir punda. Munurinn er 447,5 milljónir. Sam-
kvæmt útreikningum netmið-
ilsins hefur Chelsea að með-
altali eytt 56 milljónum punda
í leikmenn frá árinu 2003.
Sölur frádregnar.
Enda þótt stutt sé síðan
Manchester City komst í álnir
er félagið samt í öðru sæti á
téðum lista, bæði ef miðað er
við árin 1992 og 2003. 551
milljón punda hefur heiðblái
herinn varið í leikmenn á síð-
ustu tíu árum en aðeins tekið
inn 135 milljónir í sölur á móti.
Meðaltalið á leiktíð er komið í 52 milljónir. Með
sama áframhaldi skilur Sjeik Mansour bin Zayed Al
Nahyan Roman Abramovich bráðlega eftir í reyk-
mekki. Manchester City hefur eytt að meðaltali 52
milljónum punda frá árinu 2003.
Liverpool hefur eytt meiru en Man. United
Í næstu tveimur sætum eru tvö sigursælustu félög
Englandssögunnar, Liverpool og Manchester Unit-
ed, en athygli vekur að fyrrnefnda félagið hefur
varið hærri upphæð til leikmannakaupa á síðustu
tuttugu árum en erkiféndurnir, 552 milljónum
punda. United er með 483 milljónir. Liverpool hef-
ur selt fyrir heldur hærri upphæð á sama tíma, 326
milljónir, United 306. Ekki hefur þetta skilað sér á
vellinum því síðan úrvalsdeildin var sett á laggirnar
hefur United unnið tólf meistaratitla en Liverpool
engan. Inn í þessa tölfræði spilar sú staðreynd að sir
Alex Ferguson ól prívat og persónulega upp heila
kynslóð afreksmanna, sem
hann borgaði ekkert fyrir. Má
þar nefna hina ódrepandi
Ryan Giggs og Paul Scoles en
einnig David Beckham, Gary
Neville og Nicky Butt. Meðan
þessir menn voru upp á sitt
besta þurfti vitaskuld ekki að
endurnýja liðið eins mikið
með kaupum á nýjum leik-
mönnum.
Samkvæmt úttektinni hefur
Liverpool keypt leikmenn
fyrir hærri upphæð, sem nemur 226 milljónum, en
það hefur selt frá 1992 en United 177 milljónir. Frá
2003 eru þessar tölur 136,5 milljónir hjá Liverpool
og 87,3 milljónir hjá United.
Þess sér vitaskuld merki í bókhaldi Manchester
United að félagið á langstærstu sölu sögunnar í
heiminum, þegar það seldi Cristiano Ronaldo til
Real Madrid fyrir 80 milljónir punda sumarið 2009.
Hafði keypt hann fyrir rúmar 12 sex árum áður.
Liverpool á aðra stærstu sölu Englandssögunnar,
þegar liðið lét Fernando Torres fara til Chelsea fyrir
50 milljónir punda fyrir rúmu ári. Það gerir 10
milljónir á mark en aumingja Torres hefur aðeins
fundið netmöskvana fimm sinnum síðan hann
hafði hin umtöluðu vistaskipti.
Þriðju stærstu viðskiptin sem enskt félag hefur
átt aðild að fóru fram á síðasta ári þegar Manchester
City keypti Sergio Agüero frá Atlético Madrid á 38
milljónir punda.
Engin mil-ljón
á veginum
Chelsea og Manchester City
gnæfa yfir önnur ensk félög
í kaupum á leikmönnum
Fé og frami fara ekki alltaf saman. Það þekkir Fernando Torres.
Reuters
Luis Suárez, Andy Carroll og Rio Ferdinand kostuðu
félög sín samtals rúmar 90 milljónir sterlingspunda.
Reuters
Vikuspegill
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Sergio Agüero og Mario Balotelli kostuðu
Manchester City 57 milljónir punda.
Af þeim liðum sem nú leika
í ensku úrvalsdeildinni hefur
Swansea City varið lang-
minnstu fé til leikmanna-
kaupa síðustu tvo áratug-
ina, aðeins 14 milljónum
punda. Norwich City hefur
keypt leikmenn fyrir 31 millj-
ón á sama tímabili og QPR
51 milljón. Stoke City hefur
keypt leikmenn fyrir tæpar
80 milljónir.
Swansea keypt
langminnst
Scott Sinclair,
útherji Swansea.
Reuters