Morgunblaðið - 01.03.2012, Síða 25
tíma sem hún hefur setið að völd-
um. Enginn hugsandi maður dreg-
ur dul á það. Margt stefnir í rétta
átt, en það er eins og „hin mjúku
málin“ ætli að verða henni erf-
iðust viðfangs, málefni þeirra, sem
höllustum fæti standa í lífinu.
Maður er of oft búinn að verða
fyrir vonbrigðum með úrlausn
þeirra mála í tíð þessarar stjórn-
ar, kannski vegna þess að til
hennar voru gerðar miklar vænt-
ingar. Það er fjárskortur. Auðvit-
að þarf að spara og einhvers stað-
ar að skera niður. En þetta er líka
spurning um forgangsröðun. Hvað
vill norræn velferðarstjórn láta
hafa forgang, setja efst á blað?
Þetta er ekki aðeins pen-
ingaspursmál, heldur ekki síður
spurning um hugarfar. Aldraðir
eru ekki hávær þrýstihópur í sam-
félaginu. Þess vegna er svo auð-
velt, þegar spara þarf í heilbrigð-
iskerfinu, að þrengja að þeim, sem
berskjaldaðastir eru og síst geta
varið sig, öldruðum og sjúkum,
kynslóðinni sem við eigum að
þakka lífskjörin, sem við búum við
í dag. Er það þakklætið sem við
sýnum henni? Lokun líknardeildar
og fækkun legurúma er fyrst og
fremst sorgleg staðreynd í vel-
ferðarþjóðfélagi, en um leið lítils-
virðing við það góða fólk, sem
fórnað hefur tíma sínum og kröft-
um við að byggja upp sérhæfða
líknarþjónustu við langveikt aldr-
að fólk. Slík ákvörðun lýsir ekki
miklum skilningi á þörfum aldraðs
fólks. Öll getum við átt fyrir hönd-
um að þurfa að njóta slíkrar þjón-
ustu, er að ævikvöldi kemur. Við
viljum geta treyst því, að hún sé
eins góð og kostur er. Við Íslend-
ingar höfum talið okkur til tekna
að búa við góða heilbrigðisþjón-
ustu. Þannig viljum við, að það
verði áfram.
Höf. er fyrrv. sóknarprestur.
UMRÆÐAN 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MARS 2012
Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi · Sími 535 4300 · axis.is
Opnunartími: mán. - fös. 9:00 - 18:00
NÚ ER RÉTTI TÍMINN TIL AÐ KAUPA SÉR FATASKÁP!
• Margar gerðir
• Glæsilegir fataskápar á afslætti
• Ýmsir uppröðunarmöguleikar
• Útlitsgallaðar vörur með miklum afslætti
FATASKÁPADAGAR UM HELGINA
Opið um helgina
Laugardag: 10-16
Sunnudag: 11-14Margir möguleikar
Þrátt fyrir hrunið
eru væntingar varð-
andi lífeyrisréttindi
enn allt of miklar. Í
haust virtust fáir hafa
áhyggjur af því að ár-
leg 3,5% raunávöxtun,
sem er óbeint viðmið
varðandi útreikning
lífeyrisréttinda, væri
óraunhæf. Nú hefur
þeim röddum fjölgað
að hugsanlega þurfi að lækka það.
Talan 3,0% heyrist mest nefnd í
þeim efnum. Ólafur Ísleifsson
bendir á í grein sinni Icelandic pu-
blic pensions: Why time is running
out að lækki ávöxtunarviðmiðið
sem þessu nemur lækka réttindi
sjóðsfélaga um 8-10%. Samkvæmt
Fjármálaeftirlitinu hefur raun-
ávöxtun lífeyrissjóða verið 2,2%
síðasta áratug. Á það hefur verið
réttilega bent að stærsti hluti inn-
lendrar hlutabréfaeignar fuðraði
upp haustið 2008. Aftur á móti var
ávöxtunarkrafa húsbréfa (nú íbúða-
bréfa) í upphafi áratugarins flökt-
andi á bilinu 5-6%. Lækkun á
ávöxtunarkröfunni niður í um það
bil 2% hefur gert það að verkum
að bókfærð ávöxtun lífeyrissjóða
hefur verið hærri sökum þess; en á
kostnað framtíðarávöxtunar.
Viðmiðið
Ávöxtunarkrafan í dag er ein-
faldlega miðuð við ákvörðun Al-
þingis 1997, þegar ávöxtunarkrafa
húsbréfa var miklu hærri. Önnur
leið væri að miða við sögulega
ávöxtun eða ríkjandi ávöxt-
unarkröfu hverju sinni. Vanda-
málið með sögulega
ávöxtun er að hún
gefur hugsanlega
ranga mynd af fram-
tíðinni. Hafi vaxtastig
lækkað ört, eins og
gerst hefur hérlendis
undanfarin ár, er
söguleg ávöxtun
hærri en hægt er að
gera ráð fyrir í fram-
tíðinni. Þegar sagt er
að „vonandi“ hækki
ávöxtunarkrafan aft-
ur upp í 3,5% er ekki
tekið tillit til þess að núvirði allra
skuldabréfa sem eru fyrir lækkar.
Auk þess er það byrjunarreiturinn
sem skiptir máli varðandi ávöxtun
framtíðarinnar, ekki sögulegt með-
altal. Í dag eru meðalvextir verð-
tryggðra íslenskra ríkisskulda-
bréfa rúmlega 2%, sem er þá vænt
framtíðarávöxtun skuldabréfa.
Hlutabréf og skuldabréf
Gjaldeyrishöft og takmarkað að-
gengi að fjárfestingum í hlutabréf-
um hefur verið nefnt sem þrösk-
uldur í að hefta lífeyrissjóði í að ná
3,5% raunávöxtun. Fyrra sjón-
armiðið hefur eitthvað til síns máls
því að gjaldeyrishöft leiða til þess
að meiri eftirspurn er þá eftir inn-
lendum skuldabréfum sem keyrir
ávöxtunarkröfuna niður. Til lengri
tíma getur ávöxtunarkrafan þó
ekki verið hærri en hagvöxtur
nema Ísland verði á endanum
skuldum vafið; núverandi ávöxt-
unarkrafa er frá því sjónarmiði því
enn nokkuð há. Þetta er augljóst
þegar hún er borin saman við
ávöxtunarkröfu flestra ríkja sem
eru ekki á barmi greiðslufalls.
Gjarnan er síðan vísað í þá goð-
sögn að raunávöxtun hlutabréfa sé
töluvert hærri en raunávöxtun
skuldabréfa.
Ávöxtun hlutabréfa hefur ein-
mitt haldist í svipuðum takti og
ávöxtun skuldabréfa í Bandaríkj-
unum síðustu áratugi en hún hefur
verið vel undir 3%. Því er, aftur,
óraunhæft að gera ráð fyrir hærri
ávöxtun í framtíðinni þó að gjald-
eyrishöft verði afnumin. Vænt
raunávöxtun framtíðarinnar er því
vel undir 3%.
Fjárfestingakostir
Þó svo að 3,5% ávöxtunarmið-
miðið sé óraunhæft þarf að fara
varlega við að lækka það. Helgi
Magnússon bendir til dæmis á að
árleg raunávöxtun Lífeyrissjóðs
verzlunarmanna hafi verið 6,5% ár-
in 1980-2009. Eðlilegt er að spurt
sé hvort það eigi að skerða áunnin
réttindi á því tímabili. Einnig hafa
heyrst raddir um að afnám ávöxt-
unarviðmiðsins þýði að arðsem-
iskrafa þurfi ekki að vera fyrir
hendi. Ögmundur Jónasson segir í
nýlegri grein í Fréttablaðinu að
fjármagn lífeyrissjóða væri betur
komið í samfélagslegum verkefnum
með ríkissjóð sem millilið. Þetta
gæti aftur á móti verið ávísun á
fjárfestingar í verkefnum þar sem
þjóðábatalegar röksemdir vegi
þyngst, þannig að skammtímasjón-
armið ráða ríkjum. Til lengri tíma
myndast hagvöxtur, sem skapar
getu til að standa straum af raun-
vöxtum, hins vegar af fjárfest-
ingum sem skila sem mestri arð-
semi. Hrafn Magnússon hefur
bent á að lífeyrissjóðir vilji koma
að endurreisn Íslands en þó ekki
slaka á ávöxtunarkröfu þeirra.
Fjárfestingarstefna
Þar sem skuldabréf veita í besta
falli um það bil 2% ávöxtun undir
núverandi kringumstæðum og
skráð hlutabréf fylgja almennt
svipaðri ávöxtun og skuldabréf þá
þarf að finna nýjan vettvang til að
auka arðsemi lífeyrissjóða. Þar
sem ávöxtun smærri fyrirtækja í
Bandaríkjunum hefur verið hærri
en almennur hagvöxtur þá er eðli-
legt fyrir lífeyrissjóði að beina
fjárfestingum sínum í auknum
mæli þangað. Með því að einblína
á verkefni þar sem arðsemi fjár-
festinga er hæst skapast grunnur
hagvaxtar í átt að 3,5% raun-
ávöxtun lífeyris. Þetta eykur ekki
áhættu í fjárfestingum lífeyr-
issjóða því án slíkra fjárfestinga
dregur smám saman úr hagvexti á
Íslandi og innstæða til að greiða
raunvexti yfirhöfuð minnkar stöð-
ugt.
Því þarf að auka vægi í fjárfest-
ingum á innlendum vettvangi þar
sem sköpun í framleiðslu veitir
arðsemi umfram meðalhagvöxt.
Samfélagsleg ábyrgð felst því í því
að fjárfesta í fyrirtækjum sem
skapa arðsemi morgundagsins.
Þannig verður vænt ávöxtun ekki
enn minni í framtíðinni.
Eftir Má Wolfgang
Mixa »Með því að einblína
á verkefni þar sem
arðsemi fjárfestinga er
hæst skapast grunnur
hagvaxtar í átt að 3,5%
raunávöxtun lífeyris
Már Wolfgang Mixa
Höfundur stundar PhD-nám
við Háskólann í Reykjavík.
Væntur lífeyrir undir 3%