Morgunblaðið - 17.03.2012, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 17.03.2012, Qupperneq 11
Salnum verður breytt í diskótek Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Þetta verður mikið stuð ogvið ætlum að skreyta sal-inn og breyta honum ídiskótek. Fyrir tónleika verður boðið upp á hárgreiðslu fyr- ir úfna lubba og allir gestir eru hvattir til að koma í grímubún- ingum og þá helst í diskóstíl, sól- gleraugu eru þar staðalbúnaður auk glansandi búninga,“ segir Pa- mela De Sensi, listrænn stjórnandi tónleikaraðarinnar Töfraflautunnar, en á morgun, sunnudag, verða þriðju og síðustu tónleikar þessa árs og yfirskrift þeirra er: Klass- ískt diskótek. „Töfrahurðin er einhvers kon- ar tímavél, því sá sem fer í gegnum hana getur flakkað um í tíma. Tón- leikarnir hefjast á því að DJ Sóri kemur í gegnum hurðina og hann verður klæddur eins og Mozart sem var uppi á klassíska tíma- bilinu. Mozart kunni þetta því hann var stjórnandi í svakalegum partí- um hjá konunginum á sínum tíma. DJ Sóri mun kynna fyrir gestum danstónlist frá klassíska tímabilinu en það er sannkölluð partítónlist fyrri alda. Einnig kemur Händel í gegnum töfrahurðina en hann er frá barokktímabilinu og gæti átt það til að skamma hljómsveit- arstjórann eitthvað. Madame Piro- uette mætir á svæðið en hún var danskennari á renaissance- tímabilinu sem var tvö hundruð ár- um fyrir fæðingu Mozarts. Hún ætlar að kenna gestum alls konar dansa frá því tímabili og hún verð- ur með skemmtileg atriði sem tengjast nútímadansi.“ Zúmbadanskennari hitar upp fyrir tónleika Pamela segir að allir gestir verði virkjaðir til að taka þátt í dansinum, ungir sem aldnir. „Einn- ig munu dansarar frá Listdans- skóla Íslands sýna dansa við undir- leik hljómsveitar. Þjóðdansafélagið tekur líka þátt, þau verða með sýn- ingu á klæðum sínum og svo ætla krakkar að dansa þjóðdansa.“ Tónleikarnir hefjast klukkan eitt en hálftíma fyrr, klukkan hálf- eitt, verður dansupphitun á torgi Salarins. „Þar ætlar zúmbadanskennari að kenna gestum að dansa við tón- list eftir Mozart og Vivaldi, með diskótakti.“ Hljómsveitin sem leikur er Skólahljómsveit Austurbæjar undir stjórn Vilborgar Jónsdóttur. Hall- veig Rúnarsdóttir sópransöngkona, Lilja Valdimarsdóttir hornleikari og Grímur Helgason klarínettuleik- ari munu leggja sitt af mörkum við að halda uppi stuðinu. Fleygiferð Frá klassískum tónleikum Töfrahurðarinnar í fyrra, dansarar í stuði við partítónlist fyrri alda. Á fjölskyldutónleikum Töfraflautunnar á morgun verður mikið fjör enda yfirskriftin klassísk diskó- stemning. Mozart mun koma og sprella enda var hann stjórnandi í svakalegum partíum hjá konung- inum á sínum tíma. Verða gestir virkjaðir í dans. DJ Sóri mun kynna fyrir gestum danstónlist frá klassíska tímabilinu en það er sannkölluð partí- tónlist fyrri alda. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. MARS 2012 Þriðji og síðasti fræðslufundurinn í fundaröðinni „Vísindi á laugardegi – Göngum saman í leit að lækningu á brjóstakrabbameini,“ verður haldinn í dag, laugardag 17. mars. Samstarfshópur á Landspítalanum um rannsóknir á brjóstakrabbameini tekur á móti gestum kl. 13 á Landspít- ala í Hringsalnum sem er staðsettur í tengibyggingunni milli Barnaspítalans og kvennadeildar. Þau Aðalgeir Arason líffræðingur, Bjarni Agnar Agnarsson meinafræðingur og yfirlæknir Rann- sóknastofu í meinafræði, Inga Reynis- dóttir, sameinda- og frumulíffræð- ingur, Óskar Þór Jóhannsson, krabbameinslæknir og erfðaráðgjafi, og Rósa Björk Barkardóttir sameinda- líffræðingur munu hvert fyrir sig halda einn örfyrirlestur. Í framhaldinu verð- ur opið hús hjá Rannsóknastofu Land- spítalans í meinafræði þar sem gest- um gefst kostur á að fræðast um stofnunina. Vísindi á laugardegi Morgunblaðið/Golli Fjölmennt Gengið saman til styrktar rannsóknum á brjóstakrabbameini. Meinafræði kynnt ILVA Korputorgi, sími 522 4500 www.ILVA.is laugardaga 10-18 sunnudaga 12-18 mánudaga - föstudaga 11-18:30 ILVA Korputorgi, s: 522 4500 www.ILVA.is mán. - fös. 11-18:30 laugardaga 10-18, sunnudaga 12-18 einfaldlega betri kostur NÝTT KORTATÍMABIL Mot��mars 5% af allri mottusölu rennur til krabbameinsfélagsins SPARKLING Lime/multi/gul/multi. 100% pólýester. 140x200 cm. 29.900,- 170x240 cm. 44.900,- NÝTT Öryggishnappur sem bjargar Hjúkrunarfræðingar alltaf á vakt Með öryggishnappi Öryggismiðstöðvarinnar færðu þráðlausan reykskynjara beintengdan stjórnstöð. Meiri þjónusta sem eykur öryggi þitt og þinna nánustu. Það er einfalt og kostar ekkert að skipta um þjónustuaðila. Hringdu núna! Sími 570 2400 · oryggi.is Stöndum vaktina allan sólarhringinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.