SunnudagsMogginn - 26.02.2012, Blaðsíða 42
42 26. febrúar 2012
Á tyllidögum tölum við ummenningararfinn og mik-ilvægi hans. Oft er átt við þauverðmæti sem felast í gömlum
skræðum. Stundum er átt við hluti sem
geymdir eru á Þjóðminjasafninu. Það
þykir mikilvægt að við glötum ekki
tengslum við fortíðina því án hennar
eigum við erfiðara með að átta okkur á
nútímanum og getum verr spáð um
framtíðina. Fortíðin geti nefnilega ekki
bara sagt okkur til um hvernig hlutirnir
voru heldur líka hvernig og hvers vegna
þeir eru eins og þeir eru og í besta falli
hvernig ætla má að þeir verði ef engu er
breytt. Gömul kvæði og sögur gefa okkur
dýrmætar upplýsingar um hugmyndir
forforeldra okkar um lífið og tilveruna.
Gera verður ráð fyrir því að það sem er
sagt og skrifað núna verði seinna talið
menningararfur. Það sem skrifað er gefi
mynd af því hvaða hugmyndir við höfum
um lífið og tilveruna. Væntanlega verður
það sem gefið hefur verið út nokkuð að-
gengilegt, að minnsta kosti ekki síður
aðgengilegt en þau handrit, skinn og
pappírs, sem geyma þann menningararf
sem við eigum. Ólíkt forforeldrum okkar
höfum við ekki bara möguleika á að
safna og varðveita ritað efni heldur get-
um við líka safnað því sem sagt er og
þannig geta upplýsingarnar gefið fyllri
mynd af hugmyndum okkar um lífið, til-
veruna og samferðarmenn okkar.
Slík söfnun er þegar hafin. Á dögunum
sat ég fyrirlestur Bryndísar Björgvins-
dóttur, þjóðfræðings, þar sem hún talaði
um brandara. Í fyrirlestrinum kom fram
að um nokkurra ára skeið hafa þjóðfræð-
ingar og þjóðfræðinemar safnað saman
bröndurum sem fólk segir og skráð þá og
ýmislegt sem máli skiptir í tengslum við
brandarana. Þar má nefna hver segir
brandarann, við hverja brandarinn er
sagður og í hvaða samhengi, en allt
skiptir þetta máli.
Fyrirlestur Bryndísar bar heitið „Af
hverju eru konur með fætur?“ og í hon-
um fékkst svarið: „Svo að það komi ekki
slímrendur í parketið.“ Ef þér þótti þessi
brandari fyndinn, kæri lesandi, ættir þú
ef til vill að velta því fyrir þér hvað hann
segir um þig og hvaða ályktanir komandi
kynslóðir geta dregið af hugmyndum
þínum um konur. Í máli Bryndísar kom
einnig fram að í 650 brandara safni er
ekki dæmi um brandara um konu þar
sem kynferði hennar er ekki hluti
brandarans. Þannig eru konur í brönd-
urum ekki í öðrum hlutverkum en þeim
sem þær einar geta sinnt eða almennt er
talið hluti af kvenlegum eiginleikum. Í
bröndurum þar sem konur eru í aðal-
hlutverki er sem sagt algengt að sjónum
sé beint að brjóstum þeirra og píkum og
eiginleikum eins og að ganga með og ala
börn.
Annar brandari sem finna má í brand-
arasafninu og Bryndís gerði að umtals-
efni hljómar svona: „Hvað þarf marga
svertingja til að skúra fótboltavöll?“ og
svarið var: „Engan, þetta er kvenmanns-
verk.“ Ef þér fannst þessi góður ættir þú
að spá í hvað þér fannst fyndið og hvað
það segir um hugmyndir þínar. Í máli
Bryndísar kom fram að það sem virðist
vera rasistabrandari reynist vera karl-
rembuhúmor. Brandarinn opinberar líka
þær hugmyndir að svertingjar hljóti að
vera karlar. Það er sama heilkenni og við
þekkjum úr Hafnfirðingabröndurum og
svo sem flestum bröndurum sem taka
ekki fram að um konu sé að ræða. Þú
ættir að gamni að renna yfir nokkra
brandara í huganum og kanna hvernig
þessu er háttað í þínum kolli.
Brandarar, húmor og háð geta verið
sterkt vopn í baráttu fyrir betri heimi. En
geta líka ýtt undir óþolandi staðalmyndir
sem eiga ekki við neitt að styðjast nema
úreltar hugmyndir og fordóma. Hugsaðu
þig um áður en þú segir einn laufléttan
um ljóskuna eða konuna með fæturna.
Það sem þú segir mun lifa þig og kom-
andi kynslóðir munu draga þær ályktanir
að þú hafir verið rotin karlremba sem
ekki sé nokkurt mark takandi á.
Menningararfur
framtíðar
’
Brandarar, húmor og
háð geta verið sterkt
vopn í baráttu fyrir
betri heimi. En geta líka ýtt
undir óþolandi staðal-
ímyndir sem eiga ekki við
neitt að styðjast nema úr-
eltar hugmyndir og for-
dóma.
Málið
El
ín
Es
th
er
„Ég er bestur,
LOL“?
Ég er að safna saman
merkilegum ummælum
eftir mig, sem heimildum
fyrir þjóðfræðinga
framtíðarinnar.
Hvað ert þú að gera, Pedró minn?
Tungutak
Halldóra Björt Ewen
hew@mh.is
Ég hafði glatað ánægjunni af þvíað syngja og valdi því að takamér ótímabundið hlé. Núna finnég hins vegar að mér er aftur
farið að finnast gaman að syngja. Ég hef
þó engin plön um að snúa mér aftur alfar-
ið að atvinnumennsku á sömu forsendu
og áður þar sem ég vil ekki neyðast til að
taka verkefni til þess eins að eiga fyrir
salti í grautinn. Þannig tek ég aðeins að
mér þau söngverkefni sem mér finnast
spennandi og vel því að sinna söngnum á
forsendum ástríðunnar,“ segir Gunnar
Guðbjörnsson óperusöngvari. Seinni
hluta árs 2010 kom hann fram á sínum
síðustu opinberu söngtónleikum og
hugðist í framhaldinu snúa sér alfarið að
öðru, en hins vegar höguðu örlögin því
þannig að söngáhuginn sem vikið hafði
um stund kom aftur af fullum þunga og
þar með hætti Gunnar við að hætta.
„Þegar ég tók mér frí frá söngnum
var ég alls ekki viss um að ég myndi snúa
aftur. Ég var búinn að syngja svo lengi eða
í tæpan aldarfjórðung, því ég byrjaði í at-
vinnumennsku aðeins rétt rúmlega tví-
tugur, raunar áður en ég hafði lokið form-
legu námi. Það var því komin í mig
þreyta, sem ég áttaði mig ekki fyllilega á
fyrr en ég var alveg hættur. Þá gerði ég
mér grein fyrir því hvað ég var orðinn
þreyttur á bransanum, álaginu, stöðugum
ferðalögum og því hvað þetta getur verið
hæðóttur bransi þar sem allt gengur eins
og í sögu einn daginn á meðan allt er í hers
höndum þann næsta,“ rifjar Gunnar upp.
Gat ekki meira fjárhagslega
Spurður hvort hann hafi verið alveg sátt-
ur við að hætta á sínum tíma svarar
Gunnar því játandi. „Það reyndist mér al-
veg ótrúlega auðvelt að hætta að syngja og
í raun kann ég enga skýringu á því aðra en
að ég hafi verið orðinn saddur í ákveðnum
skilningi. Kannski var líka komin í mig
ákveðin kergja af því að mér fannst hlut-
irnir ekki ganga eins og mér fannst að þeir
ættu að ganga,“ segir Gunnar og vísar þar
til þess að stuttu áður en hann hætti að
syngja skipti hann um raddfag. „Ég var
búinn að fara í gegnum mjög langan og
farsælan feril sem lýrískur tenór og skipti
síðan yfir í hetjutenór eða dramatískan
tenór. Það tók dálítinn tíma og hafði í för
með sér nokkurn kostnað. Ég fékk góð
viðbrögð við skiptunum, þannig fékk ég
sem dæmi jákvæðustu gagnrýni á öllum
mínum ferli fyrir hlutverk Hüons í óp-
erunni Oberon eftir Weber sem ég söng í
Freiburg haustið 2009, en þá var ég farinn
að syngja hetjutenór.
Þrátt fyrir þetta gekk ekkert upp, ég
komst ekki að í stærri óperuhúsum. Ég
fann að ég var á réttri leið hvað varðaði
röddina en ég gat ekki meira fjárhagslega.
Ég var stöðugt að syngja fyrir og var yf-
irleitt í hópi topp þriggja, en á endanum
var alltaf einhver annar valinn sem var
með aðeins meiri reynslu sem hetjutenór
en ég. Þegar þarna var komið sá ég aðeins
fram á að geta fengið fastráðningu, en það
hefði þýtt að ég hefði farið á hausinn,
enda ekki hægt að reka tvö heimili og sjá
fyrir fjölskyldu með þremur börnum á
þeim tekjum sem bjóðast með fastráðn-
ingu. Ég tók mér því góðan umhugs-
unartíma og komst að þeirri niðurstöðu
að þetta væri orðið gott og best að snúa
sér að öðru, m.a. að sinna meistaranám-
inu við Háskólann á Bifröst í menningar-
stjórnun sem ég var þá byrjaður í og snúa
mér af krafti að blaðamennskunni,“ segir
Gunnar og vísar þar til menningarskrifa
sinna á netinu við góðan orðstír, fyrst
undir merkjum Menningarpressunnar og
síðar undir Smugumenningu. Samhliða
þessu hefur Gunnar einnig kennt söng í
hlutastarfi auk þess að taka að sér
skammtímaverkefni eins að halda utan
um óperusýningadeild við Söngskóla Sig-
urðar Demetz.
Söngáhuginn logaði ennþá
En hvað fékk Gunnar til að hætta við að
hætta? „Fyrir tveimur árum var ég beðinn
að syngja einsöngshlutverkið í Requiem
eftir Dvorak á tónleikum með Sinfón-
íuhljómsveit Gautaborgar í nóvember
2011. Þegar ég í millitíðinni ákvað að
hætta ótímabundið ákvað ég að sjá til með
þetta verkefni og gefa það ekki frá mér
nema með tveggja mánaða fyrirvara, sem
væri nógur tími fyrir skipuleggjendur til
að finna annan söngvara í staðinn fyrir
mig ef ég kæmist að þeirri niðurstöðu að
ég væri alveg endanlega hættur í þessum
bransa. Síðla sumars árið 2011 ákvað ég að
byrja aftur að syngja og tékka á röddinni
og þá áttaði ég mig á því að það logaði
ennþá einhver söngáhugi í mér. Einnig
fann ég að ég hafði haft gott af því að
þegja, því það var eins og ákveðnir hlutir í
röddinni hefðu náð að setjast betur, t.d. í
sambandi við það að syngja veikt, nokkuð
sem margir töldu mitt aðalsmerki sem
lýrískur tenór. Þegar ég var að skipta úr
lýrískum tenór yfir í dramatískan fann ég
t.d. að íslensku sönglögin sem alltaf höfðu
legið svo vel fyrir mér gerðu það ekki
lengur. Eftir þessa löngu hvíld fann ég að
ég gat mun betur en áður brúað bilið á
milli þessara tveggja raddstíla, sem var
Söngurinn
á forsendum
ástríðunnar
Gunnar Guðbjörnsson óperusöngvari hugðist
leggja sönginn alfarið á hilluna fyrir tæpu hálfu
öðru ári og snúa sér að öðru. Söngáhuginn kom
hins vegar aftur af fullum þunga og því ákvað
hann að hætta við að hætta.
Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is
Lesbók