Morgunblaðið - 01.03.2012, Side 10
Önduðu að sér Ottó-
mana-menningunni
Tónlistarmenn Haukur Gröndal (t.v.) klarinett- og saxófónleikari og Ásgeir Ásgeirsson gítarleikari á siglingu.
María Ólafsdóttir
maria@mbl.is
HljómsveitarmeðlimirSkuggamynda frá Býs-ans fóru nýverið í æv-intýralega ferð til Ist-
anbúl. Þar drukku þeir í sig
menninguna og fengu einn virtasta
hljóðmeistara Tyrkja, Alp Turac, til
að hljóðblanda fyrstu geislaplötu
sveitarinnar, New Road, í Babajim-
hljóðverinu.
Ánægðir með útkomuna
„Ferðin var ótrúlega spennandi
enda er hljómsveitin að spila tónlist
sem á rætur sínar að rekja til þessara
slóða. Við fengum þessa hugmynd
okkar á milli ég og Ásgeir Ásgeirsson
að láta hljóðblanda plötuna ytra en
hún var tekin upp hér á Íslandi í
fyrra. Eftir dálitla rannsóknarvinnu
varð Babajim-hljóðverið fyrir valinu.
En það kom í ljós þegar við byrjuðum
að vinna með hljóðmeistaranum Alp
Turac að hann er einn helsti hljóð-
maður og samstarfsaðili Sertab Ere-
ner, Eurovision-stjörnu Tyrkja sem
vann 2003. Með því að vinna með
mönnum sem þekkja vel þau hljóð-
færi sem við leikum á eins og saz,
bouzouki og hin ýmsu slagverks-
hljóðfæri sem við notumst við náðum
við þeim hljóm á plötuna sem við vor-
um að leita að og við erum mjög
ánægðir með útkomuna,“ segir
Haukur Gröndal klarinett- og saxó-
fónleikari hljómsveitarinnar.
Á ferðum sínum um Istanbúl hittu meðlimir Skuggamynda frá Býsans þekktan
klarinettleikara og sóttu tónleika tyrkneskrar etno-punksveitar. Megintilgangur
ferðarinnar var þó að hljóðblanda fyrstu plötu þeirra, New Road, og ljá tónlist-
inni þannig hinn „eina sanna hljóm“ Ottómana-menningarinnar.
Sundin blá Séð yfir Istanbúl þar sem
hljómsveitarmeðlimir dvöldu um hríð.
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MARS 2012
Það er ætíð jafn skemmtilegt að
hoppa út í hinn stóra heim og kanna
hve margt hann hefur í boði. Fyrir þá
sem vilja hoppa af stað án þess að
eyða öllu sínu fé (eða eiga meira í að
njóta lífsins á staðnum) er hopnow
tilvalin vefsíða. Þar má leita sér að
íbúðum til leigu um allan heim og líka
auglýsa sína eigin. Þetta er sér-
staklega sniðug lausn þegar fleiri en
einn eða tveir ferðast saman. Ódýr-
ara er að gista í íbúð og yfirleitt
meira pláss fyrir börnin en á hefð-
bundnu hótelherbergi. Í húsi eða íbúð
má líka skipta kostnaði á milli vina,
para eða fjölskyldna. Það kemur sér
líka vel enda er hótelkostnaður oft
dágóður hluti af því sem fólk eyðir á
ferðalögum. Kíktu á hopnow.com og
auðveldaðu þér að láta drauminn um
að hoppa út í lönd rætast með hækk-
andi sól.
Vefsíðan www.hopnow.com
Reuters
Ferðamenn Fjöldi fólks við Wat Phra Kaeo hofið í Bangkok.
Hoppað af stað út í heim
Barnsmissir verður umfjöllunarefni á
fræðslukvöldi Nýrrar dögunar, sam-
taka um sorg og sorgarviðbrögð, í
kvöld klukkan 20.30. Fræðslukvöldið
verður haldið í safnaðarheimili Há-
teigskirkju en fyrirlesari er sr. Vigfús
Barni Albertsson, sjúkrahúsprestur á
barnadeild Landspítalans.
Í kjölfar fyrirlestrar sr. Vigfúsar fer
af stað stuðningshópur fyrir foreldra
sem hafa misst barn. Hópurinn byrjar
þriðjudaginn 6. mars kl. 20 og verður
í safnaðarheimili Háteigskirkju.
Reynslan sýnir að stuðningur og
samfélag við aðra sem hafa orðið fyr-
ir sama missi er eitthvert áhrifarík-
asta tækið til að takast á við þunga
sorg. Þá verður opið hús í safn-
aðarheimili kirkjunnar fyrir fundinn
frá kl. 19:00.
Endilega …
… sækið fræðslukvöld
Ljósmynd/norden.org
Söknuður Barnsmissir er afar sár og mikilvægt að leita sér stuðnings.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
V
IT
58
70
6
02
/1
2
VITA er lífið
Tenerife
Flugsæti 6. mars
Verð frá 78.900kr.*
og 15.000 Vildarpunktar
fyrir flug fram og til baka með flugvallarsköttum.
* Verð án Vildarpunkta: 88.900 kr.
Vikulegt flug.
VITA | Suðurlandsbraut 2 | Sími 570 4444 | VITA.is
Kynntu þér ferðamöguleikana og skráðu þig í netklúbbinn á VITA.is
Hjá VITA getur þú lækkað verðið á ferðinni
þinni um allt að 10.000 kr. með 15.000 Vildarpunktum.
Auk þess eru veittir 2.500 Vildarpunktar fyrir allar
keyptar ferðir í leiguflugi með VITA. Þannig öðlast þú
stöðugt fleiri tækifæri til þess að njóta lífsins.
Þú getur notað
Vildarpunktana
hjá okkur
Hljómsveitin Skuggamyndir frá
Býsans var stofnuð um mitt ár
2010 og er efnisskrá hennar sett
saman úr grískum, makedónsk-
um, búlgörskum og tyrkneskum
lögum. Ólgar tónlistin af tilfinn-
ingahita í bland við austurlenska
dulúð. Í sveitinni eru þeir Haukur
Gröndal, Ásgeir Ásgeirsson, Bor-
islav Zugorovski, Guð- mundur
Pétursson, Þorgrímur Jónsson
og Erik Qvick. Hefur hinn búlg-
arski harmóníkuvirtúósi Borislav
verið sérstakur listrænn ráðu-
nautur sveitarinnar allt frá árinu-
árinu 2006. Útgáfutónleikar
Skuggamynda frá Býsans verða
á morgun, föstudag 2. mars, á
Café Haítí og hefjast þeir klukk-
an 21:30. Þá mun sveitin leika í
Hörpunni á laugardaginn kl. 13-
16 fyrir gesti.
Tilfinninga-
hiti og dulúð
SKUGGAMYNDIR FRÁ BÝSANS