Morgunblaðið - 17.03.2012, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. MARS 2012
Ummæli stjórnarliða á dögunumí tengslum við það þegar höft-
in voru hert benda til þess að engin
áform séu uppi um að afnema höft-
in á næstu misserum.
Í nýjasta heftiÞjóðmála er rifj-
að upp efni bókar-
innar Þjóð í hafti,
sem lýsir vel því
ófremdarástandi
sem ríkti hér á landi
á fyrri haftaárum.
Mætti sú lýsing að
ósekju verða þing-
mönnum áminning
um að mikið er á sig leggjandi til að
losna við höftin.
Haftaárin svonefndu voru frá1930-1960 og þá hófu stjórn-
málin að gegnsýra allt þjóðfélagið
því að með höftunum fengu stjórn-
málamenn mikið skömmtunarvald:
Fyrirgreiðsla af ýmsu tagi varðdaglegt brauð stjórnmála-
manna. Ef útgerðarmann vantaði
veiðarfæri og frystihúsið varahlut
frá útlöndum, þá var þingmaður
byggðarlagsins umsvifalaust beð-
inn um að sjá til þess að leyfi feng-
ist. Bóndinn sem vildi kaupa drátt-
arvél eða byggja súrheysgryfju,
sneri sér fyrst til þingmannsins síns
– og það gerði líka maðurinn sem
vantaði hálfa krossviðsplötu eða
sementspoka til lagfæringar heima
hjá sér. Þannig var kvabbað í þing-
mönnum og ráðherrum árið um
kring. Ekki var talið fullreynt fyrr
en búið var að tala við ráðherra,
jafnvel alla ríkisstjórnina ef mikið
var í húfi,“ segir í Þjóðmálum.
Við erum ekki enn komin á þenn-an stað, en eftir því sem hafta-
tímabilið lengist og höftin herðast
að eykst hættan á að við endum
þarna. Vonandi þykir engum þing-
manni í dag þetta vera heillandi
framtíðarhorfur.
Víti til að varast
STAKSTEINAR
Ingvar P. Guðbjörnsson
ipg@mbl.is
Árangur af lungnaskurðaðgerðum á
öldruðum við lungnakrabbameini er
síst minni en hjá yngra fólki. Þetta
eru niðurstöður læknateymis sem
kynntar voru á vísindaþingi þriggja
læknafélaga í Hörpunni í gær.
Í ályktun læknanna segir „að
skurðaðgerð sé ekki síðri meðferð-
arkostur hjá eldri sjúklingum með
skurðtæk æxli“ og í þessu samhengi
vísað til sjúklinga 75 ára og eldri.
„Síðustu misserin höfum við
verið að einbeita okkur að rann-
sóknum á eldra fólki og árangri að-
gerðanna,“ sagði Tómas Guðbjarts-
son, prófessor við læknadeild HÍ.
„Hlutfall þessara sjúklinga fer
mjög hratt vaxandi. Í dag eru rúm-
lega 5% Íslendinga eldri en 75 ára og
eftir 20 ár er spáð að þessi tala verði
tæplega helmingi hærri,“ sagði
Tómas. „Við þurfum að sjá fram í
tímann og átta okkur á árangri að-
gerðanna, fylgikvillum og hvernig
þessum sjúklingum reiðir af.“
Hann segir líka siðferðisspurn-
ingu hvort gera eigi svona stórar að-
gerðir á öldruðu fólki.
„Þessar aðgerðir sem við erum
að kynna í dag eru við lungna-
krabbameini, sem er alvarlegur
sjúkdómur,“ sagði Tómas, en 21% af
þeim sem greinast með lungna-
krabbamein og fara í skurðaðgerð
eru eldri en 75 ára og er aðallega um
að ræða reykingafólk.
„Við höfum horft á þetta opnum
augum og reynt að meta árangurinn
sem kemur okkur þægilega á óvart.
Það eru mjög ánægjulegar niður-
stöður að árangurinn hjá þessum
eldri sjúklingum er mjög góður.“
Tómas segir það mikilvæga
staðreynd „að það sé innan við 1%
sem ekki lifir aðgerðina af. Það er
árangur á alþjóðlegan mælikvarða
og vel það. Það er ekki bara skurð-
aðgerðin sem slík, það er ekki síður
svæfingin, gjörgæslumeðferðin og
hjúkrunin á eftir.“ Hann segir niður-
stöðurnar jákvæðar fyrir teymið
sem komi að aðgerðunum.
„Þetta eru mikilvæg skilaboð
því fjöldi þessara sjúklinga er alltaf
að aukast og sífellt fleiri aldraðir
sem eru hraustir og lifa aktívu lífi.“
Tómas segir að skilaboðin eigi
bæði við almenning og ekki síður
kollega hans að aðgerðir sem þessar
sé hægt að gera með góðum árangri.
Vísindaþing Kristján Baldvinsson, læknanemi og sá sem kynnti niður-
stöður læknanna, og Tómas Guðbjartsson, prófessor á vísindaþingi í gær.
Morgunblaðið/Ómar
Aldraðir með
sömu batalíkur
Rannsökuðu árangur skurðaðgerða
vegna lungnakrabbameins á öldruðum
Veður víða um heim 16.3., kl. 18.00
Reykjavík 1 skýjað
Bolungarvík -2 skýjað
Akureyri 0 alskýjað
Kirkjubæjarkl. 1 skýjað
Vestmannaeyjar 0 léttskýjað
Nuuk -3 snjókoma
Þórshöfn 2 skýjað
Ósló 7 heiðskírt
Kaupmannahöfn 10 þoka
Stokkhólmur 6 skýjað
Helsinki 2 skýjað
Lúxemborg 18 heiðskírt
Brussel 17 heiðskírt
Dublin 7 skýjað
Glasgow 10 skúrir
London 10 alskýjað
París 23 heiðskírt
Amsterdam 10 þoka
Hamborg 10 léttskýjað
Berlín 18 heiðskírt
Vín 18 léttskýjað
Moskva -6 heiðskírt
Algarve 17 léttskýjað
Madríd 18 léttskýjað
Barcelona 17 heiðskírt
Mallorca 20 heiðskírt
Róm 17 heiðskírt
Aþena 10 léttskýjað
Winnipeg 10 skýjað
Montreal 2 skúrir
New York 6 skúrir
Chicago 21 léttskýjað
Orlando 25 léttskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
17. mars Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 7:37 19:36
ÍSAFJÖRÐUR 7:42 19:40
SIGLUFJÖRÐUR 7:25 19:23
DJÚPIVOGUR 7:07 19:05
Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is
Opið virka daga 10–18, laugard. kl. 11–16, sunnud. 14–16
Gallerí Fold í 20 ár 1992–2012
17. mars – 4. apríl
Nikhil Nathan Kirsh Þorsteinn Helgason
Opnun sýninganna er kl. 15 · Allir velkomnir
Samspil
17. mars – 4. apríl
Mannanafnanefnd hefur hafnað
umsóknum um að skrá nöfnin
Xenía og Alexsandra í manna-
nafnaskrá. Nefndin samþykkti
hins vegar karl-
mannsnafnið
Vili og sam-
þykkti að skrá
nafnið Morgan
sem eiginnafn
en hafnaði
beiðni um að
skrá það sem
millinafn.
Samkvæmt
gögnum Þjóðskrár bera tvær
stúlkur nafnið Alexsandra í þjóð-
skrá sem uppfylla skilyrði vinnu-
lagsreglna nefndarinnar, sú eldri
fædd árið 2003. Það nægir ekki
til að uppfylla ákvæði laga um
mannanöfn.
Samkvæmt gögnum Þjóðskrár
ber engin kona nafnið Xenía og
hafnaði nefndin umsókninni.
Alexsöndru og Xe-
níu hafnað