SunnudagsMogginn - 26.02.2012, Blaðsíða 14

SunnudagsMogginn - 26.02.2012, Blaðsíða 14
14 26. febrúar 2012 Sunna Sigurðardóttir tekur vel ámóti blaðamanni með kaffi ogkökum í íbúð sinni í reisuleguhúsi við Bergstaðastræti. Þetta lítur út fyrir að vera íbúð þar sem hægt er að gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn. Gengið er upp þröngan stiga til að komast upp í íbúðina og við enda hans blasir við skrifborðshorn. „Þetta var skápur,“ segir Sunna og má segja að þessi umbreyting beri sköpunargleði hennar vitni. Sunna teiknaði alls þrjár myndasögur í bókina Allt með kossi vekur eftir Guð- rúnu Evu Mínervudóttur, sem hreppti Ís- lensku bókmenntaverðlaunin 2011 í flokki fagurbókmennta. Mest áberandi er sagan sem byrjar bókina en myndasaga eftir Sunnu prýðir fyrstu fimmtíu síður bók- arinnar eða svo. Myndasagan er áhrifa- mikil en hún hefst í árdaga ef svo má segja, í aldingarðinum með Adam og Evu. En hver er uppruni teiknarans? „Mér þykir leitt að segja það því það er hálfgerð klisja en ég var alltaf að teikna sem barn. Ég man ekki eftir mér öðru- vísi,“ segir hún en ef til vill hefur það haft einhver áhrif að móðir hennar, Bryndís Kondrup, er myndlistarkona. „Ég var alltaf meðvituð um að það væri ekkert of sniðugt að herma eftir og fannst skemmtilegra að reyna að finna uppá ein- hverju sjálf. Mér fannst gaman að búa til sögur, þetta var alltaf frásagnartengt hjá mér. Ég ætla samt ekkert að blása þetta upp, ég var bara krakki sem fannst gaman að teikna.“ Sunna segist aldrei hafa ætlað sér að verða listakona þegar hún var yngri. „Ég sá það aldrei í hillingum heldur ætlaði ég alltaf að verða eitthvað „lógískt“. Ég var á sálfræðibraut og hafði áhuga á manneskj- ustúdíum. Svo áttaði ég mig á því að þetta væri stór heimur og það væri mögulega hægt að vinna við þetta. Þá fór ég að skoða hvort maður passaði einhvers staðar inn.“ Það tók Sunnu samt tíma að finna hvar hún passaði inn. Hún fór fyrst í MH en skipti síðan yfir í FB út af listabrautinni. Eftir stúdent fór hún að velta fyrir sér bæði myndlist og hönnun. „Ég fór í lista- skóla í Hollandi og var þar í fjögur ár,“ segir hún en skólinn heitir AKI og er í Enschede. Fékk verðlaun fyrir stól „Ég valdi mér opna myndlistarbraut og fékk að leita og prófa ýmislegt. Þetta átti ótrúlega vel við mig. Ég tók líka hönn- unaráfanga í náminu og vann meira að segja verðlaun fyrir stól. Myndlistin mín færðist alltaf meira og meira í teikningu. Ég var alltaf mest að teikna, þó ég hafi gert stærri myndir og málverk voru þau alltaf í þessum teiknifrásagnarstíl.“ Skólinn byggðist mikið á einstaklings- frumkvæði og segir Sunna að sér hafi Einlægni er spennandi Sunna Sigurðardóttir fékk draumaverkefnið þegar hún teiknaði myndasögur í verðlaunabók Guðrúnar Evu Mínervudóttur, Allt með kossi vek- ur. Hún vinnur nú að sinni fyrstu myndasögubók. Texti: Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Myndir: Kristinn Ingvarsson kring@mbl.is

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.