Morgunblaðið - 01.03.2012, Side 27

Morgunblaðið - 01.03.2012, Side 27
við meira að segja að fara í bæinn í ráðherrabílnum en það var sann- kallað ævintýri fyrir börn sem al- in eru upp í sveitinni þar sem far- artækin voru aðallega dráttar- vélar og Land Rover. Þegar Sóley var á Laugarvatni í menntaskóla var of langt að fara í Dalina í helgarfríum og þá var ekki að sökum að spyrja að ég fékk að vera hjá þeim Vallý og Halla. Ég hef örugglega reynt á þolrifin í Vallý á stundum við að rökræða kvenréttindamál og póli- tík. Hún lét ekkert koma sér úr jafnvægi og þó að við værum of ósammála skildum við alltaf sátt- ar og oftar en ekki laumaði hún að mér pening fyrir rútunni þegar ég kvaddi. Svo þegar Sóley varð stúdent buðu þau Vallý og Halli til stúdentsveislu á Fornhaganum af miklum rausnarskap. Vallý var afskaplega minnug kona og aldrei kom maður að tóm- um kofunum þegar við settumst að spjalli og ef eitthvað þurfti að rifja upp þá var best að spyrja Vallý. Við kveðjum Vallý frænku með söknuði og þökk fyrir allt, sem hún gaf okkur. Hin bjarta minn- ing hennar lifir með okkur öllum sem kynntumst henni og lýsir okkur framtíðina. Við biðjum alla heimsins engla að vaka yfir þér, kæra frænka. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem) Sigrún Sóley, Jörundur, Sigurður og fjölskyldur. Margt er það og margt er það sem minningarnar vekur, og þær eru það eina sem enginn frá mér tekur. (Davíð Stefánsson) Ég bý að brosum hennar og blessa hennar spor, því hún var mild og máttug og minnti á – jarðneskt vor. (Davíð Stefánsson) Ég kveð þig með kveðjunni sem þú sagðir alltaf við mig: Guð geymi þig. Hafdís H. Haraldsdóttir og fjölskylda. Hún var andi hússins, drottn- ing umhverfisins, blómvöndur af geislum sem yljuðu allt um kring með lítillæti, auðmýkt , hlédrægni og þakklæti til alls sem lifir. Hún var gull af manni, gerði gott úr öllu og bar alltaf í bætifláka fyrir þann sem hallaði á, rík af kærleik og góðmennsku. Brosið hennar sást ekki í auglýsingum, en það var eins og bros Monu Lisu, sígilt og alltaf nýtt af því að kraftur þess var blik augna hennar. Hlý augu og gjöful og góð orð voru að- alsmerki hennar Vallýjar minnar en þannig skynjaði ég að hún hugsaði til mín sem væri ég henn- ar. Þess nutu að vísu allir sem um- gengust þessa góðu og göfugu konu. Hann Halli hennar var perla af sama meiði, eitthvað sem minnti á óendanlega búsæld og bleika akra. Dóttir þeirra Bíbí er sömu gerðar nema að hún er ekki hlédræg, vatnsberi sem gefur í reiti mannlífsins og eykur leik- gleðina, stundum eins og blá- klukka í hlíð, stundum eins og heil heimsstyrjöld eða tvær. Þessi fjölskylda er sérstakt blóm í mannlífsflóru Íslands og ekki slaknaði á yndi sérstöðunnar með honum Lauga hennar Bíbíar, manni á heimsmælikvarða í mód- elsmíði, nákvæmari en allt sem nákvæmt er, tónskáld og Strandamaður í ofanálag. Valdís Guðrún Þorkelsdóttir var allt í senn sveitastelpa úr Döl- unum, heimsborgari í hugsun og gjafmild á hamingju öðrum til handa í bænum sínum og viðmóti. Það þarf undur sterka persónu- leika til þess að fylla herbergi sem hallir af anda hússins og vera þó eins og heiðlóa sem horfir heila heiði án þess að trufla með minnsta hljóði, en kveikja samt stemmningu eins og rödd heiðló- unnar á brúnsvarta kjólnum með grænu, litunum hennar Vallýar. Níutíu og þriggja ára og blúss- hress fram á lokasprettinn, hvílík blessun og náð, búin að dansa af miklum móð nær áttatíu ár, því þau skötuhjúin hann Halli og hún Vallý létu aldrei sinn hlut eftir liggja á dansleikjum Dalamanna, Strandamanna og alls þess góða og lífsglaða fólks sem er kjarni sjálfstæðis Íslands og stendur vaktina með öðrum Íslendingum sem verja sjálfstæði Íslands, tungu og menningu, vald yfir völl- um Íslands til sjós og lands og munu aldrei kvika frá trú, von og framtíð Íslands. Þannig var hún Vallý okkar, hávaðalaus en höfð- ingi úr íslenskum jarðvegi. Megi góður Guð varðveita allt hennar fólk sem enn býr jörð og blóma- ilm. Og nú er hún sigld blessunin góða, komin í einhvern ráðherra- bílanna með honum Halla sínum, því marga keyrði hann, og þau eru örugglega á leiðinni á ball í bestu dansskónum. Töffarinn sem leyndi svo á sér mun ugglaust bremsa með tilþrifum þegar hann flytur hana Vallý sína fyrir hásæti Guðs og það hlýnar af blómvendi geislanna frá Drottningu um- hverfisins, anda hússins. Árni Johnsen. Á heiðum og fögrum febr- úarmorgni kvaddi Valdís Þorkels- dóttir þennan heim. Andlát henn- ar bar hvorki brátt að né reyndist óvænt, öldruð kona, sem missti hafði heilsuna fyrir fáeinum miss- erum, lauk göngu sinni, æðrulaust og hljótt. Valdís, eða Vallý eins og hún var alltaf kölluð, kom inn í líf okk- ar fyrir nokkrum árum, er hún fluttist hingað í Bollagarðana til einkadóttur sinnar, Guðrúnar og eiginmanns hennar, Guðlaugs. Hjá dóttur sinni og tengdasyni naut Vallý þeirrar innilegu um- hyggju og kærleika sem henni var sjálfri svo tamt að sýna. Þeir sem á vegi hennar urðu skynjuðu að þar fór kona sem kunni þá list að lifa fallega og lifa vel. Hún kunni að njóta hins litla og gleðjast yfir því, hún kunni að þakka það sem lífið gefur og hún kunni að gera gott úr öllu. Sorgin hafði vissulega knúið dyra hjá Val- lýju, hún missti móður sína aðeins 12 ára gömul. Sá missir markaði djúp spor í sálarlíf hennar. Við andlát móður sinnar stóð hún þó ekki ein. Hún átti ríkidæmi í stórri fjölskyldu og öflugum frændgarði sem studdi hana og mildaði móð- urmissinn. Og þegar faðir hennar giftist aftur og eignaðist dætur, jókst ríkidæmi Vallýjar. Sam- heldni Vallýjar og hálfsystra hennar og stórfjölskyldunnar allr- ar er órjúfanleg. Þar standa allir þétt saman, jafnt á gleðistundum sem á tímum sorgar. Vallý var skrafhreifin og skemmtileg, brosmild og kát. Hún var sterk og keik, fróð, minnug og hafði ferðast víða um Ísland. Augu hennar ljómuðu þegar hún rifjaði upp ferðalög með Haraldi heitn- um, eiginmanni sínum, sögur af hálendisferðum og öðrum ferðum um Ísland, sem í hennar huga var fegursta landið. Hana langaði aldrei til útlanda, Akureyri var hennar útlönd og það var jafnan sól í öllum hennar ferðalögum. Á sinn hægláta, ljúfa hátt auðg- aði hún líf þeirra sem umgengust hana. Hún var örlát, ekki einungis á efnislegar gjafir, heldur einnig á þær gjafir sem dýrmætastar eru, góða nærveru, gott viðmót og hlýtt hugarþel. Hún rifjaði oft upp sögur og kynni af fólki sem hún hafði umgengist á ljúfan og nær- gætinn hátt. Fram til þess síðasta hélt hún andlegri reisn sinni og góðri nærveru, þótt kraftana þryti. Blessunar- og þakkarorð henn- ar fylgdu þeim ávallt út í daginn, sem heimsóttu hana í Sóltún. Nú er það okkar að þakka Vallýju góða og hlýja samfylgd og biðja henni allrar blessunar á sólarveg- um. Ingveldur og Ársæll, Eiríkur, Friðrik og Rakel Eva. MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MARS 2012 Þegar þeir sem eru manni kærir falla frá verða minning- arnar allsráðandi og smyrja sárin. Minningar tengdar föður- systur minni einkennast af þeirri glaðværð og hlýju sem við nutum í svo ríkum mæli í gegnum tíðina og svo nýlega á jólaballinu. Þar voru yngstu fjölskyldumeðlimirnir í öndvegi og þannig vildi til að við Sirra sátum saman við borð ásamt fleira ungviði og lítilli frænku okkar. Þær spjölluðu heilmikið saman og sem ég fylgdist með Sigrún S. Hafstein ✝ Sigrún S. Haf-stein fæddist í Reykjavík 18. des- ember 1926. Hún lést á Landspít- alanum í Fossvogi 8. febrúar 2012. Sigrún var jarð- sungin frá Lang- holtskirkju í Reykjavík 17. febr- úar 2012. dáðist ég að því hversu samofin hlýja og virðing voru ávallt í við- móti hennar og samskiptum við börn. Greinilegt var líka að þau kunnu vel að meta það. Æskuár mín bjuggum við og fjölskylda frænku minnar í sama hverfi. Lágu þá leiðir oft í Skeiðarvoginn til að leika og stóð heimili þeirra Sirru, Hannesar og frænd- systkinanna okkur alltaf opið. Þrátt fyrir einhverjar tölu- legar staðreyndir varð ekki annað séð en þar færi kona á besta aldri. Kveðjustundin nú finnst mér því ótímabær með öllu, ég hafði vonast eftir að samverustundirnar yrðu fleiri. Sirra bar lífinu fagurt vitni og yfir því geta börn hennar, barnabörn og við öll sem til þekktum glaðst og þakkað. Þær systurnar og faðir minn eru glæsilegur systkinahópur, hafa alltaf verið mjög samrýnd og staðið þétt saman. Samband þeirra hefur verið góð fyrir- mynd. Það hefur enda sýnt sig að allur frændsystkinahópurinn er gæddur margvíslegum og miklum mannkostum. Er það ómetanleg gæfa að búa að slík- um frændgarði og fjölskyldum þeirra. Í ljósaskiptunum minnist ég frænku minnar með mikilli hlýju. Hugleiðingar um lífið og tilveruna fylgja óhjákvæmilega missi þeim sem verður þegar þeir sem eru manni kærir falla frá. Missirinn nú skerpir sýnina á lífið og leiðir hugann enn og aftur að tilgangi þess. Þegar lit- ið er til ævi frænku minnar, systkina hennar og fjölskyld- unnar í heild er niðurstaða stórrar spurningar einföld: Það sem mest er um vert í lífinu er að láta sér þykja vænt um aðra. Orðin eru fá sem viðhöfð eru í rituðu máli, en hugarþelið stendur sterkt eftir. Það er gott í lífinu, að eiga góðar minningar um gott fólk. Inga Björk. Hverfur margt huganum förlast sýn þó er bjart þegar ég minnist þín. Allt er geymt allt er á vísum stað engu gleymt, ekkert er fullþakkað. (Oddný Kristjánsdóttir í Ferjunesi) Í dag kveð ég vin með sorg í hjarta. Haukur kom inn í líf mitt þegar ég var rétt að verða 17 ára, hann studdi mig inn í fullorðins- árin og saman áttum við tíu ár og eignuðumst tvö börn, Hreiðar og Þorvald Aðalstein. Þessi tíu ár gáfu okkur minningar sem aldrei gleymast og þó leiðir hafi skilið þá tengdu börnin okkur böndum sem aldrei verða rofin þó hann sé fall- inn frá. Strákarnir nutu samvista við hann og voru ófáar ferðirnar þeirra saman í hesthúsið, hann þreyttist aldrei á að fara með þeim á hestamannamót og oftast voru þeir í efstu sætunum eftir daginn, í dag hefur dóttir hans Maríanna Sól tekið við og stundar hesta- mennskuna af kappi líkt og bræð- ur hennar gerðu á hennar aldri. Haukur var vinur vina sinna og alltaf var hann tilbúinn til að hjálpa. Hann hafði skoðanir, það duldist engum, og hann stóð fast við sína sannfæringu. Þegar fjöl- skylda hans kom saman þá urðu oftar en ekki fjörugar umræður sem hann hafði gaman af og það var sama hvar hann kom, það gustaði um hann gleði, skarpar skoðanir og brandarar sem flugu á milli manna. En í dag skortir mig orð. Að kveðja vin og föður barnanna okk- ar fyllir mig trega og tárum. Ég er þakklát fyrir þann tíma sem við áttum saman og þær minningar sem ég mun geyma. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Kristín Hreiðarsdóttir. Ekki datt mér í hug að ég ætti eftir að skrifa kveðjuorð til vinar okkar og fyrrverandi tengdason- ar, Hauks Þorvaldssonar. En sú er raunin og tekur okkur það afar sárt. Haukur kom í fjölskyldu okkar vorið 1984 þegar elsta dótt- ir okkar og hann fóru að vera sam- an. Hann féll strax inn í fjölskyld- una og gekk létt í öll störf og ekkert mál að leysa okkur af við bústörf þegar við fórum í frí. Var þá alveg sama á hvaða tíma árs það var, hvort sem hann sá um heyskap, keyra út egg eða hvað sem var, ásamt börnum okkar. Þá naut hann sín algerlega sem bónd- inn á bænum. Hestamaður var hann fram í fingurgóma og á ég honum mikið að þakka, mína hrossarækt og mikið stúss í kring- um þau. En leiðir Hauks og Kristínar skildi, en ekki okkar og hans því hér var hann mikið með drengj- unum þeirra, Hreiðari og Þor- valdi. Litu margir svo á að hann væri fimmta barnið okkar. Ég vil að lokum bera fram þakkir frá Haukur Þorvaldsson ✝ Haukur Þor-valdsson fædd- ist í Reykjavík 16. apríl 1964. Hann lést á heimili sínu í Oconomowoc í Wis- consin í Bandaríkj- unum 3. febrúar 2012. Minningarstund var í Fossvogskirkju 29. febrúar 2012. okkur hjónum fyrir mikla aðstoð og vin- áttu í gegnum árin. Samúðarkveðjur til Lori eiginkonu hans, barna hans og bræðra og þeirra fjölskyldna. Ásta og Hreiðar á Grímsstöðum. Haukur Þorvalds- son, vinur minn, er látinn langt um aldur fram, aðeins 48 ára. Það er undarleg tilfinning að skrifa minn- ingargrein um félaga og besta vin til margra ára. Leiðir okkar Hauks lágu saman um haust 1980 er við hófum báðir nám í Iðnskólanum í Reykjavík. Fyrsti dagurinn í skólanum er mér minnisstæður og ekki þekkti ég neinn í bekknum. Haukur var strax frá þessum fyrsta degi fljót- ur til svara og hafði skoðun á flestu sem til umfjöllunar var og lét það ófeiminn í ljós. Upp frá þessum fyrsta skóladegi tókst með okkur vinátta sem átti eftir að haldast alla tíð. Haukur átti líka góðan vin sem var þarna í Iðnskól- anum, Sævar Hilmarsson húsa- smíðameistara, og vorum við eins- konar tríó á þessum árum. Eftir að námi lauk fórum við Haukur að vinna við smíðar hjá tengdaföður mínum, Hlöðveri Ingvarssyni, í nokkur ár og styrktust þá vináttuböndin enn frekar. Haukur hélt til hjá okkur á Felli um tíma og ókum við þá sam- an til vinnu, hingað og þangað eft- ir atvikum. Haukur var mjög áhugasamur um hestamennsku og margar kvöldstundirnar fóru á þessum árum í stúss í kringum hesta og reiðtúra sem eru eftir- minnilegir. Það var einstaklega auðsótt að fá Hauk til að hjálpa til við búskapinn og skipti þá engu hvort um var að ræða skítmokstur eða vélavinnu. Hann vann sem berserkur. Á þessum árum fannst okkur vanta fleiri klukkutíma í sólarhringinn og eftir langa vinnu- viku var svo jafnvel farið á ball upp að Hlöðum eða austur í Ara- tungu og tekið vel á því líka. Eftir að við festum ráð okkar og stofnuðum fjölskyldu fækkaði eðlilega samverustundum en góð- ir vinir fylgjast hvor með öðrum og þannig var það einnig með okk- ur Hauk og eftir að hann settist að í Kjósinni styrktust böndin enn frekar. Það var dásamlegt að fylgjast með hvað tilveran varð góð hjá Hauki þegar hann kynntist seinni konu sinni og góðir tímar tóku við. Fyrir um ári fluttist hann svo til USA og settist þar að og kvæntist á ný. Vissulega var því ekki saman að jafna að spjalla saman á netinu og í eigin persónu en samt ótrú- lega góð tækni sem margir nota. Áfallið var mikið þegar fréttin barst, og það er erfitt að hugsa sér það að nú sé ekki lengur hægt að taka upp tólið og hringja eða tala saman á Skype um heima og geima. Ó, blessuð vertu, sumarsól, er sveipar gulli dal og hól og gyllir fjöllin himinhá og heiðarvötnin blá. Nú fossar, lækir, unnir, ár sér una við þitt gyllta hár, nú fellur heitur haddur þinn á hvíta jökulkinn. (Páll Ólafsson) Ég votta eiginkonu og börnum mína dýpstu samúð Far í friði, kæri vinur. Gunnar Leó Helgason og fjölskyldan frá Felli í Kjós. Fyrir mér virðist liggja fátt, það er sem ég dvelji í híði. Það er sem ég hafi alltaf átt í eilífu sálarstríði. (Magnús Antonsson) Við eigum enn bágt með að trúa því að góður vinur okkar, Haukur Þorvaldsson, sé látinn. Það er bara svo ótrúlegt að þessi hressi og hrausti kappi sé allur. Hauki kynntumst við þegar við fluttum í Kjósina. Hann varð strax mjög góður vinur okkar og tíður gestur á Þúfu. Haukur var maður sem fór mikinn og hafði skoðanir á nær öllu, og fór ekki leynt með þær. Það var alltaf hressandi að fá kappann í heimsókn. Þegar við unnum að því að skipuleggja okkar fyrstu „hesta- ferð“ til Bandaríkjanna, kom nafn Hauks strax upp. Hér var um að ræða ferð alla leið til New Mexico, þar sem stóð til að setja upp hesta- sýningar líkt og aldrei hafði verið gert áður í Bandaríkjunum. Þetta var verkefni þar sem margt gæti komið upp og nauðsynlegt að vera með mannskap sem væri ráðagóð- ur og til í flest. Haukur smellpass- aði inn í þann hóp. Það var alltaf hægt að fá Hauk í að gera eitthvað skemmtilegt, og svo var hann dríf- andi og svo góður félagi. Við þurft- um að beita ýmsum brögðum til að fá Hauk til að samþykkja að koma með okkur, og nánast draga hann með. En þegar til Bandaríkjanna var komið, varð til „nýr“ maður, Haukur varð Hawk. Með kúreka- hattinn og skeggið sitt var Hauk- ur nánast eins og innfæddur, og ekki leið á löngu þar til Haukur var eins og heima hjá sér. Hann var meira segja beðinn um eigin- handaráritanir í tveimur verslun- um, þar sem fólk hélt að þar færi heimsfrægur „country“-söngvari. En Haukur þótti svo nauðalíkur Garth Brooks nokkrum, þó við ættum erfitt með að sjá svipinn. Svo virtist hann þekkja alla og rat- aði um allt strax á öðrum degi. Hann var ótrúlegur. Þessi ferð var fyrsta hestaferðin af mörgum sem við fórum til Bandaríkjanna og alltaf var Haukur með okkur, enda ómissandi félagi. Haukur var íslenskari en allt ís- lenskt og hafði til dæmis mikið gaman af heyskap og öðrum bændastörfum. Þegar Haukur færði okkur þær fréttir að hann ætlaði að gifta sig og flytjast alfar- ið til Bandaríkjanna, kom okkur það mjög á óvart. Af eigingirni var það okkur erfitt að sjá á bak vini okkar alla leið til Wisconsin, en hann var sæll og hamingjan með henni Lori blasti við. En enginn veit sína framtíð. Það líður ekki sá dagur að við hugsum ekki til vinar okkar og ótal hugsanir og spurn- ingar vakna. Á tímabili var gatan svo greið, svo traust mér fannst mitt tak. En mig grunaði ekki að á þessari leið, fyrir mér myrkrið sat. Með viljann að vopni sem tvíeggja sverð, og brynju sem minningar lýsa. Þá mun ég að lokinni þessari ferð, aftur sjá sólina rísa. (Magnús Antonsson) Kæru Hreiðar, Þorvaldur, María Sól og Lori, okkar dýpstu samúðarkveðjur. Og, okkar kæri vinur, Haukur: Nú kveikjum við á kerti þú berð krossinn eins og er. En minningin hún lifir þú verður alltaf hér. (Sigurgeir Vilmundarson) Takk fyrir allar góðu stundirn- ar. Guð geymi þig. Guðríður og Björn Þúfu í Kjós. Okkar góði félagi, Haukur Þor- valdsson, hefur kvatt þetta líf. Hann var stofnfélagi í hesta- mannafélaginu okkar í Kjósinni, og sat í fyrstu stjórn félagsins. Haukur var drífandi og skemmti- legur félagi, og hans er sárt sakn- að. Fyrir hönd félagsins vil ég votta börnum hans, Hreiðari, Þor- valdi og Maríu Sól, sem og eig- inkonu hans Lori Fleming, inni- lega samúð. Félagið á Hauki margt að þakka. Guð blessi minn- ingu hans. Björn Ólafsson, formaður Adams.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.