Morgunblaðið - 01.03.2012, Side 26

Morgunblaðið - 01.03.2012, Side 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MARS 2012 ✝ Valdís GuðrúnÞorkelsdóttir (Vallý) fæddist á Hróðnýjarstöðum, Laxárdal, Dalasýslu 22. ágúst 1918. Hún lést á Hjúkr- unarheimilinu Sól- túni 20. febrúar sl. Foreldrar Valdís- ar Guðrúnar voru Þorkell Einarsson f. 22. des. 1889, d. 14. nóv. 1974 og Guðrún Valgerður Tómasdóttir f. 27. júní 1894, d. 24. júní 1930. Seinni kona Þor- kels var Hrefna Jóhannesdóttir f. 1912 d. 1983. Hálfsystur Valdísar samfeðra: Erna Inga f. 1942; eig- inmaður Haraldur Leví Árnason f. 1935 og Hugrún Björk f. 1942; eiginmaður hennar Jökull Sig- urðsson f. 1938, d. 1994; sam- býlismaður Hugrúnar er Jón Þór Jónasson f. 1935. Hinn 9. desem- ber 1944 gekk Valdís að eiga Harald B. Guðmundsson sem fæddist á Stóru-Hvalsá, Hrúta- firði, 10. október 1910. Foreldrar hans voru Guðrún Ögmunds- dóttir f. 1870, d. 1966, og Guð- mundur Guðmundsson f. 1877, d. 1917. Hálfsystir Haraldar sam- mæðra var Hallfríður Þórey Reykjavíkur og dvaldist m.a. hjá föðursystur sinni þar sem hún gætti dætra hennar. Hún lærði einnig saumaskap í Reykjavík. Valdís og Haraldur reistu sér hús að Fornhaga 22 þar sem þau bjuggu í rúm 50 ár. Valdís var fyrst og fremst móðir og hús- móðir og bjó fjölskyldu sinni hlý- legt og fallegt heimili, þar sem ávallt var gestkvæmt og margir dvöldu langtímum saman á heim- ilinu. Þar bjuggu kynslóðirnar saman. Tengdamóðir Valdísar, Guðrún Ögmundsdóttir, bjó hjá þeim hjónum í 26 ár. Auk heim- ilisstarfa útbjó Valdís kaffi fyrir starfsfólk Brunabótafélags Ís- lands í 25 ár. Valdís tók virkan þátt í félagsstarfi Átthagafélags Strandamanna þar sem þau hjón- in áttu góðvinasamfélag, en Har- aldur eiginmaður Valdísar var einn af stofnendum félagsins og formaður í 12 ár. Valdís söng meðal annars í kór Átthaga- félagsins um langt árabil. Hún hafði yndi af tónlist og lék á org- el. Árið 2007 fluttist Valdís til dóttur sinnar og tengdasonar að Bollagörðum 57. Hún var alla tíð heilsuhraust, en í desember 2010 hnignaði heilsu hennar og dvaldi hún á sjúkrahúsi þar til í júní 2011, er hún flutti á Hjúkr- unarheimilið Sóltún og lést þar 20. febrúar síðastliðinn. Valdís Guðrún verður jarð- sungin frá Neskirkju í dag, fimmtudaginn 1. mars 2012, og hefst athöfnin kl. 13. Hallgrímsdóttir f. 1896, d. 1959. Einka- dóttir Valdísar og Haraldar er Guðrún Valgerður f. 7. mars 1940; eiginmaður hennar Guðlaugur Heiðar Jörundsson f. 12. ágúst 1936. Har- aldur var bifreiða- stjóri hjá Stjórn- arráði Íslands frá 1946 og nokkuð fram yfir sjötugt. Hann varð bráðkvaddur á heimili þeirra þann 3. maí 2004. Valdís ólst upp til 7 ára aldurs á Hróðnýj- arstöðum í Dalasýslu. Þá fluttist hún ásamt foreldrum sínum að Kollsá í Hrútafirði. Á Kollsá bjó stór ættbogi móðursystkina, börn þeirra og frændgarður. Í föð- urætt var Valdís af Hróðnýj- arstaðarætt, þar sem hún átti stóran frændgarð. Báðum þess- um ættum tengdist hún kærleiks- ríkum fjölskylduböndum. 12 ára gömul mætti hún sorginni í sinni sterku mynd er móðir hennar Guðrún Valgerður lést langt um aldur fram ásamt nýfæddum bróður. Valdís lauk námi við Hér- aðsskólann að Reykjum í Hrúta- firði. Ung að árum fór hún til Við sitjum hér bæði og söknum þín hljóð og sjá, þínar lífsmyndir rísa. Ó Vallý, mín móðir, þú varst mér svo góð ég veit engin orð, er því lýsa. Og nú ertu engill á eilífðarslóð og enn muntu veg okkur vísa. (VHJ) Elsku mamma mín og tengda- mamma, hjartans þökk fyrir allt sem þú varst okkur. Minning þín er ljós í lífi okkar. Guð geymi þig. Þín Guðrún og Guðlaugur (Bíbí og Laugi). Elsku Vallý systir. Þá er stundin komin er þú legg- ur í ferðina löngu. Margar eru minningarnar. Guðrún amma okkar Hugrúnar fór með okkur til Reykjavíkur þá 10 ára gamlar, farið var í rútu. Það var mikið æv- intýri, farið til ykkar Halla á Vest- urgötuna. Þú og Bíbí fóruð með okkur í Tívolí-bíó til frændfólks- ins o.fl. Tilhlökkunin var mikil á sumr- in þegar þú, Halli og Bíbí komuð. Þá var farið í bíltúra, á hestbak, fram í vötn að veiða og heyskap- inn. Halli var nú liðtækur þar. Seinna er við Halli minn fórum að búa voru ófá skiptin sem við kom- um í Fornhagann með börnin okkar. Þar var alltaf nóg pláss og hlýja. Á seinni árum komuð þið Halli vestur í Búðardal og voru þá oft farnar stuttar og langar ferðir. Ein slík til Akureyrar, farið í Am- aró, það voru okkar útlönd, Vallý mín. Vallý, minnið þitt var alveg ótrúlegt, ég hringdi oft til þín og fletti upp í þér, þar kom ég ekki að tómum kofanum. Og veislurnar sem haldnar voru í Fornhagan- um, allir svo samtaka. Bíbí mín og Laugi þar fremst í flokki. Það var alveg einstakt samband á milli ykkar mæðgnanna, til þess var tekið. Þú og þið voruð líka dugleg að koma ef eitthvað var um að vera í fjölskyldunni. Lítill dreng- ur, Andreas fimm ára, sagði þeg- ar margir gestir voru komnir: Hvar eru Vallý, Bíbí og Laugi? Þetta segir margt. Elsku Vallý, ég veit að góður Guð mun fylgja þér á áfangastað, þar bíða þín vinir í varpa og Halli mágur býður þér í vals. Húmar að kveldi, hljóðnar dagsins ys, hnígur að Ægi gullið röðulblys. Vanga minn strýkur blærinn blíðri hönd, og báran kveður vögguljóð við fjarðarströnd. Ég er þreyttur, ég er þreyttur, og ég þrái svefnsins fró. – Kom, draumanótt, með fangið fullt af friði og ró. Syngdu mig í svefninn, ljúfi blær. Sorgmæddu hjarta er hvíldin jafnan vær. Draumgyðjan ljúfa, ljá mér vinarhönd, og leið mig um þín töfraglæstu friðarlönd. Ég er þreyttur, ég er þreyttur, og ég þrái svefnsins fró.– Kom draumanótt, með fangið fullt af friði og ró. (Jón frá Ljárskógum.) Elsku Bíbí og Laugi, innilegar samúðarkveðjur. Guð veri með ykkur. Inga og Haraldur (Halli). Mín kæra systir, Valdís Guð- rún, „Vallý“, er látin á 94. aldurs- ári. Hún var 12 ára er hún missti móður sína og var svo hjá pabba okkar Þorkeli og móðurfólki að Kollsá í Hrútafirði næstu árin. Þegar faðir okkar gifti sig í annað sinn Hrefnu Jóhannesdóttur fluttu þau að Hróðnýjarstöðum í Laxárdal, þaðan sem faðir okkar var ættaður. Vallý var við nám í Reykjaskóla og minntist þess tíma með ánægju. Ung fór hún í vist til Reykjavíkur, þá var öldin önnur og tók sú ferð tvo daga úr Dölunum, fyrst á hesti til Borg- arness og með skipi þaðan til Reykjavíkur. Í Reykjavík kynntist hún Har- aldi Guðmundssyni, ættuðum úr Hrútafirði, þau giftu sig árið 1944 og bjuggu á nokkrum stöðum í Reykjavík og í Skálholti. Einka- dóttir þeirra, Guðrún Valgerður, „Bíbí“, fæddist árið 1940. Um 1950 ráðast þau í að byggja sér hús að Fornhaga 22, sem varð heimili þeirra í rúmlega 50 ár og þau voru gjarnan kennd við. Ég dvaldi hjá þeim veturinn 1959-60 í örlitlu herbergi inn af eldhúsinu, sem seinna varð borðkrókur. Þá voru Bíbí og Guðlaugur maður hennar enn þá þar heima og tengdamóðir Vallýjar, Guðrún Ögmundsdóttir líka, en hún var þar hjá þeim til dauðadags. Þetta var skemmtilegur vetur og alltaf nóg pláss. Eftir að tengdamóðir hennar lést vann Vallý í mörg ár við veit- ingar hjá Brunabótafélaginu. Haraldur var í mörg ár ráðherra- bílstjóri og keyrði m.a. Eystein Jónsson, Bjarna Ben. og Ólaf Jó- hannesson og urðu þetta góðir vinir þeirra. Vallý og Halli náðu þeim áfanga 1994 að eiga gullbrúðkaup og var haldið upp á það með því að fá „limmosínu“ sem ók þeim á nokkra uppáhaldsstaði í Reykja- vík. Ég var svo heppin að vera með þeim í þessari ferð sem end- aði í Bollagörðum þar sem haldin var frábær veisla. Haraldur dó ár- ið 2004, 94 ára. Vallý var svo næstu fjögur árin ein í Fornhag- anum, þá var sjónin farin að bila, og flutti hún þá til dóttur sinnar og tengdasonar, þar var hún í fjögur ár í góðu yfirlæti. Fyrir rúmu ári fór heilsan að bila og fór hún þá á sjúkrahús í fyrsta sinn á ævinni. Seinustu níu mánuðina var hún í Sóltúni þar sem hún fékk frábært atlæti. Þar andaðist hún að morgni 20. febrúar sl. Ég á Vallý systur minni ótal- margt að þakka, hún var bæði fróð, minnug og skemmtileg, af- skaplega gestrisin og tók alltaf á móti mér og minni fjölskyldu af rausnarskap og hlýju. Elsku Bíbí og Laugi. Yljið ykk- ur við allar góðu minningarnar. Hugur okkar Jóns Þórs er hjá ykkur. Vaktu, minn Jesús, vaktu í mér, vaka láttu mig eins í þér. Sálin vaki, þá sofnar líf, sé hún ætíð í þinni hlíf. (Hallgrímur Pétursson) Hugrún. Sumar frænkur eru skemmti- legar frænkur. Vallý frænka okk- ar, sem nú er látin á nítugasta og fjórða aldursári, var klárlega ein af skemmtilegu frænkunum og við bræður vorum ekki háir í loft- inu þegar við fengum þá skýru mynd af henni. Fyrir litla peyja voru það ótvíræð forréttindi að koma á Fornhaga 22 til Vallýjar og Halla þar sem okkur mætti já- kvæðni, væntumþykja og ósvik- inn áhugi á því hvað við værum að fást við á hverjum tíma. Þetta allt ásamt pönnsunum hennar Vallýj- ar var góð blanda. Skemmtileg- heit og jákvæðni einkenndu Vallý hvar sem hún var; á Fornhagan- um, í Hraunbænum, í fjölskyldu- boðum, á spilakvöldum, á mótum Hróðnýjarstaðaættarinnar og á ferðalögum. Veiðiferðir í Staðará í Steingrímsfjörð voru mikil ævin- týri þar sem Vallý lék stór hlut- verk og minningarnar lifa. Á síð- ustu misserum dró af Vallý en afgerandi mannkostir hennar fylgdu henni út í gegnum lífið. Far í friði, kæra frænka, þú varst snillingur. Logi og Valur Ragnarssynir. Sólin skein og rjómalognið fyllti fjörðinn þeirri einstöku veð- urblíðu sem hvergi verður eins og á Ströndunum, eða þannig minnir mig að það hafi verið þegar ég hitti Vallý og Halla í fyrsta skipti, lítil stelpuhnáta sem var í heim- sókn hjá ömmu og afa á Hellu. Þau renndu í hlaðið á glæsibif- reið sem stýrt var af fagmennsku atvinnubílstjórans. Stigu út úr bílnum og ég tók strax eftir því að með þeim í för voru þær frænkur jákvæðnin, ljúfmennskan og lífs- gleðin. Upp úr farteski þeirra lið- aðist svo hamingjan sjálf. Og svo var heilsast, faðmast og hlegið. Kannski var veðrið ekki svona gott en mér finnst samt að það hljóti að hafa verið. Og þannig leið mér í návist þeirra öll árin sem ég var svo heppin að fá að þekkja þau Halla og Vallý. Svo varð ég sjálf- skipuð dóttir þeirra Bíbíar og Lauga og því naut ég þess að hitta þau ömmu Vallý og afa Halla oft. Þvílík forréttindi. Nú eru nokkur ár síðan afi Halli féll frá og amma Vallý flutt- ist alveg til þeirra Bíbíar og Lauga. Um það leiti fluttum við Hallormsstaðarbúarnir svo á möl- ina. Þennan tíma höfum við hist oft og notið samvista við ömmu Vallý sem fylgdist með því sem fram fór í samfélaginu af slíku innsæi að leitun var að. Hún var vitur kona með ríka kímnigáfu og fágætt stálminni, sem oftar en ekki var miklu betur að sér um ýmsar nýjungar en ungmennin og táningarnir í fjölskyldunni . Það er með miklum söknuði og sorg í hjarta sem við kveðjum ömmu Vallý en minningin um ein- staka konu lifir. Nú er hún farin í sína hinstu för og við vitum að afi Halli tekur á móti henni á leið- arenda. Veðrið er gott og ég sé þau fyrir mér þar sem þau heils- ast í blíðri heiðríkjunni og um þau leikur sá höfðinglegi alúðleiki sem alltaf einkenndi þau og fáum er gefinn. Greri þeim gæfa í góðu verki, breiði á alfaðir blessun sína. Elsku Bíbí og Laugi, við Onni og krakkarnir okkar, stórir og smáir, óskum þess að minningin um ömmuna okkar, hana Vallý, sem engri var lík, styrki ykkur í sorginni. Sif. Þitt starf var farsælt, hönd þín hlý og hógvær göfgi svipnum í. Þitt orð var heilt, þitt hjarta milt og hugardjúpið bjart og stillt. En styrrinn aldrei stóð um þig, – hver stormur varð að lægja sig, er sólskin þinnar sálar skein á satt og rétt í hverri grein. Loks beygði þreytan þína dáð, hið þýða fjör og augnaráð, sú þraut var hörð – en hljóður nú í hinsta draumi brosir þú. (Jóhannes úr Kötlum) Elsku Vallý frænka, hjartans kveðja. Þinn vinur, Árni Þorkell. Nú er slokknað á ljósi Valdísar Guðrúnar Þorkelsdóttur – Vallýj- ar frænku. Efst í huga er þakk- læti fyrir allt sem hún var okkur fjölskyldunni. Vallý auðnaðist langt og far- sælt líf. Hún fæddist að Hróðnýj- arstöðum í Dölum árið 1918, ólst upp á Kollsá í Hrútafirði en bjó svo lengst af á Fornhaga í Reykjavík með eiginmanni sínum, Haraldi Guðmundssyni. Þau hjónin eignuðust dótturina Guð- rúnu og síðar tengdasoninn Guð- laug. Hálfsystur Vallýjar voru tví- burarnir Hugrún Björk og Erna Inga. Vallý kvaddi þennan heim frið- sæl og björt að morgni 20. febrúar sl. á hjúkrunarheimilinu Sóltúni. Þannig lifir minning hennar í okk- ar huga; friðsæl og björt. Við virðumst stundum á mikilli hraðferð í gegnum lífið. Alltof oft gleymum við að hlúa að því sem okkur er kærast, því sem við vilj- um að móti líf okkar og barnanna okkar. Við gleymum líka að njóta stundarinnar. Hvað rekur okkur svona áfram? Hví þarf að þyrla upp öllu þessu ryki á okkar stuttu vegferð? Vallý var ekki þannig. Hún þyrlaði ekki upp ryki á lífsleið sinni. Hún var ekki á hraðferð. Það ríkti jafnan friður í kringum hana, hógværð og einlægni. Hún var góð manneskja. Vallý varð snemma fyrir sárri lífsreynslu, þegar hún missti móður sína ung. Hún vann af kjarki og trú úr þeirri reynslu. „Manni leggst allt- af eitthvað til“ voru einkunnarorð hennar. Og henni lagðist sannar- lega eitthvað til. Lífið gaf henni fagran persónu- leika sem einkenndist af kærleika, hlýju og bjartsýni þess sem sann- arlega trúir á yfirburði hins góða. Þannig laðaði hún líka fram í þeim sem nærri voru það besta í þeim sjálfum. Á hógværan hátt vann hún sér einlæga vináttu allra sem nærri henni stóðu. Og þeir urðu margir því heimili Vallýjar og Halla stóð stórfjölskyldu og vin- um ávallt opið. Vallý og Halli áttu einstaklega kærleiksríkt hjóna- band. Þau ræktuðu saman sinn garð í djúpum friði og einlægri umhyggju. Þau voru meira en heppin hvort með annað. Á kveðjustund kemur upp ein- lægt þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast Vallý og fyrir að börn- in okkar, Klara Benedikta og Tómas Jökull, eignuðust hana að eins konar langömmu. Hún var þeim einkar kær. Við erum líka þakklát fyrir að hafa fengið að horfa á það einstaklega fallega samband sem ríkti á milli Vallýjar og dóttur hennar Bíbíar og tengdasonar, Lauga. Blessuð sé minning Vallýjar. Auður Edda og Jón Ormur. Nafna mín og frænka er látin eftir langa og farsæla ævi og lang- ar mig til að minnast hennar í ör- fáum orðum. Vallý var alveg einstök mann- eskja. Hún var góð við alla; dýr og menn. Vallý setti ávallt aðra í fyrsta sæti og var einlæg í því að finnast gaman að heyra hvað aðrir voru að gera. Frá því ég var mjög lítil þótti mér alltaf gaman að fara í heim- sókn til Vallýjar og Halla á Forn- hagann og þaðan á ég margar og góðar minningar. Enginn bjó til eins góða rifsberjasultu og hún Vallý, úr rifsberjunum sem uxu í garðinum þeirra. Ekki má gleyma að minnast á eplakökuna hennar. Það var alltaf opið hús þegar Vallý og Halli áttu afmæli og þá var oft fjölmennt. Ég er svo glöð að hafa náð að syngja fyrir Vallý stuttu áður en hún lagðist inn á spítalann og á mjög fallega mynd af okkur sam- an sem var tekin við það tækifæri. Það er mér sannur heiður að hafa verið skírð í höfuðið á Vallý. Ég er þakklát fyrir að hafa átt samleið með henni og Halla og mun ætíð minnast þeirra með hlýju. Hugur minn er hjá einkadóttur þeirra og tengdasyni, Bíbí og Guðlaugi. Það er enginn vafi á því að Vallý og Halli sitja núna saman, hönd í hönd, og brosa niður til okkar allra. Megi gæfan þig geyma, megi Guð þér færa sigurlag. Megi sól lýsa þína leið, megi ljós þitt skína sérhvern dag. Og bænar bið ég þér, að ávallt geymi þig Guð í hendi sér. (Írsk bæn - Þýð. Bjarni S. Konráðsson) Valdís Guðrún Gregory. Nú er óðum að hverfa úr jarð- nesku lífi kynslóð manna og kvenna sem fædd voru á fyrri hluta síðustu aldar. Það er mikil eftirsjá að þessari kynslóð, fólk- inu sem var mjög tengt sveitinni sinni, hafði skemmtilega frásagn- argáfu og gaf sér nægan tíma fyr- ir fjölskyldu og vini. Valdís Guð- rún, Vallý eins og hún var oft kölluð, hafði yndislega nærveru. Það fylgdi því alltaf tilhlökkun að líta inn til hennar og Halla, Har- aldar Guðmundssonar, og ætíð fór maður glaður og sáttur af þeirra fundi. Kynslóðabil var ekki til í samskiptum þeirra við aðra. Í huga mínum var Vallý einstök kona. Hún var fínleg, falleg og fáguð kona sem hafði talrödd með sérstökum, eftirminnilegum blæ. Hún var létt og kát eins og hún á ættir til. Þau hjónin voru mjög fé- lagslynd og gátu vakað manna lengst ef því var að skipta. Meðfram húsmóðurstörfunum vann Vallý í fjöldamörg ár á kaffi- stofunni hjá Brunabótafélagi Ís- lands. Það var greinilegt að hún hafði yndi af því að fara í vinnuna, hitta starfsfólkið og spjalla við það í kaffitímum þess. Halli starf- aði lengst af sem bifreiðastjóri hjá Stjórnarráði Íslands. Bæði makar og börn ráðherranna sem hann keyrði urðu fjölskylduvinir þeirra og lýsir það vel hversu miklir öð- lingar þau hjón hafa verið. Það var fallegt og innilegt sam- band Vallýjar og Halla við einka- dóttur sína og tengdason, Bíbí og Lauga. Milli þeirra allra ríkti ein- stakur kærleikur og umhyggju- semi. Líkamleg heilsa Vallýjar fór hnignandi frá haustinu 2010. Hún átti góða að þessa erfiðu og löngu mánuði en fremst var dóttirin Bíbí, sem var vakin og sofin yfir velferð móður sinnar. Megi Guð vera með henni og eiginmanni hennar og styrkja þau við þessar breyttu aðstæður. Móðir mín, Inga Árnadóttir, kveður yndislega frænku. Það er ljúft að nafnið Valdís Guðrún skuli lifa áfram með dóttur minni. Allar þökkum við fyrir það sem Vallý var okkur og munum eiga með okkur fallegar minningar. Valdísi Guðrúnu Þorkelsdóttur biðjum við Guðs blessunar. Guðríður St. Sigurðardóttir. Okkur langar til að minnast kærrar frænku okkar, hennar Vallýjar móðursystur okkar, en hún lést þann 20. febrúar síðast- liðinn. Vallý var frænkan sem hélt öllu saman en hún var afar ætt- rækin og passaði upp á sitt fólk og fylgdist vel með öllum í fjölskyld- unni. Hún hringdi í okkur þegar við áttum afmæli og sýndi okkur og börnum okkar áhuga. Vallý var vönduð kona, trygg og traust. Umhyggja fyrir öðrum var henni eðlislæg og hún var allt- af tilbúin að hjálpa öðrum. Við heyrðum hana aldrei halla máli nokkurs manns, þótt hún væri síð- ur en svo skoðanalaus á mönnum og málefnum. Viðhorf hennar mótuðust af kristnum gildum og virðingu fyrir hinu besta í fari allra. Vallý eignaðist Harald Guð- mundsson að lífsförunaut og voru þau einkar samrýmd og falleg hjón og voru alltaf nefnd í sama orðinu. Þau eignuðust eina dóttur, Guðrúnu Valgerði, eða Bíbí eins og við köllum hana. Þau Halli og Vallý áttu fallegt heimili á Forn- haganum þar til Halli dó. Vallý bjó síðan nokkur ár ein á Forn- haganum en svo fór að hún flutti til Bíbíar dóttur sinnar og Lauga í Bollagarðana. Þar dvaldi hún í góðu yfirlæti þar til hún veiktist og þurfti meiri aðstoð. Þær mæðgur voru mjög samrýmdar og hugur okkar er með þeim Bíbí og Lauga nú á þessum erfiðu tím- um. Þegar við systkinin vorum að alast upp var fastur liður að heim- sækja Vallý og Halla á Fornhag- ann þegar við fórum til Reykja- víkur. Þá var ekki að spyrja að því að Vallý tók vel á móti okkur og bauð til veislu, m.a. sínar lands- frægu kótelettur og ís og kara- mellusósu á eftir. Síðan var okkur öllum komið fyrir í gistingu. Þess- ar heimsóknir voru alltaf jafn skemmtilegar og þau hjónin mikl- ir höfðingjar. Stundum fengum Valdís Guðrún Þorkelsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.