Morgunblaðið - 01.03.2012, Page 8

Morgunblaðið - 01.03.2012, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MARS 2012 Jóhanna Sigurðardóttir forsætis-ráðherra lýsti skoðunum sínum með þessum orðum eftir að Alþingi hafði naumlega samþykkt að ákæra Geir H. Haarde í september 2010:    Mér þykir þaðauðvitað miður að Geir H. Haarde hafi verið ákærður og fari fyrir landsdóm. Mér þykir það mjög miður vegna þess að ég tel að ekkert til- efni hafi verið til þess.“    Þessa skoðun sínaítrekaði hún á þingi um daginn þeg- ar málið kom aftur til kasta þess.    Nokkrir þeirra sem áður vilduákæra hafa nú skipt um skoð- un og vilja falla frá ákærunni.    Af þeirri ástæðu er augljóst aðþingmeirihluti er ekki lengur fyrir því að ákæra Geir H. Haarde og því ber þinginu að draga ákær- una til baka.    Þrátt fyrir þetta er uppi einhverefi um niðurstöðuna. Svo kann að fara að þrátt fyrir að færri þing- menn vilji ákæra en vilji það ekki þá verði ákærunni haldið til streitu.    Ástæða þess er vitaskuld ekkilagalegs eðlis heldur af póli- tískum toga.    Efinn sem nú er uppi í málinu erum það hvort að á þingi sé fólk sem sé tilbúið að ákæra mann vegna pólitískra hagsmuna þó að það telji hann saklausan.    Því verður ekki trúað aðóreyndu. Jóhanna Sigurðardóttir Ekkert tilefni en samt ríkir efi STAKSTEINAR Geir H. Haarde Veður víða um heim 29.2., kl. 18.00 Reykjavík -1 snjókoma Bolungarvík 0 alskýjað Akureyri 1 heiðskírt Kirkjubæjarkl. 1 léttskýjað Vestmannaeyjar 1 snjókoma Nuuk -17 léttskýjað Þórshöfn 10 þoka Ósló 7 heiðskírt Kaupmannahöfn 11 léttskýjað Stokkhólmur 7 heiðskírt Helsinki 2 heiðskírt Lúxemborg 12 skýjað Brussel 8 skýjað Dublin 12 léttskýjað Glasgow 11 léttskýjað London 12 heiðskírt París 13 heiðskírt Amsterdam 7 alskýjað Hamborg 10 súld Berlín 10 skýjað Vín 10 skýjað Moskva -2 skýjað Algarve 16 léttskýjað Madríd 21 léttskýjað Barcelona 13 heiðskírt Mallorca 16 léttskýjað Róm 16 heiðskírt Aþena 10 skýjað Winnipeg -12 skýjað Montreal -7 skýjað New York 5 alskýjað Chicago 15 léttskýjað Orlando 26 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 1. mars Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 8:34 18:47 ÍSAFJÖRÐUR 8:44 18:47 SIGLUFJÖRÐUR 8:27 18:30 DJÚPIVOGUR 8:05 18:15 Sótt hefur verið um leyfi til bygging- arfulltrúans í Reykjavík til að breyta fyrrverandi höfuðstöðvum Baugs að Túngötu 6 í íbúðahótel. Húsið er í eigu Fasteignafélagsins Reita, sem hefur auglýst húsnæðið til leigu. Hefur mögulegur leigjandi lýst áhuga á því að standsetja 10 herbergja íbúðahótel í húsnæðinu. Málið er þó á frumstigi að sögn Guð- jóns Auðunssonar, forstjóra Reita. „Þessi aðili hefur gert kostnaðarmat á sínum vegum og lagt inn beiðni til byggingaryfirvalda til að athuga hvort grundvöllur sé fyrir slíkum breyt- ingum,“ sagði Guðjón. Töluverður áhugi á húsinu Hann segir töluverðan áhuga á hús- næðinu. „Nokkrir hafa sýnt áhuga á að leigja húsið í núverandi mynd og svo vill einn aðili breyta húsnæðinu í íbúða- hótel.“ Túngata 6 er nú innréttað sem skrif- stofuhúsnæði. Um er að ræða tvær samtengdar byggingar, sem eru sam- tals 518 fermetrar. Elsti hluti hússins er frá árinu 1875 en yngri húsin eru frá miðjum níunda áratug síðustu aldar. Lárus E. Sveinbjörnsson, bæjarfógeti, var skráður fyrsti eigandi hússins en ekki hefur verið búið í húsinu frá árinu 1953. Vegna aldurs er húsnæðið háð þjóðminjalögum um allar breytingar. Áhugi á að breyta Túngötu 6 í íbúðahótel  Húsið er 518 fermetrar og var áður höfuðstöðvar Baugs Group Morgunblaðið/Árni Sæberg Framboðs- frestur til bisk- upskjörs rann út í gær en eng- inn bættist á síðustu metr- unum í hóp þeirra átta sem þegar höfðu til- kynnt framboð sitt. Enn er þó ekki útséð um fjölda þeirra sem verða í kjöri þar sem einhverjir gætu hafa tilkynnt framboð sitt bréflega. Að sögn Steinunnar Arnþrúðar Björnsdóttur, verkefnisstjóra á þjónustusviði hjá Biskupsstofu, verður sett upp kynningarsíða um frambjóðendurna á föstudag á vef- svæðinu kirkjan.is. Í framboði eru: sr. Agnes M. Sig- urðardóttir, sr. Gunnar Sig- urjónsson, sr. Kristján Valur Ing- ólfsson, dr. Sigríður Guðmarsdóttir, dr. Sigurður Árni Þórðarson, sr. Þórir Jökull Þorsteinsson, sr. Þór- hallur Heimisson og sr. Örn Bárður Jónsson. Framboðs- frestur út- runninn  Kynningarsíða sett upp á föstudag Dómkirkjan í Reykjavík. Gra farh olt Grafa rvog ur Matís hefur um langt skeið átt í góðu samstarfi við háskóla, m.a. með hagnýtum verkefnum í framhaldsnámi. Matís býður þér í heimsókn á morgun, föstudaginn 2. mars kl. 16-18 Vínlandsleið 12 Framundan eru spennandi tækifæri fyrir nemendur t.d. í lífefnafræði, viðskiptafræði, tölvunarfræði, líffræði, heilbrigðisvísindum, matvælafræði, næringarfræði, lögfræði, umhverfisfræði og verkfræði. Matís er í góðum tengslum við matvæla- og líftækniiðnaðinn en margir telja að vaxtarbroddar framtíðarinnar liggi þar. Mörg verkefna Matís eru unnin í samstarfi við fyrirtæki í þessum greinum. Föstudaginn 2. mars milli kl. 16 og 18 langar okkur að bjóða þér í heimsókn að Vínlandsleið 12 í Reykjavík til þess að hitta starfsfólk Matís, nemendur sem vinna að verkefnum sínum í samstarfi við Matís og starfsmenn fyrirtækja sem hafa átt í farsælu samstarfi við okkur. Einnig langar okkur til að kynna nýtt og spennandi framhaldsnám (www.framtidarnam.is) og sýna okkar glæsilega húsnæði. Þetta er góður vettvangur til að kynna sér matvæla- og líftækniiðnaðinn, hvort sem ætlunin er að fara í framhaldsnám eða kynnast möguleikum á starfi eftir að námi lýkur. www.framtidarnam.is Vinsamlegast láttu okkur vita með tölvupósti á haskolar@matis.is hvort þú komir og endilega láttu fylgja með hvaða námi þú ert í svo við getum kynnt sérstaklega verkefni sem snúa að þínu áhuga- og fagsviði. Léttar veitingar í boði! Hluti samstarfsaðila í nýju meistaranámi í matvælavísindum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.