SunnudagsMogginn - 26.02.2012, Blaðsíða 35

SunnudagsMogginn - 26.02.2012, Blaðsíða 35
26. febrúar 2012 35 Hlutverk hijdrunnar Hlutverk hijdra er m.a. að færa brúð- hjónum og nýfæddum sveinbörnum blessun með dansi og söng. Brúðkaups- söngvar þeirra fjalla um frjósemina og hlutverk konunnar í meðgöngu. Trúin á gildi þessa er enn útbreidd, einkum með- al hinna fátækari. Á sama tíma og sam- félagið fyrirverður sig fyrir hijdrurnar vill enginn vera án blessunar þeirra. Hversu ógeðfelld sem hijdran er í daglegu lífi er margt á sig leggjandi til að fá bless- un frá verum sem gegna hér hlutverki forlaganorna. Fyrr á tímum gegndu hijdrurnar mik- ilvægum þjóðfélagslegum hlutverkum og þeirra er getið í hinum fornu spekiritum hindúa, þar á meðal í Kama Sutra. Lang- flestar þeirra tilheyra í dag múslimska hluta þessara samfélagi en viðurkenning trúarsamfélagsins á þeim er á reiki. Hijdrurnar voru mikilvægar í hirð mó- gúlanna sem ríktu yfir Indlandsskag- anum fyrir tíma breskra nýlenduherra. Þar voru þær gæslumenn kvennabúra og háttsettar innan hirðarinnar. Á sama tíma voru líka til hijdrur sem voru lægst settar allra í samfélaginu. Í nútíma- samfélagi Pakistana, Indverja og víðar um Austurlönd hafa nær allar þessar fal- legu verur lent í þeirri skuggaveröld. Vændi og betl Hijdurnar eru ekki bara klæddar að hætti kvenna, þær eru margar klæddar að hætti gleðikvenna í skærlitum kjólum, stífmálaðar og afar fáar þeirra hylja andlit sitt sem þó er algengt hjá konum í þess- um heimshluta. Í Pakistan hefur róttækum íslamistum gengið mjög vel að uppræta vændishús og m.a. notað til þess hrottalegar aðfarir gagnvart vændiskonum. Lauslæti er sömuleiðis nær óþekkt, en að nokkru leyti fylla hijdrurnar í það skarð sem þá verður. Á kvöldum er hægt að sjá þær á umferðareyjum og milli akreina á stórum umferðargötum þar sem þær betla fyrir daglegu brauði. Öðru hvoru hverfur ein og ein þeirra inn í aðvífandi bíl og eft- irtekjan þá nótt er talsvert meiri en í betlinu. Konum í múslimalöndum er ekki bara fyrirboðið að stunda vændi, þær mega ekki koma fram í neinum opinberum gerningi eins og t.d. dansi. Ef dansað er úti á götu þá eru karlarnir einir við þá iðju. „En svo ef maður heldur partí og vill fá dansara þá er fyrst reynt að fá konur. En ef það tekst ekki þá fær maður hóp af hijdrum,“ segir hótelstjórinn minn á An- tepara-hóteli í Rawalapindi og við- urkennir með semingi að hjá einhverjum fylgi þá með að dansarinn selji sig. Marg- ar af fínni dans-hijdrunum hafa skömm á vændis-hijdrunum og því fer fjarri að hópar hijdra séu innbyrðis samstæðir. Mega ekkert Með kosningarétti og skráningu í þjóð- skrá er stigið stórt skref. Eftir sem áður er langt í land því fordómar gagnvart hijdr- unum eru miklir. Þeim hefur til þessa verið synjað um vinnu, meinað að ferðast með almenningssamgöngum og þær verða fyrir margskonar aðkasti í sam- félaginu. Árið 2006 tóku Indverjar í Bihar-fylki upp á því að nýta starfskrafta hijdranna við skattheimtu og tveimur árum síðar var sú leið einnig reynd í Pakistan. Að- ferðin byggist á þeirri nöturlegu stað- reynd að enginn vill fá hijdru að sínum húsdyrum. Þær geta kastað á menn bölv- un og ekki er heldur gott að þær taki sig nú til og syngi um það í kaffihúsinu þínu eða utan við skrifstofuna hvað þú skuldar í skatt. Þá er nú betra að borga! ------------- E kki vera svona. Hvernig þútalar og hvernig þú gengur,þetta er ekki hægt. Svonatöluðu frændur mínir til mín eftir að mamma var dáin. Á endanum báðu þeir mig að fara og ég gerði það.“ Afmazbobby President er baráttu- hijdra í Lal-hverfi í Rawalapindi. Hún hefur verið í forystu í þeim málum sem nú hafa skilað hijdr- unum bæði kosningarétti, kjörgengi og því að vera viðurkenndar sem þriðja kynið í Pakistan. Bobby er komin af efnafólki og í dag býr hún ásamt einni hijdru-vinkonu sinni í fallegu einbýlishúsi og stundar fast- eignaviðskipti. „Ég var þrettán ára þegar ég áttaði mig á þessu en mamma hafði vitað þetta miklu lengur. Pabbi fór frá okkur þegar ég var tíu ára og þegar ég var fimmtán ára dó mamma,“ segir Bobby. Hún var eftir þetta ein með bróður sínum á heimili frænd- fólks og tók fljótlega föggur sínar. Æskuheimilið var í Gujrat, borg miðja vegu milli Lahore og Rawalap- indi í Norður-Pakistan. „Ég kom hingað til Rawalapindi og eignaðist minn gúrú. Við stunduðum dans og ég varð mjög fær í honum en þetta var erfitt líf. Margar okkar urðu fyrir árásum og kynferðisof- beldi.“ Er það almennt að fólk komi illa fram við hijdrur? „Nei, alls ekki, ég hef sjálf aldrei lent í því að það væri ráðist á mig. Ég held að helmingur fólks virði okkur og vilji koma vel fram við okkur en hinn helmingurinn gerir það ekki. Ég hef séð dæmi um hrylli- legt ofbeldi gegn kynsystrum. Sumar hafa sýnt mér brunasár eftir sígar- ettur þar sem hefur verið drepið í sígarettu á hörundi þeirra.“ En lögreglan, geta þær ekki leitað til hennar? spyr blaðamaður Morg- unblaðsins í bláeygu sakleysi og mætir hneykslunar- og vandlæting- arsvip Bobby. Það er ekki fyrr en spurningin hefur verið endurtekin að hún fæst til að svara. „Lögreglan er verst og það forðast hana allar hijdrur. Þegar við komum frá því að dansa í brúðkaupum eða öðrum veislum máttum við alltaf eiga von á því að lögreglan kæmi að okkur úti á götu. Þetta voru okkar helstu tekjur, peningar sem fólk kastaði til okkar meðan við döns- uðum. Svo þegar lögreglan kom þá skipaði hún okkur að opna veskin og stakk svo hendinni ofan í og tók eins og hana lysti.“ Gátuð þið ekki sagt eitthvað? „Þeir hefðu þá spurt okkur hvort við hefðum skemmtanaleyfi og leyfi til að fara svona í hús og taka fyrir það peninga. Síðan hefðu þeir boðið okkur með upp á lögreglustöð. Nei, það segir engin hijdra neitt þegar svona gerist.“ Nú er hijdru-samfélagið lagskipt og það stunda ekki allar hijdrur bara saklausan dans? „Nei, það er rétt. Það eru hijdrur sem taka peninga fyrir allt annað en ég held að þær hijdrur sem eru í vændi séu yfirleitt hijdrur sem geta átt konu og eignast með þeim börn.“ Ertu að segja að þær séu ekki al- vöru hijdrur? „Nei, ég vil ekki orða það þannig því í hjartanu eru þessir ein- staklingar hijdrur þó að þær séu með fullkominn karlmannslíkama. Þær hafa ekki áhuga á konum og eru vitaskuld hijdrur. En það eru reynd- ar til dæmi um stráka sem nenna ekki að vinna í verksmiðjum og kjósa einfaldlega þetta líf, finnst þetta létt- ari leið til að afla tekna. Það er ekk- ert við því að segja og þetta er allt hluti af samfélagi okkar hijdranna.“ Því er trúað að þið séuð guðlegar verur og getið kastað blessun og bölvun á hjónabönd og nýbura? „Já, við erum dularfullar og öðru- vísi og fólk trúir því að við höfum beint samband við guðdóminn. Í morgundansi sem við stígum fyrir brúðhjón biðjum við fyrir farsæld og frjósemi hjónabandsins en kvöld- dansinn sem við dönsum í sjálfu brúðkaupinu er annars eðlis, hann er bara skemmtun.“ Hvað með trúarlífið, fara hijdrur í mosku? „Helst ekki og þá allavega ekki klæddar í kvenföt. Það gengur bara ekki. Ég held að flestar hijdrur láti duga að biðjast fyrir heima hjá sér.“ En framtíðin, ertu bjartsýn á að hijdrunar noti sér þessi nýfengnu réttindi og skrái sig? „Já, ég er það og ég bind vonir við að hijdrurnar hér í Pakistan öðlist sambærileg réttindi og hijdrur í Ind- landi.“ Og fari jafnvel í framboð? „Nei, ég held ekki. Allavega ekki við þær aðstæður sem eru í stjórn- málum hér í Pakistan í dag, það er skelfileg staða og ég get ekki ímynd- að mér að nein hijdra vilji í þennan slag.“ Þú nefndir hijdrur í Indlandi og þær eru líka til í Bangladess en hversu mikið víðar? „Hijdrur!!! Það eru hijdrur í öllum löndum í heiminum. Kannski ekki á tunglinu, þó veit ég ekki nema það séu nokkrar þar líka.“ Afmaz Bobby, baráttuhijdra í Rawalapindi í Pakistan. Ljósmynd/Bjarni Harðarson Það eru hijdrur í öllum löndum Rætt við baráttu- hijdruna Afmazbobby President í Rawalapindi.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.