SunnudagsMogginn - 26.02.2012, Síða 29

SunnudagsMogginn - 26.02.2012, Síða 29
26. febrúar 2012 29 all, það er andi stofnunarinnar og gildi starfs- manna. Við sameiningar stofnana og fyrirtækja er hætt við að aðeins sé gætt að efri hluta jakans, fyr- irmælum og ferlum og svo halda menn að hitt gerist sjálfkrafa. En það gerist ekki þannig. Þegar stjórnendur láta sér einungis nægja að gefa fyrirmæli er hætt við að hópur starfsmanna vinni með hundshaus vegna þess að þeir hafi ekk- ert um þetta að segja. Ef ritstjóri segði við þig: Þú átt að taka þetta viðtal og spyrja tiltekinna spurn- inga þá fyndist þér það líklega ekki mjög skapandi verkefni. Enda værir þú í reynd ekki sjálf að taka viðtalið, það væri búið að gefa þér nákvæma upp- skrift að því hvernig það ætti að vera. Værir þú ánægð? Flest eigum við tvö líf, annað er heimilislífið, hitt er vinnan. Ef manni líður illa á öðrum hvor- um staðnum smitast vanlíðanin yfir á hinn. Því miður er alltof algengt að vanlíðan á vinnustöðum sé vandamál. Allir vilja góða líðan, einnig í vinnunni. Þess vegna reyni ég að skapa vinnuum- hverfi þar sem starfsmenn skipta máli og eru hafðir með í ráðum við mótun meginreglna. Þá er einnig mikilvægt að stofnanir gæti sín á að staðna ekki í vélrænum vinnubrögðum heldur þurfa þær að vera í stöðugri hugmyndavinnu og endurnýjun verkferla.“ Mínar dyr standa alltaf opnar Yfirmaður sem leggur áherslu á vinnumóral, gildi og vinnuanda hlýtur að hafa gaman af fólki. Leita starfsmenn mikið til þín? „Já, mínar dyr standa alltaf opnar og samstarfs- menn koma og ræða um sín hugðarefni og stund- um um erfiðleika. Fyrst eftir sameininguna þurfti að slökkva ýmsa elda og fara yfir mörg mál. Ég reyni að taka á móti öllum en því miður er ég oft talsvert upptekinn. Svo hefur nú á síðustu árum bæst við mikill ófögnuður sem er tölvupósturinn. Þótt hann geti vissulega verið þægilegt verkfæri tekur hann alltof mikinn tíma frá mér enda fæ ég mikið af póstsendingum.“ Er fólk úti í bæ stundum að nota kunningsskap við þig til að koma ákveðnum málum sínum í farveg? „Hér vinna tæplega 300 starfsmenn en ýmsir halda að þeir fái ekki afgreiðslu sinna mála nema þeir tali við mig. Það er vitaskuld ekki svo og þá þarf að vísa viðskiptavinum rétta leið. Stundum þegar ég hitti fólk á förnum vegi segist það hafa fengið bréf frá embættinu og telur víst að ég viti af því. En þannig er það nú ekki. Ríkisskattstjóri sendir mörg þúsund bréf á hverju ári enda talsvert um að breyta þurfi framtölum eða gera at- hugasemdir við skráningu. Fæst af þessu kemur á mitt borð. Verkefni eru flokkuð niður og ákveðnum hópum starfsmanna falin tiltekin verkefni. Meðan vel gengur er ég ekki að anda of- an í hálsmálið á samstarfsmönnum mínum. Þú spyrð um kunningsskap – sem betur fer er það fá- títt að menn reyni að nota slíkt til að reka sín mál og ef það gerist þykist ég ekki skilja það.“ Nú hefur skattkerfið verið gert flóknara, gerir það ekki vinnu stofnunarinnar erfiðari? „Starfsemi Ríkisskattstjóra snýst um tvennt, þjónustu og eftirlit. Allt það sem við gerum fellur undir annað hvort. Hvort um sig er jafnmik- ilvægt. Já, það er rétt hjá þér að það er búið að breyta skattalögum ansi mikið, og meiri breyt- ingar hafa orðið á skattheimtu síðustu ár en mörg ár þar á undan. Mínar áhyggjur eru vitaskuld hvort lagabreytingar skerði þjónustu eða torveldi skatteftirlit. Álagningin í ár verður flóknari en áð- ur og það hefur svo sem verið unnt að segja á hverju ári undanfarin ár. Þó að þetta skapi um- stang er ætíð reynt að flækja ekki hlutina fyrir viðskiptavinum. Þeir eru reyndar býsna margir og af ýmsum toga. Stór hluti þeirra kemur til að sækja gögn og upplýsingar en aðrir af því að við þurfum að ræða við þá. Á aðalskrifstofuna koma 70.000 manns á ári og við fáum mörg hundruð þúsund símtöl. Á allar starfstöðvarnar koma sam- tals 90-100.000 manns árlega. “ Hvernig gengur að uppræta skattsvik? „Það er stöðugt verkefni sem engan enda tekur. Hinn venjulegi borgari tekur alla jafna ekki það sem hann ekki á, en ótrúlega margir gætu samt hugsað sér að vantelja tekjur. Það er vegna þess að ef maður stelur til dæmis kápunni þinni þá veit hann að þú munt bera skaðann en þegar hann svíkur undan skatti skynjar hann mjög óljóst hver verður fyrir tjóninu. En sá sem kemur sér undan því að greiða skatta er að hækka skatta á sam- borgara sína. Svo einfalt er það.“ Eruð þið að ná undanskotum aftur til ykkar í gegnum skatteftirlit? „Á síðasta ári skilaði skatteftirlitið sex millj- örðum en við teljum okkur vita að undanskot séu mikil. Öflugu átaki var hrint af stað á síðasta ári með ASÍ og SA sem við nefndum „Leggur þú þitt af mörkum?“ og var mjög gagnlegt. Við höldum úti stöðugum fyrirspurnum ef grunur vaknar um undanskot og þegar það á við eru mál send til skattrannsóknarstjóra.“ Hefur hrunið eitthvað breytt viðmóti við- skiptavina í ykkar garð? „Viðskiptavinir stofnunarinnar eru sumir hverjir mun óþolinmóðari en áður og leyfa sér orðbragð sem maður átti ekki að venjast hér fyrr á árum, en var þó ýmsu vanur. Traust fólks á sam- félaginu hefur beðið hnekki í kjölfar hrunsins og það smitast hingað inn. Fólk kemur hér með sjón- armið sem það hefði aldrei borið á borð hér áður fyrr. Það endurspeglar vantraust og tortryggni í garð samfélagsins og fjármálakerfisins. Það er mjög miður að upplifa þetta.“ Laumaðist einn í 5 bíó Þú ert önnum kafinn maður í vinnunni en hvað gerir þú í frístundum? „Ég reyni nú bara að vera heima hjá mér og með fjölskyldunni. Á tímabili þegar ég vann mjög mik- ið og fann fyrir verulegu álagi laumaði ég mér stundum einn í fimmbíó, sat í myrkrinu og horfði á ekta hasarmyndir. Meðan spennan var sem mest á hvíta tjaldinu leið þreytan úr mér. Annars stunda ég mest göngur og aðra útivist, les talsvert en fullmikið starfstengt efni.“ Ég veit að þú hefur mikinn myndlistaráhuga, málarðu sjálfur? „Ég prófaði það á sínum tíma en niðurstaðan var neikvæð. Gömlu meistararnir eru í miklu uppáhaldi, menn eins og Ásgrímur Jónsson og Sveinn Björnsson. Ég var svo lánsamur að eignast myndir eftir Kristínu Jónsdóttur og Júlíönu Sveinsdóttur, tvær konur sem voru frumkvöðlar í íslenskri myndlist. Stundum fer ég í Gallerí Fold og skoða myndirnar þar. Þá velti ég því fyrir mér hvað listamaðurinn hafi verið að hugsa þegar hann gerði myndina. Af hverju sá hann einmitt þetta mótív fyrir sér en ekki eitthvað annað? Hverju var hann að reyna koma til skila? Furðulegt hvað manni dettur í hug – er þetta annars ekki að verða gott hjá okkur?“ ’ Ef starfsmönnum líður illa vinna þeir ekki nógu vel. Þar af leiðandi er lögð áhersla á að starfsmenn séu ánægðir í vinnunni því um leið eru þeir betri og afkasta- meiri starfsmenn. Það eru margar leiðir til að auka starfsánægju, til dæmis að virkja sam- starfsmenn til ákvarðana og gefa þeim frelsi til að vinna sjálfstætt að tilteknum verkefnum, að ekki sé talað um að þeim sé sýnd virðing. Morgunblaðið/Golli

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.