Morgunblaðið - 17.03.2012, Side 60
LAUGARDAGUR 17. MARS 77. DAGUR ÁRSINS 2012
Árlegt mót barnakóra í Hafnarfirði
og á Álftanesi verður haldið í dag í
Víðistaðakirkju í Hafnarfirði. Dag-
skráin hefst kl. 12:30 og er aðgangur
ókeypis. Allir velkomnir.
Barnakóramót
Hafnarfjarðar
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Rekstur margra verktakafyrirtækja
hefur gengið erfiðlega frá banka-
hruni haustið 2008. Loftorka
Reykjavík er eitt þeirra sem hafa
staðið af sér mótbyrinn og gott bet-
ur, en starfsmenn fyrirtækisins
fögnuðu 50 ára afmæli þess í gær.
„Maðurinn minn og Konráð, bróð-
ir minn í Borgarnesi, settust niður
og lögðu á ráðin hvernig þeir gætu
bætt hag sinn á einhvern hátt,“ segir
Sæunn Andrésdóttir, sem tók við
stjórnarformennsku í Loftorku
Reykjavík 1963 í kjölfar láts eig-
inmannsins Sigurðar Sigurðssonar,
um stofnun fyrirtækisins. „Þeir
keyptu bíl með loftpressu og þess
vegna heitir fyrirtækið Loftorka.“
Öflugt fyrirtæki
Loftorka hefur komið að mörgum
verkefnum, smáum og stórum, eitt
sér eða í samstarfi með öðrum fyr-
irtækjum. Þar má nefna lagningu
hitaveitu í ný hverfi á höfuðborg-
arsvæðinu, verkefni í vegagerð og
malbikun víða um land sem og vinnu
við hafnir og virkjanir. „Samstaða
hjá stjórnendum og starfsfólki hefur
haldið rekstrinum gangandi,“ segir
Sæunn og bætir við að lítil starfs-
mannavelta hafi verið hjá fyrirtæk-
inu. „Margir hafa verið hjá okkur í
yfir 40 ár,“ segir hún. „Það hefur
verið skemmtilegast að umgangast
þetta starfsfólk sem er eins og ein
fjölskylda, hefur stundum verið kall-
að Loftorkufjölskyldan.“
Tveir synir Sigurðar
og Sæunnar vinna hjá
Loftorku, Ari og Andrés.
„Við höfum vaxið með
fyrirtækinu,“ segir Andr-
és sem er nokkrum
mánuðum eldri en
Loftorka. Hann segir
að margt hafi breyst til
hins betra á löngum
tíma. Nefnir sérstaklega tæknina,
umhverfið, öryggismálin og aðbún-
aðinn. Engum dylst að bankahrunið
hefur komið illa við verktakafyrir-
tæki en Andrés segir að starfsmenn
hafi tekið sameiginlega á mótbyrn-
um og staðið af sér öldurót efna-
hagslífsins. „Við eigum líka góða við-
skiptavini,“ segir hann.
Sævar Jónsson, framkvæmda-
stjóri Loftorku, hefur unnið í fullu
starfi hjá fyrirtækinu í 40 ár. „Mal-
bikun er okkar helsta sérsvið,“ segir
hann, en áréttar að fyrirtækið komi
víða við og sé hlaðið verkefnum af
ýmsu tagi. „Við höfum verið mjög
heppin með mannskap og ekkert
hefur verið tekið út úr fyrirtækinu
nema í tækjakost,“ segir hann.
Samstaða lykill velgengni
Loftorku-
fjölskyldan fagnar
50 ára afmæli
Morgunblaðið/Sigurgeir
Fjölskyldufyrirtæki í 50 ár Ari, Sævar, Sæunn Andrésdóttir og Andrés í hófinu í Loftorku í gær.
Tvenn hjón, Sigurður Sigurðsson og Sæunn Andrésdóttir og Kon-
ráð Andrésson og Margrét Björnsdóttir, stofnuðu verktakafyr-
irtækið Loftorku 16. mars 1962, þegar mágarnir keyptu loftpressu
til þess að leigja út. Starfsemin vatt upp á sig og frá því malbik-
unarfyrirtækið Hlaðprýði var keypt 1973 hefur malbikun verið vax-
andi þáttur í starfsemi Loftorku Reykjavík, auk jarðvinnu og
gatnagerðar.
Fljótlega stofnuðu félagarnir útibú í Borgarnesi með áherslu
á hellu- og rörasteypu. Þar bættist síðar við framleiðsla á
steypu og steinsteyptum einingum. Sigurður sá
um stjórnina í Reykjavík og Konráð í Borgarnesi
en á tíunda áratugnum skiptu þeir fyrirtækinu
upp í tvö sjálfstæð fyrirtæki.
Jarðvinna, götur og malbikun
VERKTAKAFYRIRTÆKIÐ LOFTORKA Í 50 ÁR
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Í LAUSASÖLU 649 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550
VEÐUR » 8 www.mbl.is
»MEST LESIÐ Á mbl.is
1. Mannfyrirlitning í skrifum Þóru
2. Börðumst saman eins og ...
3. Ökumaðurinn að skipta um ...
4. Braut allar helstu reglur
Sögueyjan,
verkefnið um
heiðursþátttöku
Íslands á Bóka-
sýningunni í
Frankfurt í fyrra,
hlaut þýsku
bókamarkaðs-
verðlaunin, Buch-
Markt-Award, sem
afhent voru við hátíðlega athöfn á
Bókasýningunni í Leipzig. Verkefnis-
stjóri Sögueyjunnar, Halldór Guð-
mundsson, veitti verðlaununum við-
töku.
Sögueyjan hlýtur
gullverðlaun
Rokksveitin Sólstafir, sem er
meðal styrkþega Kraumssjóðsins,
er nú stödd í Þýskalandi þar sem
hún leikur á ferðatúrnum Paganfest
ásamt fleirum. Alls verður um
sautján tónleika að ræða en einnig
koma fram m.a. Eluv-
eitie og
Primordial,
ein helstu
nöfn samtím-
ans í hinu svo-
kallaða þjóðlaga-
eða heið-
ingjaþungarokki.
Sólstafir leika
á Paganfest 2012
FÓLK Í FRÉTTUM
VEÐURÍÞRÓTTIR
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðvestan 3-10 og él fyrir norðan, en þurrt að kalla syðra. Hiti
kringum frostmark, kólnar.
Á sunnudag Vaxandi suðaustanátt, 10-18 m/s og snjókoma og síðar slydda síðdegis, en
hægari og þurrt NA-lands. Minnkandi frost og hlánar S- og SV-lands.
Á mánudag Suðvestan 8-15 m/s með skúrum eða slydduéljum, en léttir til NA-lands.
Vaxandi S-átt um kvöldið með rigningu. Hiti 1 til 6 stig, en hlýjast SA-lands.
Hjá blakfólki er þessi helgi ein sú
stærsta á árinu því undanúrslitin í
bikarkeppninni eru leikin í Laugar-
dalshöllinni í dag og úrslitaleikirnir á
morgun. Stefán Jóhannesson telur
kvennalið Þróttar úr Neskaupstað og
karlalið Stjörnunnar afar líkleg til að
komast í úrslitaleikina en tvísýn bar-
átta geti orðið um hverjir mótherjar
þeirra verða. »3
Bikarhelgi hjá blakfólki
í Laugardalshöllinni
Baráttan um annað sætið í
úrvalsdeild karla í körfu-
knattleik harðnaði bara eft-
ir leiki gærkvöldsins. Nú eru
þrjú lið, KR, Stjarnan og Þór
Þ., öll með jafnmörg stig í
þessu eftirsótta sæti. KR
stendur þó best að vígi en
Þór féll niður um tvö sæti
miðað við innbyrðisárangur
eftir tap fyrir Tindastóli.
Keflavík dróst aftur úr í
kapphlaupinu. »4
Baráttan um 2.
sætið harðnaði
Tvær afrekskonur hafa orðið fyrir því
að slíta krossband í hné á síðustu
dögum, Guðný Björk Óðinsdóttir,
knattspyrnukona hjá Kristianstad, og
Brynja Magnúsdóttir, handknatt-
leikskona úr HK. Þær verða frá
keppni með liðum sínum út þetta ár.
„Það varð allt að einhverju gúmmíi í
hnénu,“ segir Brynja um sín meiðsli.
„Þetta eru ömurlegar
fréttir,“ segir þjálfari
Guðnýjar. »1, 3
Guðný og Brynja frá
keppni út þetta ár