SunnudagsMogginn - 26.02.2012, Síða 11

SunnudagsMogginn - 26.02.2012, Síða 11
’ Þegar móðir mín rifj- aði upp í vikunni að hún hefði tekið á móti Aroni Einari, og það á af- mælisdegi mínum, runnu á mig tvær grímur … Lífið getur verið ótrúlega snúiðog á líklega að vera það. Meiraað segja fótboltalífið getur veriðflókið, sem varla getur þó verið sanngjarnt. Um helgina fer fram úrslitaleikur ensku deildarbikarkeppninnar á Wem- bley og áhangandi Liverpool til áratuga er í bobba með hvoru liðinu hann haldi; sínum ástkæra Rauða her úr Bítlaborg- inni eða Aroni Einari Gunnarssyni og fé- lögum í Cardiff. Einn og einn hefur gefið gott ráð í vik- unni; að sjálfsögðu styður þú „þitt“ lið eins og í hverjum öðrum leik. Eða er það ekki? Aðrir: Er hægt annað en halda með íslenska landsliðsmanninum og félögum hans? Að minnsta kosti hugsa hlýlega til þeirra Arons Einars? Svarið er satt að segja tvöfalt já! Kenny Dalglish var hetjan í gamla daga; besti leikmaður í sögu Liverpool, án nokkurs vafa, og eftir að hann tók við sem aðalþjálfari á ný í fyrra virðist skút- an að komast á rétta braut aftur, eftir mögur ár. Langþráður titill yrði stórt skref inn í nýja tíma. Á einhvern undarlegan máta taka margir Íslendingar ástfóstri við ákveðin lið í ensku knattspyrnunni og ég er eng- in undantekning. Liverpool kom ein- hvern veginn til mín veturinn 1973-74. Ég gat ekkert að því gert! Ekki varð aftur snúið. Svo er það hann Aron Einar; Þórsari eins og ég og vinur minn. Sá hængur er á að honum er bersýnilega ekki sérlega vel við Liverpool og fer ekki leynt með þá skoðun sína! Óhugsandi er annað en velta því fyrir mér hvort gleðin yrði ekki enn dýpri og langvinnari ef Aron Einar nældi sér í gullverðlaun. Það gæti flýtt næsta skrefi hans upp tröppurnar að frekari frama. Þegar móðir mín, ljósmóðir til ára- tuga, rifjaði upp í vikunni að hún hefði tekið á móti Aroni Einari á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri, og það á af- mælisdegi mínum, runnu á mig tvær grímur. Segja má að ég sé í þeirri kjör- stöðu, a.m.k. út á við, að alveg sama hvernig leikurinn fer, þá sigri „mínir menn“ eða a.m.k. „minn maður“ og ég geti brosað. Bara spurning hvernig Liv- erpool-stuðningsmennirnir, dætur mín- ar, eiginkona og aðrir nákomnir, taki því að ég brosi ef þeirra lið tapar … Meira en bara leikur Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Aron Einar 15 ára handboltamaður í æf- ingaferð með Þór í Danmörku haustið 2004. Fótboltinn aldrei langt undan... Kenny Dalglish eftir sigur á Man. Utd á Anfield í apríl 1979. Til vinstri dóttirin Kelly, þriggja ára, nú þekkt sjónvarpskona í Bretlandi. Paul er til hægri, tveggja ára. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Þegar boltalífið verður flókið 26. febrúar 2012 11 Sjöunda myndin í röð stutt-mynda sem Mbl. Sjónvarp sýn-ir á sunnudögum í samvinnuvið Kvikmyndaskóla Íslands heitir því dularfulla nafni 796. Myndin er lokaverkefni Hildar Jakobínu Tryggvadóttur frá skólanum en hún útskrifaðist af leiklistarbraut í desember 2010. „Það lifa um 6,8 milljarðar manna á jörðinni. Við fáum að fylgjast með einni manneskju í tvo og hálfan dag, en hvað ætli allir hinir séu að gera?“ segir um myndina í til- kynningu. Hildur útskýrir nánar: „Myndin er tekin upp í Berlín og segir frá ungri stelpu sem er að reyna að hefja nýtt líf en það gengur brösuglega,“ segir hún en myndin fjallar um mansal. „Mig langar til að hafa áhrif. Ég vil láta fólk hugsa eftir að hafa horft á myndina,“ segir Hildur, sem vildi gera mynd sem „skiptir máli um hluti sem eiga sér stað í raunveruleikanum. Mig langar að hreyfa við áhorfendum og koma fólki á óvart. Ég sagði engum hvað ég var að gera,“ segir hún. „Það enda allar sögur svo fallega en raunveruleikinn er ekki þannig,“ segir Hildur, sem sjálf leikur aðalhlutverkið í myndinni. Hún vann myndina með Heiðari Mar og Arnóri Pálma, en þeir útskrifuðust ári á undan henni úr skólanum. Fékk að blómstra í skólanum Hún er ánægð með veru sína í Kvik- myndaskólanum. „Ég elska þennan skóla út af lífinu. Ég fékk svo mikið að blómstra þarna.“ Hildur er jafnframt dansari og hefur verið að kenna í Dansskóla Birnu Björns frá því að hún var átján ára. Eftir útskrift úr skólanum fékk hún hinsvegar vinnu hjá kvikmyndafyr- irtækinu Truenorth. „Ég er búin að vera að vinna þar síðan og hef tekið að mér margvísleg verkefni,“ segir hún ánægð. ingarun@mbl.is Stuttmyndin 796 er tekin upp í Berlín. Hildur leikur sjálf aðalhlutverkið í henni, unga konu sem er að reyna að hefja nýtt líf. Mynd um mansal Kvikmyndir Hildur Jakobína Tryggvadóttir

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.