SunnudagsMogginn - 26.02.2012, Blaðsíða 36

SunnudagsMogginn - 26.02.2012, Blaðsíða 36
36 26. febrúar 2012 Á árum áður lagði oft ljúfansúkkulaðilm frá Hvannavöllum14 á Akureyri, þar sem EyþórTómasson og starfsmenn hans framleiddu m.a. Lindu-buffið gómsæta. Músíkgyðjunni var lengi sýnd lotning í húsinu þar til Tónlistarskólinn á Akureyri flutti í Hof fyrir nokkrum misserum og angan af blómum gladdi nágranna og veg- farendur þar til á síðasta ári að Býflugan og blómið flutti. Nú er Lindu-buffið kom heim, þó í öðru formi sé en áður. Linda – steikhús er á jarðhæðinni og tónlistarsalina uppi bjóða Júlía og Birgir fyrir veislur. Júlía, sem er formaður Klúbbs mat- reiðslumeistara á Norðurlandi, hefur lengi verið í faginu. Aðeins 17 ára fór hún sem eldabuska að Ástjörn í Kelduhverfi þar sem Bogi heitinn Pétursson rak áratugum sam- an sumarbúðir fyrir drengi, og þangað hef- ur hún reyndar farið á hverju sumri síðan til þess að elda. „Það má segja að ég hafi unnið við mat- reiðslu síðan og fór einmitt að læra árið eft- ir að ég var fyrst á Ástjörn,“ segir hún við Sunnudagsmoggann. Hjónin hafa komið víða við; rekið skemmtistað, kaffihús og sportbar, og Birgir starfaði árum saman í Sjallanum. Þau hafa lengi rekið veisluþjónustu, og gera enn, enda nóg að gera á þeim vettvangi. „Fólk hættir aldrei að gifta sig, skíra, ferma og útskrifa; breytingin síðustu ár er að fleiri veislur eru í heimahúsum og þær eru minni, en fólk vill samt gera þetta vel,“ segir Júlía. Draumurinn um að setja á fót eigið steik- hús var alltaf fyrir hendi. „Við byrjuðum að hugsa um þetta af alvöru fyrir einu og hálfu ári,“ segir Birgir. Til stóð að kaupa veitingahús í rekstri en ekkert varð úr og húsnæðið við Hvannavelli kom upp í hendurnar á þeim. Eftir að starfsemi Lindu var flutt suður var Nói-Síríus í húsnæðinu um tíma, síðan var Byko með timburgeymslu á jarðhæð- inni og loks blómabúðin sem áður var nefnd. Hjónin segjast hafa þurft að taka húsnæðið gríðarlega í gegn. „Við unnum þetta að miklu leyti sjálf og verkið tók því lengri tíma en við ætluðum okkur. Til stóð að opna í fyrrasumar en það tókst ekki fyrr en í lok september,“ segir Júlía. Þrátt fyrir að hafa misst af viðskiptum sumarsins eru þau ánægð. „Það kemur alltaf annað sumar,“ segir Júlía brosandi. „Veturinn hefur verið góður að janúar undanskildum, sem var mjög rólegur eins og víða annars staðar,“ segir Birgir og Júlía segir þau gríðarlega ánægð með móttök- urnar. „Héðan fara allir ánægðir út og það skiptir okkur mestu máli. Haft hefur verið á orði að ótrúlega marg- ir góðir veitingastaðir séu á Akureyri miðað við stærð samfélagsins. „Það er mikill metnaður í veitingageiranum á Akureyri. Allir kokkar og aðrir viðriðnir bransann sem hingað koma tala um hve metnaður- inn er mikill. Samkeppnin er vissulega mikil, en hún er alltaf af hinu góða. Sam- keppnin er nauðsynleg því hún heldur mönnum á tánum. Og þess vegna eru stað- irnir góðir. Útlendingar tala stundum um það að á Akureyri séu ekki einu sinni léleg- ar sjoppur!“ segir Júlía. Sérstaða Lindu – steikhúss felst í því að allir aðalréttir eru eldaðir á kolagrilli; hvort sem er fiskur eða kjöt, fyrir utan kótelettur í raspi reyndar, sem steiktar eru upp úr smjöri á gamla mátann og hafa slegið í gegn. „Margir verða undrandi að sjá þær á seðlinum og standast ekki mátið! Hingað kom eitt kvöldið í mat kótelettuklúbbur bæjarins og það var gaman að gefa þeim körlum að borða!“ Júlía gefur þrjár uppskriftir hér á síð- unni, m.a. að t-bone-steik sem er á mat- seðlinum og hún er stolt af, ekki síður en frægasta réttinum, Lindu-buffinu. Þau nota bara lund í alla nautakjötsréttina (nema t-bone-steikina auðvitað, sem er bæði lund og fillet) og í buffið er notaður besti hluti lundarinnar. Þau nefna að frá því í ársbyrjun hafi börn 12 ára og yngri í fylgd með fullorðnum fengið frítt að borða af barnamatseðli og segja hjónin það hafa komið skemmtilega á óvart að mun meira fari af svínasteik og fiskbollum en samlokum og hamborgur- um. „Það er misskilningur að krakkar vilji ekki borða venjulegan mat,“ segir Júlía.Bjóða buff! Hjónin Birgir Eyfjörð Torfason og Júlía Skarphéðinsdóttir, eigendur steikhússins. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Lindubuffið komið heim Hjónin Júlía Skarphéðinsdóttir og Birgir Eyfjörð Torfason hafa lengi verið í veitingabransanum. Í haust létu þau gamlan draum rætast og opnuðu steikhús í gamla Lindu-húsinu á Akureyri. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Júlía í eldhúsi Lindu – steikhúss. Þar ræður þessi margreyndi matreiðslumaður ríkjum. Matur 1 hluti salt 1 hluti sykur 2 hlutar grænt dill Blandað saman og laxaflakið hulið með blöndunni, strá svo yfir það eftirtöldu: dillfræjum muldum pipar sinnepsfræjum 1 msk. ólífuolíu á hvert flak Svo er endalaust hægt að leika sér með hvaða bragð á að standa upp úr, bara sjá hvað er til í kryddhillunni eða ísskápnum. Hefðbundin graflaxsósa með majónes eða sýrður rjómi sætt og sterkt sinnep hunang dill Sinneps-vinaigrette er líka góð með laxi góð olía sætt sinnep balsamic-edik dill Allt saman í matvinnsluvél. Laukur, blaðlaukur og hvítlaukur saxaðir smátt og settir saman við dressinguna. Heimalagaður graflax

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.