Morgunblaðið - 01.03.2012, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 01.03.2012, Qupperneq 12
Svaðbælisá færð N Heimild: Framkvæmdafréttir Önundarhorn Bakkakotsá Sv að bæ lis áÞ jó ve gu r 1 (Seljavellir) (Vík) (Hvolsvöllur) Leirnavegur (243) Núvrandi lega Leirnavegur (243) Nýtt vegstæði Svaðbælisá Nýr farvegur Loftmyndir ehf. Svaðbælisá verður færð á tæplega eins kílómetra kafla neðan hring- vegar, í landi jarðarinnar Önund- arhorns. Leirnavegur sem liggur með ánni verður einnig færður á kafla. Ríkissjóður hefur keypt jörðina Önundarhorn sem varð einna verst úti í flóðunum eftir gosið í Eyja- fjallajökli. Tilgangurinn var meðal annars að búa til nýjan farveg fyrir Svaðbælisá. Straumur er lítill í Svaðbælisá, neðan við brúna á hringveginum, og sest þar aur og aska sem áin ber með sér úr fjöllum. Hefur stöðugt þurft að grafa upp úr farveginum til að koma í veg fyrir að áin taki ekki brúna af. Jafnframt verður settur grjót- garður á vestanverðan varnargarð- inn neðan við brúna til að móta bet- ur farveginn sem þar er kominn. Bíladrangur ehf. í Vík bauðst til að færa veg og á fyrir 15 milljónir króna og tilboð Suðurverks og Gröfutækni voru litlu hærri. Eru tilboðin um fimm milljónum undir áætluðum verktakakostnaði Vega- gerðarinnar. Búskap hefur verið hætt á Ön- undarhorni. „Þessi framkvæmd sker jörðina ansi illa í sundur en þegar fram líða stundir verður hægt að hefja aftur búskap,“ sagði Sveinn Runólfsson landgræðslu- stjóri í samtali við Morgunblaðið á dögunum. helgi@mbl.is Svaðbælisá færð til að auka strauminn 12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MARS 2012 BAKSVIÐ Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Hækkandi eldsneytisverð veldur miklum áhyggjum innan ferðaþjón- ustunnar. Óttast menn að haldi verðið áfram að hækka muni það hafa veruleg neikvæð áhrif í sumar, ekki síst á ferðalög Íslendinga inn- anlands, sem hafa dregist verulega saman undanfarin ár. Þannig sagð- ist um þriðjungur aðspurðra í ný- legri könnun MMR fyrir Ferða- málastofu eingöngu hafa ferðast innanlands síðasta sumar, á meðan hlutfallið var nærri 50% fyrir árið 2009. Útlitið ekki bjart Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) sendu einmitt í gær frá sér yfirlýs- ingu þar sem skorað er „enn einu sinni“ á ríkisstjórnina að lækka álögur hins opinbera á eldsneyti. Benda þau á að t.d. hópbifreiðar nota um 12 milljón lítra af olíu á ári sem á ársgrundvelli kosti 3 milljarða króna. Fær ríkið til sín af þeirri upp- hæð um 1,5 milljarða og hefur sú upphæð aukist um 300 milljónir króna á milli ára, segja samtökin, eða um 25% á einu ári. „Á síðast- liðnu sumri fækkaði ferðum Íslend- inga um landið, sérstaklega á þeim svæðum sem eru lengst frá stærstu markaðssvæðum, s.s. höfuðborg- arsvæðinu. Útlitið er því ekki bjart fyrir ferðaþjónustufyrirtækin víðs vegar um landið sem helst þjóna Ís- lendingum. Lækkun á álögum rík- isins myndi létta undir með ferða- þjónustufyrirtækjunum um land allt og stuðla að auknum ferðum fólks um landið,“ segir í yfirlýsingu SAF. Hringurinn á 54 þúsund krónur Minni áhyggjur eru uppi með um- ferð erlendra ferðamanna um land- ið, en komum þeirra til landsins hef- ur sem kunnugt er fjölgað verulega. Þó hefur eldsneytisverðið haft þau áhrif að þeir fara frekar í styttri dagsferðir en lengri ferðalög um landið. Bílaleigur og gististaðir verða minna vör við þennan samdrátt í ferðalögum Íslendinga innanlands, þar sem þeir ferðast flestir með fellihýsi í eftirdragi eða dvelja í or- lofshúsum. Hins vegar finna mat- sölustaðir og verslanir við þjóðveg- inn meira fyrir þessu; sundlaugar, bensínstöðvar og aðrir þeir staðir sem íslenskir ferðamenn versla helst við. Það kostar líka orðið skildinginn fyrir ferðamanninn að aka um land- ið. Ef aðeins er tekinn hringurinn, sem er um 1.300 kílómetra langur, þá yrði rekstrarkostnaður bifreiðar í meðalstærð, sem eyðir 9 lítrum á hverjum 100 km, um 54 þúsund krónur. Er þá innifalið eldsneyti, við- gerðir og ýmis tilfallandi kostnaður. Sambærilegur kostnaður, við að keyra hringveginn eingöngu, var um 48 þúsund krónur á síðasta ári. Ef sami ferðamaður myndi bæta ýms- um styttri leiðum út frá hringveg- inum við þá færi aksturinn fljótt í um 2.000 km. Rekstrarkostnaður öku- tækis á því ferðalagi yrði um 82 þús- und krónur. Er þá ótalinn gisti- og fæðiskostnaður og annar tilfallandi kostnaður við ferðalag hringinn í kringum landið. Eftir því sem lengra er farið frá suðvesturhorninu eru áhyggjur inn- an ferðaþjónustunnar meiri. Þannig liggja Austfirðinga á bæn þessa dag- ana um gott veður og að bensín- dropinn taki að lækka í verði. Skúli Björn Gunnarsson, stjórnar- formaður Markaðsstofu Austur- lands, segir síðasta sumar hafa verið „lítið og lélegt“ í ferðaþjónustunni, aðallega vegna veðurs, en hækkandi eldsneytisverð hafi klárlega einnig sín áhrif. Þar megi ferðaþjónustan reikna með búsifjum. „Eldsneytisverð er komið í því- líkar hæðir að menn hugsa sig tvisv- ar um áður en þeir aka austur á land með fellihýsi í eftirdragi. Þessi þróun hjálpar okkur ekki og ekki heldur flugfargjöldin, ekki má gleyma því að þau hafa verið að hækka,“ segir Skúli Björn. Þörf á betri dreifingu Aukin umferð erlendra ferða- manna hefur verið um Austfirði og þar hefur ferjan Norræna mikið að segja. Skúli segir meira um að þeir eyði síðustu dögunum fyrir brottför austanlands en Íslendingar séu ekki í miklum mæli að fara akandi í skipið til ferðalaga á Norðurlöndum eða í Evrópu. Frekar að þeir séu þá að flytja úr landi. Skúli Björn segir mikilvægt að dreifa erlendum ferðamönnum betur um landið og nauðsynlegt að stjórn- völd hugsi til þess þegar verið er að veita fjármagn til ferðamannastaða og upplýsingamiðstöðva ferðamanna á landsbyggðinni. Suðvesturhorn landsins og vinsælustu ferðamanna- staðirnir þoli illa alla þá aukningu sem spáð er í ferðaþjónustu næstu árin. Sérstakur starfshópur á vegum Markaðsstofu Austurlands er að vinna í því að koma á millilandaflugi á Egilsstaði og viðræður hafa átt sér stað við Isavia um að beina erlendum flugfélögum meira austur á Hérað. Ódýrara að fara á sólarströnd Vinsæll áningarstaður við þjóð- veginn er Staðarskáli í Hrútafirði. Svanhildur Hlöðversdóttir, stöðv- arstjóri N1 í Staðarskála, segir um- ferðina klárlega hafa minnkað og það sjáist best á vegatalningu um Holta- vörðuheiðina á síðasta ári, sem lækk- aði um 10-12%. Veðrið hafi einnig haft sitt að segja. Nú sé t.d. ekki lengur verið að aka börnum á skíði í heilu rútunum til Akureyrar eftir að snjóþyngra varð sunnan heiða. „Við sjáum líka minna af hinum dæmigerða íslenska ferðamanni, enda er það orðið ódýrara fyrir fjögurra manna fjöl- skyldu að fara í viku á sólarströnd en að ferðast innanlands,“ segir Svanhildur. Áhyggjur af eldsneyti og veðri  Hækkandi eldsneytisverð hefur mikil áhrif á ferðaþjónustu á landsbyggðinni  Austfirðingar liggja á bæn um gott veður í sumar og lækkandi bensínverð  SAF skora enn á ríkisstjórnina Morgunblaðið/Árni Sæberg Ferðalög Verulega hefur dregið úr ferðalögum landsmanna innanlands og óttast ferðaþjónustan enn meiri sam- drátt þar í sumar haldi eldsneytisverð áfram að hækka. Á sama tíma fjölgar erlendum ferðamönnum. Bæði Evrópukeppnin í knatt- spyrnu og Ólympíuleikarnir í London fara fram í sumar og ferðaþjónustan hefur jafnan fundið fyrir áhrifum á umferð ferðamanna, ekki síst Íslend- inga, þegar slík stórmót laða marga að sjónvarpsskjám. EM stendur yfir í júní og fram í júlí í sumar og Ólympíuleikarnir hefjast í ágúst, þar sem m.a. íslenska handboltalandsliðið verður meðal keppenda. Skúli Björn Gunnarsson tek- ur undir að þessi stórmót hafi haft nokkur áhrif á ferðalög fólks, sér í lagi HM í knatt- spyrnu. En líklega verði áhrifin minni nú með aukinni tækni þegar hægt er að sjá útsendingar í full- komnum farsím- um, spjaldtölv- um og öðrum græjum. EM og ÓL hafa áhrif UMFERÐIN Í SUMAR Skúli Björn Gunnarsson Hvað kostar að keyra hringinn? Forsendur í jan. 2012 2011 2012 Rekstrarkostnaður pr. km*: 36,46 kr. 40,93 kr. Bensínverð pr. lítra: 220 kr. 260 kr. * Innifalið: Eldsneyti, viðhald og viðgerðir, tryggingar, dekk, skattar og skoðun, bílastæði og þrif. Heimildir: FÍB, Vegagerðin Sumarið 2012 Sumarið 2011 4 8. 49 2 kr . 54 .4 37 kr . Miðað við 1.330 km akstur meðalbíls sem eyðir 9 lítrum á 100 km. Loftmyndir ehf.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.