Morgunblaðið - 01.03.2012, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MARS 2012
’
Veltum því ein-
faldlega fyrr okkur
hvort það sé rétt að
við grípum inn í mál
sem er fyrir dómi. Ég
held að í öllum öðrum
tilfellum fyndist okkur
það með öllu óeðlilegt.
Valgerður Bjarnadóttir.
’
Ég lít þannig á að
það sé meg-
inskylda, grundvall-
arskylda, þingsins að
taka afstöðu til þess
hvort að sá sem til
stendur að ákæra hafi
gerst brotlegur við lög eður ei.
Bjarni Benediktsson.
’
Það er ekkert í
lögum sem hindr-
ar það að Alþingi aft-
urkalli ákæruna.
Birgir Ármannsson.
’
Mín niðurstaða er
sú að það sé bæði
rangt, ósanngjarnt og
óréttlátt að draga einn
ráðherra fyrir lands-
dóm án þess að tekið
hafi verið á öllum öðr-
um ráðherrum og
þeirra ábyrgð með viðeigandi hætti.
Sigurður Ingi Jóhannsson.
’
Það er þyngra en
tárum taki að
þurfa að viðurkenna
það enn og aftur að
það er enginn í reynd
tilbúinn til þess að við-
urkenna mistök eða
ábyrgð á því efnahagslega hruni sem
hér varð.
Álfheiður Ingadóttir.
’
Mér finnst þetta
fáránlegt, mér
finnst þetta súrreal-
ískt. Ef það myndast
hér nýr meirihluti í
þinginu í atkvæða-
greiðslu á morgun [í
dag] þá er ég ekki viss um hvort ég
treysti mér til að starfa hér.
Margrét Tryggvadóttir.
’
Það er mín skoð-
un, það var sú af-
staða sem ég byggði á
á sínum tíma og ég
geri það enn að meiri
líkur en minni væru til
sakfellingar í þessu
máli.
Mörður Árnason.
’
Þetta er sennilega
skrítnasta mál
sem komið hefur inn í
þingið í lýðveldissög-
unni.
Þór Saari.
Ákæra orðrétt
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Kosið verður um þingsályktunartil-
lögu Bjarna Benediktssonar um aft-
urköllun ákæru á hendur Geir H.
Haarde, fyrrverandi forsætisráð-
herra, á Alþingi í dag. Í gær var
stefnt að því að atkvæðagreiðslan
færi fram um klukkan 11.00, að lokn-
um óundirbúnum fyrirspurnartíma
ráðherra sem hefst klukkan 10.30.
Alþingismenn sem rætt var við í
gærkvöldi voru sammála um að
mjótt yrði á munum þegar kosið yrði
í dag. Menn töldu einnig að óvissu-
þættir væru enn margir. Einn stuðn-
ingsmanna þingsályktunartillögunn-
ar taldi að stjórnarmeirihlutinn hefði
talið sig hafa yfirhöndina og því
hleypt málinu úr nefnd. Umræðurn-
ar í gær hefðu hins vegar bent til
þess að stuðningsmenn frávísunar-
tillögu meirihlutans væru ekki vissir
um að hafa sigur í dag.
Síðari umræða um tillöguna fór
fram á Alþingi í gær. Umræðan hófst
um klukkan 15.50 og stóð fram á
kvöld. Samkomulag náðist á milli
forystumanna þingflokka í gær um
að ræða málið fram á kvöld.
Valgerður Bjarnadóttir, formaður
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar,
mælti fyrir áliti meirihluta nefndar-
innar. Hún sagði m.a. að meirihluti
nefndarinnar hefði fallist á röksemd-
ir þeirra sem segðu að Alþingi væri
ekki bannað að grípa inn í málið.
„Við teljum hins vegar að þó að Al-
þingi megi, þá eigi það ekki að skipta
sér af málinu þegar það er komið fyr-
ir dóm nema brýnar ástæður séu fyr-
ir því eða saksóknari fari fram á það
við þingið. Þess vegna leggur meiri-
hlutinn til að málinu verði vísað frá,“
sagði Valgerður. Hún sagði að ekki
væru málefnalegar forsendur til að
draga málið til baka. Vildi þingið
koma að málinu á þessum tíma legði
meirihlutinn til, til vara, að þings-
ályktunartillagan yrði felld vegna
þess að ekki væru málefnalegar for-
sendur til að samþykkja hana.
Hver þingmaður ábyrgur
Bjarni Benediktsson, flutnings-
maður þingsályktunartillögunnar,
sagði í andsvari að í þessu máli hvíldi
ákæruvaldið sameiginlega í höndum
63 þingmanna. Þeir þyrftu hver um
sig að taka afstöðu til þess hvort
ástæður væru til þess að höfða mál.
Hann rifjaði upp að skiptar skoðanir
hefðu verið um málið á sínum tíma
og sagði það hafa komið í ljós að
ýmsir þingmenn hefðu skipt um
skoðun frá því ákært var í málinu.
Bjarni beindi því til formanns stjórn-
skipunar- og eftirlitsnefndar hvort
ákærandinn í málinu, þingið, ætti
ekki að velta því fyrir sér hvort sak-
borningurinn væri sekur eða ekki?
Hann spurði nefndarformanninn
hvaða staða væri komin upp ef fyrir
lægi að meirihluti þingmanna teldi
ekki lengur að sakborningurinn
hefði brotið lög?
Valgerður sagði að hún liti á það
sem höfuðskyldu Alþingis að blanda
sér ekki inn í dómsmál.
Andstæð minnihlutaálit
Magnús M. Norðdahl, þingmaður
Samfylkingar, mælti fyrir minni-
hlutaáliti sínu. Hann kvaðst hafa
rökstutt tillögu um frávísun þings-
ályktunartillögunnar með því að
hann væri ekki sannfærður um að
málið hefði átt heima á dagskrá
þingsins.
Annars vegar vegna formsins á til-
lögunni og hins vegar vegna þess að
Alþingi hefði ekki frumkvæðisrétt í
málinu. Þá kvaðst hann telja að
hvorki væru uppfyllt skilyrði til að
falla frá saksókn né til þess að aft-
urkalla ákæruna.
Birgir Ármannsson gerði grein
fyrir nefndaráliti 2. minnihluta, full-
trúa Sjálfstæðisflokks. Hann lýsti
undrun yfir því að frávísunartillaga
skyldi vera lögð fram við aðra um-
ræðu um þingsályktunartillöguna.
Frávísunartillaga hefði verið lögð
fram við fyrstu umræðu um
málið og hún verið felld.
Birgir sagði ljóst að
þingið gæti afturkallað
ákæruna. Hver og einn
þingmanna stæði
frammi fyrir þeirri
spurningu hvort þingið
ætti að afturkalla ákær-
una. Því yrði hver og einn
þingmanna að svara fyrir
sig.
Talið að mjótt verði á mun-
um og óvissa um úrslitin
Alþingi kýs í dag um þingsályktunartillögu um að afturkalla ákæru á hendur Geir H. Haarde
Morgunblaðið/Golli
Andstæðingar Bjarni Benediktsson og Valgerður Bjarnadóttir eru á önd-
verðum meiði um hvort halda eigi ákæru á hendur Geir Haarde til streitu.
Alþingi og ákæran
» Alþingi kaus um málshöfðun
gegn fjórum fyrrverandi ráð-
herrum 28. september 2010.
Niðurstaðan var sú að Geir H.
Haarde skyldi einn ákærður.
» Bjarni Benediktsson lagði
fram þingsályktunartillögu um
afturköllun ákæru gegn Geir
16. desember 2011.
»Alþingi felldi frávísunartillögu
og samþykkti að þingsályktun-
artillagan fengi þinglega með-
ferð 20. janúar 2012.
Magnús M. Norðdahl lagði fram
álit 1. minnihluta stjórnskipunar-
og eftirlitsnefndar. Hann er sam-
þykkur niðurstöðu og tillögu
meirihlutans en færir ítarlegri rök
fyrir afstöðu sinni í nefndarálitinu.
Magnús telur að þingsályktun-
artillagan uppfylli ekki skilyrði
þess að vera tekin á dagskrá. Þá
séu hvorki formleg né efnisleg
skilyrði afturköllunar ákæru eða
niðurfellingar saksóknar uppfyllt.
Birgir Ármannsson og Ólöf Nor-
dal lögðu fram nefndarálit 2.
minnihluta. Þar er lögð
áhersla á að Alþingi taki efn-
islega afstöðu til þingsálykt-
unartillögunnar um að ákær-
an verði afturkölluð og styðja
þau hana. Þau hafna því að
þingmenn á vitnalista séu
vanhæfir í málinu og lýsa
furðu sinni á aðaltillögu meiri-
hlutans um frávísun.
Tekist á um frávísun
TVÖ MINNIHLUTAÁLIT VORU LÖGÐ FRAM Í GÆR
Landsdómur er í
Þjóðmenningarhúsi.
Andri Karl
andri@mbl.is
Fjölmörg álitamál eru uppi í olíusamráðsmálinu
upphaflega sem dómtekið var á sjöunda tímanum
í gærkvöldi eftir aðalameðferð við Héraðsdóm
Reykjavíkur. Olíufélögin þrjú, ESSO (Ker hf.),
Olís og Skeljungur fara fram á að ógilt verði
ákvörðun áfrýjunarnefndar samkeppnismála
sem staðfesti, en lækkaði, sektir sem lagðar voru
á félögin vegna ólögmæts samráðs félaganna á
árunum 1993 til 2001.
Um er að ræða mál sem hófst með húsleit, því
að hald var lagt á skjöl og tölvutæk gögn voru af-
rituð á starfsstöðum félaganna 18. desember
2001. Samkeppnisráð ákvað 28. október 2004 að
leggja sektir á félögin, en þeirri ákvörðun skutu
þau til áfrýjunarnefndar samkeppnismála, sem
kvað upp úrskurð í málinu 29. janúar 2005. Nið-
urstaðan var að félögin greiddu 1.505 milljónir kr.
samtals í sekt, sem þau greiddu með fyrirvara um
lögmæti þeirra.
Málið hefur verið til meðferðar hjá Héraðsdómi
Reykjavíkur frá haustmánuðum 2005, en það tafð-
ist aðallega vegna ótal matsgerða sem óskað var
eftir.
Óvenjuvönduð stjórnsýslumeðferð
Verjendur olíufélaganna fara aðallega fram á að
úrskurðurinn verði ógiltur og er vísað til að máls-
meðferðin brjóti stjórnarskrá og mannréttinda-
sáttmála Evrópu. Til vara að málið verði fellt nið-
ur þar sem brotin voru fyrnd og þrautavara að
sektir verði lækkaðar verulega þar sem ávinn-
ingur félaganna vegna samráðs hafi ekki verið
sannaður.
Heimir Örn Herbertsson, lögmaður Sam-
keppniseftirlitsins, sagði þvert á móti að málsmeð-
ferðin hefði verið til mikillar fyrirmyndar. Félögin
hefðu margítrekað fengið tækifæri til að koma sín-
um athugasemdum á framfæri, birtar voru frum-
athuganir til að auðvelda það félögunum og í hví-
vetna gætt að andmælarétti. „Þetta er allt til
marks um óvenjuvandaða stjórnsýslumeðferð.“
Verjendur olíufélaganna halda því fram að miða
eigi við tveggja ára fyrningarfrest og að hann hafi
ekki verið rofinn fyrr en með ákvörðun Sam-
keppnisráðs á árinu 2004. Rökin fyrir því að miða
eigi við tvö ár eru sett fram á þeim grunni að lög-
um var breytt árið 2000 og fresturinn lengdur.
Hins vegar hafi flest brotin verið framin fyrir
þann tíma og því eigi að miða við eldri lög.
Þetta sagði Heimir ekki tækt því um samfelld
brot væri að ræða sem hefði lokið í desember
2001, í fyrsta lagi. Því ætti að miða við yngri lög
og miða við fimm ára frest. Væri hins vegar miðað
við eldri lög skipti það ekki máli því fyrningar-
frestur hefði verið rofinn með húsleitinni, á sama
tímapunkti og brotum lauk.
Hvað varðar svo ávinninginn sögðu verjendur
að Samkeppnisyfirvöldum hefði ekki tekist að
sanna að olíufélögin hefðu haft ávinning af sam-
ráði sínu. Einnig að beitt hefði verið röngum for-
sendum við útreikning.
Heimir sagði að aðferð samkeppnisyfirvalda
hefði verið fræðilega viðurkennd, „Það má deila
um aðferðina við útreikninginn en samkeppnisyf-
irvöld höfðu rétt fyrir sér,“ sagði Heimir og einn-
ig að það væri misskilningur að sanna þyrfti upp á
krónu ávinninginn. „Það er sannað með fullnægj-
andi hætti að félögin höfðu verulegan ávinning af
þessu.“
Upphaflega olíusamráðsmálið dómtekið
Olíufélögin þrjú vilja að úrskurður áfrýjunarnefndar samkeppnismála um sektir vegna samráðs verði ógiltur
Málið hefur verið til meðferðar hjá Héraðsdómi Reykjavíkur frá haustmánuðum árið 2005 eða í rúm sex ár