SunnudagsMogginn - 26.02.2012, Síða 13

SunnudagsMogginn - 26.02.2012, Síða 13
26. febrúar 2012 13 Á nýliðinni tískuviku í London sýndu hönnuðirhaust- og vetrartískuna 2012-13. Tískuvikan er ísókn og fjölgar stórum nöfnum þar smám saman.London hefur frá því á sjöunda áratugi síðustu ald- ar verið þekkt fyrir sköpunargleði en nú vilja Bretar líka sýna að bresk tíska snúist ekki aðeins um sköpunargleðina heldur líka viðskipti. Meðfylgjandi myndir eru allar frá tískuvik- unni en þar var áberandi hversu margir hönnuðir sýndu málmlitaðan fatnað, glitr- andi og gegnsæ föt auk loðfelda. Forsætisráðherrafrú Breta, Samantha Cameron, er ötull stuðningsmaður breskrar tísku og hélt veislu í Downing-stræti þar sem hún bauð framáfólki í tískuheiminum. „Síðastliðin vika hefur sýnt okkur að bresk tíska er ekki lengur um dirfsku og sköpun, hún snýst líka um viðskipti. Bresk tíska snýst um nýjungagirni og hún þorir að vera öðruvísi og við erum stolt af því að sýna heiminum það meðan á tískuvikunni í London stendur. Þetta gerir breska tísku enn- fremur að góðum iðn- aði, iðnaði sem gefur okkur tvöfalt meira en bílaiðnaðurinn,“ sagði hún og ítrekaði skilaboð sín um að tíska væri hluti af framtíð hagkerfis Bret- lands en hún hvetur hönnuði til að láta framleiða vörur sínar á Bret- landi. Tíska Fágaður og veisluvænn klæðnaður frá Antoni & Alison. Reuters Glæsilegur kjóll frá Vivienne Westwood. AP Kjóll frá Issa, merki sem er í uppáhaldi hjá Katrínu hertogaynju af Cambridge. Reuters Bronskjóll sem slær í gegn frá Jasper Conran. AP Mjög loðinn loðfeldur frá Jasper Conran. AP Gegnsætt með glimmeri undir frá Marios Schwab. AP Málmur og mjúkar línur Sláandi klæðnaður frá Pam Hogg.R eu te rs Matthew Williamson er þekktur fyrir glys og glæsileika. AP AP AP Skemmtilegur kragi á kjól frá Paul Smith. Tískuvikan í London er í sókn en þar sýndu hönnuðir haust- og vetrartískuna 2012-13. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Aðsniðinn kokkteil- kjóll frá Matthew Williamson.

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.