Morgunblaðið - 01.03.2012, Síða 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MARS 2012
✝ Steindór Arasonvar fæddur á
Ísafirði 1.5. 1930.
Hann lést á Sólvangi
15. febrúar 2012.
Hann var sonur
hjónanna Ara Hólm-
bergssonar f. 14. 5.
1897, d. 16.4. 1976
og Guðrúnar Ágústu
Steindórsdóttur f.
1.8. 1907, d. 24.3.
1946. Önnur börn
þeirra: Kristján Magnús f. 31.5.
1925, d. 29.9. 1989, Hólmberg f.
11.7. 1932, Gróa f. 9.1. 1935 og
Ólafía f. 15.4. 1938, auk þess var
samfeðra þeim Magnús Þorlák-
ur f. 31.12. 1922. Steindór
kvæntist Þórdísi Þorláksdóttur
frá Veiðileysu 7.6. 1959. For-
eldrar hennar voru Þorlákur
Guðbrandsson f. 16. 4. 1893, d.
15.2. 1977 og Ólöf Sveinsdóttir f.
20.5. 1892, d. 6.4. 1952. Börn
Steindórs og Þórdísar eru Þóra,
Ari og Guðlaug, einnig áttu þau
eina fósturdóttur, Öldu Áskels-
dóttur. Þau hófu búskap sinn á
Suðureyri við Súgandafjörð.
Þau fluttu til Ólafsvíkur árið
1960 og bjuggu þar til 1972 en
þá fluttu þau til Hafnarfjarðar
þar sem þau hafa búið alla tíð
síðan. Afkomendur þeirra eru
nú 28.
Steindór gekk í
barnaskólann á
Ísafirði, Héraðs-
skólann í Reykja-
nesi og öðlaðist
skipstjórnarrétt-
indi frá Stýri-
mannaskólanum á
Ísafirði. Sjó-
mennska átti hug
Steindórs alla tíð.
Hann var á barns-
aldri þegar hann
byrjaði að stunda sjómennsku.
Fystu vertíð sína fór hann á að-
eins 12 ára gamall. Steindór
starfaði lengst af sem skipstjóri
á sínum eigin bátum og hjá öðr-
um. Hann gerði út frá ýmsum
stöðum á landinu. Árið 1977
lagði hann hins vegar árar í bát
og starfaði sem sendibílstjóri á
Sendibílastöð Hafnarfjarðar í
rúman áratug. Allan þann tíma
sótti sjómennskan og útgerðin á
hann. Þegar hann var um sex-
tugt ákvað hann að hætta akstr-
inum og láta hjartað ráða. Hann
seldi bílinn og stöðvarleyfið og
keypti sér bát í staðinn. Upp frá
þessu átti trilluútgerðin hug
hans allan.
Útför Steindórs verður gerð
frá Hafnarfjarðarkirkju í dag,
fimmtudaginn 1. mars 2012, og
hefst athöfnin kl. 15.
Það eina sem við vitum fyrir
víst í þessu lífi er að það tekur
enda. Þrátt fyrir það er dauðinn
aldrei velkominn, honum tekst
alltaf að koma á óvart og tíminn er
aldrei réttur, jafnvel þó að fólk sé
orðið veikt og komið af léttasta
skeiði. Pabbi var á 82. aldursárinu
þegar hann kvaddi okkur í hinsta
sinn. Hann veiktist alvarlega í
byrjun október og afleiðingarnar
urðu harkalegar. Þrátt fyrir það
var ég alveg viss um að hann
myndi ná að rífa sig upp úr veik-
indunum og verða heilbrigður á
ný. Þannig hafði það alltaf verið og
þannig átti það líka að vera núna.
Pabbi var sterkur, svo ósérhlífinn
og í hans orðabók var ekki til neitt
sem heitir að gefast upp.
Skrefin sem við systkinin tók-
um með honum þegar hann lagðist
inn á Sólvang í desember voru mér
því óendanlega þungbær, hann tók
þeim hins vegar af æðruleysi. Ég
átti mjög erfitt með að sætta mig
við að pabbi myndi ekki ná heilsu á
ný, að ég gæti ekki gengið að hon-
um vísum í bátaskýlinu þar sem
hann var að gera upp bátinn sinn,
að ég myndi ekki mæta honum á
rauðu Hondunni á götum bæjarins
og að hann yrði aldrei aftur eins og
hann var. Honum tókst þó á
undraverðan hátt að gera tímann
sem í hönd fór ógleymanlegan og
búa til dýrmætar minningar fyrir
okkur „krakkana“ sína. Hann
barmaði sér aldrei í mín eyru,
harmaði aldrei hvernig fyrir hon-
um var komið heldur tók á móti
mér með bros á vör og talaði oft
fallega til mín. Þegar endalokin
nálguðust kvaddi hann mig svo
fallega og lét mig skilja að sér
þætti óendanlega vænt um mig.
Í raun var pabbi afi minn. Þeg-
ar ég var tæplega eins árs gengu
hann og mamma (amma) mér í
föður- og móðurstað. Alla tíð síðan
hef ég kallað þau mömmu og
pabba og þau reyndust mér sem
bestu foreldrar. Ég var litla barn-
ið á heimilinu og þau dekruðu við
mig, stundum meira en sín eigin
börn.
Ég á margar góðar minningar
frá því ég var að alast upp. Til
dæmis þegar ég fékk að fara með
pabba í vinnuna þegar hann var
sendibílstjóri. Þá sat ég hjá hon-
um í bílnum, fékk að hitta allskyns
fólk og bera dót. Mér fannst ég
gera ótrúlega mikið gagn – vera
alvöru manneskja, sennilega gerði
ég þó lítið annað en að flækjast
fyrir en pabbi lét mig aldrei finna
það.
Stundirnar sem við áttum sam-
an fjölskyldan í Veiðileysu eru líka
margar hverjar ógleymanlegar.
Þar voru ævintýrin við hvert fót-
mál og átti pabbi stóran hluta í
þeim.
Pabbi var líka góður afi. Hann
elskaði lítil börn. Þegar ég sjálf
eignaðist börn nutu þau góðs af
gæsku hans. Þau voru ófá hádegi
sem ég lagði leið mína til þeirra
mömmu og pabba á Suðurgötuna
með Unu og Fannar þegar þau
voru lítil. Alltaf var okkur vel tekið
og pabbi tók til við sína uppáhalds
iðju að stappa fiskinn fyrir krakk-
ana og gefa þeim að borða. Seinna
fékk svo Hrafn Steinar að kynnast
þessu líka.
Elsku pabbi, ég kveð þig með
sorg í hjarta og tár í augum en ylja
mér við góðar minningar, minn-
ingar sem lifa áfram.
Takk fyrir allt,
Alda.
Það er margs að minnast efir
næstum fjörutíu ára viðkynningu.
Ég kynntist Steina og Dísu haust-
ið 1973 er við Ari fórum að vera
saman, það er eiginlega ekki hægt
að tala um Steina einan, þau voru
alltaf saman. Ég man svo vel þeg-
ar ég hitti þau fyrst, þá höfðum við
Ari farið í göngutúr með Hilmar
minn og enduðum göngutúrinn í
Stekkjarkinninni hjá þeim. Ég var
hálffeimin, með 9 mánaða dreng-
inn minn, óörugg hvernig þau
tækju mér. En það voru óþarfa
áhyggjur því mér var tekið opnum
örmum og þegar Hilmar skreið
fram til þeirra og ég heyrði hvern-
ig þau tóku honum þá vissi ég að
allt yrði í lagi, þau byrjuðu strax
að kalla sig ömmu og afa, mér þótti
vænt um það. Árin liðu og fleiri
barnabörn komu í heiminn og það
virtist sameina þau svo vel, allt
barnastússið. Allar ferðirnar á
Strandirnar í Veiðileysu á æsku-
heimili Dísu helst með einhverja
krakka með sér, við Ari fórum oft
með þeim þegar strákarnir voru
litlir og oft urðum við strákarnir
eftir með þeim þegar Ari þurfti að
fara heim. Og alltaf var Steini eitt-
hvað að brasa þar, gera við, skipti
um glugga og klæddi húsið að ut-
an. Það eru góðar minningar úr
sveitinni.
Steini var að mörgu leyti litrík-
ur persónuleiki, fór eigin leiðir og
var alltaf sannfærður um að hann
væri að gera rétt í því sem hann
tók sér fyrir hendur, hvað sem
hver sagði. Þessi snaggaralegi
maður, svo lipur og léttur í hreyf-
ingum lét ekkert aftra sér ef hann
ætlaði sér eitthvað.
Það var svo gaman að fylgjast
með honum í veislum, hann nældi
sér alltaf einhvern lítinn krakka til
að hnoðast með, flest vildu þau
vera hjá honum, jafnvel feimnustu
börn. Ef hann gat gefið þeim að
borða líka var hann ánægður með
sig.
Við áttum oftar en ekki
skemmtilegar og góðar samræður
og bar hann mörg mál undir mig,
hvort sem ég hafði eitthvert vit á
þeim eða ekki, þá mátti alltaf
spekúlera. Steini reyndist mér vel
á ögurstundu, þá sá ég kannski
best hvað þeim báðum þótti vænt
um mig og mér um þau.
Nú síðustu tuttugu árin var það
trillubransinn sem átti hug hans
allan, hann var fiskinn, það vant-
aði ekki, á meðan hann hafði
heilsu til. Þó svo að hann væri
löngu hættur að róa var hann allt-
af að lagfæra trilluna og varði
löngum stundum í bátaskýlinu, þá
var hann sáttur ef hann hafði nóg
fyrir stafni.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Elsku Steini minn, nú ert þú
farinn úr okkar heimi, hittumst
aftur á nýjum stað.
Guð blessi þig og veri með þér.
Ég votta elsku hjartans Dísu
minni og öðrum ástvinum mína
innilegustu samúð.
Kveðja,
Ingibjörg Marelsdóttir.
Afi átti bátaskýli. Einn af
mörgum venjulegum dögum þeg-
ar við systkinin vorum með afa
fórum við þangað. Hann batt kaj-
ak við bryggjuna og hafði langt
band og ýtti okkur svo frá bryggj-
unni og leyfði okkur að sigla um
lónið. Einn vetrardag var Hval-
eyrarvatn frosið. Afi batt sleða
aftan í gamla Blazer-jeppann, við
systkinin settumst á sleðann og afi
keyrði um með okkur í eftirdragi á
frosnu vatninu. Mörgum árum og
óteljandi minningum seinna sitj-
um við þrjú á spítalaherbergi og
spyrjum afa hvort hann muni
ennþá eftir þessum dögum. Hann
brosir og segir já, en ég er ekki
lengur sjö ára og bróðir minn ekki
níu, við erum 17 og 19 ára og árin
hafa liðið hratt. Við vitum að það
er komið að kveðjustund. Við vilj-
um þakka þér, elsku afi okkar,
fyrir góðar minningar.
Þín
Steinunn Katla og
Guðmundur Kári.
Steindór Arason
Elsku afi, það er sárt að
kveðja. Það er alltaf sárt að
kveðja. Það er ótrúlega tómlegt
og einmanalegt að hugsa til þess
að maður á aldrei eftir að setjast
niður í eldhúsinu á Grímsstöðum
með ykkur ömmu, hlusta á há-
degisfréttirnar í þínum þögla, en
hlýja félagsskap.
Þegar ég hugsa til baka og
rifja upp þær fjölmörgu stundir
sem við áttum saman, einkum og
sér í lagi þegar ég var barn að
aldri, þá finnst mér eins og þú
hafir ekki elst. Þitt fas breyttist
Bóas Hallgrímsson
✝ Bóas Hall-grímsson vél-
stjóri fæddist á
Grímsstöðum,
Reyðarfirði, 30. júlí
1924. Hann lést á
Dvalar- og hjúkr-
unarheimilinu Upp-
sölum 14. febrúar
2012.
Útför Bóasar fór
fram frá Reyð-
arfjarðarkirkju 24.
febrúar 2012.
lítið með árunum.
Þú hefur, frá því að
ég fyrst man eftir
mér, verið rólegur,
hógvær en umvefj-
andi og blíður. Ég
man satt best að
segja ekki eftir
mörgum samtölum
sem við áttum, ég
held að þau hafi ein-
faldlega ekki verið
mörg. En ég man
vel eftir því að sitja með þér og
hlusta á útvarpið, sitja og teikna
myndir þér við hlið, sitja og
skeggræða alla heima og geima
með henni ömmu og þú sast við
borðið og brostir og kinkaðir
kolli.
Ég á eftir að sakna þín, afi, en
ég veit það í hjarta mínu að þú ert
kominn til hennar ömmu og þar
vilt þú vera. Ég sé ykkur fyrir
mér sitjandi, á góðum stað, við
eldhúsborð og með bros á vör,
fréttaþulur malar í bakgrunni,
kleinurnar nýsteiktar á miðju
borðinu og kaffivélin malar.
Bóas Hallgrímsson.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma,
STEFANÍA SIGRÚN ÞÓRÐARDÓTTIR,
Stella,
Háaleitisbraut 26,
Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni miðviku-
daginn 22. febrúar.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 2. mars
kl. 13.00.
Guðmundur Þ. Guðmundsson, Þorbjörg Margeirsdóttir,
Arna Stefanía Guðmundsdóttir,
Ólafur Skúli Guðmundsson, Kolbrún Vilhelmsdóttir,
Ásdís Brynja Ólafsdóttir,
Viktor Tumi Ólafsson,
Stefán Emil Ólafsson.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
INGIBJÖRG JÚLÍUSDÓTTIR
kjólameistari,
lést á Droplaugarstöðum fimmtudaginn
23. febrúar.
Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju
föstudaginn 2. mars kl. 13.00.
Ágústa Högnadóttir, Eyjólfur Ólafsson,
Ólafur Ellertsson, Guðmunda Árnadóttir,
Baldur Ellertsson, Ásthildur Hannesdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elsku móðir okkar, tengdamóðir og amma,
HRAFNHILDUR HÖSKULDSDÓTTIR,
lést á Líknardeild Landspítalans mánudaginn
20. febrúar.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að hennar
ósk.
Við sendum starfsfólki Kvenlækningadeildar 21A og líknar-
deildar Landspítalans innilegar þakkir fyrir frábæra umönnun
og hlýhug.
Ólafur Loftsson, Dagný Hermannsdóttir,
Auður Loftsdóttir, David Tomis,
Birta, Grímur, Ásta, Emma og Tómas.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
JÓN HILMAR ÓLAFSSON,
Laugardælum,
lést á Líknardeild Landspítalans í Kópavogi,
fimmtudaginn 23. febrúar.
Útför hans fer fram frá Selfosskirkju laugar-
daginn 3. mars kl. 14.00.
Jarðsett verður í Laugardælakirkjugarði.
Rósa Haraldsdóttir,
Jarþrúður Jónsdóttir, Ásgeir Albertsson,
Ólafur Jónsson, Auður Ingimarsdóttir,
Kristín Jónsdóttir, Jóhann Róbertsson,
Haraldur R. Jónsson, Helga I. Sturlaugsdóttir,
Hjördís Þóra Jónsdóttir, Jóhannes Kristjánsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elsku faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
EIRÍKUR EGILL JÓNSSON,
stýrimaður,
Hrafnistu í Reykjavík,
lést sunnudaginn 26. febrúar.
Útförin verður auglýst síðar.
Guðlaug S. Eiríksdóttir, Elo Gartmann,
Jón Ágúst Eiríksson, Elísabet Magnúsdóttir,
Sigurbjörn Eiríksson, Elva Kristjánsdóttir,
Helga Eiríksdóttir, Einar Bjarnason,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
INGÓLFUR ÓLAFSSON,
vélstjóri,
frá Grænumýri,
Seltjarnarnesi,
lést miðvikudaginn 29. febrúar á Hrafnistu,
Reykjavík.
Árný Valgerður Ingólfsdóttir, Kolbeinn Guðmundsson,
Sigríður Ingólfsdóttir,
Ólafía Ingibjörg Ingólfsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar,
GUÐJÓN SIGURJÓN ÓLASON
frá Reyðarfirði,
lést á Hjúkrunarheimilinu Uppsölum,
Fáskrúðsfirði að morgni 28. febrúar.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Sigríður Eyjólfsdóttir og börn.
✝
Okkar ástkæri
ÞÓRÐUR ÓLAFSSON
sérfræðingur
hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum
í Washington D.C.
verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju
föstudaginn 2. mars kl. 13.00.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélag
Íslands.
Lára Alexandersdóttir,
Gígja Þórðardóttir, Páll Liljar Guðmundsson,
Orri Þórðarson,
Silja Þórðardóttir, Jóhann Gunnar Jónsson,
Sölvi, Lára og Laufey afabörn.