Morgunblaðið - 01.03.2012, Side 22

Morgunblaðið - 01.03.2012, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MARS 2012 S tundum er það ofur þreytandi en stundum líka barnslega sjarmer- andi hvað Ólafur Ragnar Grímsson er iðinn við að setja sjálfan sig í öndvegi. Honum finnst virkilega gaman að vera forseti og virðist vilja vera það sem allra lengst. Einstaka sinnum er þó eins og hann átti sig á því að ánægja hans í embætti sé of augljós, og þá skiptir hann snarlega um gír. Þá er eins og göfugur tregi færist yfir svip- mót hans og hann talar um mikla ábyrgð sína, eins og hún sé þung byrði sem sé um það bil að sliga hann. Um leið gefur hann sterklega í skyn að hann sé einungis í embætti vegna þess að þjóðin geri svo ríka kröfu til þess að einmitt hann sinni því. Þegar forsetinn flutti áramótaræðu sína og talaði í stíl Hamlets um að vera eða ekki vera, þá skildi þjóðin ekki hvað hann var að segja. Skáldlegar einræður eru sennilega ekki það sem fólk skilur best þeg- ar það vaknar seint og um síðir eftir gleðskap gamlárs- kvölds. Forsetinn segir núna að það hafi verið fullkomlega ljóst hvað hann var að segja. Hann ætlaði að hætta. Manni sýnist að hann ætli að túlka skilningsleysi þjóðarinnar á orðum hans á þann veg að þjóðin vilji alls ekki að hann hætti og hafi þess vegna kosið að láta eins og hún skildi ekki skýr skilaboð hans. Eitt er allavega ljóst og það er að þjóðin á forseta sem túlkar hlutina alveg eftir sínu eigin höfði. Að vera eða ekki vera? spurði Hamlet sig á sínum tíma. Að hætta eða ekki hætta? spyr forsetinn sig þessa dagana. Hann hefur tekið sér umhugs- unarfrest til að íhuga hvort hann eigi að verða við áskorun hluta þjóðarinnar um að hann gefi enn og aftur kost á sér í embætti forseta. Ekki er ljóst af hverju hann þarf nokkurra daga frest til þess. Það var vitað nokkrum vikum áð- ur en undirskriftum var skilað til hans að um 30.000 manns myndu setja nafn sitt á listann. Þessi tími hefði átt að nægja forsetanum til að hugsa málið. En það hefði verið alltof hvers- dagslegt fyrir Ólaf Ragnar að svara strax, þótt hann sé vitaskuld löngu búinn að ákveða sig. Hann hefur unun af hannaðri atburðarás. Einhvern veginn getur maður ekki varist þeirri hugsun að það kitli forsetann að vera í dramatískum aðstæðum, sem hann setti sig reyndar sjálfur í. Því auðvitað er það rétt sem menn segja, að hann hannaði þessa atburðarás sjálfur – með aðstoð vina sinna, miðaldra karla, sem kunna vel við sig í Bessastaðaboðum. Vinirnir, miðaldra karlarnir, væla nú eins og ungabörn og halda að þeir verði umkomulausir ef Ólafur Ragnar verður ekki áfram á Bessastöðum. Með tíð og tíma munu þeir jafna sig. Glaðsinna maður eins og Guðni Ágústsson mun aldrei gráta lengi. Þjóðin mun líka jafna sig – og það á undraskömmum tíma. Hún er nýjungagjörn og verður fljót að aðlaga sig nýjum forseta – þegar hún er búin að finna hann. Um leið verður Ólafur Ragnar að óljósri minn- ingu. kolbrun@mbl.is Kolbrún Bergþórsdóttir Pistill Að vera eða ekki vera forseti FRÉTTASKÝRING Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Ekkert lát er á framboðihugmynda um að ganga áeignir sjóðfélaga lífeyr-issjóðanna til að greiða úr skuldavanda heimilanna. Blekið var vart þornað af samkomulagi lífeyr- issjóða og fjármálaráðherra um fjár- mögnun á hlut sjóðanna í sérstökum vaxtabótum, þegar fram komu nýjar hugmyndir um að nýta mætti lífeyr- issparnaðinn og ávöxtun hans til að leiðrétta stöðu lántakenda. Helgi Hjörvar, formaður efna- hags- og viðskiptanefndar, setti fram hugmyndir í viðtalið við Fréttablaðið um að ríkið sækti óinnleystar skatt- tekjur af viðbótarlífeyrissparnaði strax og auk þess mætti nýta 20 milljarða kr. afsláttarhagnað, sem lífeyrissjóðir fengu af íbúðabréfum sem keypt voru af Seðlabanka Lúx- emborgar vorið 2010. Þar er Helgi að vísa til svonefndra Avens-viðskipta. Forsvarsmenn lífeyrissjóðanna og samtaka á vinnumarkaði bregðast hart við þessum hugmyndum. Vil- hjálmur Egilsson, framkvæmda- stjóri SA, segir í pistli á vefsíðu SA að lífeyrissjóðirnir hefðu aldrei keypt skuldabréfin af Seðlabankanum ef þeir hefðu vitað að til stæði að hirða hagnað þeirra tveimur árum síðar. „Þannig er ljóst að forsendur bresta fyrir áframhaldandi þátttöku lífeyr- issjóða í útboðum Seðlabankans á krónueignum fyrir gjaldeyri nema þessi tillaga sé formlega jörðuð af ríkisstjórn og Seðlabanka,“ segir hann. Arnar Sigurmundsson, formað- ur Landssamtaka lífeyrissjóða, tekur í sama streng: „Þessi tillaga, sem er eins manns tillaga frá Helga Hjörv- ar, kom mjög á óvart. Að láta sér detta í hug að ætla sér að draga sjálf- stæð viðskipti í maí 2010, þar sem sjóðirnir ráðstöfuðu dýrmætum gjaldeyri til þess að kaupa rík- isskuldabréf í gegnum Seðlabankann í Lúxemborg, ein og sér út fyrir sviga. Þessi viðskipti eru í ársreikn- ingum sjóðanna 2010 og eru ekki neitt sérmál,“ segir Arnar. Hann segir þetta líka vera mjög slæm skilaboð. „Við gerðum sam- komulag við stjórnvöld um áfram- haldandi aðkomu að gjaldeyr- isútboðum,“ segir hann og gagnrýnir að formaður efnahags- og viðskipta- nefndar skuli á sama tíma koma með þessar hugmyndir. „Þá spyr maður; er hann vísvitandi að reyna að hleypa þessu samkomulagi frá því í febrúar í loft upp? Ég trúi því ekki að svo sé. Þetta er svo barnaleg hugmynd. Þetta er svona með því lakara sem ég hef heyrt frá þingmanni,“ segir Arn- ar. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, er einnig gagnrýninn á þessar hug- myndir og minnir á að nú styttist í prófkjör og kosningar stjórnmála- manna, sem komi þá fram með alls konar ,,sniðugar lausnir.“ „Við höfum ekki séð rökin fyrir því að nota lífeyri landsmanna til einhvers annars en að borga lífeyri,“ segir Gylfi. Viðbót- arlífeyrissparnaðurinn hafi orðið til með kjarasamningi, hann sé ekki eign ríkisins og aðgerðir af þessum toga séu því hrein og klár eignaupp- taka. Oddný G. Harðardóttir fjár- málaráðherra segir að allar hug- myndir séu teknar til skoðunar í ráð- herranefnd sem fjallar um skuldamál heimilanna. Ýmsar spurningar vakni hins vegar við þessa sérstöku hug- mynd um að skattleggja sér- eignasparnaðinn, s.s. hvaða afleið- ingar það hefði til framtíðar. Oddný segir mjög mikilvægt að haft sé í huga að þetta sé hugmynd frá ein- stökum þingmanni en komi ekki úr þingflokki Samfylkingarinnar eða úr stjórnarsamstarfinu. Nýgerðu samkomu- lagi hleypt í loft upp? Morgunblaðið/Kristinn Erfitt Samkomulag um þátt lífeyrissjóða og banka í vaxtaniðurgreiðslum var gert í des. 2010. 14 mánuðum síðar var samið um fjármögnun sjóðanna. Samkomulag ríkisins og lífeyr- issjóðanna felur í sér að sjóðirnir taka þátt í gjaldeyrisútboðum Seðlabankans og hagnaðurinn fer í að greiða upp hlut þeirra í vaxtaniðurgreiðslum árin 2011 og 2012. Á móti lofar ríkið að fella niður eignarskattinn sem lagður var á sjóðina. Hann er samtals 2,8 milljarðar kr. á þess- um tveimur árum. Fyrsta útboð- inu lauk 15. febrúar og skilaði ríf- lega helmingi allrar fjárhæðarinnar sem sækja átti til sjóðanna með skattheimtu. „Fyrsta útboðið tók til baka rúm- lega helming af þessum eign- arskatti vegna síðasta árs og þessa árs,“ segir Arnar Sig- urmundsson. „Það var gert ráð fyrir að þessi útboð gætu orðið tvö til þrjú til viðbótar. Lífeyr- issjóðirnir lofuðu að taka þátt í þeim upp að ákveðnu marki.“ Sjóðirnir telji sig með þessu geta átt þokkalega góð viðskipti og jafnframt komið skattinum fyrir kattarnef. Helmingur skattsins til baka LÍFEYRISSJÓÐIR TÓKU ÞÁTT Í GJALDEYRISÚTBOÐI Forseti Evr-ópusam-bandsins, Herman van Rompuy, hefur nú upplýst hvert hlut- verk þjóðþinga að- ildarríkjanna er. Hann segir að þau séu ef til vill ekki í formlegum skilningi en að minnsta kosti pólitískt öll „orðin að Evrópustofnunum“. Þetta kom fram á fundi í fyrra- dag og hann skýrði mál sitt með því að ákvarðanir þjóð- þinganna hefðu í vaxandi mæli þýðingu fyrir önnur aðild- arríki. Og hann viðurkenndi, ólíkt ráðamönnum hér á landi, að þessi þróun drægi úr full- veldi aðildarríkjanna. Rompuy sagði þjóðþingin halda fullveldi sínu í ríkisfjár- málum, en aðeins ef ákvarð- anir þeirra ógna ekki fjár- málalegum stöðugleika heildarinnar. Evruríkin yrðu að hafa samráð við fram- kvæmdastjórn Evrópusam- bandsins og önnur aðildarríki áður en þau tækju stærri ákvarðanir sem gætu haft áhrif á hin ríkin. Skýrar getur forsetinn tæp- ast talað um minnkandi völd þjóðþinga aðildarríkjanna í eigin málum. Þau fá að taka ákvarðanir, en aðeins ef þær samræmast vilja fram- kvæmdastjórnar Evrópusam- bandsins. Þau eru með öðrum orðum ekki ráðandi í eigin málum. Íslendingar virðast almennt átta sig á þessu og líst ekki á blikuna. Í nýrri skoðanakönn- un sem Samtök iðnaðarins létu gera fyrir sig kemur fram að einungis fjórðungur lands- manna er hlynntur aðild að Evrópusamband- inu. Þetta skýrir vitaskuld þann seinagang sem orðinn er á aðlög- unarferlinu þó að utanríkisráðherra, formaður utanríkisnefndar og fleiri stuðningsmenn Evrópu- sambandsaðildar í hópi stjórn- arliða kjósi að kenna þeim stjórnarliðum sem neita að svíkja kosningaloforð sín um tafirnar. Þessar vandlega skipulögðu tafir eru ein af þeim aðferðum sem Evrópusambandið og stuðningsmenn þess hafa til að ná fram vilja sínum. Ætlunin er að bíða þess að aðstæður breytist og áróðursfé sam- bandsins fari að skila árangri. Þá er hægt að ljúka „samn- ingaviðræðunum“ og halda kosningar. Og ef svo fer að landsmenn hafna aðild þrátt fyrir að Evrópusambandið ákveði tímasetningu kosning- anna, lýkur málinu ekki þar með. Þá verður haldið áfram, bætt í hótanirnar um hörmu- legar afleiðingar neitunar- innar og kosið aftur þar til al- menningur gefur sig. Ísland mun þess vegna aldr- ei losna við málið og þá tímasóun sem það er og þann skaða sem þessar endalausu viðræður með tilheyrandi stjórnmálaátökum valda, nema hætt verði við umsókn- ina. Þá fyrst geta stjórn- málamenn farið að einhenda sér í endurreisn atvinnu- og efnahagslífs landsins í stað þess að hluti þeirra eyði öllum kröftum sínum í að koma fjár- hagslegu forræði landsins í hendur Rompuy og annarra forystumanna í Brussel. ESB hefur lýst því yfir að þjóðþing að- ildarríkjanna hafi misst völd sín} Þjóðþingin sett af Stjórnvöld íNorður- Kóreu hafa loks fallist á að stöðva þróun kjarn- orkuvopna og auðgun úrans gegn því að Bandaríkin sendi gríðarlegt magn matvæla til landsins. Hluti af samkomulaginu og forsenda þess að nokkur von sé til að það haldi er að sam- þykkt hefur verið að eftirlits- menn fái að fylgjast með í þessu lokaðasta ríki veraldar. Nú á eftir að reyna á hvort stjórnvöld í Norður-Kóreu, með nýjan leiðtoga í broddi fylkingar, munu standa við sinn hlut, en þau hafa hingað til verið afar erfið að þessu leyti. Segja má að nokkur von sé til að sam- komulagið haldi því að landsmenn sárvantar mat og smám saman taka stjórnvöld mikla áhættu ef fólk sér fram á langvarandi hungursneyð. En það er auðvitað til marks um fáránleikann að ríki sem ekki getur brauðfætt íbúana skuli leggja gríðarlega fjármuni í þróun kjarn- orkuvopna og haldi úti einum stærsta her í heimi. Vonandi verður þetta fyrsta skrefið í því að stöðva kjarnorkuvopnadrauma Norður-Kóreu. Nægir eru í heiminum sem láta sig dreyma um slíkt og eiga jafn- vel stutt eftir í að sú martröð verði að veruleika. Kjarnorkuvopna- smíðin keypt fyrir matvælaaðstoð} Fáránleikinn í Norður-Kóreu STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.