SunnudagsMogginn - 26.02.2012, Síða 45

SunnudagsMogginn - 26.02.2012, Síða 45
D anski rithöfundurinn Jussi Adler-Olsen hefur verið hlaðinn lofi upp á síðkastið. Í fyrra fékk hann viðurkenn- inguna Gullna lárviðarlaufið fyrir bókina Journal 64 og í hittifyrra tvenn verðlaun, nor- ræna Glerlykilinn og Harald Mogensen-verðlaunin, fyrir Flaskepost fra P. Báðar þessar bækur fjalla um deild Q innan dönsku lögreglunnar líkt og bókin Veiðimennirnir, sem hér er til umfjöllunar og er önnur bókin í flokknum. Sú fyrsta, Konan í búrinu, kom út á ís- lensku í fyrra. Í Veiðimönnunum berst 20 ára gamalt mál inn á borð Carls Mørcks, yfirmanns deildar Q, sem reyndar er ekki fjölmenn- ari en svo að hann hefur einn aðstoðarmann og ritara sér til fulltingis. Málið snerist um hrottalegt morð á systkinum í sumarbústað og virðist hafa verið leyst því að piltur einn játaði á sig verknaðinn og var settur í fangelsi. Ýmislegt bendir þó til að ekki sé allt sem sýnist og á ferðinni hafi verið klíka, sem varð til í skóla og kastaði frá sér öllum viðmiðum siðferðis og samvisku. Fyrir fimmtíu árum kom út bókin A Clockwork Orange eftir Anthony Burgess um hinn siðblinda táning Alex, sem ásamt vinum sínum lifði fyrir handahófskennt, taumlaust ofbeldi. Stanley Kubrick gerði 1971 samnefnda mynd eftir bókinni. Adler-Olsen býr til tengingu milli klíkunnar með því að láta hana horfa á mynd Kubricks við hvert tækifæri. Ólíkt Burgess í framtíðarsýn sinni er Adler-Olsen ekki að velta fyrir sér illsku, siðblindu, heilaþvotti, betrun og tví- skinnungi samfélagsins. Hann er einfaldlega að skrifa glæpa- sögu og þar er hann í essinu sínu. Lögregluforinginn Mørck ber nafn með rentu þar sem hann ráfar um í myrkri. Flest gengur á móti honum, einka- lífið snautt og deildinni hans holað niður í skúmaskoti í kjallara með samstarfsfólki, sem hann veit ekki alveg hvar hann hefur og á erfitt með að meta að verðleikum vegna þess hvað það fer í taugarnar á honum. Honum er þó ekki alls varnað í starfi og er naskur þrátt fyrir lánleysið, sem gæðir bókina húmor, sem verður til að létta lesturinn þegar óþverrinn er að ná yfirhönd- inni. Í þessari veiðisögu eru allir í tveimur hlutverkum, þeir eru bæði veiðimenn og bráð og þar liggur grunnurinn að þessum ágæta reyfara. Dýrslegir glæpir í Danaveldi Danski reyfarahöfundurinn Jussi Adler-Olsen fer mikinn um þessar mund- ir og njóta bækur hans um Carl Mørck nokkurra vinsælda. Bækur Frá deild Q: Veiðimennirnir bbbnn Jussi Adler-Olsen Hilmar Hilmarsson þýddi, Vaka-Helgafell Karl Blöndal 26. febrúar 2012 45 Bók nýrra tíma Í árdaga rafbókanna töldu menn að þar væri komið nýtt snið bóka. Í stað þess að þær væru bara stafir á blaði yrðu þær gagnvirkar, myndu steypa saman sögu, hreyfingu og hljóði sem lesandinn gæti stýrt eftir eigin höfði, ákveðið fram- vindu, tekið útúrdúra og upplifað í fleiri víddum. Þrátt fyrir talsverða tilrauna- starfsemi hefur þó ekki bólað á slíkum bókum fyrr en nú að spjaldtölvan gefur nýja möguleika. Það sannast á rafbókinni The Fantastic Flying Books of Mr. Morris Lessmore eftir William Joyce sem er í senn barnasaga, eins konar tölvuleikur og teiknimynd. The Fantastic Flying Books of Mr. Morris Lessmore segir frá rithöfund- inum Morris Lessmore sem hrifinn er af fellibyl þar sem hann situr við skriftir. Vindurinn ber hann til lands þar sem allt er fullt af flögrandi sögum og Lessmore tekur til við að nýta sér orðin sem svífa um loftið til að fylla bók sína. Hægt er að láta rafbókina segja söguna, en líka getur lesandinn verið með, smellt á tiltekna staði á skjánum, leyst þrautir, teiknað, spilað á píanó, leikið sér með mat og haft áhrif á framvinduna eða horft á söguna eins og teiknimynd. Sú teikni- mynd, sem er fimmtán mínútur, var ein- mitt tilnefnd til Óskarsverðlaunanna í flokki stuttmynda. Þess má geta að Willi- am Joyce er fyrrverandi starfsmaður hjá Pixar og margverðlaunaður fyrir starf sitt að sjónvarpsþáttum. Hann hefur mynd- skreytt og samið á sjötta tug bóka og leikstýrt teiknimyndum.Söguhetjan Morris Lessmore. Verið velkomin LISTASAFN ÍSLANDS Söfn • Setur • Sýningar RÚRÍ YFIRLITSSÝNING 3.3. - 6.5. 2012 Sýningin opnar fyrir almenning laugardaginn 3. mars kl. 11. SÚPUBARINN, 2. hæð. Hollt og gott allan daginn! Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, OPIÐ daglega kl. 11-17, lokað mánudaga. Allir velkomnir! www.listasafn.is ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ Þúsund ár - fjölbreytt verk úr safneign Listasafns Íslands frá 19. öld til nútímans. Fyrsti áfangi nýrrar grunnsýningar um þróun íslenskrar myndlistar. „Óskabarn – Æskan og Jón Sigurðsson“ Sýning um æsku og lífsstarf þjóðhetjunnar, undirbúin í samvinnu við Afmælisnefnd Jóns Sigurðssonar. Sýningin höfðar sérstaklega til barna og ungs fólks á skólaaldri. Áhugaverður viðburður fyrir alla fjölskylduna. Handritin – Saga þeirra og hlutverk um aldir. Listsýning Eddu Heiðrúnar Backman. Munnmáluð vatnslitaverk og olíumálverk. ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ, Hverfisgötu 15, Reykjavík Opið daglega kl. 11.00-17.00. www.thjodmenning.is Listasafn Reykjanesbæjar Á BÓNDADAG – A Farmer´s Day Feast Aðalheiður S. Eysteinsdóttir 20. janúar– 18. mars Byggðasafn Reykjanesbæjar Bátasafn Gríms Karlssonar Opið virka daga 12.00-17.00 helgar 13.00-17.00 Aðgangur ókeypis reykjanesbaer.is/listasafn ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Sunnudagsleiðsögn 26. febrúar kl. 14:00: Harpa Árnadóttir leiðir gesti um sýninguna Handaverk frú Magneu Þorkelsdóttur Fjölbreyttar sýningar: Hjálmar R. Bárðarson í svarthvítu TÍZKA – kjólar og korselett Handaverk frú Magneu Þorkelsdóttur Þjóð verður til – menning og samfélag í 1200 ár Spennandi safnbúð og Kaffitár Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200, www.thjodminjasafn.is, thjodminjasafn@thjodminjasafn.is Opið þriðjudaga-sunnudaga kl. 11-17. Lokað á mánudögum Kyrralíf Sýning á kyrralífsmyndum eftir íslenska listamenn Undanfari Sigurður Guðjónsson Fimmtudagskvöld 1. mars kl. 20 Listamannsspjall - Sigurður Guðjónsson Opið 12-17, fim. 12-21, lokað þri. www.hafnarborg.is sími 585 5790 - Aðgangur ókeypis 10. febrúar til 4. mars 2012 Systrasögur Tvíhent á striga Sara og Svanhildur Vilbergsdætur Opið 13-17, nema mánudaga. Freyjugötu 41, 101 Rvk www.listasafnasi.is Aðgangur ókeypis. LISTASAFN ASÍ SJÁLFSAGÐIR HLUTIR (10.2.- 20.5. 2012) HLUTIRNIR OKKAR (9.6.2011 – 4.3.2012) Opið alla daga nema mán. kl. 12-17. Verslunin KRAUM í anddyri. Garðatorg 1, Garðabær www.honnunarsafn.is ÁSJÓNA Verk úr safneign Viltu teikna? --- Pappírsævintýraheimur Baniprosonno --- Kaffistofa – Leskró – Barnakró Opið fim.-sun. Kl. 12-18 AÐGANGUR ÓKEYPIS www.listasafnarnesinga.is Hveragerði

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.