Morgunblaðið - 01.03.2012, Page 34

Morgunblaðið - 01.03.2012, Page 34
34 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MARS 2012 Á ljúfum nótum nefnist ný tón- leikaröð sem haldin er í Háteigs- kirkju í hádeginu annan hvern föstudag, þ.e. milli kl. 12.30-13.00. „Mig langar sérstaklega til að gefa ungu tónlistarfólki tækifæri til að koma fram þó vissulega verði líka reyndari tónlistarmenn í bland. Markmiðið er einnig að flytja fjöl- breytta efnisskrá við allra hæfi,“ segir Lilja Eggertsdóttir, píanó- leikari og listrænn stjórnandi tón- leikaraðarinnar, sem mun sjálf leika á flestöllum tónleikum rað- arinnar. Segist hún vera búin að skipuleggja dagskrána nokkuð fram á sumar. Að sögn Lilju verður efnisskráin á tónleikum morgundagsins á róm- antískum nótum þar sem skiptast á ljúflingslög, dúettar og aríur. Gest- ir Lilju verða þau Anna Hugadóttir víóluleikari og Bjartmar Sigurðsson tenór. „Meðal laga sem flutt verða eru Hríslan og lækurinn, Rósin, Nótt eftir Árna Thorsteinsson og Jeg elsker dig eftir Grieg,“ segir Lilja. Þess má að lokum geta að tónleikarnir eru í samstarfi við Há- teigskirkju. Tríó Anna, Bjartmar og Lilja. Á ljúfum nótum  Ný tónleikaröð í Háteigskirkju Söngvaskáldin Kristján Pét- ur Sigurðsson, Guðmundur Egill Erlendsson, Aðalsteinn Svanur Sigfússon og Þór- arinn Hjartarson koma fram á trúbadorakvöldi annað kvöld kl. 21 á Populus tre- mula, sem er menning- arsmiðja í Listagilinu á Ak- ureyri. Þeir félagar munu ýmist flytja eigin lög og ljóð eða túlka verk annarra höfunda með sínu nefi. Hús- ið verður opnað kl. 20:30 og er aðgangur ókeypis. Skipuleggjendur taka sérstaklega fram að malpokar séu leyfðir. Tónlist Trúbadorar á Populus tremula Þórarinn Hjartarson Sigurður Guðjónsson ræðir við gesti í kvöld kl. 20 um verk sitt Undanfara sem nú er sýnt í Sverrissal Hafn- arborgar. Undanfari er ný mynd- bandsinnsetning sem sýnir nakinn karlmann í tómu her- bergi. Hann notar líkams- þyngd sína til að framkalla hljóð frá gólffjölunum og hlustar þannig á eigin þunga í gegnum brakið í gólfinu. Nekt líkamans og stellingar tengja verkið við klassísk anatómísk viðfangsefni myndlistar en taktur hreyfinganna minnir á mannlegan frumkraft. Myndlist Undanfari rædd- ur í Hafnarborg Úr Undanfara, verki Sigurðar. Djasshundarnir úr kvart- ettinum Ferlíki og óp- eruprakkarinn Jón Svavar Jós- efsson leiða saman hesta sína á Café Rósenberg í kvöld kl. 21. Ferlíki skipa þeir Ásgrímur Angantýsson á píanó, Jón Óm- ar Árnason á gítar, Magnús Tryggvason Eliassen á tromm- ur og Þórður Högnason á bassa. Sérstakur gestur kvöldsins verður Eyjólfur Þor- leifsson saxófónleikari. Á efnisskránni verða djasskorn og dægurljóð úr ýmsum áttum. Að sögn aðstandenda hyggjast þeir skemmta sér við að skemmta öðrum í dúndurstuði í kvöld. Tónlist Ferlíki og Jón Svavar djassa Jón Svavar Jósefsson Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is ÚPS! nefnist nýtt dansleikhúsverk eftir Íslensku hreyfiþróun- arsamsteypuna í leikstjórn Víkings Kristjánssonar sem frumsýnt verð- ur í Tjarnarbíói í kvöld kl. 20. „Þetta er þriðja verkið í þríleik þar sem unnið er með leikrit Shakespeares. Í sýningunni Shake Me sem sett var upp 2009 var unnið með harmleiki skáldsins og í sýningunni Kandíland sem sett var upp 2010 var unnið með konungaverkin. Þannig að núna var aðeins það skemmtilega eftir, þ.e. gamanleikirnir,“ segir Víkingur. Tekur hann fram að verk Shake- speares hafi fyrst og fremst verið notað hópnum til innblásturs. „Þetta er því ekki sýning fyrir eldheita Shakespeare-aðdáendur sem vonast til að heyra texta skáldsins, því það er mjög lítill texti í þessari sýningu,“ segir Víkingur. Godzilla og klósettbursti „Þegar við lásum gamanleikina fórum við að velta fyrir okkur hvern- ig húmorinn hefur breyst í tímans rás, af hverju grín er grín, hvað nú- tímaáhorfendum finnst fyndið í verkum Shakespeares og af hverju. Við erum þannig að skoða húmor út frá hinum ýmsu sjónarhornum,“ segir Víkingur og tekur fram að öll meðul séu nýtt til að kæta leik- húsgesti, þar á meðal tvíburar, ban- anar, talandi trúður, godzilla, frysti- kista, kostulegur asni, glundroði og klósettbursti. „Mér finnst þessi sýn- ing á köflum mjög fyndin, en svo er það auðvitað þannig með húmor að það sem einum finnst fyndið finnst öðrum ekkert fyndið. Ég er hins vegar sannfærður um að það er manni hollt að velta því fyrir sér af hverju manni finnst eitt fyndið og annað ekki.“ Eins og að komast í dótakassa Víkingur segist hafa heillast upp úr skónum þegar hann sá uppsetn- ingu Íslensku hreyfiþróun- arsamsteypunnar á Dj Hamingju ár- ið 2008. „Ég heillaðist af kraftinum og frumleikanum í uppsetningunni. Í framhaldinu óskaði ég eftir því að vinna með þeim. Þær eru mjög djarfar í að prófa allt og þeim er hreinlega ekkert heilagt. Þær eru því til í að brjóta allar reglur. Ég er enginn dansari, en hef mikinn áhuga á að skoða leikhúsformið. Fyrir mér sem áhugamanni um leikhús er þetta því eins og að komast í góðan dótakassa, vegna þess að þær veita mér svo mikinn innblástur,“ segir Víkingur og tekur fram að þó hann sé titlaður leikstjóri uppsetning- arinnar þá sé sýningin unnin í náinni hópvinnu þar sem listræn heild- arsýn er mótuð af öllum meðlimum hópsins. Öll meðul verða nýtt til að kæta leikhúsgesti  Húmor til skoð- unar í dansleik- húsverkinu ÚPS! Ljósmynd/Bart Grietens Innblástur „Þær eru mjög djarfar í að prófa allt og þeim er hreinlega ekkert heilagt,“ segir Víkingur Kristjánsson. Skvísubækur, sem á ensku kallastgjarnan Chicklit, eru áhugavert ogskemmtilegt fyrirbæri, sem stundumer skilgreint helst til þröngt. Skvísu- bækur geta nefnilega fjallað um svo margt, margt fleira heldur en sögur af verslunaróðum kreditkortaveifandi ungmeyjum og þrítugum konum sem örvænta af karlmannsleysi ef þær eru ekki með hring á fingri fyrir þrítugt. Kristín Ómarsdóttir gaf út sannkallaða skvísubók fyrir stuttu síðan, þar sem umfjöll- unarefnið eru tvær helstu skvísur allra tíma; Marilyn Monroe og Greta Garbo. Er hægt að biðja um meira? Bók Kristínar heitir Við tilheyrum sama myrkrinu. Af vináttu: MM og GG og inniheld- ur sex smásögur, eitt ljóð og tuttugu og tvær vatnslita- og blýantsteikningar eftir Kristínu. Hér segir frá tveimur gyðjum; þeim Marilyn og Gretu. Þær eru vinkonur, heimsækja hvor aðra þar sem þær hafa það huggulegt, ferðast, prjóna, baka brauðsnúða og lesa heims- bókmenntir. Þess á milli segja þær hvor ann- arri sögur. Eitursnjallar og orðheppnar, for- vitnar og kaldhæðnar skiptast þær á vangaveltum um allt á milli himins og jarðar. Ekki er gott að segja hvenær sögurnar eiga að gerast; hvort það á að vera fyrir eða eftir dauða Marilynar en það skiptir annars litlu máli. Áhugavert er að velta fyrir sér hvers vegna Kristín valdi þessar tvær til að fjalla um í bók- inni. Kannski er það vegna þess að báðar hurfu sjónum almennings þegar þær voru 36 ára. Kannski er það vegna þess að segja má um báðar að þær hafi orðið fórnarlömb eigin frægðar, hvor á sinn hátt. Marilyn, sem leik- soppur karlmanna, meira að segja Bandaríkja- forseta. Útlitið henni bæði til framdráttar og vansa og sé eitthvað að marka þær ævisögur sem skrifaðar hafa verið um hana þótti henni sárt að gáfur hennar fengu sjaldan að njóta sín, því útlit hennar skyggði á allt annað. Örlög hennar eru flestum kunn, en hún lést 36 ára gömul. Garbo var stórstjarna á árunum 1924- 1941, en var aldrei hrifin af sviðsljósinu. Neit- aði að veita viðtöl og eiginhandaráritanir og dró sig síðan í hlé einungis 36 ára að aldri. Ótt- inn við að eldast fyrir framan kvikmyndatöku- vélina er sagður hafa átt stóran hluta í þessari ákvörðun. Naívar teikningar Kristínar minna svolítið á það sem unglingar rissa upp þegar þeim leiðist í tímum. En þær eru svalar og smellpassa við anda bókarinnar. Skemmtileg, beitt og vissu- lega allt öðruvísi skvísubók sem gaman er að lesa og skoða. Allt öðruvísi skvísubók Morgunblaðið/Ómar Beitt Kristín Ómarsdóttir fjallar um þær Marilyn Monroe og Greta Garbo í bókinni Við tilheyrum sama myrkrinu. Smásögur og ljóð Við tilheyrum sama myrkrinu. Af vináttu: Marilyn Monroe og Greta Garbo bbbbn Eftir Kristínu Ómarsdóttur. Stella. 2011. 86 síður ANNA LILJA ÞÓRISDÓTTIR BÆKUR Áttum okkur á því að Meat Loaf er fyrst og síðast skemmti- kraftur. 37 » ÚPS! er eftir Íslensku hreyfiþró- unarsamsteypuna. Leikstjóri er Víkingur Kristjánsson. Um dramtúrgíu sér Ásgerður G. Gunnarsdóttir. Tónlist er í hönd- um Gísla Galdurs Þorgeirssonar og leikmynd hannaði Tinna Ottesen. Flytjendur eru Hannes Óli Ágústsson, Katrín Gunn- arsdóttir, Melkorka Sigríður og Ragnheiður Bjarnarson ÚPS! LISTRÆNIR STJÓRNENDUR Kór Akraneskirkju heldur tónleika í Fella- og Hólakirkju í kvöld kl. 20. Á tónleikunum hyggst kórinn með- al annars flytja kórlagaflokk eftir djasspíanistann George Shearing. Með kórnum spila þau Gunnar Gunnarsson á píanó, Tómas R. Ein- arsson á kontrabassa og Kristín Sigurjónsdóttir á fiðlu. Kórlög eftir Shearing

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.